9. fundur 03. febrúar 2003

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 3. febrúar 2003, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Lúðvík Bergmann, Viðar H. Steinarsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir sem ritar fundargerð.

 

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:
  2. a) Fundargerð hreppsráðs 09/1´03, sem er í 15 liðum.

Tillaga kom frá Viðari H. Steinarssyni um lið 7 í fundargerð, að Guðmundur Ingi Gunnlaugsson og Heimir Hafsteinsson taki að sér viðræður við Karlakór Rangæinga í stað Valtýs Valtýssonar um kaup á Hellubíó.

Samþykkt samhljóða.

  1. b) Fundargerð hreppsráðs 23/1´03, sem er í 18 liðum.

Samþykkt samhljóða.

  1. c) Fundargerð hreppsráðs 29/1´03, sem er í 5 liðum.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

Atvinnu- og ferðamálanefnd 7/1´03, sem er í 6 liðum.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

Tillaga frá atvinnu- og ferðamálanefnd um stofnun "Atvinnueflingarsjóðs" og að vinnureglum fyrir hann:

“Tillögur að vinnureglum fyrir Atvinnueflingarsjóð Rangárþings ytra

  1. gr.

Tilgangur Atvinnueflingarsjóðs skal vera að efla atvinnulíf í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra með beinum styrkveitingum.

  1. gr.

Sjóðurinn skal einbeita sér sem mest að nýsköpun í atvinnulífi, sem væri til þess fallin að auka fjölbreytni atvinnulífsins. Styrkir eru ekki veittir til verkefna þar sem styrkveiting gæti skekkt samkeppnisstöðu gagnvart aðila í sveitarfélaginu í hliðstæðum atvinnurekstri.

  1. gr.

Atvinnu- og ferðamálanefnd skal vera ráðgefandi um úthlutanir sjóðsins. Hver nefndarmaður fer með eitt atkvæði. Til ákvörðunar þarf meirihluta atkvæða. Sveitarstjórn fer með vörslu fjármuna sjóðsins og tekur endanlega ákvörðun um úthlutanir að fengnu áliti atvinnu- og ferðamálanefndar .

  1. gr.

Ráðstöfunarfé sjóðsins er ákveðin upphæð árlega sem sveitarstjórn ákveður.

  1. gr.

Þeir aðilar sem rétt hafa á styrkveitingum eru: Einstaklingar í eigin atvinnurekstri, fyrirtæki og félagasamtök með skráð lögheimili í Rangárþingi ytra.

  1. gr.

Styrkjum skal úthlutað einu sinni á ári og skal úthlutun fara fram á haustin. Auglýst skal í héraðsblöðum í byrjun maí og skal umsóknarfrestur vera einn mánuður frá birtingu auglýsingarinnar. Þó má úthluta oftar ef þurfa þykir. Umsóknum ber að skila skriflega til atvinnu- og ferðamálanefndar ásamt þeim gögnum sem nefndin ákveður að skila þurfi samvæmt auglýsingu þar um.”

 

Tillaga kom fram um að Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson og Eggert V. Guðmundsson myndi starfshóp til að undirbúa stofnun sjóðsins og útfæra vinnureglur fyrir hann.

 

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
  2. a) Nefnd um fyrirkomulag embættis skipulags- og byggingafulltrúa 28/1´03, sem er í 3 liðum.

Til kynningar.

  1. b) Nefnd um húsnæðismál skrifstofu 28/1´03, sem er í 2 liðum.

Til kynningar.

  1. c) Öldrunarnefnd 28/1´03, sem er í 2 liðum.

Til kynningar.

 

  1. Fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2003.

Sveitarstjóri leggur fram og kynnir fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Drögin sýna áætlað rekstraryfirlit og samandregna áætlun. Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun verði lögð fram til fyrri umræðu á aukafundi hreppsnefndar síðar í febrúar 2003.

Lagt til að næsti fundur hreppsnefndar verði 17. febrúar 2003.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Drög að samningi við Ásahrepp um stjórnsýslu á Holtamannaafrétti:

Drög að samningi um tilhögun stjórnsýslu Holtamannaafréttar lögð fram.

 

Samningurinn samþykktur með sex atkvæðum, þrír sitja hjá (HH, EVG, VHS).

Bókun vegna tilhögunar stjórnsýslu Holtamannaafréttar:

Með stofnun sérstakrar stjórnsýslunefndar vegna Holtamannaafréttar þá er verið að búa til enn eina nefndina með tilheyrandi fjárútlátum.

Að okkar mati á hér að fara að greiða sérstaklega fyrir vinnu og kostnað sem er innifalinn í stjórnun og umsýslu sveitarfélagsins.

Undirritaðir fulltrúar minnihluta í sveitarstjórn Rangárþings ytra.

Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson og Viðar H. Steinarsson.

  1. Aðalskipulag Rangárþings ytra 2002-2014 (svæði fyrrum Rangárvallahrepps og Holta- og landsveitar) til afgreiðslu:

Bréf sent hreppsnefndarfulltrúum Rangárþings ytra, dags. 29/1´03 ásamt nýjum drögum að greinargerð vegna fyrrum Rangárvallahrepps. Að auki eru lagðar fram tillögur að afgreiðslum frá hreppsnefnd á athugasemdum sem bárust eftir auglýsingu og kynningu á aðalskipulagstillögum fyrrum Rangárvallahrepps og Holta- og Landssveitar, auglýsingu um afgreiðslu hreppsnefndar á aðalskipulagstillögunum og bréfi til Skipulagsstofnunar.

 

Fram var lögð greinargerð og aðalskipulagsuppdrættir. Von er á smávægilegum breytingum

og var samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu til næsta fundar sem áætlaður er 17. febrúar n.k.

  1. Tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra árið 2003:

Tillaga, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra 3. febrúar 2003.

 

Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra árið 2003.

 

  1. gr.

Gjald fyrir meðhöndlun úrgangs (sorphreinsun og sorpeyðingu) í Rangárþingi ytra, sbr. samþykkt nr. 44/2002 um sorphreinsun á Hellu, fyrir árið 2003, skal vera sem hér segir og innheimtast með fasteignagjöldum:

  1. a) Íbúðir í þéttbýli og dreifbýli m.v. 1 poka á viku 9.065
  2. b) Íbúðir í dreifbýli, þar sem pokahirða er ekki 4.533
  3. c) Sumarhús 3.022
  4. d) Fyrirtæki m.v. 1 pokagildi á viku (margf. í gámum) 9.065
  5. e) Fyrirtæki með gáma, eyðingargjald fyrir förgun sorps. 33.922

(annast sjálf leigu gáma og flutning á förgunarstað)

 

Gjalddagar eru sömu og fasteignagjalda.

  1. gr.

Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings ytra þ. 3. febrúar 2003 samkvæmt ákvæðum 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og gildir fyrir árið 2003. Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkti gjaldskrána þ. ....................................

 

Hellu 3. febrúar 2003,

F.h. sveitarstjórnar Rangárþings ytra,

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri.

 

 

Greinargerð um áætlaðar tekjur og gjöld Rangárþings ytra vegna sorphirðu og meðhöndlunar úrgangs árið 2003:

  1. Áætlaðar tekjur af sorpförgunargjöldum 2003 Kr. 8.100.000
  2. Gjöld v/almennrar sorphreinsunar - áætluð - Kr. 6.350.000
  3. Gjöld v/eyðingar neyslusorps - áætluð - Kr. 2.550.000
  4. Gjöld v/annarrar eyðingar sorps, þátttöku í rekstri móttöku

og flokkunarstöðvar og rekstur gámav. - áætluð - Kr. 2.860.000

 

  1. Áætluð gjöld umfram tekjur vegna sorpförgunar árið 2003 Kr. 3.660.000

Samtals KR. 11.760.000 KR. 11.760.000

 

Breytingatillaga við tillögu að gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs:

Gjaldskrármál: Varðar lækkun á sorphirðugjaldi.

Breytingartillaga við tillögu sveitarstjóra að gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra fyrir árið 2003. Lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra 6. janúar 2003, af undirrituðum fulltrúum í Sveitarstjórn Rangárþings ytra.

Í bæklingi er gefinn var út fyrir sameiningar kosningarnar þann 16. mars 2002 var talað um að hagræðingu vegna sameiningar ætti að nýta til hagsbóta fyrir íbúana.

Við teljum að tillaga sveitarstjóra sé úr takti við þau áform.

Til að staðið verði að einhverju leyti við þau fyrirheit sem gefin voru í umræddum sameiningarbæklingi leggjum við til að álögð sorphirðugjöld á almenna íbúa (liðir A og B) verði lækkuð um 50% frá því sem gert er ráð fyrir í tillögu sveitarstjóra.

( Rétt er að taka fram til skýringar að sl. 2 ár voru ekki lögð á sorphirðigjöld í fyrrverandi Djúpárhreppi)

Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á fyrirliggjandi tillögu sveitarstjóra:

  1. a) Íbúðir í þéttbýli og dreifbýli mv. 1 poka á viku 4.533 (Var kr. 9.065)
  2. b) Íbúðir í dreifbýli, þar sem pokahirða er ekki 2.267 (Var kr. 4.533)

Tillaga sveitarstjóra að öðru leyti samþykkt óbreytt.

Undirritaðir: Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Viðar Steinarsson.

Felld með sex atkvæðum gegn þremur (HH, EVG, VHS).

Tillaga sveitarstjóra að gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra, samþykkt með sex atkvæðum gegn þremur (HH, EVG, VHS).

Bókun vegna afgreiðslu gjaldskrár fyrir sorphirðu árið 2003:

Það verður að teljast sorgleg niðurstaða hjá fulltrúum D-lista í meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra að fella fyrirliggjandi tillögu minnihlutans um lækkun gjalda á almenning. Um leið er það áfellisdómur yfir fjármálastjórn meirihlutans. Fulltrúum D-lista, hefur á þeim fáu mánuðum sem liðnir eru frá sameiningu, tekist með illa undirbúnum og óvönduðum vinnubrögðum, að auka stórlega kostnað við rekstur sveitarfélagsins m.a. með ráðningu oddvita í 60% starf. Niðurstaðan er, hærri skattar og álögur á almenning í sveitarfélaginu. Sú niðurstaða er að fullu á ábyrgð fulltrúa D – listans í sveitarstjórn Rangárþings ytra.

Viðar Steinarsson, Heimir Hafsteinsson og Eggert V. Guðmundsson.

Bókun frá fulltrúum D-lista í hreppsnefnd Rangárþings ytra:

Fulltrúar D-listans vísa á bug órökstuddum fullyrðingum um fjármálastjórn meirihlutans sem fram koma í bókun fulltrúa K-listans og Ó-listans.

Við samningu gjaldskráa hefur verið haft að leiðarljósi, hvort tveggja í senn, að afla tekna til greiðslu kostnaðar, um leið og þess er gætt að halda álögum á íbúa sveitarfélagsins í lágmarki.

Sömuleiðis er vísað á bug sem órökstuddum dylgjum, að um óvönduð vinnubrögð sé að ræða á nokkurn hátt.

Valtýr Valtýsson, Guðmundir Ingi Gunnlaugsson, Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson og Ingvar Pétur Guðbjörnsson.

  1. Hálendis- og umhverfisnefnd - kosningar vegna breytinga á kjörnum fulltrúum:

Formaður umhverfisnefndar, Bjarni Jóhannsson, hefur óskað eftir lausn frá störfum formanns í nefndinni vegna anna í starfi, en býðst til þess að sitja áfram í nefndinni.

 

Lagt er til að Jón Þórðarson verði formaður umhverfisnefndar.

 

Samþykkt með sjö atkvæðum tveir sitja hjá (EVG, VHS).

 

Elísabet St. Jóhannsdóttir hefur flutt burt úr sveitarfélaginu og þar með hætt störfum í sveitarstjórn Rangárþings ytra og öllum nefndarstörfum. Kjósa þarf nýjan fulltrúa í stað hennar í hálendisnefnd og umhverfisnefnd.

 

Í hálendisnefnd er kosin: Margrét Eggertsdóttir sem aðalmaður.

Samþykkt samhljóða.

 

Í umhverfisnefnd er kosinn: Eggert V. Guðmundsson sem aðalmaður.

Samþykkt samhljóða.

  1. Vegagerðin - athugasemdir vegna hringtorgs og deiliskipulagstillagna á Hellu:

Bréf móttekið 27. janúar 2003 frá Vegagerðinni er varðar breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Hellu. Fram kemur, að gera þurfi breytingar á fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir miðbæ Hellu, ef Vegagerðin á að geta mælt með fjárveitingu til þess að færa þjóðveg nr. 1 þar sem hann liggur um Hellu.

Til kynningar.

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur og umsóknir um styrki:

Engin erindi liggja fyrir.

  1. Annað kynningarefni:

Óbyggðanefnd 28/1'03 - kynning á vinnudagskrá nefndarinnar vegna svæðis 3.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:00.

Ingibjörg Gunnarsdóttir, ritari.