13. fundur 07. apríl 2003

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 7. apríl 2003, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Lúðvík Bergmann, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir, sem ritar fundargerð.

 

Valtýr Valtýsson, oddviti, setti fund og bar upp tillögu að dagskrárbreytingu: Í lið 2 bætist við fundargerð samgöngunefndar 2/4 2003.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

Engin fundargerð liggur fyrir.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingr:
  2. a) Umhverfisnefnd 31/3´03, sem er í 4 liðum.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. b) Samgöngunefnd 2/4´03, sem er í 6 liðum.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
  2. a) Umhverfisnefnd 21/3´03, sem er í 2 liðum.
  3. b) Sameiginleg barnaverndarnefnd 24/3´03, sem er í 3 liðum.
  4. c) Atvinnu- og ferðamálanefnd 2/4´03, sem er í 5 liðum.
  5. d) Skólaskrifstofa Suðurlands, stjórnarfundur 26/3´03.
  6. e) Skólanefnd FSu 24/3´03.

 

  1. Tillaga að reglum um afslætti til lífeyrisþega af fasteignaskatti og þjónustugjöldum:

Tillaga að reglum um afslætti til lífeyrisþega af fasteignaskatti og þjónustugjöldum, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 7. apríl 2003:

Lagt er til að lífeyrisþegum verði veittur afsláttur af álögðum fasteignaskatti af íbúðarhúsnæði sem þeir búa í sjálfir samkvæmt eftirfarandi reglu:

Lágmarksafsláttur af fasteignaskatti til lífeyrisþega verði 25% þegar hlutfall tekjutryggingar er á bilinu 1% - 25%. Afslátturinn vaxi síðan hlutfallslega í samræmi við hlutfall tekjutryggingar og getur mestur orðið 100%.

___________________________________________

 

Lagt er til að lífeyrisþegum verði veittur afsláttur af þjónustugjöldum vegna íbúðarhúsnæðis sem þeir búa í sjálfir samkvæmt eftirfarandi reglu:

Þjónustugjöldin eru eftirfarandi: Lóðarleiga, holræsagjald, sorpgjöld og vatnsgjald.

Lágmarksafsláttur af framantöldum þjónustugjöldum verði 12,5% þegar hlutfall tekjutryggingar er á bilinu 1% - 25%. Afslátturinn vaxi síðan hlutfallslega í samræmi við hlutfall tekjutryggingar og getur mestur orðið 50% þegar tekjutrygging er 100%.

Greinargerð:

Við álagningu fasteignagjalda hjá fyrrum Rangárvallahreppi var framangreindum afsláttarreglum beitt vegna íbúðarhúsnæðis sem lífeyrisþegar bjuggu í sjálfir. Í hinum fyrri sveitarfélögunum voru í gildi afsláttarreglur sem gengu í sömu átt. Við fyrstu álagningu fasteignagjalda í Rangárþingi ytra, var þessum reglum fylgt við útreikning afslátta til lífeyrisþega, enda er kveðið á um það í samþykktum álagningarreglum að lífeyrisþegum skuli veittur afsláttur. Nauðsynlegt þykir að sveitarstjórn Rangárþings ytra afgreiði útfærðar aflsáttarreglur til þess að áretta um jafnræði allra íbúa sem við á.

 

Samþykkt með 8 atkvæðum, einn situr hjá. (HH)

 

 

  1. Einar Pálsson - ósk um viðræður um leigu á aðstöðu við Foss og Hungurfit:

Lagt fram bréf frá Einari Pálssyni, dagsett 26/3´03, þar sem óskað er eftir viðræðum um leigu á húsum, hestaaðstöðu og landi fyrir tjaldsvæði að Fossi og Hungurfitjum.

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til hálendisnefndar og hvetja hana til að svara erindum við fyrsta tækifæri.

 

  1. Skúli Ragnarsson og Efemía Gísladóttir:

Lagt fram bréf frá Skúla Ragnarssyni og Efemíu Gísladóttur, dagsett 25/03, þar sem óskað er eftir að skólagjöld fyrir son þeirra, Þorgeir Gísla, í Hvolsskóla skólaárið 2002-2003, verði greidd til Rangárþings eystra.

Samþykkt að greiða skólagjöldin og miða við viðmiðunargjaldskrá sem gefin er út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir þetta skólaár, en jafnframt að benda á að drengurinn getur sótt skóla að Hellu og að umsóknir sem þessar þurfa að berast sveitarstjórn í apríl vegna næsta skólaárs á eftir.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 á móti. (HH, EVG,VHS).

 

Undirritaðir telja að ekki séu rök fyrir því að samþykkja fyrirliggjandi erindi auk þess sem það er ári of seint á ferðinni. Þá skal á það bent að kostnaður sem fylgir samþykki á erindinu er á bilinu 500 þús. til 1 milljón króna á skólaárinu.

Einnig væri eðlilegt að slík erindi fengju umfjöllun í fræðslunefnd.

Viðar H. Steinarsson, Eggert V. Guðmundsson og Heimir Hafsteinsson.

 

  1. Menntamálaráðuneytið 25/3´03 - Norræna æskulýðsnefndin:

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 25/3´03, þar sem sagt er frá styrkjum til æskulýðsstarfsemi frá Norrænu æskulýðsnefndinni. Meðfylgjandi er umsóknareyðublað.

Samþykkt samhljóða að senda bréfið ásamt fylgiskjölum til íþrótta- og æskulýðsnefndar til athugunar.

 

  1. Landbúnaðarráðuneytið - lagafrumvörp til umsagnar:

Lögð fram til umsagnar frumvarp til ábúðalaga og frumvarp til jarðalaga.

Samþykkt samhljóða að vísa frumvörpunum til atvinnu- og ferðamálanefndar til umsagnar.

 

  1. Umhverfisráðuneytið:

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 25/3´03, þar sem minnt er á dag umhverfisins 25/4´03.

Samþykkt að vísa erindinu til umhverfisnefndar til úrvinnslu.

 

  1. Aðalskipulag Holtamannaafréttar - greinagerð til lokaafgreiðslu og bréf frá Ásahreppi:

Lögð fram greinagerð til lokaafgreiðslu vegna aðalskipulags Holtamannaafréttar.

Einnig er lagt fram bréf frá skrifstofu Ásahrepps, dagsett 17/3´03, varðandi lokaafgreiðslu hreppsnefndar Ásahrepps á athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi Holtamannaafréttar.

Samþykkt að vísa greinagerðinni og framkomnum athugasemdum á fundinum til samráðsnefndar um Holtamannaafrétt.

 

  1. Sigurbjörn E. Logason og KRS heildverslun - breytt skipulag lóðanna Hraunalda 2 og Sigalda 2:

Lagt fram bréf frá Sigurbirni E. Logasyni og KRS heildverslun, dagsett 30/3´03, varðandi umsókn um breytt skipulag lóðanna Hraunalda 2 og Sigalda 2 á Hellu.

Samþykkt samhljóð að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar.

 

  1. Smíðandi ehf. - bygging parhúsa og tilmæli að sveitarstjórn kaupi hluta af nýbyggingum:

Lagt fram bréf frá Smíðanda efh., dagsett 2/4´03, þar sem óskað er eftir því að fá að byggja raðhús á lóðunum 8, 10 og 12 við Bogatún. Einnig er fyrirspurn um áhuga hreppnefndar á kaupum á íbúðum.

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til hreppsráðs og Húsakynna bs. til umfjöllunar.

 

 

  1. Harpa Stefánsdóttir - ósk um heimild til að auglýsa deiliskipulagstillögu:

Lagt er fram bréf frá Hörpu Stefánsdóttur, arkitekt, dagsett 1/4´03, þar sem óskað er heimildar til að auglýsa deiliskipulagstillögu í landi Skammbeinsstað 1.

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar til athugunar og afgreiðslu.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur og umsóknir um styrki:
  2. a) Búnaðarfélag Rangárvallahrepps - aðalfundur 7/4´03.
  3. b) Rangárbakkar-Hestamiðstöð Suðurlands ehf. - aðalfundur 10/4´03.
  4. c) Samband íslenskra sveitarfélaga 26/3´03 - ráðstefna CEMR 14.-17/5´03.
  5. d) Skálholtskórinn 31/3´03. Hafnað.
  6. e) MND félagið á Íslandi 27/3´03. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 5.000.-
  7. f) SÍBS 3/4´03. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 5.000.-

 

  1. Annað kynningarefni:
  2. a) Forsætisráðuneytið 31/3´03 - ákvörðun ríkisstjórnar um greiðslu 90 m kr. til Hitaveitu Rangæinga.
  3. b) Greinargerð vegna stikunar Hellismannaleiðar á Landmannaafrétti.
  4. c) Skipulags- og byggingafulltrúi 26/3´03 - bókun í fundargerð skipulags- og bygginganefndar vegna umfjöllunar um lóðaleigusamninga í hesthúsahverfi á Hellu.
  5. d) Verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga 25/3´03 - tvær skýrslur um lokahluta reynslusveitarfélagaverkefnisins.
  6. e) Skrifstofa Ásahrepps 24/3´03 - ábending vegna kostnaðarskiptingar við gerð aðalskipulags Holtamannaafréttar. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
  7. f) Skrifstofa Ásahrepps 24/3´03 - staðfesting á stofnsamningi og samþykktum fyrir Félagsþjónustu Rangárvalla- og V.- Skaftafellssýslu.
  8. g) Mýrdalshreppur 31/3´03 - staðfesting á stofnsamningi og samþykktum fyrir Félagsþjónustu Rangárvalla- og V. - Skaftafellssýslu.
  9. h) Strandarvöllur ehf. - skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2002.
  10. i) Samgöngunefnd - kostnaðaráætlun vegna safnvega árin 2003 - 2004.

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:30.

Ingibjörg Gunnarsdóttir, ritari.