23. fundur 29. september 2025 kl. 16:30 - 19:35 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Viðar M. Þorsteinsson formaður
  • Magdalena Przewlocka aðalmaður
  • Sóley Margeirsdóttir aðalmaður
  • Lárus Jóhann Guðmundsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Ævar Jóhannsson embættismaður
  • Jóhann G. Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Jóhann G. Jóhannsson embættismaður

1.Starfsmaður íþróttamiðstöðvar 2025

2502002

Starfslýsing nýs starfsmanns íþróttamiðstöðvar kynnt.
Forstöðumaður íþróttamannvirkja fór yfir starfslýsinguna og svaraði spurningum. Nefndin leggur til að starfslýsing verði yfirfarin með starfsmanni í lok árs. Nefndin þakkar fyrir yfirferðina.

2.Opnunartímar sundlaugar Laugaland 2025

2502001

Rennt yfir skýrslu um samanburð opnunartíma sundlauga milli ára.
Forstöðumaður íþróttamannvirkja fór yfir opnunartímann og svaraði spurningum. Nefndin telur að nauðsynlega þurfi að fara yfir búnað sundlaugar til að tryggja opnunartíma og rekstraröryggi allt árið um kring. Nefndin vill hvetja starfsmenn til að minna á opnunartíma sundlaugarinnar á íbúasíðum á samfélagsmiðlum. Nefndin þakkar fyrir yfirferðina.

3.Tækjabúnaður íþróttamiðstöðva

2508026

Farið yfir skýrslu um tækjabúnað íþróttamiðstöðva.
Forstöðumaður íþróttamannvirkja fór yfir ástand tækjabúnaðar íþróttamiðstöðva og svaraði spurningum. Eftir yfirferð á fylgiskjali, "Tækjabúnaður íþróttamiðstöðva", lítur nefndin svo á að ástand tækjabúnaðar í íþróttamiðstöðvum sé verulega ábótavant. Nefndin leggur áherslu á að ráðist verði í aðgerðir til úrbóta sem fyrst. Einnig leggur nefndin til að sérmerkt fjármagn verði veitt forstöðumanni íþróttamannvirkja til viðhalds og úrbóta við fjárhagsáætlunargerð 2026. Nefndin þakkar fyrir yfirferðina.

4.Öryggisúttekt á íþróttamiðstöðinni Hellu

2508025

Staða á öryggisúttekt.
Forstöðumaður íþróttamannvirkja fór yfir stöðu mála og svaraði spurningum. Málinu verður haldið áfram þegar skýrslur frá báðum aðilum liggja fyrir ásamt skýrslu heilbrigðiseftirlitsins 2025. Nefndin þakkar fyrir yfirferðina.

5.Íþróttamaður ársins

2305044

Fara yfir reglur um val á íþróttakonu og -manni ársins. Ræða val á sjálfboðaliða og velja dagsetningu á viðburðinn. Lagt er til laugardaginn 10. janúar.
Nefndin fór yfir reglur um val á íþróttakonu og -manni ársins.

Nefndin samþykkti að halda hátíðina laugardaginn 10. janúar kl. 11.

Samþykktar voru tvær breytingar á reglum um val á íþróttakonu og -manni ársins:

"Einnig má tilnefna aðila fyrir framúrskarandi störf í þágu íþrótta- og tómstundamála í sveitarfélaginu."
og "Skila þarf tilnefningum inn fyrir 1. desember ár hvert. Íþrótta- og fjölmenningafulltrúi." í stað
"Skila þarf tilnefningum inn fyrir 15. desember ár hvert. Íþrótta- og fjölmenningafulltrúi."

6.Ungmennaráð 2024-2026

2410040

Val í Ungmennaráð veturinn 2025-2026.
Val í Ungmennaráð veturinn 2025-2026. Nefndin felur íþrótta- og fjölmenningarfulltrúa að hafa samband við þau sem tilnefnd voru.

7.Leikfimi 60

2411026

Nýr samningur vegna leikfimi 60 .
Nýr samningur vegna leikfimi 60 var kynntur.

9.Sumarnámskeið 2025

2412034

Fara yfir sumarstarfið í Rangárþingi ytra.
Nefndin ræddi sumarstarfið sem fram fór í sveitarfélaginu sumarið 2025. Margvísleg afþreying var í boði og farið var yfir hvað betur má fara næsta sumar. Nefndin óskar eftir auknu fjármagni til umsjónar og framkvæmda sumarnámskeiða 2026.

10.Íþrótta- og útivistasvæði á Hellu. Hönnun

2508043

Hönnun íþrótta- og útivistarsvæðis á Hellu.
Nefndin fór yfir tillögur að íþrótta- og útivistarsvæði á Hellu. Nefndin leggur til eftirfarandi hugmyndir til viðbótar við þær góðu hugmyndir sem í skjalinu eru: körfuboltavöll og skólahreystisbraut.

Fundi slitið - kl. 19:35.