16. fundur 11. október 2021 kl. 17:00 - 18:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jónasson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
  • Ragnar Ævar Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Í upphafi fundar kynnti heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi sig og fór yfir sín verkefni.

1.Endurskoðun á framtíðarsýn í íþróttamálum og aðstöðumálum til íþróttaiðkunar

2110003

Fyrir liggja drög að framtíðarsýn í íþróttamálum og aðstöðumálum til íþróttaiðkunar sem unnin hefur verið með félögunum í sveitarfélaginu. Stefnt er að því að skila endurskoðaðri framtíðarsýn í október 2021.
Góðar umræður áttu sér stað og verður skýrslan unnin áfram á næstu dögum. Full unnin skýrsla verður lögð fyrir næsta fund sem áætlaður er fyrir lok október.

2.Fjárhagsáætlun 2022 - heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd

2110002

Setja þarf fram tillögur frá heilsu- íþrótta- og tómstundanefnd vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Umræða um þau verkefni sem nefndin vill að unnið sé að á næsta ári. Starfsmanni nefndarinnar falið að undirbúa minnisblað fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?