20. fundur 06. mars 2025 kl. 16:30 - 18:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Viðar M. Þorsteinsson formaður
  • Magdalena Przewlocka aðalmaður
  • Sóley Margeirsdóttir aðalmaður
  • Lárus Jóhann Guðmundsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Ævar Jóhannsson embættismaður
  • Jóhann G. Jóhannsson embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jóhann G. Jóhannsson embættismaður

1.Opnunartímar sundlaugar Laugaland 2025

2502001

Nefndin þakkar forstöðumanni íþróttamiðstöðva fyrir upplýsingarnar og yfirferðina. Nefndin samþykkir tillögu forstöðumanns íþróttamannvirkja um að breyta opnunartímanum í tilraunaskyni sumarið 2025 og verði síðan tekin til endurskoðunar í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir 2026.

2.Starfsmaður íþróttamiðstöðvar 2025

2502002

Nefndin þakkar forstöðumanni íþróttamannvirkja fyrir upplýsingarnar og yfirferðina. Nefndin leggur til við sveitastjórn að ráðinn verði starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar á Laugalandi eigi síðar en í upphafi næsta skólaárs. Þörfin við slíkan starfsmann er umtalsverð til að bæta umgengni og ásýnd íþróttamiðstöðvarinnar á Laugalandi.

3.Félagsmiðstöðin Hellirinn - reglur

2502011

Reglur fyrir félagsmiðstöðina.
Nefndin samþykkir reglurnar.

4.Sumarnámskeið 2025

2412034

Rætt um fyrirkomulag sumarnámskeiða.

Skoða dag fyrir kynningar á sumarnámskeiðum í maí.

Ákvörðun hvort gefinn verði út bæklingur eða sudurlif.is notað til kynningar.
Nefndin leggur til að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til að halda sumarnámskeið og leikjanámskeið sumar 2025.
Nefndin leggur til að kynningardagur á sumarnámskeiðum verði haldin 17. maí.
Nefndin telur nauðsynlegt að gefinn verði út bæklingur og sudurlif.is verði notað til kynningar.

5.Hús frítímans

2502072

Hugmyndir af frístundahúsi sem starfrækt er á Sauðárkróki. Þar eru sameinað í húsnæði ýmislegt frístundastarf.
Hugmynd um „Hús frítímans“ kynnt. Hugmyndin byggir á reynslu frá á Sauðárkróki þar sem „Hús frítímans“ er miðstöð frístundastarfs í Skagafirði sem býður upp á fjölbreytta starfsemi fyrir alla aldurshópa.
Nefndin fór yfir kynninguna og beinir því til sveitarstjórnar að skoða fram komin gögn og taka afstöðu til næstu skrefa. Nefndinni líst mjög vel á hugmyndina og telur að slíkt húsnæði yrði til mikilla hagsbóta fyrir íbúa sveitarfélagsins.

6.Hekla pílunefnd - húsnæðismál

2502081

Erindi píludeildar Heklu vegna húsnæðismála.
Nefndin tekur vel í erindið og leggur til að skoðað verði hvort salur á jarðhæð Laufskála 2 geti nýst undir íþrótta- og tómstundastarf.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?