17. fundur 07. nóvember 2024 kl. 16:30 - 18:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Viðar M. Þorsteinsson formaður
  • Magdalena Przewlocka aðalmaður
  • Sóley Margeirsdóttir aðalmaður
  • Lárus Jóhann Guðmundsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jóhann G. Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Viðar M. Þorsteinsson formaður

1.Heilsueflandi samfélag 2022 - 2026

2208039

Val í stýrihóp heilsueflandi samfélags.

Tillaga verkefnisstjóra íþrótta- og fjölmenningarfulltrúa, er eftirfarandi:
Ástþór Jón Ragnheiðarsson
Eydís Hrönn Tómasdóttir
Karen Eva Sigurðardóttir
Nefndin samþykkir þessa einstaklinga og ákveðið er að taka stöðuna á starfi hópsins í apríl 2025.

2.Íþróttamaður ársins

2305044

Velja dagsetningu fyrir afhendingu íþróttakonu og manns RY

og auglýsa eftir íþróttaafrekum.
Verkefnisstjóri íþrótta- og fjölmenningarmála hefur nú þegar beðið íþróttafélögin og HSK að senda inn tillögur.

Allir sem hafa lögheimili í Rangárþingi ytra eiga rétt á tilnefningu fyrir íþróttaafrek.
Allir sem hafa lögheimili í Rangárþingi ytra og verða 16 ára á því ári sem er verið að veita fyrir, eiga rétt á tilnefningu til íþróttakonu og -manns ársins.

Val á dagsetningu fyrir afhendingu viðurkenninga fyrir íþróttakonu og manns RY 2024.
Nefndin kaus laugardaginn eftir þrettándann, 11. janúar 2025.

3.Ungmennaráð 2024-2026

2410040

Val í ungmennaráð.

Einn fulltrúi og einn til vara sem valinn er árlega úr 9. eða 10. Bekk grunnskólans á Hellu og einn fulltrúi og einn til vara sem valinn er árlega úr 9. eða 10. bekk grunnskólans á Laugalandi. Nemendaráð skólana velja fulltrúa skólans.
Grunnskólinn á Hellu -
Aðalmaður er Ómar Azfar Valgerðarson Chattha, 10.b.
Varamaður Kristín Birta Daníelsdóttir, 9.b.

Laugalandsskóli
Hafrún Ísleifsdóttir úr 10.bekk.
Varamaður er: Sóldís Lilja Sveinbjörnsdóttir -

Einn fulltrúi úr Félagsmiðstöðinni Hellinum og einn til vara sem valinn er árlega.
Hellirinn: er Þorgeir Óli Eiríksson og varamaður er Hafdís Laufey Ómarsdóttir.

HÍT nefnd
Tveir fulltrúar og tveir til vara sem Heilsu, íþrótta og tómstundanefnd Rangárþings Ytra velur úr hópi þeirra sem eru ekki á grunnskólaaldri. Kjörnir eru einn og tveir aðal- og varamenn til skiptis í eitt ár og hinir í tvö ár. Nefndin skal við valið hafa að leiðarljósi að þessir fulltrúar endurspegli sem breiðastan hóp þessa aldurshóps í Rangárþingi Ytra.

Tillögur nefndarinnar eru:
Eitt ár: Ari Rafn Jóhannsson, varamaður: Paulina Smaluga

Tvö ár: Anna Ísey Engilbertsdóttir, varamaður: Bragi Valur Magnússon.

Verkefnisstjóri íþrótta- og fjölmenningarmála mun hafa samband við þau sem fyrst til að staðfesta vilja þeirra til nefndarsetu.

4.Heilsustefna RY

2410056

Drög að Heilsustefnu RY kynnt.
Verkefnisstjóri íþrótta- og fjölmenningarmála renndi yfir drög að heilsustefnu RY og kynnti fyrir nefndinni.

5.Frístundastyrkur

2411004

Upplýsingar um notkun frístundastyrks RY
Verkefnisstjóri íþrótta- og fjölmenningarmála renndi yfir upplýsingar um notkun á frístundastyrk hjá RY.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?