4. fundur 21. nóvember 2022 kl. 16:00 - 17:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Erla Sigríður Sigurðardóttir formaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
  • Magdalena Przewlocka aðalmaður
  • Sóley Margeirsdóttir aðalmaður
  • Lárus Jóhann Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Ævar Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Erla Sigríður Sigurðardóttir formaður

1.Heilsueflandi samfélag 2022 - 2026

2208039

Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd verði falið að gera tillögur að bættri samþættingu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs í sveitarfélaginu. Hópurinn vinni náið með skólastjórnendum og fulltrúum íþrótta- og tómstundafélaga. Samhliða verði skoðað með hvaða hætti megi nýta íþróttamannvirki sveitarfélagsins sem best sem og að koma upp akstri á milli skólasvæða eftir að skóla lýkur til að samþættingin nái tilætluðum árangri. Hópurinn skili tillögum og kostnaðargreiningum til sveitarstjórnar fyrir árslok.
Óskað verður eftir að funda með skólastjórum Laugalandsskóla í Holtum og Helluskóla sem fyrst og mun þau fá fundaboð frá starfmanni nefndarinnar á næstunni. Fundur mun fjalla um samþættingu skólana og möguleikar á samræmingu stundartaflna sem er grunnforsenda fyrir því að koma á bættri samþættingu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?