14. fundur 08. mars 2021 kl. 17:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jónasson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Íþróttamaður ársins 2020

2101024

Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Fara þarf yfir tilnefningar vegna íþróttamanns ársins 2020 og ákveða hverjum og hvenær skuli veita viðurkenningu.
Nefndin komst að niðurstöðu og formanni nefndarinnar falið að veita viðurkenningu við fyrsta tækifæri.

2.Framtíðarsýn í aðstöðumálum til íþróttaiðkunar og samvinnu íþrótta- og æskulýðsfélaga

1801014

Minnisblað til umræðu.
Nefndin fagnar því sem gert hefur verið og hvetur til að haldið verði áfram á þeirri braut. Mikilvægt er að nýr forstöðumaður íþróttamiðstöðva taki þátt í endurskoðun forgangsröðunar þeirra áherslumála sem skýrslan tók til sem og skýrslunnar í heild. Ennfremur er æskilegt að viðkomandi starfsmaður komi inn í vinnuhóp um þróun skólasvæðis á Hellu.

3.Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar

2102015

Tillagan er send nefndinni til umfjöllunar og álitsgerðar.

Byggðarráð leggur til að í auglýsingu um nýjan forstöðumann Íþróttamiðstöðvar verði gert ráð fyrir því að forstöðumaður gegni jafnframt stöðu Íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins.
Nefndin tekur virkilega jákvætt í hugmyndina þar sem þörf fyrir einstakling í starf sem þetta er mikil. Vanda þarf vel til verka þegar starfið er mótað þar sem starfssviðið er mjög víðtækt.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?