18. fundur 02. janúar 2025 kl. 16:30 - 18:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Viðar M. Þorsteinsson formaður
  • Magdalena Przewlocka aðalmaður
  • Sóley Margeirsdóttir aðalmaður
  • Lárus Jóhann Guðmundsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Ævar Jóhannsson embættismaður
  • Jóhann G. Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Jóhann G. Jóhannsson Íþrótta og fjölmenningarfulltrúi

1.Íþróttamaður ársins

2305044

Íþrótta- og tómstundanefnd sér um undirbúning að vali íþróttakonu og manns ársins. Tilnefningar skulu koma frá öllum íþrótta- og ungmennafélögum í Rangárþingi ytra og einnig frá öðrum félögum innan vébanda ÍSÍ í sveitarfélaginu. Íþrótta- og tómstundanefnd mun auglýsa eftir tilnefningum frá íþrótta- og tómstundafélögum í sveitarfélaginu, en einnig skal almenningi gefinn kostur á að tilnefna íþróttakonu og mann ársins.



Með tilnefningu skal fylgja greinargerð um árangur og rökstuðningur fyrir tilnefningu viðkomandi. Skilyrði er að viðkomandi eigi lögheimili í Rangárþingi ytra og sé a.m.k. 16 ára á árinu. Gerð er krafa til þess að íþróttakonan og maðurinn sé góð fyrirmynd innan vallar sem utan.



Reglur á íþróttamanni ársins yfirfarnar og tillaga til leiðréttingar á orðalagi.
Íþrótta- og tómstundanefnd sér um undirbúning að vali íþróttakonu og manns ársins. Tilnefningar skulu koma frá öllum íþrótta- og ungmennafélögum í Rangárþingi ytra og einnig frá öðrum félögum innan vébanda ÍSÍ í sveitarfélaginu. Íþrótta- og tómstundanefnd mun auglýsa eftir tilnefningum frá íþrótta- og tómstundafélögum í sveitarfélaginu, en einnig skal almenningi gefinn kostur á að tilnefna íþróttakonu og mann ársins.

Með tilnefningu skal fylgja greinargerð um árangur og rökstuðningur fyrir tilnefningu viðkomandi. Skilyrði er að viðkomandi eigi lögheimili í Rangárþingi ytra og sé a.m.k. 16 ára á árinu. Gerð er krafa til þess að íþróttakonan og maðurinn sé góð fyrirmynd innan vallar sem utan.

Farið er yfir tilnefningar og kosið um íþróttamann og íþróttakonu ársins. Tilkynnt verður um valið þann 11.1 kl. 11 í Safnaðarheimilinu á Hellu.

Lagt var fyrir breytingatillaga um breytingu á orðalagi um reglur um val á íþróttamanni ársins. Þar var skýrt að valið sé íþróttakona og íþróttamaður ársins. Þessar breytingar voru samþykktar einróma.

2.Leikfimi 60

2411026

Samningur vegna leikfimi eldri borgara 60
Nefndin fagnar að það sé kominn samningur.

3.Sumarnámskeið 2025

2412034

Sumarnámskeið 2025. Tilhögun og framkvæmd.
UMF Hekla hefur sóst eftir því að halda sumarnámskeið, nefndin er jákvæð gagnvart því en ef af því verður leggur nefndin það til að börnin fái að fara í heimsókn í önnur íþróttafélög til kynningar á öðrum íþróttagreinum.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?