Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, þriðjudaginn 29. apríl 2003, kl. 17:00.
Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Lúðvík Bergmann, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Þröstur Sigurðsson, varamaður Eggerts V. Guðmundssonar og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Valtýr Valtýsson, oddviti, setti fund og stjórnaði honum.
- Fundargerðir hreppsráðs:
Hreppsráð 15/4´03, sem er í 20 liðum.
Bókun varðandi lið 12 í dagskrá hreppsráðsfundar frá 15. apríl s.l.
Undirritaðir fulltrúar minnihluta hreppsnefndar Rangárþings ytra vilja benda á eftirfarandi varðandi umrætt málefni:
Í fyrsta lagi orkar hæfi hreppsráðsmanna á áðurnefndum fundi mjög tvímælis, en þeir sem afgreiddu tillöguna eru allir félagar í kórnum.
Í öðru lagi er í hæsta máta óeðilegt að verið sé að fjalla um leigu á Hellubíói frá kórnum til sveitarfélagsins áður en formleg sala á húsinu hefur farið fram.
Undirritaðir: Þröstur Sigurðsson og Heimir Hafsteinsson.
Bókun meirihluta hreppsnefndar Rangárþings ytra vegna afgreiðslu á 12. lið, 23. fundargerðar hreppsráðs frá 15. apríl 2003:
Hreppsráðsmenn sem sátu þann fund telja að hæfi þeirra til þess að fjalla um tillögur varðadi hugsagnlega leigu á Hellubíói eftir sölu þess, verði af henni, orki ekki tvímælis. Áður en hugsamleg tillaga um sölu og önnur viðskipti við Karlakór Rangæinga verður borinn upp í hreppsnefnd, munu fulltrúar ganga úr skugga um hæfi sitt til afgreiðslu hennar.
Í viðræðum og hugmyndum varðandi hugsanlega sölu Hellubíós til Karlakórs Rangæinga hefur frá upphafi legið fyrir, að kórinn sækist eftir að leigja hluta hússins til sveitarfélagsins.
Undirritaðir: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Engilbert Olgeirsson og Valtýr Valtýsson.
Leiðrétting á lið 17, lið a, í fundargerðinni: Rétt er að seljandi er Grettir Rúnarsson, kt. 050274-3499, ekki Rúnar Gunnarsson.
Fundargerðin samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sátu hjá (H.H. og Þ.S.).
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
- Húsnefnd MML - 6. fundur 14/4´03, sem er í 5 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- b) Atvinnu- og ferðamálanefnd og hálendisnefnd - sameiginlegur fundur 22/4´03, sem er í 2 liðum.
Lagt fram bréf frá formanni hálendisnefndar, Árna Þór Guðmundssyni og formanni atvinnu- og ferðamálanefndar, Ingvari Pétri Guðbjörnssyni, dagsett 28/4´03, vegna afrétta sveitarfélagsins.
Einnig er lagt fram bréf frá sömu formönnum, dagsett 28/4´03, til samráðsnefndar um Holtamannaafrétt um sama málefni.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
- a) Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 14. fundur 15/4´03, sem er í 6 liðum.
- b) Búfjáreftirlitsnefnd - 6. fundur 1/4´03, sem er í 3 liðum.
- c) Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands - 226. stjórnarfundur 21/3´03.
- d) Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands - 23. aðalfundur 21/3´03.
- e) Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands - 227. stjórnarfundur 21/3´03.
- f) Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands - 228. stjórnarfundur 11/4´03.
- g) Skólaskrifstofa Suðurlands - 63. stjórnarfundur 14/3´03.
- h) Sorpstöð Rangárvallasýslu - 79. stjórnarfundur 22/4´03.
- Kjörskrá fyrir Alþingiskosningarnar 10. maí 2003:
Lögð fram kjörskrá Rangárþings ytra fyrir Alþingiskosningarnar, vorið 2003, gefin út af Hagstofu Íslands. Kjörskráin yfirfarin. Á kjörskrá eru 995, 523 karlar og 472 konur.
Samþykkt samhljóða.
- Landbúnaðarráðuneytið - sala á jörðinni Uxahryggur 2:
Lögð fram drög að afsali þar sem Jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins selur og afsalar jörðinni Uxahrygg 2 til Elínar Önnu Antonsdóttur, kt. 070237-4079 og Sveins Guðjónssonar, kt. 310830-2169.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við drögin á þessu stigi en óskar eftir því að endanlegur samningur verði sendur sveitarstjórn til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur og umsóknir um styrki:
- Rithöfundasamband Íslands og fleiri - ráðstefna um norræna og íslenska menningarstefnu í deiglunni í Norræna húsinu, 9. - 10. maí 2003.
Samþykkt samhljóða að senda erindið til menningarmálanefndar Rangárþins ytra.
- Alnæmissamtökin á Íslandi 15/4´03.
Styrkur kr. 10.000.- samþykktur samhljóða.
- c) LAUF, landssamtök áhugafólks um flogaveiki.
Styrkur kr. 5.000.- samþykktur samhljóða.
7 Annað kynningarefni:
- a) Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 10/4´03 - niðurlagning stjórna sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana.
- b) Félagsmálaráðuneytið 12/4´03 - áætlun um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2003.
- c) Samband íslenskra sveitarfélaga 11/4´03 - ályktanir 63. fulltrúaráðsfundar 10/4´03.
- d) Sunnlenska fréttablaðið 17/4´03 - frétt um athugun Rangárþings eystra á úrsögn úr Héraðsnefnd Rangæinga.
- e) Varasjóður húsnæðismála 15/4´03 - úthlutun rekstrarframlaga vegna félagslegra íbúða vegna ársins 2003.
- f) Vegagerðin 9/4´03 - bréf til Jóns og Tryggva ehf. um vegalagningu að nýbýli að Reiðholti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.