15. fundur 05. maí 2003

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 5. maí 2003, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Lúðvík Bergmann, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Eggert V. Guðmundsson, Þröstur Sigurðsson í forföllum Heimis Hafsteinssonar og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Valtýr Valtýsson, oddviti, setti fund, stjórnaði honum og bar upp tillögu um dagskrárbreytingar:

Nýr 4. liður bætist við og færast aðrir liðir aftur sem því nemur og við liðinn fundarboð, námskeið, ráðstefnur o.fl. bætist við erindi frá Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

Engin fundargerð liggur fyrir.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

Skipulags- og bygginganefnd - 10. fundur 23/4´03, sem er í 21 lið.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
  2. a) Sorpstöð Suðurlands bs. - aðalfundur 23/4´03.

Ársskýrsla, ársreikningur og önnur gögn.

 

Samþykkt að senda umhverfisnefnd gögnin.

 

  1. Heilbrigðisnefnd Suðurlands - 54. fundur 23/4´03.

 

  1. Hitaveita Rangæinga - aðalfundur 29/4´03.

Ársskýrsla og ársreikningur fyrir árið 2003.

 

  1. Tillaga um aukafjárveitingu til íþrótta- og æskulýðsmála:

Oddviti lagði fram tillögu um 500.000.- kr. aukafjárveitingu til íþrótta- og æskulýðsmála sem varið verði til sértækra verkefna.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Sorpstöð Suðurlands bs. - tillaga að nýjum samþykktum:

Lagt fram bréf frá Sorpstöð Suðurlands bs., dagsett 29. apríl 2003, þar sem óskað er staðfestingar sveitarstjórnar Rangárþings ytra á tillögu að nýjum samþykktum fyrir Sorpstöð Suðurlands bs.

 

Tillagan staðfest með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (Þ.S. og V.H.S.).

 

  1. Staðsetning og fjölgun gáma til losunar neysluúrgangs og hjólbarða:

Lögð fram beiðni Jóns Sigurðssonar, móttekið 19/3´03, varðandi sorpgám í Reynifellshverfi og bréf frá Sorpstöð Suðurlands, dagsett 8/4´03, varðandi innsöfnun dekkja og samsettra pappírsumbúða í Árnes- og Rangárvallasýslu.

 

Samþykkt samhljóða að hafa innsöfnun dekkja á aðalgámavöllum sveitarfélagsins, við Landvegamót, í Þykkvabæ og á Hellu.

Samþykkt samhljóða að finna hentugan stað fyrir gám við Reynifellshvefið.

Umhverfisnefnd verði upplýst um þessar ákvarðanir.

Einnig samþykkt samhljóða að fela umhverfisnefnd að;

  1. Endurskoða staðsetningu gámavallar á Hellu.
  2. Athuga fyrirkomulag á sorphreinsun í sveitarfélaginu.
  3. Athuga og gera tillögu varðandi staðsetningar gámavalla almennt.

 

  1. Og fjarskipti hf - umsókn um aðstöðu fyrir GSM búnað:

Lagt fram bréf frá Og fjarskiptum hf., dagsett 29/4´03, þar sem sótt er um aðstöðu fyrir GSM búnað í/á vatnsgeymi í Þykkvabæ.

 

Samþykkt samhljóða að gera hliðstæðan samning við Og fjarskipti hf. og er í dildi við Landssímann.

 

  1. Eignaval - sala á spildu úr landi Svínhaga:

Lagt fram bréf frá Eignavali, dagsett 25/4´03, þar sem Grettir Rúnarsson, kt. 050274-3499, selur Hallgrími Jónssyni, kt. 070242-3119, spildu úr landi Svínhaga.

 

Samþykkt samhljóða og fallið frá forkaupsrétti.

 

  1. Skúli Ragnarsson og Efemía Gísladóttir - umsókn um skólavist utan sveitarfélagsins:

Lagt fram bréf frá Skúla Ragnarssyni og Efemíu Gísladóttur, dagsett 27/4´03, þar sem þau sækja um skólavist fyrir son sinn í Hvolsskóla, Rangárþingi eystra, fyrir næsta skólaár.

 

Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (I.P.G., V.H.S., Þ.S. og E.V.G.).

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur og umsóknir um styrki:
  2. a) Sigurjón Helgason 24/4´03, umsókn um styrk á móti húsnæðiskostnaði vegna búfræðináms á Hvanneyri. Vottorð um skólavist fylgir.

 

Lögð fram tillaga um að greiða húsaleigustyrk til nemenda í framhaldsnámi sem ekki geta notið húsaleigubóta vegna tímalengdar húsaleigusamnings í samræmi við lög um húsaleigabætur.

 

Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (S.P. og I.P.G.).

 

  1. b) Hálendismiðstöðin Hrauneyjum 1/5´03.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar Rangárþings ytra.

 

  1. Annað kynningarefni:

Félagsheimilið Brúarlundur - uppgjör vegna ársins 2002.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.