Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 14. júlí 2003, kl. 18:00.
Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Viðar H. Steinarsson, Sigrún Ólafsdóttir, varamaður Ingvars Péturs Guðbjörnssonar, Heimir Hafsteinsson, Þröstur Sigurðsson, varamaður Eggerts V. Guðmundssonar, Lúðvík Bergmann og Ingibjörg Gunnarsdóttir, sem ritar fundargerð.
Valtýr Valtýsson, oddviti, setti fund. Valtýr bar upp breytingu á dagskrá, viðbót við 2. lið, nýr 6. liður, 6. og 7. liður færast niður samsvarandi.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerð hreppsráðs:
Lögð fram fundargerð 27. fundar hreppsráðs frá 10/7´03, sem er í 13 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
Lögð fram fundargerð samráðsnefndar um Holtamannaafrétt þann 10/7´03, sem er í 5 liðum.
Samþykkt samhljóða að fresta 3. og 4. lið til næsta fundar.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
Engar fundargerðir liggja fyrir.
- Hitaveita Rangæinga - ósk um ábyrgð "in solidum" á lántöku:
Lagt fram bréf til félagsmálaráðuneytisins dagsett 8. júlí 2003, þar sem óskað er eftir álitsgerð varðandi lögmæti ábyrgðaskuldbindinga sveitarfélaga.
Lagt fram álit frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 10. júlí 2003.
Fram kemur að félagsmálaráðuneytið álítur að Rangárþingi ytra sé heimilt að ganga í ábyrgð fyrir lántöku fyrir Hitaveitu Rangæinga "in solidum"
"Yfirlýsing um óskipta ábyrgð" aðildarsveitarfélaga fyrir lántöku Hitaveitu Rangæinga að upphæð kr. 300.000.000 lögð fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
- Ársreikningur Rangárþings ytra og tengdra stofnana fyrir árið 2002 - lagðir fram til fyrri umræðu.
Sveitarstjóri leggur fram ársreikninga fyrir Rangárþing ytra ásamt sundurliðun. Einnig lagðir fram ársreikningar fyrir Menningarmiðstöðina að Laugalandi, Leikskólann Laugalandi, leiguíbúðir að Laugalandi, eignasjóð Laugalands og Holtaveitu. Sveitarstjóri les upp helstu niðurstöðutölur úr samstæðureikningi.
Helstu niðurstöður úr rekstrar- og efnahagsreikningi samstæðu sveitarfélagsins:
Rekstrarreikningur:
Rekstrartekjur kr. 495.113.315
Rekstrargjöld kr. 514.303.294
Fjármagnsgjöld kr. 18.720.929
Rekstrarniðurstaða kr. (37.910.908)
Efnahagsreikningur:
Eignir:
Fastafjármunir kr. 843.352.585
Áhættufjármunir og langtímakröfur kr. 114.720.024
Veltufjármunir kr. 151.307.349
Eignir samtals kr. 1.109.379.958
Skuldir og eigið fé:
Eiginfjárreikningur kr. 555.265.948
Lífeyrisskuldbindingar kr. 11.814.687
Langtímaskuldir kr. 380.314.942
Skammtímaskuldir kr. 161.984.381
Eigið fé og skuldir samtals kr. 1.109.379.958
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningunum til síðari umræðu.
- Svör við fyrirspurnum fulltrúa K og Ó lista.
Sveitarstjóri lagði fram yfirlit um viðhald og tjónabætur áranna 2000-2002 á eignum hreppsins og kostnað v/heimasíðu nóv. 2002 til maí 2003.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
Engin erindi liggja fyrir.
- Annað efni til kynningar:
- a) Ársskýrsla og ársreikningur Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2002.
- b) Snertill ehf. 8/7´03 - svar við uppsögn samnings.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:30.
Ingibjörg Gunnarsdóttir, ritari.