Formaður bar fram tillögu um að við bætist liður 4. Ósk um leyfi til kvikmyndatöku við Sauðafellsvatn og Sigöldugljúfur. það var samþykkt samhljóða.
1.Ósk um leyfi til kvikmyndatöku - Þjófafoss
2008043
Leyfisbeiðni vegna kvikmyndatöku, 70-90 manns og allt að 40 bílar.
Hálendisnefndin setur sig ekki á móti þessum kvikmyndatökum við Þjófafoss.
Lögð er áhersla á að haft verði samband við landeigendur sem eru eigendur Galtalækjar
Mikilvægt að virða bann við utanvegaakstri.
Samþykkt samhljóða.
Lögð er áhersla á að haft verði samband við landeigendur sem eru eigendur Galtalækjar
Mikilvægt að virða bann við utanvegaakstri.
Samþykkt samhljóða.
2.Þolaksturskeppni umsögn
2008044
Vélhjólaíþróttaklúbburinn Vík óskar leyfis fyrir þolaksturskeppni á Hellum í Landsveit.
Hálendisnefndin setur sig ekki á móti þessari þolaksturskeppni vélhjólamanna.
Lögð er áhersla á að haft verði samband við landeigendur sem eru eigendur Hella í Landsveit
Samþykkt samhljóða.
Lögð er áhersla á að haft verði samband við landeigendur sem eru eigendur Hella í Landsveit
Samþykkt samhljóða.
3.Erindi frá LÍV
1910016
Staðsetning öryggisskiltis í nálægð við Rauðuskál.
Hálendisnefnd samþykkir að öryggisskilti verði sett upp norð-vestan við Rauðuskál.
Staðsetning N6402.29 - W1936.026
Samþykkt samhljóða
Staðsetning N6402.29 - W1936.026
Samþykkt samhljóða
4.Ósk um leyfi til kvikmyndatöku við Sauðafellsvatn og Sigöldugljúfur
2008046
Truenorth óskar eftir að fá leyfi til myndatöku við Sauðafellsvatn og í Sigöldugljúfri.
Hálendisnefndin setur sig ekki á móti þessum kvikmyndatökum við Sauðafellsvatn og í Sigöldugljúfri. Mikilvægt er að dagsetningar dragist ekki vegna smölunar og rétta. Ef þarf að hnika til dagsetningum þá er ekki heimilt að kvikmynda við Sauðafellsvatn dagana 23 og 24 september.
Mikilvægt að virða bann við utanvega akstri.
Samþykkt samhljóða
Mikilvægt að virða bann við utanvega akstri.
Samþykkt samhljóða
Fundargerð yfirgerð og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 15:45.