Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd

13. fundur 21. janúar 2021 kl. 17:00 - 18:15 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Erna Sigurðardóttir formaður
  • Guðmundur Jónasson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Sindri Snær Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Íþróttamaður ársins 2020

2101024

Fara þarf yfir tilnefningar vegna Íþróttamanns ársins 2020 og ákveða hverjum og hvenær skuli veita viðurkenningu.
Farið var yfir framkomnar tilnefningar, ákveðið var að fresta erindinu til næsta fundar.

2.Þétting byggðar lausar lóðir

1311025

Sveitarstjórn vísar erindinu til nefndarinnar til skoðunar og álitsgerðar.
Nefndin fór yfir tillöguna en var ekki á einu máli um hvað skuli gert. Mikilvægt er að mörkuð sé heildstæð stefna varðandi uppbyggingu leikvalla í þéttbýli.

3.Heilsueflandi samfélag

1809021

Umræða um verkefnið, farið yfir framvindu þess og hvað sé framundan.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?