Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 26. ágúst 2002, kl. 16:00.
Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Elísabet St. Jóhannsdóttir, Lúðvík Bergmann, Viðar H. Steinarsson og Sigrún Sveinbjarnardóttir sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fund, bauð fundarmenn velkomna eftir sumarfrí og lagði fram tillögu um breytingu á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir hreppsráðs:
Lögð fram fundargerð 2. fundar hreppsráðs, 27/06´02 sem er í 11 liðum.
Samþykkt samhljóða.
Lögð fram fundargerð 3. fundar hreppsráðs, 11/07´02 sem er í 13 liðum.
Viðar gerði athugasemd við það að ekki var boðað til fundar í fjallskiladeild Rangárvallahrepps áður en tilnefnt var í stjórn deildarinnar.
Að öðru leyti var fundargerðin samþykkt samhljóða.
Lögð fram fundargerð 4. fundar hreppsráðs, 29/07´02 sem er í 10 liðum.
Samþykkt samhljóða.
Lögð fram fundargerð 5. fundar hreppsráðs, 29/7´02 sem er í 18 liðum.
Samþykkt samhljóða.
Lögð fram fundargerð 6. fundar hreppsráðs, 22/8´02 sem er í 17 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda:
- Fjallskiladeild Landmannaafréttar, dags. 16/8´02 sem er í 2 liðum.
Samþykkt samhljóða.
Kosning þriðja varamanns í stjórn fjallskiladeildar Landmannaafréttar sem sveitarstjórn kýs: Sverrir G. Kristrinsson, Gíslholti
Samþykkt samhljóða.
- Stjórn eignaumsjónar Rangárþing ytra, dags. 20/8´02 sem er í 6 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fræðslunefnd, dags. 22/8´08 sem er í 10 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Atvinnu- og ferðamálanefnd, 20/8´02 sem er í 8 liðum.
Guðmundur Ingi lagði fram tillögu um að afgreiðslu fundargerðarinnar yrði frestað til næsta fundar og að nefndin taki efnisatriði fundargerðarinnar til nánari skoðunar.
Samþykkt samhljóða.
- Gerð heimasíðu og fréttabréfs:
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
Tillaga um tilhögun við útgáfu fréttabréfs Rangárþings ytra og gerð og viðhalds heimasíðu sveitarfélagsins, lögð fram á fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2002.
Nauðsynlegt er að koma á skilvirku upplýsingastreymi til íbúa sveitarfélagsins frá sveitarstjórn. Nauðsynlegir grundvallarþættir í því sambandi er regluleg útgáfa fréttabréfs, svo og uppsetning og viðhald á heimasíðu sveitarfélagsins.
Lagt er til að Jón Þórðarson verði ráðinn til að sjá um útgáfu fréttabréfs sveitarfélagsins, að taka myndir og rita fréttagreinar sem nýtast myndu bæði fyrir fréttabréf og heimasíðu. Gefin yrðu út fjögur fréttabréf á ári.
Lagt er til að auglýst verði eftir aðila til að sjá um uppsetningu og viðhald á heimasíðu sveitarfélagsins. Í auglýsingu verði jafnframt óskað eftir hugmyndum um uppbyggingu heimasíðunnar.
Óskað verði eftir kostnaðaráætlun vegna þessara verkþátta.
Samþykkt samhljóða.
- Kosning í nefnd um samræmingu kjara og hlunninda starfsmanna sveitarfélagsins:
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
Tillaga um kosningu í nefnd sem ætlað er að vinna að tillögu um samræmingu kjara og hlunninda starfsmanna sveitarfélagsins, lögð fram á fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2002.
Nauðsynlegt er að vinna að samræmingu kjara og hlunninda starfsmanna sveitarfélagsins. Mismunandi kjör og útfærslur á hlunnindagreiðslum hafa verið í gildi í hinum gömlu sveitarfélögum.
Lagt er til að þriggja manna nefnd verði skipuð til að vinna að tillögugerð fyrir sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Tilnefndir eru: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson og Heimir Hafsteinsson.
Samþykkt samhljóða.
- Framtíðarfyrirkomulag embættis skipulags- og byggingafulltrúa:
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
Tillaga um kosningu í nefnd sem ætlað er að vinna að tillögu um framtíðarskipulag embættis skipulags- og byggingafulltrúa, lögð fram á fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2002.
Tímabært er að endurskoða framtíðarskipulag embættis skipulags- og byggingafulltrúa Rangárþings ytra. Undanfarin ár hefur verið í gildi samningur milli Snertils verkfræðistofu og sveitarfélaganna fjögurra í vesturhluta Rangárvallasýslu.
Lagt er til að þriggja manna nefnd verði skipuð til að vinna að tillögugerð fyrir sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Tilnefndir eru: Sigurbjartur Pálsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson og Jón Ragnar Björnsson.
Samþykkt samhljóða.
- Viðræður við Hitaveitu Rangæinga um hugsanlega sameiningu hennar og vatnsveitna sveitarfélaganna:
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
Tillaga um kosningu í nefnd sem ætlað er að fara í viðræður við Hitaveitu Rangæinga um hugsanlega sameiningu hennar og vatnsveitna sveitarfélaganna, lögð fram á fundi sveitarstjórnar 26. ágúst 2002.
Hugmyndir hafa verið uppi um hugsanlega sameiningu Hitaveitu Rangæinga og vatnsveitna sveitarfélaganna með það að markmiði að samnýta krafta og þekkingu sem til staðar eru og mynda öflugri umgjörð um starfsemi veitnanna.
Lagt er til að þriggja manna nefnd verði skipuð til að fara í viðræður við aðila sem málið varðar.
Samþykkt samhljóða.
Tilnefndir eru: Valtýr Valtýsson, Engilbert Olgeirsson og Viðar Steinarsson.
Samþykkt samhljóða.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli:
Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Hvolsvelli, dags. 15/8´02 þar sem minnt, er á að starfa skuli samstarfsnefnd sýslumannsembættisins og sveitarstjórna um málefni lögreglunnar skv. 12. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Samstarfsnefndin á m.a. að gera tillögur um úrbætur í málefnum sem varða löggæslu í umdæmi hennar og beita sér fyrir kynningu á starfsemi lögreglunnar.
Embætti sýslumanns leggur til að skipaður verði einn fulltrúi frá hverju sveitarfélgi í nefndina og að hlutverk hennar taki á öllum málefnum sem varða samskipti embættisins og sveitarfélaganna.
Samþykkt samhljóða og einnig samþykkt samhljóða að Guðmundur Ingi taki sæti í nefndinni.
Lögð fram fundargerð, dags. 15/8´02, af fundi sýslumanns og sveitarstjórna í Rangárþingi eystra, Rangárþingi yrta og Ásahrepps, þar sem fram kemur að öllum hreppstjórunum hafi verið sagt upp frá og með 1/7´02 og greint er frá því að fækka þurfi um einn lögreglumann frá og með 1/9´02 vegna slæmrar fjárhagsstöðu embættisins.
Til kynningar.
- Héraðsnefnd Rangæinga:
Lagður fram samningur sveitarstjórna Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps um héraðsnefnd skv. sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998, 81. gr. Samningurinn er í 16 liðum.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð Héraðsnefndar Rangæinga, dags. 12/8´02.
Samþykkt samhljóða með eftirtöldum bókunum:
Liður 2 d samþykktur samhljóða og þar með afturkölluð kosning í stjórn Heilsugæslunnar frá 24. júní 2002.
Samþykkt samhljóða að vísa lið c.2 í grein 5 til atvinnu- og ferðamálanefndar til umfjöllunar.
- Landbúnaðarráðuneytið:
Lagt er fram bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu, dags. 22/8´02. Landbúnaðarráðherra hefur skipað nefnd til að semja reglugerð um starfssvæði búfjáreftirlits og framkvæmd þess skv. 4. tl. 17. gr. langa nr. 103/2002 um búfjárhald, o.fl. Nefndin hefur gert tillögu að nýjum búfjáreftirlitssvæðum og eru tillögur nefndarinnar meðfylgjandi.
Sveitarstjóra falið að svara bréfinu og fara fram á að svæði Búnaðarsambands Suðurlands verði eftirlitssvæði á Suðurlandi.
Samþykkt samhljóða.
- Landsvirkjun:
Lagt fram bréf fram Guðlaugi Þórarinssyni, virkjanadeild Landsvirkjunnar, dags. 16/8´02 þar sem óskað er eftir fundi með sveitarstjórn vegna fyrirhugaðra virkjana í neðri hluta Þjórsár.
Samþykkt samhljóða.
Einnig er lagt fram bréf frá Árna Gunnarssyni verkefnisstjóra, dags. 14/8´02 þar sem Landsvirkjun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir jarðhitarannsóknum í Köldukvíslarbotnum. Meðfylgjandi eru gögn frá Náttúruvernd ríkisins og Skipulagsstofnun.
Til kynningar.
- Skólanefnd Tónlistarskóla Rangæinga:
Lögð fram fundargerð Tónlistarskóla Rangæinga, dags. 16/8´02.
Oddvita falið að vinna að máli tónlistarskólanns.
Samþykkt samhljóða.
Næstu dagskrárliðum frestað þar til eftir samráðsfund með sveitarstjórn Ásahrepps sem hófst kl. 19:00.
Fundur hófst að nýju kl. 21:50
- Fundarboð, ráðgjöf og umsókn um styrk:.
- Stjórn Veiðifélags Ytri-Rangár og vesturbakka Hólsár - alm félagsfundur 28/8´02. Samþykkt samhljóða að Engibert Olgeirsson fari með atkvæði sveitarfélagins á þessum félagsfund fyrir jarðirnar Merkihvol og Réttanes. Steinþór Runólfsson, einn eigenda Gaddstaða, mun fara með atkvæði sveitarfélagsins fyrir Gaddstaði.
- Vottunarstofan Tún ehf. - aðalfundur 29/8´02.
Til kynningar.
- SASS - aðalfundur 30-31/8´02.
- Samband íslenskra sveitarfélaga - boð um ráðgjöf við gerð Staðardagskrár 21.
Til kynningar
- Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra. Hafnað.
- Til kynningar.
Eingarhaldsfélag Brunabótarfélags Íslands 16/8´02 - kynning á ágóðahlut 2002. SASS - fundargerð 354. stjórnarfundar 15/8´02. Sorpstöð Suðurlands bs. - fundargerð 95. stjórnarfundar 20/8´02. Hvanngilsfélagið - fundargerð 22/8´02. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið - tilkynning um lækkun hámarkshraða. Félagsmála- ráðuneytið - skýrsla nefndar um tilhögun félagslegra húsnæðismála. Heilbrigðisnefnd Suðurlands - fundargerð 45. fundar 20/8´08.
- Skipan í samstarfsnefnd með Ásahreppi:
Tilnefning í samstarfsnefnd með Ásahreppi skv. fundargerð samstarfsnefndar fyrr um kvöldið.
Samþykkt samhljóða að Guðmundur I. Gunnlaugsson og Valtýr Valtýsson taki sæti í nefndinni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.15.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.