5. fundur 07. október 2002

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 7. október 2002, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Elísabet St. Jóhannsdóttir, Lúðvík Bergmann, Viðar H. Steinarsson og Sigrún Sveinbjarnardóttir sem ritar fundargerð.

 

Oddviti setti fund og bar upp tillögu að breytingu á dagskrá. Við bætast 2 fundargerðir í lið 3 og nýr 12. liður bætist við, þannig að dagskráin er samtals í 14 liðum.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð hreppsráðs:

Lögð fram fundargerð hreppsráðs, 23/9´02 sem er í 18 liðum.

Viðar leggur fram eftirfarandi bókun við lið 7: Undirritaður, Viðar H. Steinarsson, gerir athugasemd við afgreiðslu hreppsráðs á lið nr. 7 frá 23/9´02, þar sem samþykkt er að styðja við umsókn Landsvirkjunnar um rannsóknarleyfi á Torfajökulssvæðinu, eftir föngum. Heppilegra hefði verið að samþykkja stuðning á almennum forsendum, óháð því hver fái leyfi.

Fundargerðin samþykkt.

  1. Fundargerðir til staðfestingar:
  2. Félagsmálanefnd 26/9´02.

Samþykkt samhljóða.

  1. Umhverfisnefnd 1/10´02.

Elísabet leggur fram eftirfarandi bókun: Laugalandi 7./10´02. Ég undirrituð Elísabet St. Jóhannsdóttir samþykki ekki fundargerð Umhverfisnefndar þar sem hvorki ég né varamaður minn voru boðaðar á fundinn.

Fundargerðin samþykkt með einu mótatkvæði (E.J.).

  1. Skipulags- og bygginganefnd 3/10´02.

Samþykkt.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:
  2. Íþrótta- og æskulýðsnefnd 23/9´02.
  3. Sameiginleg barnaverndarnefnd 19/9´02.
  4. Sorpstöð Rangárvallasýslu 1/10´02.
  5. Atvinnuþr.sjóður Suðurlands – 219. stjórnarfundur 6/9´02 og 220. stjórnarfundur 17/9´02.
  6. Skólaskrifstofa Suðurlands – 58. stjórnarfundur 23/9´02.
  7. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum – stjórnarfundur 16/9´02.
  8. SASS - 357. stjórnarfundur 2/10´02.
  9. Sorpstöð Suðurlands - 97. fundur 3/10´02.

 

  1. Kaupsamningur vegna sölu á eignum í Hvanngili, til staðfestingar:

Lagður fram kaupsamningur dags. 10/7´02 þar sem Hvanngilsfélagið selur Ferðafélagi Íslands hús seljanda í Hvanngili á Rangárvallaafrétti ásamt lóðaréttindum, hlunnindum og lausafé. Undanskilinn er réttur seljanda til endurgjaldslausrar nýtingar á húsinu og lausafé fyrir gangnamenn á haustin.

Samþykkt með 6 atkvæðum en 3 sitja hjá (H.H. E.J. og L.B.).

 

Lagður er fram kaupsamningur dags. 10/7´02 þar sem Rangárþing ytra selur Ferðafélagi Íslands hús seljanda í Hvanngili á Rangárvallaafrétti ásamt lóðaréttindum, hlunnindum og lausafé. Undanskilinn er réttur seljanda til endurgjaldslausrar nýtingar á húsinu og lausafé fyrir gangnamenn á haustin.

Samþykkt með 6 atkvæðum en 3 sitja hjá (H.H. E.J. og L.B.).

 

  1. Lögmenn Suðurlands ehf:

Lagt fram bréf frá Lögmönnum Suðurlands dags. 18/9´02, þar sem óskað er eftir meðmælum sveitarstjórnar með kaupum Jóns Þorvarðarsonar á ríkisjörðinni Vindási, Rangárvöllum. Jón er ábúandi á jörðinni.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við að ábúandinn, Jón Þorvarðarson, fái jörðina keypta.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Stefán Þ. Sigurðsson og Þórhalla Gísladóttir:

Lagt fram bréf frá Stefáni Þ. Sigurðssyni og Þórhöllu G. Gísladóttur, Meiri-Tungu, dags. 20/9´02, þar sem þau óska eftir því að sveitarstjórn nýti rétt sinn til kaupa á jörðinni Þjóðólfshaga II í Holtum og endurselji þeim síðan jörðina.

Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins.

 

  1. Landbúnaðarráðuneytið:

Lagt fram bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu, dags. 23/9´02 þar sem farið er fram á samþykki sveitarstjórnar á landsskiptum á jörðinni Haga II í Holtum.

Samþykkt samhljóða.

  1. Óðinn Pálsson:

Lagt fram bréf frá Óðni Pálssyni, dags. 29/9´02, þar sem hann óskar eftir afskiptum sveitarstjórnar af girðingarmálum milli Svínhaga, Réttaness og Stóru-Valla við Ytri-Rangá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

 

  1. Hreppsnefnd Rangárþings ytra samþykkir að hvetja ábúendur Svínhaga og Stóru-Valla til

þess að freista þess að ná samkomulagi um girðingar á mörkum jarðanna.

 

  1. Hreppsnefnd mun athuga hvort hægt sé að gera hrosshelda girðingu á mörkum Réttaness

og Stóru-Valla.

 

Samþykkt samhljóða.

  1. Landgræðsla ríkisins:

Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins, dags. 27/9´02, þar sem óskað er eftir fundi um landgræðslugirðingu í landi Keldna á Rangárvöllum.

Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra og oddvita að mæta fyrir hönd sveitarfélagsins á fund sem áætlaður er 16/10´02.

  1. Tónlist fyrir alla:

Lagt fram bréf frá verkefninu “Tónlist fyrir alla”, dags. 27/9´02, þar sem óskað er eftir áframhaldandi þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Eyjólfur Guðmundsson:

Lagt fram bréf dags. 29/9´02 frá Eyjólfi Guðmundssyni þar sem hann hvetur til að veitt verði fjármagni til lagfæringa og rannsókna á hellum í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að vísa því til menningarmálanefndar og atvinnu- og ferðamálanefndar.

  1. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur:

Lagt fram bréf dags. 12/10´02 frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur þar sem sótt er um leyfi til að halda rallkeppni á vegum í sveitarfélaginu þann 12/10´02. Einnig er sótt um undanþágu á hámarkshraða á sérleiðum keppninnar.

Lagt er til beiðninni verði hafnað vegna sérleiða nr. 2 og 3, þar sem vegurinn um Heklu þoli ekki þessa tegund umferðar. Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 sat hjá (E.O.).

 

 

  1. Fundarboð – ráðstefnur:

Skipulagsstofnun – Skipulagsþing 2002 8.-9. nóvember 2002.

Til kynningar.

  1. Annað kynningarefni:

Bréf Rangárþings ytra til fjárlaganefndar Alþingis 30/9´02 og meðfylgjandi erindi.

Bréf meirihluta bæjarstjórnar Árborgar til stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands 16/9´02 og fylgigögn.

Óbyggðanefnd 27/9´02 – kynning á framkomnum kröfulýsingum í Rangárvallasýslu.

SASS 23/9´02 – upplýsingar um kjör sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga.

SASS 20/9´02 – ályktun aðalfundar um fráveitumál og um sameiginlegt orkufyrirtæki á Suðurlandi og Suðurnesjum.

FOSS 26/9´02 - ábending um ákvæði kafla 10 í kjarasamningi FOSS og Launanefndar – varðar sí- og endurmenntun.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 19/9´02 – skipun í stjórn Heilsugæslu Rangárþings.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.