Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 2. desember 2002, kl. 16:00.
Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Elísabet St. Jóhannsdóttir, Lúðvík Bergmann, Viðar H. Steinarsson. Einnig situr hluta fundar Sigrún Ólafsdóttir varamaður fyrir Valtý Valtýsson. Ingibjörg Gunnarsdóttir ritar fundargerð.
Oddviti setti fund, stjórnaði honum og kynnti breytingu á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerð hreppsráðs:
- a) Fundargerð hreppsráðs 14/11´02, sem er í 16 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- b) Fundargerð hreppsráðs 28/11´02, sem er í 12 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir stjórnar eignaumsjónar:
- a) Fundargerð stjórnar eignaumsjónar 18/11´02.
Samþykkt með sjö atkvæðum, tveir sitja hjá. HH og ESJ.
- b) Fundargerð stjórnar eignaumsjónar 19/11´02.
Samþykkt með sjö atkvæðum, tveir sitja hjá. HH og ESJ.
- c) Fundargerð stjórnar eignaumsjónar 26/11´02.
Samþykkt með sjö atkvæðum, tveir sitja hjá. HH og ESJ.
Heimir Hafsteinsson og Elísabet St. Jóhannsdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu.
Í ljósi þess að nefnd er kosin var á fundi 26. ágúst 2002 og ætlað var það hlutverk að endurskoða framtíðarfyrirkomulag embættis skipulags- og byggingafulltrúa hefur enn ekki skilað af sér niðurstöðum úr þeirri vinnu og eins hinu að greinilegt er að margt af því er fram kemur í starfslýsingu "starfsmanns Eignaumsjónar" gæti fallið undir verksvið skipulags- og byggingafulltrúa, fara fulltrúar Ó listans fram á að ráðningu "starfsmanns" verði frestað þar til nefndin hefur skilað af sér niðurstöðum úttektarinnar.
Heimir Hafsteinsson og Elísabet St. Jóhannsdóttir.
Tillagan felld með fimm atkvæðum, tveir samþykkja HH og ESJ og tveir sitja hjá LB og VHS:
Viðar H. Steinarsson leggur fram eftirfarandi bókun.
Undirritaður samþykkir tillögu stjórnar eignaumsjónar um ráðningu í starf starfsmanns eignaumsjónar eins og hún kemur fram í fundargerð frá 6. fundi eignaumsjónar frá 26. nóvember sl. Ég tel að þó að málið hafi borið skakkt að í byrjun, samanber stjórnsýslukæra frá mér, þá hafi nefndin á ferli málsins beint því inn á faglegri farveg og um leið gefið mér það svigrúm til að kynna mér málið, sem nægjanlegt er, til að ég sé undir það búinn að taka afstöðu til málsins.
Viðar H. Steinarsson.
- Drög að umsögn um kæru VHS:
Bréf lagt fram frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 8/11´02 um kæru Viðars H. Steinarssonar vegna tilhögunar við undirbúning að ráðningu starfsmanns eignaumsjónar Rangárþings ytra.
Lögð fram tillaga að umsögn hreppsnefndar Rangárþings ytra sem sveitarstjóri mun senda til félagsmálaráðuneytisins.
Viðar víkur af fundi og Heimir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Samþykkt með fimm atkvæðum, tveir sitja hjá ESJ og LB.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
- a) Skipulags- og bygginganefnd 28/11´02 sem er í 12 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Samgöngunefnd 28/11´02 sem er í 4 liðum.
Sveitarstjóra falið að rita bréf til Vegagerðarinnar og krefjast aukinna framlaga til endurbóta og viðhalds á tengivegum, samanber 3. lið fundargerðarinnar.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
- a) Samgöngunefnd 12/11´02 sem er í 3 liðum.
- b) Fjallskilanefnd Landmannaafréttar 14/10´02 sem er í 1 lið og 11/11´02 sem er í 3 liðum.
- Sameiginleg barnaverndarnefnd Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu 27/11´02.
Til kynningar
- Starf og starfshlutfall oddvita:
Valtýr víkur af fundi og Engilbert Olgeirsson varaoddviti tekur við stjórn fundarins.
Sigrún Ólafsdóttir kemur inn á fundinn sem varamaður Valtýs.
Tillaga um starf og starfshlutfall oddvita, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 2. desember 2002.
Lagt er til að oddviti starfi við stjórnsýslu sveitarfélagsins í samstarfi við sveitarstjóra og að starfshlutfall hans verði 60%.
Ráðningartími skv. framanrituðu verði frá og með 1. desember 2002 og til og með 31. desember 2003, þó með fyrirvara um endurskoðun ef aðstæður breytast fyrir þann tíma.
Launakjör oddvita verða; 60% af launum sveitarstjórans að meðtalinni yfirvinnu.
Vegna aksturs í starfi greiðist bifreiðastyrkur fyrir 1000 kílómetra á mánuði.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri.
Tillaga um að málinu verði frestað til næsta fundar.
Samþykkt með átta atkvæðum, einn situr hjá, HH.
Valtýr kemur aftur inn á fundinn og tekur við stjórn hans.
- Landgræðsla ríkisins - fjallskil vegna Rangárvallaafréttar:
Lagt er fram bréf frá Landgræðslu ríkisins, dags. 25/11´02, þar sem óskað er eftir viðræðum við Rangárþing ytra um undanþágu frá kostnaði við fjallskil á Rangárvallaafrétti.
Sveitarstjóra falið að kalla fulltrúa úr fjallskilanefnd og hálendisnefnd með sér, til viðræðna við Landgræðslu ríkisins.
Samþykkt samhljóða.
- Jón Þórðarson - verkefnið "Fegurri sveitir":
Lagt er fram bréf frá Jóni Þórðarsyni, dags. 27/11´02, varðandi þátttöku í verkefninu "Fegurri sveitir".
Lagt til að erindinu verði vísað til umhverfisnefndar til umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða.
- Byggðastofnun - verkefnið "rafrænt sveitarfélag":
Lagt er fram bréf frá Byggðastofnun, dags. 27/11´02, þar sem þróunarverkefnið "Rafrænt byggðalag" er kynnt.
Samþykkt að sækja ekki um að þessu sinni.
- Umhverfisnefnd Alþingis - frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
Lagt er fram bréf frá umhverfisnefnd Alþingis, dags. 27/11´02, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
Samþykkt að nefndarmenn kynni sér frumvarpið og komi athugasemdum til sveitarstjóra fyrir n.k. föstudag.
- Afsal vegna sölu á sumarbústað og spildu úr landi Kvista:
Salan samþykkt samhljóða og fallið frá forkaupsrétti.
- Heimir Hafsteinsson - fyrirspurnir:
Fyrirspurnir frá fulltrúum minnihluta dags. 27/11´02. Lögð fram svör dags. 2/12´02.
Hellu 2. desember 2002.
Svör við fyrirspurnum Heimis Hafsteinssonar.
- Heimasíða fyrir sveitarfélagið og fréttabréf:
- a) Samningagerð hefur tafist vegna mikilla anna við önnur verkefni og vegna þess að tilboðin og hugmyndirnar eru þess eðlis að leggja þarf mikla vinnu í yfirferð þeirra.
- b) Ákveðið var að 4 fréttabréf skyldi gefin út árlega. Eðlilegt er að á seinni hluta ársins 2002 komi út 2 fréttabréf. Seinna fréttabréf ársins kemur út í desember.
- c) Kostnaður við útgáfu hvers fréttabréfs er áætlaður u.þ.b. kr. 150 þús.
- d) Kostnaður við heimasíðu til bráðabirgða (uppsetning) á Internetinu er áætlaður u.þ.b. kr. 80 þús. Kostnaður við mánaðarlegt viðhald er áætlaður u.þ.b. kr. 15 - 20 þús.
- Nefnd um samræmingu kjara og hlunninda starfsmanna:
Hefur ekki verið kölluð saman ennþá vegna anna við önnur verkefni.
- Nefnd um framtíðarfyrirkomulag embættis skipulags- og byggingafulltrúa:
Sama svar og við 2. lið.
- Nefnd um viðræður við Hitaveitu Rangæinga um sameiningu við vatnsveitur:
Erindi hefur verið sent til hitaveitunnar og jákvætt svar hefur borist en Rangárþing eystra hefur ekki ennþá tekið afstöðu til málsins.
- Kostnaður við eftirlit með gámavöllum:
Laun og desemberuppbót kr. 76.182. Akstur kr. 118.824.
- Auglýsingar um störf og stöður á vegum sveitarfélagsins:
Almenn regla er að allar fastar stöður við stofnanir sveitarfélagsins eru auglýstar og í þær ráðið skv. mati á hæfni umsækjenda. Undantekningar geta komið til þegar ráða þarf í tímabundin verkefni eða þegar ráðið er til almennra starfa og afleysinga vegna orlofs eða fæðingarorlofs t.d. í áhaldahúsi, sundlaug, leikskóla og víðar.
- Laun starfsmanna á skrifstofu og í áhaldahúsi:
Laun og kjör eru samkvæmt ákvæðum kjarasamnings Launanefndar sveitarfélaga og félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi. Sjá lista.
Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson.
Sveitarstjóri útskýrir svörin við fyrirspurnum Heimis.
- Fundarboð, ráðstefnur og umsóknir um styrki:
- a) Sjálfsbjörg - alþjóðadagur fatlaðra 3/12´02. Sveitarstjóri hvetur hreppsnefndarfulltrúa til að mæta í boð Sjálfsbjargar í húsnæði Eldhesta í Ölfusi 3/12'02 kl. 18.00.
- b) Fræðslumiðstöð í fíknivörnum - boð um kaup á "Forvarnarbókinni".
Samþykkt að styrkja verkefnið um 15.000.-
- Annað kynningarefni:
- a) Héraðsnefnd Rangæinga 22/11´02 - tilkynning um gildistöku samnings.
- b) Sorpstöð Suðurlands bs. - fundargerð 98. stjórnarfundar 25/11´02.
- c) SASS 13/11´02 - fundarefni "aukafundar" 27/11´02.
- d) Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum 25/11´02 - fundargerðir stjórnarfundar og aðalfundar 7/11´02 og fundargögn.
e) Elín Guðjónsdóttir, Þverlæk, bréf dags. 2/12´02 f.h. nokkurra bænda á Hagahringnum v/ISDN tenginga.
Tekið er undir efni e) liðar og því beint til ritstjóra fréttabréfs hreppsins, að hvetja íbúa í dreifbýli hreppsins sérstaklega til þess að sækja um ISDN tengingu.
Oddviti ávarpaði hreppsnefndarfulltrúann Elísabetu St. Jóhannsdóttur sem situr nú sinn síðasta reglulega hreppsnefndarfund í lok fundarins og þakkaði henni gott samstarf það sem liðið er af kjörtímabilinu og óskaði henni og fjölskyldu hennar velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.00
Ingibjörg Gunnarsdóttir, ritari.