1. fundur 23. júlí 2019 kl. 14:00 - 15:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Guðmundsson formaður
  • Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir aðalmaður
  • Magnús H. Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Rallý Reykjavík 2019

1907065

Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur óskar eftir leyfi varðandi tímabundnar lokanir á leið um Tungnaá, Dómadal, Heklu, Skógshraun og Næfurholt vegan Rallýkeppni föstudaginn 30. ágúst.
Hálendisnefnd leggst gegn því að rallykeppni fari fram í Rangárþingi ytra. Með því að loka ákveðnum vegum tímabundið verður rask á umferð um svæðið. Vegir á afréttinum hvort sem er á forræði Vegagerðarinnar eða sveitarfélagsins fá lítið viðhald og standa ekki undir núverandi umferð. Einnig vill nefndin benda á að hluti leiðarinnar er innan marka Friðlands að fjallabaki. Hálendisnefnd leggur til að erindinu verði hafnað.


Fundi slitið - kl. 15:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?