16. fundur 16. júní 2003

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 16. júní 2003, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Lúðvík Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Valtýr Valtýsson, oddviti, setti fund.

 

  1. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs:

Lögð fram tillaga um að Valtýr Valtýsson, verði oddviti og Engilbert Olgeirsson, varaoddviti til eins árs.

 

Samþykkt með fimm atkvæðum, en þrír sátu hjá (H.H., V.H. S. og E.V.G.)

 

  1. Kosning formanns og varaformanns hreppsráðs til eins árs:

Valtýr Valtýsson leggur fram tillögu um að Sigurbjartur Pálsson og Valtýr Valtýsson verði aðalmenn í hreppsráði af hálfu meirihluta hreppsnefndar og varamenn Engilbert Olgeirsson og Ingvar Pétur Guðbjörnsson til eins árs.

Heimir Hafsteinsson leggur til að Viðar H. Steinarsson verði aðalmaður í hreppsráði af hálfu minnihluta hreppsnefndar og Heimir Hafsteinsson varamaður til eins árs.

Tillaga um að Sigurbjartur Pálsson verði formaður og Valtýr Valtýsson, varaformaður.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð hreppsráðs:

Lögð fram fundargerð 25. fundar hreppsráðs 22/5´03, sem er í 18 liðum.

 

Lúðvík Bergmann mætti á fundinn kl. 16:30.

 

Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum, en tveir sitja hjá (H.H. og E.V.G.).

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
  2. Umhverfisnefnd 12. fundur 22/5´03, sem er í 6 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. b) Fræðslunefnd - 17. fundur 19/5´03, sem er í 9 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Ráðning Valgerðar Guðjónsdóttur í stöðu aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann á Hellu samþykkt með átta atkvæðum, einn sat hjá (H.H.).

 

  1. c) Fræðslunefnd - 18. fundur 31/5´03, sem er í 4 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

  1. d) Fræðslunefnd - 19. fundur 4/6´03, sem er í 6 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. e) Nefnd um fyrirkomulag embættis skipulags- og byggingafulltrúa - 4. fundur 26/5´03, sem er í 3 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. f) Skipulags- og bygginganefnd - 12. fundur 5/6´03, sem er í 12 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. g) Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 9. fundur 11/6´03, sem er í 3 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. h) Atvinnu- og ferðamálanefnd - 9. fundur 11/6´03, sem er í 6 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
  2. a) Sameiginleg barnaverndarnefnd - 10. fundur 28/5´03, sem er í 1 lið.
  3. b) Sameiginleg barnaverndarnefnd - 11. fundur 29/5´03, sem er í 8 liðum.
  4. c) Félagsmálanefnd 14. fundur 3/6´03, sem er í 5 liðum.
  5. d) Ferðamálafélagið Hekla - 1. stjórnarfundur 2/6´03. Atvinnu- og ferðamálafulltrúi sendi frétt frá fundinum.
  6. e) Hitaveita Rangæinga - 9. stjórnarfundur 30/5´03.
  7. f) Skólaskrifstofa Suðurlands - 65. stjórnarfundur 28/5´03.
  8. g) Sorpstöð Suðurlands - 104. stjórnarfundur 19/5´03.
  9. h) Heilbrigðisnefnd Suðurlands - 55. fundur 21/5´03.
  10. i) Samband íslenskra sveitarfélaga - 703. stjórnarfundur 16/5´03.
  11. j) Jafnréttisnefnd - 2. fundur 5/6´03, sem er í 1 lið.
  12. k) Jafnréttisnefnd - 3. fundur 11/6´03, sem er í 1 lið.

 

  1. Lex ehf. lögmannsstofa - athugasemdir vegna niðurstöðu í aðalskipulagstillögu:

Lagt fram bréf frá LEX ehf lögmannsstofu, dagsett 4/6´03, þar sem fram koma athugasemdir vegna niðurstöðu í aðalskipulagstillögu varðandi svæði fyrir frístundahúsabyggð í Selsundi og ósk um að gerð verði breyting á aðalskipulagi. Meðfylgjandi er yfirlýsing eigenda jarðarinnar og ábúenda frá 1. febrúar 2003 um gerð deiliskipulags fyrir frístundahúsabyggð og önnur atriði.

 

Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að svara erindinu, útskýra gang mála við afgreiðslu aðalskipulagstillögu og að benda á möguleika til breytinga á aðalskipulagi samhliða afgreiðslu deiliskipulagstillögu.

 

  1. Uppblástur jarðvegs úr kartöfluökrum að Lyngási:

 

Lagt fram bréf frá íbúum á Lyngási, dagsett í maí 2003, þar sem þeir óska eftir því að sveitarstjórn geri allt sem í hennar valdi er til að bæta úr því ástandi sem ríkir.

 

Samþykkt samhljóða að leita álits sérfróðs lögmanns varðandi þessi mál.

 

 

 

  1. Tillaga að gjaldskrá Rangárþings ytra fyrir þjónustu vegna skipulags- og byggingamála:

Lögð fram tillaga að gjaldskrá vegna þjónustu skipulags- og byggingafulltrúa og skipulags- og bygginganefndar skv. Skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Afgreiðslu frestað.

 

  1. Sumarfundir hreppsnefndar:

 

Sveitarstjóri ræddi um fyrirkomulag funda á næstu vikum.

 

  1. Ársskýrslur leikskólanna fyrir starfsárið 2002 - 2003 - staðfesting:

Lagðar fram ársskýrslur leikskólanna Heklukots, Gljábæjar og Leikskólans á Laugalandi fyrir starfsárið 2002 - 2003.

 

Samþykktar samhljóða og afgreiddar til menntamálaráðuneytisins.

 

  1. Mosfell ehf. - ítrekun á umsókn:

Lagt fram bréf frá Mosfelli ehf., móttekið 23/5´03, þar sem ítrekuð er umsókn vegna álagðra fasteignaskatta árið 2003.

 

Fulltrúar hreppsnefndar munu fara á fund forsvarsmanna Mosfells ehf. næstu daga.

 

  1. Leiðbeiningar til sveitarstjórna um reglur um fjárhagsaðstoð:

Lagt fram bréf frá Guðmundi Inga Gunnlaugssyni, sveitarstjóra, dagsett 23/5´03, til hreppsnefndarfulltrúa Rangárþings ytra varðandi leiðbeiningar frá félasmálaráðuneytinu til sveitarstjórna um reglur um fjárhagsaðstoð. Meðfylgjandi er bréf félagsmálaráðuneytisins, dagsett 15/5´03.

 

Samþykkt samhljóða að fela félagsmálanefnd að semja tillögu að reglum um fjárhagsaðstoð í Rangárþingi ytra.

 

  1. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - "Sveitarstjórnarpakki":

Lagt fram bréf frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf., dagsett 19/5´03, þar sem félagið óskar eftir því að fá að gera tilboð í vátryggingar sveitarfélagsins, "Sveitarstjórnarpakkann".

 

Samþykkt samhljóða að segja upp núgildandi tryggingum sveitarfélagsins m.v. 1. júlí 2003 með 6 mánaða fyrirvara og leita tilboða að nýju.

 

  1. Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands - styrkveitingar 2003:

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagi Íslands, dagsett 28/5´03, þar sem fram koma ábendingar um fyrirhugaðar styrkveitingar 2003.

 

Samþykkt samhljóða að vísa málinu til umhverfisnefndar, menningarmálanefndar, samgöngunefndar og atvinnu- og ferðamálanefndar til skoðunar.

 

  1. Landgræðsla ríkisins - leigusamningur um landspildu í Gunnarsholti:

Lögð fram umsókn frá Landgræðslu ríkisins, dagsett 28/5´03, um samþykki við leigusamning um landspildu í Gunnarsholti við Harald Einarsson, kt. 180461-7019 og Súsönnu Jónsdóttur, kt 270762-3799, Heklugerði.

 

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við samninginn.

 

 

 

  1. Vélhjólaklúbburinn (Vík) - Enduro keppni:

Lagt fram bréf frá Gretti Rúnarssyni, dagsett 27/5´03, þar sem óskað er samþykkis sveitarfélagsins við Enduro keppni (keppni á torfærumótorhjólum), í landi Svínhaga 21/6´03.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur og umsóknir um styrki:
  2. a) Landskerfi bókasafna 3/6'03 - aðalfundur 20. júní 2003.

 

Til kynningar.

 

  1. b) Justitie-, Social-, Utbildnings- och Kulturdepartmenten i Sverige 30/5'03 - ráðstefnan "Involvera.nu" 20 - 21/10'03.

 

Til kynningar.

 

  1. c) Ungmennafélagið Ingólfur 30/5'03 - leikjanámskeið að Laugalandi.

 

Vísað er í staðfesta fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar 11/6' 03.

 

  1. d) Bókaútgáfan Hólar 23/5'03 - kennslubókin "Allir geta eitthvað".

 

Hafnað.

 

  1. e) SÁÁ - álfasala.

 

Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 10.000.-.

 

  1. f) Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna.

 

Hafnað.

 

  1. g) Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 21/5'03.

 

Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 37.000.-.

 

  1. Annað kynningarefni:
  2. a) Skipulagsstofnun og Landsvirkjun 3/6'03 - aukinn frestur til þess að skila umsögn um mat á umhverfisáhrifum vegna virkjunar Þjórsár við Núp og Urriðafossvirkjun.
  3. b) Þjóðhátíðarsjóður Seðlabanka Íslands 5/6'03 - styrkveiting til viðgerða á Hellnahelli og fleiri hellum 2003.
  4. c) Foreldraráð Laugalandsskóla 27/5'03 - vegna merkinga skólabíla.
  5. d) Samband íslenskra sveitarfélaga 26/5'03 - ábending vegna skila á ársreikningum.
  6. e) Sorpstöð Rangárvallasýslu - ársskýrsla og ársreikningur fyrir árið 2002.
  7. f) Menntamálaráðuneytið 20/5'03 - vakin athygli á ákvæðum laga nr. 86/1998 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra.
  8. g) Verðbréfastofan 26/5'03 - tilboð um milligöngu um útvegun lánsfjár.
  9. h) Hreppsnefnd Ásahrepps 3/6'03 - kostnaðarskipting vegna Holtamannaafréttar.

 

Samþykkt samhljóða að óska eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins varðandi tekju- og kostnaðarskiptingu milli Rangárþings ytra og Ásahrepps um annað en fjallskilakostnað á Holtamannaafrétti.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:00.

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.