10. fundur 21. september 2020 kl. 17:00 - 18:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur jónasson aðalmaður
  • Björgvin Reynir Helgason varamaður
  • Yngvi Karl Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndarinnar eftir því að máli yrði bætt við til kynningar og var það samþykkt og sett sem fjórði liður á dagskrá.

1.Íþróttamaður ársins 2019

1908041

Ákveða þarf hvenær skal veita viðurkenningu fyrir íþróttamann ársins 2019. Ekki hefur verið hægt að veita viðurkenninguna sökum covid-19.
Formanni nefndarinnar ásamt markaðs- og kynningarfulltrúa falið að finna hentugan vettvang og veita viðurkenninguna hið fyrsta.

2.Gönguleiðir á Hellu

2009043

Ræða þarf með hvaða hætti skuli þróa gönguleiðir á Hellu.
Farið var yfir gönguleiðakort af Hellu sem Steinsholt setti upp 2012. Rætt var um að gönguleiðir á Hellu yrðu þróaðar út frá Íþróttamiðstöðinni. Lagt er upp með að a.m.k. fjórar leiðir verði merktar. Merktar gönguleiðir eru mikilvægar til þess að efla hreyingu í heilsueflandi samfélagi sérstaklega á tímum COVID. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að vinna verkefnið áfram í samstarfi við nefndina.

3.Útisvæði

2009044

Ræða um framtíðarþróun útisvæða m.t.t. Heilsueflandi Samfélags í Rangárþingi ytra. Í erindisbréfi nefndarinnar kemur m.a. fram í 7. lið 3.gr. að hlutverk nefndarinnar er að "fylgjast með og gera tillögur um endurbætur á leiksvæðum og leiktækjum sveitarfélagsins.
Góð umræða um útisvæði þar sem m.a. var farið yfir útivistarsvæðið í Nesi, mögulegt svæði fyrir "skate park" og útfærslur á því.

Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að taka myndir af þeim svæðum sem falla undir leiksvæði sveitarfélagsins og gera smá samantekt þar um. Rætt var um að leiksvæði sem tilheyra leik- og grunnskólum væru á þeirra forræði.

Í kjölfar samantektar færi nefndin í vettvangsferð í Október.

4.Æfingasvæði fyrir vélhjólaíþróttir

2009035

Minnisblað vegna mögulegrar staðsetningar æfingasvæðis fyrir vélhjólaíþróttir.
Nefndinni líst vel á fyrirhugað svæði til iðkunar jaðaríþrótta s.s. vélhjólum og litbolta. Nefndinni finnst mikilvægt að hugað sé sérstaklega að aðgengi, öryggi og að svæðið verði afgirt.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?