Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd

11. fundur 27. október 2020 kl. 17:00 - 18:45 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur jónasson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndarinnar að bæta við tveimur dagskrárliðum og verða þeir nr. 1 og 2. Aðrir liðir færast sem því nemur.

1.Heilsueflandi samfélag

1809021

Fyrir liggur 3. fundargerð stýrihóps Heilsueflandi Samfélags til kynningar.

Árbjörg Sunna Markúsdóttir hefur óskað eftir að hætta í stýrihópnum og tilnefna þarf fulltrúa í hennar stað.
Nefndin fór yfir fundargerðina. Nefndin tilnefnir Jónu Þórhallsdóttir í stað Árbjargar Sunnu Markúsdóttur. Formanni nefndarinnar falið að kanna áhuga hennar.

2.Ungmennaráð 2020-2021

2010045

Ungmennaráð heyrir undir heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd. Óskað hefur verið eftir tilnefningum frá Grunnskólanum á Hellu og Laugalandsskóla samkvæmt erindisbréfi. Nefndin þarf að tilnefna einn fulltrúa og einn til vara.
Komnir eru aðal fulltrúar í Ungmennaráð Rangárþings ytra frá Grunnskólunum.

Grunnskólinn á Hellu
María Ósk Steinsdóttir
Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir

Laugalandsskóli
Olgeir Engilbertsson
Árbjörg Sunna Markúsdóttir

Nefndin leggur til að rætt verði við Gunnar Pál Steinarsson sem aðalmann og Gísellu Hannesdóttir sem varamann, þau verði þá kjörin til tveggja ára. Formanni nefndarinnar falið að ræða við þau og kanna áhuga þeirra á að taka sæti í Ungmennaráði.

3.Útisvæði

2009044

Fyrir liggur minnisblað frá Markaðs- og kynningarfulltrúa um leikvelli á Hellu.
Nefndin fór yfir minnisblaðið.

Rætt var um opið svæði við Fossöldu en ekki talin þörf á að setja þar leiktæki þar sem stór leikvöllur er í Baugöldu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að farið verði í eftirfarandi framkvæmdir á næsta ári á leiksvæðum sveitarfélagsins utan skólaleikvalla og tekið verði tillit til þeirra við gerð fjárhagsáætlunar.

Útivistarsvæðið í Nesi
- Leggja þarf áherslu á öryggismál
- Huga að fallvörnum hjá Aparólu
- Huga að fallvörnum við Ærslabelg
- Setja hindrun við strandblak völl svo boltinn fari ekki í ánna.
- Bæta við útigrilli og bekkjum
- Setja upp útisvið í lundinum

Leikvöllur í Ártúni
- Bæta við bekk
- Setja upp rólu með körfurólu

Gamli Róló
- Bæta við bekk
- Setja upp rugguhest
- Setja upp vegasalt

Leikvöllurinn í Baugöldu
- Afmarka leikvöllinn bæði við götu og lóðir með lágreistri girðingu
- Setja gangbraut fyrir miðju leikvallar til að auka öryggi
- Fjarlægja ónýtt leiktæki
- Setja upp skilti um að hafa hunda í bandi

4.Gönguleiðir á Hellu

2009043

Farið yfir stöðu verkefnisins frá síðasta fundi.
Formaður nefndarinnar og markaðs- og kynningarfulltrúi fóru yfir minnisblað frá fundi með formanni Skógræktarfélags Rangæinga vegna Aldamóta- og Bolholtsskógar. Einnig var farið yfir tillögu markaðs- og kynningarfulltrúa að gönguleiðum á Hellu. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu.

5.Erindi um rýmri opnun félagsmiðstöðvar

2010014

Byggðaráð vísar erindi frá foreldrafélagi Grunnskólans á Hellu varðandi rýmri opnun félagsmiðstöðvar til nefndarinnar til álitsgerðar.
Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að óska eftir frekari upplýsingum frá formanni foreldrafélagsins vegna erindisins fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 18:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?