Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 16. september 2002, kl. 16:00.
Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Elísabet St. Jóhannsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir varamaður fyrir Lúðvík Bergmann og Viðar H. Steinarsson.
Ingibjörg Gunnarsdóttir ritar fundargerð.
Oddviti setti fund og bar upp tillögu að breytingu á dagskrá. Viðbætur í 3. lið og nýr 9. liður bætist við, þannig að dagskráin er samtals í 10 liðum.
Samþykkt.
- Fundargerðir hreppsráðs:
Lögð fram fundargerð aukafundar hreppsráðs, 10/9´02 sem er í 1 lið.
Samþykkt samhljóða.
Lögð fram fundargerð 7. fundar hreppsráðs, 12/9´02 sem er í 14 liðum.
Umræða átti sér stað um 13. lið d) og lagt til að greiddur verði reikningur vegna kaffikostnaðar fyrir Skógræktarfélag Rangæinga.
Samþykkt. SP og EO sátu hjá.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir til kynningar:
- Foreldraráð Laugalandsskóla 21/5´02.
- Stjórn Lundar, hjúkrunar- og dvalarheimilis 15/7´02 og 3/9´02.
- 96. stjórnarfundur í Sorpstöð Suðurlands 5/7´02.
- 218. stjórnarfundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands 5/7´02.
- Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf. 28/9´02.
- Skipan nefnda:
Fulltrúar í sameiginlegri fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps eru fulltrúar í áður skipaðri fræðslunefnd Rangárþings ytra og frá Ásahreppi eru Egill Sigurðsson og Ásta Begga Ólafsdóttir.
Tilnefning í jafnréttisnefnd:
Aðalmenn: Aðalheiður Matthíasdóttir, Breiðöldu 5.
Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Drafnarsandi 6.
Jónína Guðrún Magnúsdóttir, Arnarsandi 3.
Varamenn: Heiðrún Ólafsdóttir, Freyvangi 12.
Þórhallur Svavarsson, Fornasandi 4.
Þórunn Ragnarsdóttir, Lækjarbraut 14.
Samþykkt samhljóða.
Tilnefning í ritnefnd byggðasögu sem hefur verið í gangi hjá gömlu sveitarfélögunum; Austur-Landeyjahreppi, Holtahreppi, Landmannahreppi og Djúpárhreppi svo og Ásahreppi. Einn fulltrúi skal skipaður fyrir hvert byggðasögusvæði:
Aðalmenn: Valtýr Valtýsson, Meiri-Tungu 1b.
Jón Þórðarson, Fosshólum.
Heimir Hafsteinsson, Smáratúni.
Samþykkt samhljóða.
Tilnefning í bókasafnsnefnd á Laugalandi, en í nefndinni sitja einn fulltrúi frá Rangárþingi ytra, einn fulltrúi frá Ásahreppi og skólastjóri Laugalandsskóla:
Aðalmaður: Anna Björg Stefánsdóttir, Hrólfsstaðahelli.
Varamaður: Guðfinna Þorvaldsdóttir, Saurbæ.
Samþykkt samhljóða.
- Nafnbreyting á Grunnskóla Djúpárhrepps:
Lögð fram tillaga frá fræðslunefnd um að breyta nafni grunnskólans í “Þykkvabæjarskóli”.
Samþykkt samhljóða.
- Samkeppni um gerð merkis (logo) fyrir Rangárþing ytra:
Tillaga frá Guðmundi Inga um að Menningarmálanefnd komi með tillögur um að:
- merki Rangárvallahrepps verði óbreytt og tekið upp sem merki Rangárþings ytra.
- merkið verði breytt í samráði við hönnuð.
- haldin verði samkeppni um nýtt merki.
Samþykkt samhljóða.
- Hreppsnefnd Ásahrepps:
Bréf frá Jónasi Jónssyni, oddvita Ásahrepps, dags. 4/9´02, þar sem gerðar eru athugasemdir við fundargerð samráðsfundar Ásahrepps og Rangárþings ytra dags. 27/8´02.
Samþykkt að taka athugasemdirnar til greina.
- Fjárlaganefnd Alþingis:
Bréf dags. 9/9´02 þar sem fjárlaganefnd Alþingis gefur sveitarstjórnarmönnum kost á fundi með nefndinni 23. og 30. september 2002.
Samþykkt að fara á fund með málefni Gaddstaða og greinargerðir um fleiri mál 30. september n.k.
- Ferðafélag Ísland:
Bréf frá Ferðafélaginu, dags. 2/9´09, þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum hreppsnefndar til kynningar á hugmyndum og áformum félagsins á Fjallabaksleið syðri.
Sveitarstjóra falið að finna fundartíma í samráði við Ferðafélagið og að hálendisnefndin verði einnig kölluð á fundinn.
- Húsakynni bs. - ábyrgð á lántöku vegna húsakaupa:
Lagt fram veðskuldabréf að upphæð kr. 10.000.000.- lánstími 20 ár með 40 afborgunum, breytilegir vextir nú 8,15% og verðtryggt. Húsakynni bs. er útgefandi veðskuldabréfsins. Veðskuldabréfið er vegna kaupa á Breiðöldu 5 og Breiðöldu 7 á Hellu.
Farið er fram á, að Rangárþing ytra gangi í ábyrgð fyrir þessari lántöku ásamt Ásahreppi.
Samþykkt samhljóða.
- Til kynningar:
Ásahreppur – nefndarskipan og tilnefningar í samstarfsnefndir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.