7. fundur 30. apríl 2018 kl. 15:00 - 16:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Guðmundsson formaður
  • Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir aðalmaður
  • Borghildur Kristinsdóttir varamaður
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúa

1.Löðmundarvatn. heimild til uppsetningar á rannsóknarbúri

1804046

Ólafur S. Andrésson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild HÍ óskar eftir að fá að setja upp svokölluð "Hlýnunarbúr" til að kanna áhrif hlýnunar á mosa.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að leyfi verði veitt til uppsetningar á svokölluðum "hlýnunarbúrum" til að kanna áhrif hlýnunar á mosa.

Nefndin bendir á að mikilvægt er að ganga vel um svæðið þar sem það er innan Friðlands að fjallabaki og fjarlægja þarf allan búnað í lok rannsóknar.
Fylgiskjöl:

2.Rallýkeppnir á hálendi

1804047

Hálendisnefnd fjallar um fyrirhugaðar rallkeppnir í jaðri eða á hálendi sveitarfélagsins, m.t.t. stefnumarkandi úrræða.
Fyrirhugað er að halda keppnina "Iceland all terrain rally" sem til stóð að halda í september á síðasta ári. Nefndin vill benda á bókun frá fundi 31. ágúst 2017 mál nr. 1708008 þegar umsóknir berast um rallykeppnir á sömu leiðum.

3.Hálendið og málefni tengd því

1804048

Hálendisnefnd fjallar um málefni tengdu hálendi innan sveitarfélagsins.
Rætt almennt um mál hálendis Rangárþings ytra. Formaður nefndarinnar sagði frá hóp sem hann er í varðandi gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðland að fjallabaki.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?