Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd

9. fundur 22. júní 2020 kl. 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur jónasson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Saga Sigurðardóttir ritari
Fundargerð ritaði: Saga Sigurðardóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Íþróttamaður ársins

1908041

Á síðasta fundi nefndarinnar var íþróttamaður ársins tilnefndur. Ákveðið var að veita viðurkenningar í mars á sama tíma og undirritun Heilsueflandi samfélags ætti sér stað. Fresta þurfti viðburðinum vegna covid-19 faraldursins og þarf því að ákveða hvenær og hvernig sá viðburður fari fram.
Í ljósi þess að ekki var hægt að veita viðurkenningu fyrir íþróttamann ársins í mars sl. eins og áður hafði verið ákveðið sökum covid-19 var tekin ákvörðun um að viðurkenningar verði veittar á Töðugjöldum 2020.

2.Heilsueflandi samfélag

1809021

Fresta þurfti undirskrift með landlækni svo að Rangárþing ytra gæti orðið Heilsueflandi samfélag vegna covid-19. Nú hefur landlæknir boðað komu sína þann 25. júní nk. og mun þá sveitarfélagið formlega verða Heilsueflandi samfélag.
Verkefni tengd Heilsueflandi samfélagi rædd og ákveðið að leggja til að settur verði upp ratleikur í sveitarfélaginu í sumar. Hugmynd um samstarfssamning sveitarfélagsins við leikskóla, grunnskóla, íþróttafélög og félagasamtök varðandi Heilsueflandi samfélag var rædd og talin góð.

Fundi slitið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?