Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 5. maí 2003, kl. 16:00.
Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Lúðvík Bergmann, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Eggert V. Guðmundsson, Þröstur Sigurðsson í forföllum Heimis Hafsteinssonar og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Valtýr Valtýsson, oddviti, setti fund, stjórnaði honum og bar upp tillögu um dagskrárbreytingar:
Nýr 4. liður bætist við og færast aðrir liðir aftur sem því nemur og við liðinn fundarboð, námskeið, ráðstefnur o.fl. bætist við erindi frá Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir hreppsráðs:
Engin fundargerð liggur fyrir.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
Skipulags- og bygginganefnd - 10. fundur 23/4´03, sem er í 21 lið.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
- a) Sorpstöð Suðurlands bs. - aðalfundur 23/4´03.
Ársskýrsla, ársreikningur og önnur gögn.
Samþykkt að senda umhverfisnefnd gögnin.
- Heilbrigðisnefnd Suðurlands - 54. fundur 23/4´03.
- Hitaveita Rangæinga - aðalfundur 29/4´03.
Ársskýrsla og ársreikningur fyrir árið 2003.
- Tillaga um aukafjárveitingu til íþrótta- og æskulýðsmála:
Oddviti lagði fram tillögu um 500.000.- kr. aukafjárveitingu til íþrótta- og æskulýðsmála sem varið verði til sértækra verkefna.
Samþykkt samhljóða.
- Sorpstöð Suðurlands bs. - tillaga að nýjum samþykktum:
Lagt fram bréf frá Sorpstöð Suðurlands bs., dagsett 29. apríl 2003, þar sem óskað er staðfestingar sveitarstjórnar Rangárþings ytra á tillögu að nýjum samþykktum fyrir Sorpstöð Suðurlands bs.
Tillagan staðfest með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (Þ.S. og V.H.S.).
- Staðsetning og fjölgun gáma til losunar neysluúrgangs og hjólbarða:
Lögð fram beiðni Jóns Sigurðssonar, móttekið 19/3´03, varðandi sorpgám í Reynifellshverfi og bréf frá Sorpstöð Suðurlands, dagsett 8/4´03, varðandi innsöfnun dekkja og samsettra pappírsumbúða í Árnes- og Rangárvallasýslu.
Samþykkt samhljóða að hafa innsöfnun dekkja á aðalgámavöllum sveitarfélagsins, við Landvegamót, í Þykkvabæ og á Hellu.
Samþykkt samhljóða að finna hentugan stað fyrir gám við Reynifellshvefið.
Umhverfisnefnd verði upplýst um þessar ákvarðanir.
Einnig samþykkt samhljóða að fela umhverfisnefnd að;
- Endurskoða staðsetningu gámavallar á Hellu.
- Athuga fyrirkomulag á sorphreinsun í sveitarfélaginu.
- Athuga og gera tillögu varðandi staðsetningar gámavalla almennt.
- Og fjarskipti hf - umsókn um aðstöðu fyrir GSM búnað:
Lagt fram bréf frá Og fjarskiptum hf., dagsett 29/4´03, þar sem sótt er um aðstöðu fyrir GSM búnað í/á vatnsgeymi í Þykkvabæ.
Samþykkt samhljóða að gera hliðstæðan samning við Og fjarskipti hf. og er í dildi við Landssímann.
- Eignaval - sala á spildu úr landi Svínhaga:
Lagt fram bréf frá Eignavali, dagsett 25/4´03, þar sem Grettir Rúnarsson, kt. 050274-3499, selur Hallgrími Jónssyni, kt. 070242-3119, spildu úr landi Svínhaga.
Samþykkt samhljóða og fallið frá forkaupsrétti.
- Skúli Ragnarsson og Efemía Gísladóttir - umsókn um skólavist utan sveitarfélagsins:
Lagt fram bréf frá Skúla Ragnarssyni og Efemíu Gísladóttur, dagsett 27/4´03, þar sem þau sækja um skólavist fyrir son sinn í Hvolsskóla, Rangárþingi eystra, fyrir næsta skólaár.
Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (I.P.G., V.H.S., Þ.S. og E.V.G.).
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur og umsóknir um styrki:
- a) Sigurjón Helgason 24/4´03, umsókn um styrk á móti húsnæðiskostnaði vegna búfræðináms á Hvanneyri. Vottorð um skólavist fylgir.
Lögð fram tillaga um að greiða húsaleigustyrk til nemenda í framhaldsnámi sem ekki geta notið húsaleigubóta vegna tímalengdar húsaleigusamnings í samræmi við lög um húsaleigabætur.
Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (S.P. og I.P.G.).
- b) Hálendismiðstöðin Hrauneyjum 1/5´03.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar Rangárþings ytra.
- Annað kynningarefni:
Félagsheimilið Brúarlundur - uppgjör vegna ársins 2002.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.