17. fundur 07. júlí 2003

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 7. júlí 2003, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Þröstur Sigurðsson, varamaður Eggerts V. Guðmundssonar, Lúðvík Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Valtýr Valtýsson, oddviti, setti fund.

 

  1. Fundargerð hreppsráðs:

Lögð fram fundargerð 26. fundar hreppsráðs 26/3´03, sem er í 24 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
  2. Jafnréttisnefnd 30/6´03, sem er í 2 liðum.

Tillaga að jafnréttisáætlun Rangárþings ytra lögð fram.

 

Varðandi l. lið fundargerðarinnar er afgreiðslu jafnréttisáætlunar frestað þar til starfsmannastefna Rangárþings ytra liggur fyrir. Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.

 

  1. b) Skipulags- og bygginganefnd - 13. fundur 3/7´03, sem er í 10 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
  2. a) Sameiginleg barnaverndarnefnd - 12. fundur 20/6´03, sem er í 1 lið.
  3. b) Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 20. fundur 25/6´03, sem er í 3 liðum.
  4. c) Félagsmálanefnd - 15. fundur 26/6´03, sem er í 5 liðum.
  5. d) Samband íslenskra sveitarfélaga - 704. stjórnarfundur 20/6´03.
  6. e) Héraðsnefnd - vorfundur 25/6´03.
  7. f) Atvinnu- og ferðamálanefnd, hálendisnefnd og umhverfisnefnd - sameiginlegur fundur 27/6´03. Meðfylgjandi er bréf frá sveitarstjóra til Umhverfisstofnunar, dagsett 27/6´03.

 

  1. Hitaveita Rangæinga - ósk um ábyrgð "in solidum" á lántöku:

Lögð fram ósk Hitaveitu Rangæinga til Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Ásahrepps, um óskipta ábyrgð, "in solidum", á 300.000.000 kr. skuldabréfaláni til 25 ára.

 

Afgreiðslu frestað og samþykkt samhljóða að leita skriflegs álits félagsmálaráðuneytisins á lögmæti ábyrgðarinnar.

 

  1. Vistheimilið í Gunnarsholti - tillaga að ályktun - og umræður um atvinnumál:

Tillaga að ályktun um boðaða lokun Vistheimilisins í Gunnarsholti, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra 7. júlí 2003:

 

Í tilefni af fréttum um lokun Vistheimilisins .í Gunnarsholti óskar hreppsnefnd Rangárþings ytra eftir viðræðum við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um framtíðarstarfsemi á svæðinu.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

Umræður urðu um atvinnumál í sveitarfélaginu.

 

  1. Byggðasamlagið "Atvinnu- og ferðamálaverkefni Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs.":

Lögð fram tillaga að stofnsamningi fyrir byggðasamlagið "Atvinnu- og ferðamálaverkefni Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs.".

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

Tillaga lögð fram um að Lúðvík Bergmann verði aðalfulltrúi í stjórn byggðasamlagsins og Ingvar Pétur Guðbjörnsson varamaður.

 

Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (H.H.).

 

  1. Óskráðar bifreiðar og tækjaleyfar á opnum svæðum og götum:

Samþykkt samhljóða að hugað verði að átaki í sveitarfélaginu við að hreinsa burt óskráðar bifreiðar og tækjaleyfar.

 

  1. Tillaga að gjaldskrá Rangárþings ytra fyrir þjónustu vegna skipulags- og byggingamála:

Tillaga að gjaldskrá

vegna þjónustu skipulags- og byggingafulltrúa og skipulags- og bygginganefndar skv. Skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997 með síðari breytingum.

 

  1. gr.

Fyrir byggingaleyfi skal greiða eftirfarandi gjöld:

1.1. Íbúðarhúsnæði:

Neðangreind gjöld miðast við eina yfirferð aðaluppdrátta. Þá er innifalið í gjaldinu bygg-ingaleyfisgjald, gjald vegna útmælingar og hæðarsetningar, byggingareftirlits, lögbundinna

úttekta, fokheldisvottorðs og vottorðs vegna lokaúttektar.

Einbýlishús kr. 68.054.-

Parhús, tvíbýlishús eða raðhús á einni hæð kr. 56.712.- pr. íbúð.

Raðhús á fleiri en einni hæð eða fjölbýlishús með þremur íbúðum kr. 47.638.- pr. íbúð.

Fjölbýlishús, tvær hæðir, með fjórum íbúðum eða fleiri kr. 40.832.- pr. íbúð.

Fjölbýlishús, þrjár hæðir og hærri með fjórum íbúðum og fleiri kr. 34.027.- pr. íbúð.

1.2. Atvinnu- og þjónustuhús og stofnanir:

Gjöld miðast við eina yfirferð aðaluppdrátta. Þá er innifalið byggingaleyfisgjald, gjald

vegna útmælingar og hæðarsetningar, byggingareftirlits, lögbundinna úttekta, fokheldisvottorðs

og vottorðs vegna lokaúttektar.

Atvinnu- og þjónustuhúsnæði, stofnanir, einnig sama húsnæði með íbúðum,

gólfflötur allt að 500 fermetrar kr. 68.054.-

Atvinnu- og þjónustuhúsnæði, stofnanir, einnig sama húsnæði með íbúðum,

gólfflötur stærri en 500 fermetrar kr. 90.738.-

1.3. Ýmis hús og hvers konar viðbyggingar:

Gjöld miðast við eina yfirferð aðaluppdrátta. Þá er innifalið byggingaleyfisgjald, gjald

vegna útmælingar og hæðarsetningar, byggingareftirlits, lögbundinna úttekta, fokheldisvottorðs

og vottorðs vegna lokaúttektar.

Frístundahús kr. 56.712.-

Smáhýsi allt að 25 m² ( Aukahús við frístunda- og íbúðarhús )allt að kr. 28.356.-

Sólstofur, garðhús, bílgeymslur fyrir mest 2 bíla, útihús á lögbýlum og

viðbyggingar allt að 20 ferm. kr. 28.356.-

Viðbyggingar 20 – 100 fermetrar kr. 39.698.-

Byggingaleyfisgjöld af viðbyggingum sem eru stærri en 100 fermetrar skulu vera þau sömu og

byggingaleyfisgjöld af því húsnæði sem byggt er við.

 

  1. gr.

Afgreiðslu- og þjónustugjöld:

Fyrir neðangreinda þjónustu/afgreiðslu ber að greiða eftirtalin gjöld.

Staðfestingargjald vegna lóðaúthlutunar kr. 30.000.-

2/3 staðfestingargjalds ganga uppí byggingarleyfisgjald.

Afgreiðslugjald í Skipulags- og byggingarnefnd Kr. 4.000.-

Hver endurskoðun aðaluppdrátta kr. 7.000.-

Endurnýjun leyfis án breytinga kr. 5.000.-

Aukavottorð um byggingarstig og stöðuúttekt kr. 11.500.-

Vottorð vegna vínveitingaleyfa kr. 11.500.-

Eignaskiptayfirlýsingar, hver umfjöllun kr. 7.000.-

Framkvæmdaleyfi kr. 11.500.-

Fyrir grenndarkynningu kr. 32.500.-

Fyrir breytingu á lóðarsamningi kr. 20.000.-

Meiriháttar breytingar á samþykktu deiliskipulagi: Viðkomandi hagsmunaaðili sjái um

breytingarnar á sinn kostnað, þó að undanskildum auglýsingarkostnaði.

  1. gr.

Sveitastjórn Rangárþings ytra er heimilt að innheimta önnur þjónustugjöld en mælt er fyrir

um í gjaldskrá þessari, sbr. 53. gr. laga nr. 73/1997, enda nemi þau ekki hærri fjárhæð en sem

nemur kostnaði við að veita þjónustuna.

 

  1. gr.

Breytingar á fjárhæð gjalda.

Gjöld skv. gjaldskrá þessari miðast við byggingarvísitölu í janúar 2003 og breytast 1. janúar

ár hvert til samræmis við breytingar á vísitölunni. Byggingarvísitala í janúar 2003 er

278 stig.

Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 53. gr. laga nr. 73/1997 og öðlast gildi við birtingu

þessarar auglýsingar.

 

Samþykkt í sveitarstjórn Rangárþings ytra 7. júlí 2003.

 

Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (H.H. og Þ.S.).

 

  1. Dreifing ársreikninga fyrir árið 2002 og ákvörðun um fundi:

Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2002 ásamt sundurliðun stofnana að Laugalandi, fjárfestingayfirliti og endurskoðunarskýrslu dreift.

 

Lögð fram tillaga um vinnufund um ársreikninginn með starfsmönnum KPMG, mánudaginn 14/7´03 kl. 16:00 og kl. 18:00 s.d. verði fundur í hreppsnefnd þar sem reikningurinn verður lagður fram formlega til fyrri umræðu.

Síðari umræða og afgreiðsla ársreikningsins verður á hreppsnefndarfundi 21/7´03 kl 16:00.

 

Reglulegur fundur ágústmánaðar fellur niður vegna sumarleyfa.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Ósk um kaup á lóðum í Merkihvoli:

Lögð fram ósk frá Þóri Ómari Grétarssyni, kt. 020762-2099 og Árdísi Sigmundsdóttur kt. 270663-5089, um kaup á lóðum nr. 16 og 18 í landi Merkihvols.

 

Samþykkt samhljóða að selja Þ.Ó.G. og Á. S. lóðirnar fyrir kr. 175.000 hvora lóð, að viðbættri hækkun vegna breytinga á vísitölu neysluverðs frá september 2002.

 

  1. Ósk um kaup á spildu úr landi Merkihvols:

Lagt fram bréf, móttekið 16/6´03, frá Sæmundi Guðmundssyni, Eyrúnu Óskarsdóttur og Petrínu Sæmundsdóttur þar sem þau óska eftir því að kaupa spildu úr landi Merkihvols.

Vísað til hreppsnefndar á hreppsráðsfundi 26/6´03. Söluverð er kr. 150.000.

 

Samþykkt að selja S.G., E.Ó. og P.S. spildu úr landi Merkihvols með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (H.H.).

 

 

  1. Ólafur Þorsteinsson - tvær spildur úr landi Guttormshaga verði leystar úr landbúnaðarnotum:

Lögð fram ósk frá Ólafi Þorsteinssyni, móttekin 1/7´03, um samþykki sveitarstjórnar við því að tvær spildur, samtals 23ha úr landi Guttormshaga, verði leystar úr landbúnaðarnotum, sbr. 12. gr. laga nr. 65/1976 m. síðari breytingum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Vegagerðin - endurbætur á vegi í Skjólkvíar:

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni til Hekluferða, dagsett 10/6´03, varðandi afgreiðslu styrks til lagfæringar á vegi í Skjólkvíar. Styrkurinn er veittur samkvæmt heimild í 16. gr. vegalaga nr. 45/1994 og telst styrkþegi því veghaldari vegarins.

 

Samþykkt samhljóða að fela formanni samgöngunefndar Rangárþings ytra að ræða við styrkhafa um framhald málsins.

 

  1. Greiðsla á kostnaði við tónlistarskólagöngu í Reykjavík:

Rætt um nám nemenda frá Rangárþingi ytra í tónlistarskólum í Reykjavík og fyrirhugaða gjaldtöku Reykjavíkurborgar. Vísað til hreppsnefndar á hreppsráðsfundi 26/6´03.

 

Samþykkt samhljóða til bráðabirgða, að gefa leyfi fyrir greiðslu skólagjalda vegna framhaldsnáms nemenda frá Rangárþingi ytra í tónlistarskólum í Reykjavík. Þegar Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lokið tillögugerð um málið verður þessi ákvörðun endurskoðuð.

 

  1. Kapalkerfið á Hellu - árlegar endurbætur:

Rætt um rekstur sveitarfélagsins á Kapalkerfinu á Hellu.

 

Samþykkt samhljóða að skoða fyrirkomulag rekstrarins til framtíðar.

 

  1. Umsögn um gisti- og samkomuleyfi:

Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Hvolsvelli, dagsett 30/6´03, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um brennuleyfi, gisti-, veitinga- og samkomuleyfi v/ Bindindismóts í Galtalækjarskógi.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að framangreind leyfi verði veitt.

 

  1. Pegasus Pictures - umsókn um leyfi til lokunar vegna v/kvikmyndatöku:

Lagt fram bréf frá Pegasus Pictures, dagsett 27/6´03, þar sem sótt er um leyfi til lokunar vega 14., 15. og 22, júlí n.k. vegna kvikmyndatöku.

 

Samþykkt samhljóða að mæla ekki með lokun þeirra vega sem tilgreindir eru í erindinu.

 

  1. Töðugjöld ehf. - umsókn um afnot af íþróttahúsinu á Hellu fyrir dansleik:

Lagt fram bréf frá Töðugjöldum ehf., dagsett 2/7´03, þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttahúsinu á Hellu til dansleikjahalds 15. og 16. ágúst n.k.

 

Bókun vegna bréfs frá Töðugjöldum ehf., dagsett 2. júlí 2003, undirritað af Antoni Viggóssyni.

Undirritaður vill láta færa eftirfarandi til bókar til að leiðrétta misskilning sem fram kemur í áðurnefndu bréfi:

  1. Fram kemur í lið nr. 3, að undirritaður hafi gefið umsögn um þá hugmynd að halda dansleiki Töðugjalda í Íþróttahúsinu á Hellu. Þetta er ekki rétt, undirritaður var ekki beðinn um slíka umsögn og hefði ekki gefið ef um hefði verið beðið.
  2. Sagt er í áðurnefndu bréfi að gestir á Töðugjöldum 2002 hafi verið 10-15 þúsund. Gagnlegt væri að vita hvaðan slíkar upplýsingar komu. Undirritaður telur sig vita að gestir á Töðugjöldum 2002 hafi verið á bilinu 3-5 þúsund.
  3. Sagt er í áðurnefndu bréfi að "aðeins 500 manns" hefðu keypt sig inn á aðaldansleiki Töðugjalda 2002.

Rétt tala er um 1100 manns keyptu sig inn á áðurnefnda dansleiki.

Með von um vandaðri vinnubrögð. Viðar H. Steinarsson.

 

Erindinu hafnað samhljóða.

 

  1. Gerð heimasíðu:

Lögð fram greinagerð um vinnulag á skoðun þeirra tveggja aðila sem þóttu koma til greina við gerð heimasíðu fyrir Rangárþing ytra.

Lagt er til að gengið verði til samninga við Úrlausnir/Óla Má Aronsson um gerð og viðhald vefsins.

 

Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (H.H., Þ.S., L.B. og V.H.S.).

 

Undirritaðir fulltrúar minnihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra harma ófagleg og illa ígrundaða niðurstöðu meirihlutans við val á aðila varðandi gerð og viðhald vefsíðu sveitarfélagsins. Fyrir liggur að tilboð annarra aðila voru hagstæðari en það sem ákveðið hefur verið að ganga að. Hér er því tvímælalaust um pólitíska ákvörðun að ræða. Jafnframt óskum við eftir að niðurstöðutölur tilboða verði birtar eins fljótt og auðið er.

Viðar Steinarsson, Heimir Hafsteinsson, Þröstur Sigurðsson.

 

Bókun meirihluta hreppsnefndar Rangárþings ytra, vegna bókunar fulltrúa Ó- og K-lista í hreppsnefnd.

Vísað er á bug yfirlýsingum fulltrúa Ó- og K-listans í hreppsnefnd Rangárþings ytra, að um meinta ófaglega og illa ígrundaða niðurstöðu sé að ræða við tillögugerð meirihlutans. Ekki var um pólitíska ákvörðun að ræða utan þess, sem tekin var samhljóða í hreppsnefnd, um að samið skyldi við heimaaðila um gerð heimasíðu sveitarfélagsins. Um upplýsingar úr tilboðum er vísað í áður birt gögn. Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson og Ingvar Pétur Guðbjörnsson.

 

  1. Fyrirspurnir frá Eggert Guðmundssyni, Heimi Hafsteinssyni og Viðari H. Steinarssyni:

Sveitarstjóri og oddviti svöruðu fyrirspurnum. Einnig svaraði Sigurbjartur Pálsson fyrirspurnum varðandi Fiskeldisstöðina í Fellsmúla.

 

Heimir Hafsteinsson lætur bóka, fyrir hönd fyrirspyrjenda, að svörin séu ekki fullnægjandi.

 

Samþykkt samhljóða að fresta umræðum um fyrirspurnirnar.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur og umsóknir um styrki:
  2. a) Kynningarfundur um drög að Náttúruverndaráætlun 2003-2008:

 

Til kynningar.

 

  1. b) Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. - aðalfundarboð 9/7´03:

 

Til kynningar.

 

  1. c) Eyjólfur Guðmundsson 27/6´03 - tilboð um leigu á húsnæði að Bjargi:

 

Til kynningar.

 

 

 

 

  1. Annað kynningarefni:
  2. Vegagerðin 26/6´03 - um skemmdir á vegi nr. F208 norðan Hrauneyjafells.

 

  1. b) Félagsmálaráðuneytið 24/6´03 - um úthlutun tekjujöfnunarframlags árið 2003.

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:00.

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.