10. fundur 03. mars 2003

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 3. mars 2003, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Lúðvík Bergmann, Viðar H. Steinarsson og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Oddviti setti fund, stjórnaði honum og tilkynnti breytingu; tillaga að ákyktun samgöngunefndar, dagsett 3/3´03 bætt við 2. lið.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:
  2. Fundargerð hreppsráðs, 13/2´03, sem er í 18 liðum.

 

Eftirarfarandi bókun gerð:

 

Bókun vegna fundargerðar Hreppsráðs frá 13. feb. 2003, 1 liður c. Fundargerð frá Búfjáreftirlitsnefnd : Ráðning á búfjáreftirlitsmanni.

Við undirritaðir fulltrúar minnihlutans í sveitarstjórn Rangárþings ytra mótmælum harðlega hvernig meirihluti Búfjáreftirlitsnefndar stóð að ráðningu búfjáreftirlitsmanns í sýslunni.

Samkv. bókun nefndarinnar voru tveir umsækjenda taldir jafn hæfir. Sá sem ráðinn var til starfans var valinn vegna nýrri menntunar ! Ekki virðist mikil starfsreynsla hins umsækjandans metin. Þá er sá sem ráðinn var búsettur á Selfossi en hinn á Hellu.

Undirritaðir fulltrúar minnihlutans : Eggert V. Guðmundsson, Heimir Hafsteinsson, Lúðvík Bergmann, Viðar Steinarsson.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð hreppsráðs, 27/2´03, sem er í 20 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
  2. Fræðslunefnd 22/1´03 sem er í 6 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Tillaga að samræmdri gjaldskrá fyrir leikskóla í Rangárþingi ytra.

 

Tillaga samþykkt samhljóða með þeirri breytingu að hækkun dagvistagjalda í Gljábæ er frestað fram yfir sumarlokun en þá komi þrepahækkun og um áramót verði full hækkun komin á. Gjaldskrárbreytingin tekur að öðru leyti gildi 1. apríl 2003.

Fram kom að fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps er að skoða rekstur Gljábæjar.

 

  1. b) Vinnuhópur um undirbúning að stofnun "Atvinnueflingarsjóðs" 21/2´03 í 6 liðum.

Tillaga að vinnureglum.

 

Samþykkt samhljóða að fela vinnuhópnum að fullvinna reglurnar.

 

  1. c) Ályktun samgöngunefndar.

Samgöngunefnd Rangárþings ytra samþykkir eftirfarandi athugasemdir vegna þingályktunartillagna um sömgönguáætlun, til fjögurra ára annars vegar og 12 ára hins vegar:

  • Nauðsynlegt er að bæta hlut Suðurlands hvað varðar fjárframlög til samgöngumála og færa í takt við raunveruleikann, en fjárframlög eru ekki í takt við vegalengdir og umferðaþunga vegakerfisins á Suðurlandi
  • Nauðsynlegt er að auka hlut tengivega í heildarfjárframlögum til samgöngumála. Suðurland hefur afar mikla sérstöðu hvað varðar fjölda og lengd tengivega. Það verður að líta sérstaklega til þess, ekki síður en jarðgangnagerð og hafnargerð í öðrum landshlutum, sbr. fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um samgönguáætlun.
  • Færsla Suðurlandsvegar um Hellu vantar inn á áætlun, svo og áætlun um uppsetningu hringtorga við Hellu sbr. fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi þjónustukjarna á Hellu. 30 milljónir voru ætlaðar til framkvæmda árið 2002. Ekki hefur ennþá verið hafist handa við þessa framkvæmd, en þung áhersla er lögð á það að heildarfjármögnun þessa verkefnis komist inn á vegaáætlun fyrir árin 2003 – 2006.
  • Mikilvægt er að verja auknum fjármunum til umferðaröryggismála innan sveitarfélagsins. Um er að ræða m.a. Landvegamót, gatnamót Þykkvabæjarvegar og Suðurlandsvegar og gatnamót Gunnarsholtsvegar og Suðurlandsvegar.
    Nauðsynlegt er að framlengja lýsingu Suðurlandsvegar frá vesturenda brúar við Ytri-Rangá að gatnamótum Þykkvabæjarvegar. Einnig er nauðsynlegt að koma upp lýsingu við Landvegamót og gatnamót Gunnarsholtsvegar og Suðurlandsvegar.
  • Líta þarf sérstaklega til skilgeiningar á umferðarþungum vegum sveitarfélagsins, s.s. Landvegar (26), Þykkvabæjarvegar (25) og Rangárvallavegar (264), en þessir vegir eru flokkaðir sem tengivegir en ættu eðlilega að vera flokkaðir sem stofnvegir innan grunnnets. Í Rangárþingi ytra voru 1.442 íbúar 1. desember sl. og gegna þessir vegir lykilhlutverki, félags- og atvinnulega, í tengingu byggðarlagsins bæði innbirðis og við önnur byggðarlög. Einnig má benda á að þessir fyrrnefndu vegir hafa einnig mikla árstíðabundna umferð þar sem þeir eru afar fjölfarnar ferðamannaleiðir og tengja grunnnetið við marga af þyngstu ferðamannastöðum landsins.
  • Lagt er til að eftirtaldir tengivegir verði skilgreindir sem tengivegir í grunnneti: Árbæjarvegur (271), Ásvegur (275), Bjallavegur (272), Hagabraut (286), Oddavegur (266) og Þingskálavegur (268).
  • Bent er að fjölfarnir vegir að einum vinsælustu ferðamannastöðum hálendisins eru ekki á landsvegaskrá Vegagerðarinnar. Hér er átt við Hekluveg eystri sem tengir saman Fjallabaksleið syðri og nyrðri um Skjólkvíar og veg að Veiðivötnum af Sprengisandsleið.
  • Óskað er eftir að Þrúðvangur á Hellu verði flokkaður sem stofn- eða tengivegur innan grunnnets þar sem enginn vegtenging er frá vegakerfi Vegagerðarinnar að Helluvaðsvegi. Þetta svipar að mörgu leyti til Kirkjubæjarvegar ef dæmi skal taka.
  • Afar brýnt er að byggð verði brú yfir Þverá með tilheyrandi vegtengingum til þess að tengja byggðina sunnan Þverár við þjónustukjarna sveitarfélagsins á Hellu.
  • Mikil nauðsyn er á því að fá inn á áætlun uppbyggingu vegar á milli Háfs og Sandhólaferju. Þessi vegtenging myndi hafa mikil hagræðingaráhrif varðandi þjónustu sveitarfélagsins við íbúa svæðisins svo og mikið gildi fyrir ferðaþjónustuna.

· Sveitarstjórn Rangárþings ytra vill leggja þunga áherslu á mikilvægi nýrra brúa sem gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi drögum að aðalskipulagi sveitarfélagsins, sem er á lokastigi fyrir staðfestingu Skipulagsstofnunar. Um er að ræða annarsvegar brú yfir Ytri-Rangá á móts við Hrólfsstaðahelli og hins vegar brú yfir Þjórsá á móts við Þjórsárholt. Þessar nýju vegtengingar myndu tengja saman og efla sem eitt atvinnusvæði uppsveitir Árnessýslu, Landsveitina, Holtin og Rangárvellina.

 

Samþykkt samhljóða að senda ályktunina til samgöngunefndar Alþingis.

 

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
  2. a) Hitaveita Rangæinga 24/2´03.
  3. b) Sameiginleg barnaverndarnefnd 24/2´03.
  4. c) Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands - 225. stjórnarfundur 25/2´03.

 

  1. Aðalskipulag Rangárvalla, Rangárvallaafréttar, Holta, Lands og Landmannaafréttar - lokaafgreiðsla:

Tillögur að aðalskipulagi Rangárvalla, Rangárvallaafréttar, Holta, Lands og Landmannaafréttar, Rangárþingi ytra, lögð fram. Einnig lagðar fram breytingar á greinagerð vegna aðalskipulags Rangárþings ytra. Kafli 1.5 í greinagerð greinir frá innsendum athugasemdum og afgreiðslu sveitarstjórnar á þeim. Vísast til fylgiskjala með fundargerð.

 

Tillögurnar samþykktar samhljóða og verða sendar Skipulagsstofnun til staðfestingar.

 

  1. Gerð heimasíðu fyrir Rangárþing ytra:

Lögð fram niðurstaða Guðmundar Inga Gunnlaugssonar, sveitarstjóra, varðandi innsend tilboð og kynningar frá aðilum til að annast gerð, vistun og viðhald heimasíðu Rangárþings ytra, dagsett 4/2´03.

 

Heimir Hafsteinsson leggur fram greinagerð unna af Viggó Ásgerissyni.

 

Samþykkt samhljóða að fela hreppsráði að ræða við Vildarkjör ehf og Úrlausnir ehf.

 

  1. Húsakynni bs. - leiga íbúðanna í Breiðöldu 5 og 7:

Lagt fram bréf frá Húsakynnum bs., dagsett 24/2´03, þar sem tilkynnt er að íbúðirnar að Breiðöldu 5 og 7 verða báðar lausar til útleigu 1/4´03 og ákveðið hafi verið að láta Dvalarheimilið Lund, Heilsugæslu Rangárþings og sveitarfélögin á samlagssvæðinu njóta forgangs varðandi útleigu.

 

Samþykkt samhljóða að fela oddvita og sveitarstjóra að ræða við Húsakynni bs. um hugsanlegan samruna Húsakynna bs. við eignaumsjón.

 

  1. Hellubíó - kauptilboð:

Lagt fram kauptilboð Karlakórs Rangæinga í alla eignina Þrúðvang 32, og Þrúðvang 32a, Hellubíó. Heildargreiðsla er kr. 6.250.000.-, sem greiðist með jöfnum greiðslum á næstu 10 árum með fyrirvara um samþykki 75% félagsmanna kórsins.

Eftirfarandi bókun gerð:

Undirritaður hefði viljað sjá Hellubíó endurbyggt af Rangárþingi ytra sem alhliða tónlistar- og menningarhús og þá með tilliti til þarfa allra þeirra sem tengjast tónlist og annarri menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.

Heimir Hafsteinsson.

Tillaga um að fela sveitarstjóra og starfsmanni eignaumsjónar að ganga til viðræðna við Karlakórinn á grundvelli tilboðsins samþykkt með 6 atkvæðum. 2 sátu hjá (E.V.G. og G.I.G.) og 1 móti (H.H.).

Farið verði yfir búnað og innanstokksmuni sem fylgja eiga í sölunni.

 

  1. Tillaga að opnunartíma sundlaugarinnar á Hellu:

Lögð fram tillaga að opnunartíma sundlaugarinnar á Hellu frá 5. mars til 31. okt. 2003.

Vísað til fylgiskjala um tímasetningar.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Félagsmálaráðuneytið - niðurstaða og rökstuðningur vegna stjórnsýslukæru:

Lögð fram niðurstaða og rökstuðningur félagsmálaráðuneytisins, dagsett 26/2´03, varðandi stjórnsýslukæru á hendur oddvita Rangárþings ytra. Niðurstaða félagsmálaráðuneytisins er að ákvörðun oddvita hreppsnefndar Rangárþings ytra um að auglýsa eftir umsækjendum um stöðu starfsmanns eignaumsjónar sveitarfélagsins, sé gild.

 

Eftirfarandi bókun gerð:

 

Bókun vegna úrskurðar Félagsmálaráðuneytis á stjórnsýslukæru undirritaðs.

Grunninn að úrskurði sínum sækir ráðuneytið í e-lið 57. grein samþykkta Rangáþings ytra. Ekki vill betur til en svo að augljóst er að annað hvort hafa starfsmenn ráðuneytisins ekki lesið samþykktirnar rétt hvað þetta varðar eða verið með rangt eintak.

Í rökstuðningi sínum vitna þeir til áðurnefndar 57. greinar þannig:

“Í 57. grein samþykktarinnar er mælt fyrir um að ráðinn skuli starfsmaður til að annast daglegan rekstur eignaumsjónar sveitarfélagsins.”

  1. greinar samþykkta Rangárþings ytra hljóðar hins vegar svo um eitt af hlutverkum eignaumsjónar:
  2. e) Að gera tillögu að ráðningu starfsmanns í samráði við sveitarstjóra til að annast daglegan rekstur.
  • Að nefnd eigi að gera tillögu í samráði við sveitarstjóra um ráðningu starfsmanns er annað en að hún skuli ráða starfsmann.

Undirritaður telur því afar veikan grunn fyrir fenginni niðurstöðu sem endurspeglar ef til vill þær miklu annir, sem sagt er frá í næst síðustu málgrein úrskurðarins, og sem tafið hafa gerð hans, meira en ásættanlegt er.

Að öðru leiti vísa ég til bókunar minnar frá 2.desember s.l. við afgreiðslu ráðningar Bjarna J Matthíassonar.

Virðingarfyllst Viðar Hafsteinn Steinarsson.

  1. Samgöngunefnd Alþingis 25/2´03 :

Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis, dagsett 25/2´03, þar sem óskað er umsagnar um þingsályktunartillögu um aðgang landsmanna að GSM-farsímakerfinu, mál 546.

 

Samþykkt samhljóða að gera ekki athugasemd við þingsályktunartillöguna.

 

  1. Kosning í nefndir og stjórnir:
  2. Stjórn Strandarvallar ehf. - aðal- og varamaður:

 

Tilnefning: Guðmundur I. Gunnlaugsson, aðalmaður og Sigurbjartur Pálsson, varamaður.

Samþykkt með 8 atkvæðum. 1 situr hjá (H.H.).

 

  1. Nefnd um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs - 1 fulltrúi Rangárþings ytra.

 

Tilnefning: Kristinn Guðnason, Skarði, Landsveit.

 

Samþykkt með 7 atkvæðum. 2 sitja hjá (H.H. og E.V.G.)

 

Til kynningar bréf frá Ásahreppi og umhverfisráðuneytinu.

 

  1. c) Nefnd um stjórnsýslu á Holtamannaafrétti - oddviti + 1 aðalmaður:

 

Valtýr Valtýsson, oddviti er sjálfkjörin skv. samningi.

Tilnefning: Lúðvík Bergmann, Bakkakoti.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Stjórn Félagsþjónustu Rangárvallasýslu bs. - aðal- og varamaður:

 

Tilnefning: Guðmundur I. Gunnlaugsson, aðalmaður og Sigurbjartur Pálsson, varamaður.

Samþykkt með 6 atkvæðum. 3 sitja hjá (H.H., E.V.G. og L.B.).

 

  1. Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands - staðfesting kvöldverðarboðs - fundarboð til aðalfundra og kynning á tillögum um breytingar á samþykktum sjóðsins:

 

Kvöldverðarboð hreppsnefndar Rangárþings ytra til stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs 24/2´03.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundarboð aðalfundar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands fyrir árið 2002, 21/3´03.

 

Samþykkt samhljóða að oddviti verði fulltrúi Rangárþings ytra og fari með atkvæðisrétt á aðalfundi Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands og Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.

Aðrir sveitarstjórnarmenn hafa seturétt á fundinum.

 

  1. Tillaga vinnuhóps um breytingar á samþykktum sjóðsins sbr. 3. lið fundargerðar 221. stjórnarfundar.

Hreppsnefndarmenn lýstu sig almennt sátta við fyrirliggjandi breytingatillögur.

  1. Eyjólfur Guðmundsson - merking á fornum eyðibýlum og landgræðsla:

Lagt fram bréf frá Eyjólfi Guðmundssyni, dagsett 22/2´03, þar sem skorað er á hreppsnefnd Rangárþing ytra að láta merkja forn eyðibýli í sveitarfélaginu, hella og fleira.

 

Samþykkt samhljóða að vísa bréfinu til menningarmálanefndar.

 

Lagt er fram bréf frá Eyjólfi Guðmundssyni, dagsett 28/2´03, þar sem fram kemur hugmynd að girða af Hafrafell á Rangárvallaafrétti og sá þar lúpínufræi.

 

Hafnað.

 

  1. Lagðar fram upplýsingar um launakjör starfsmanna og stjórnenda hjá SASS:

Lagt fram bréf frá Þorvarði Hjaltasyni, framkvæmdastjóra, dagsett 21/2´03 þar sem fram koma launakjör stjórnanda og starfsmanna SASS og tengdra stofnana.

 

Samþykkt samhljóða að óska eftir uppslýsingum um launakjör starfsmanna Atvinnuþróunasjóðs Suðurlands.

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur og umsóknir um styrki:
  2. a) Fráveitunefnd umhverfisráðuneytisins - ráðstefna 7/3´03.

 

Til kynningar.

 

  1. b) Skaftárhreppur - ráðstefna um landkosti Skaftárhrepps 8.-9/3´03.

 

Til kynningar.

 

  1. c) Samband íslenskra sveitarfélaga - ráðstefna um Staðardagskrá 21, 14.-15/3´03.

 

Til kynningar.

 

  1. d) FAAS - umsókn um styrk 24/2´03.

Styrkur kr. 10.000.- samþykktur samhljóða.

 

  1. Annað kynningarefni:
  2. a) Lyf og heilsa lyfjaverslun 24/2´03, vegna umræðu um þjónustu á Hellu og svarbréf sveitarstjóra 25/2´03.
  3. b) Menntamálaráðuneytið 12/2´03 - svar til Þorbjargar Atladóttur, álit um fyrirkomulag innra starfs skólanefndar.
  4. c) Ásahreppur 24/2´03 - kosning í stjórn eignaumsjónar 18/2´03.
  5. d) Ásahreppur 24/2´03 - staðfesting á verksamningi um Búfjáreftirlit Rangárvallasýslu 18/2´03.
  6. e) Heilbrigðisnefnd Suðurlands - afgreiðsla á gjaldskrám fyrir hundahald og sorphirðu og meðhöndlun úrgangs 19/2´03.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:30.

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.