Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 8. september 2003, kl. 16:00.
Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, varamaður Lúðvíks Bergmann, Þórhallur J. Svavarsson, varamaður Valtýs Valtýssonar, Heiðrún Ólafsdóttir, varamaður Sigurbjarts Pálssonar og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Engilbert Olgeirsson, varaoddviti, setti fund í fjarveru Valtýs Valtýssonar, oddvita og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega þá sem sitja hreppsnefndarfund í fyrsta sinn.
- Fundargerð hreppsráðs:
Lögð fram fundargerð 29. fundar hreppsráðs 21/8´03, sem er í 14 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
- Félagsmálanefnd, 17. fundur 14/8´03, sem er í 7 liðum.
Samþykkt samhljóða.
Lögð fram tillaga um að fela sveitarstjóra að skrifa félagsmálaráðherra og afla heimildar fyrir sveitarfélagið til þess að falla frá forkaupsrétti og kaupskyldu á félagslegum eignaríbúðum.
Samþykkt samhljóða.
- b) Stjórn eignaumsjónar, 11. fundur 21/8´03, sem er í 5 liðum.
Bókun vegna 5. liðar í fundargerð Eignaumsjónar frá 21. ágúst 2003 og einnig 4. dagskrárliðar í fundarboði, þ.e. ráðning skipulags- og byggingafulltrúa.
Undirritaðir taka undir skoðanir tveggja fulltrúa stjórnar Eignaumsjónar þess efnis að aðstaða Eignaumsjónar eigi að byggjast upp á Hellu og þá í tengslum við áhaldahúsið og rekstur þess. Jafnframt leggjum við áherslu á að samhliða ráðningu nýs skipulags- og byggingafulltrúa verði undirbúin stofnun tæknideildar/sviðs þar sem skipulags- og byggingafulltrúi verði yfirmaður og að starfsemi eignaumsjónar og áhaldahúss falli þar undir.
Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson og Viðar Steinarsson.
Fyrsti liður fundargerðarinnar bornin upp og samþykktur með 7 atkvæðum en 2 sitja hjá (V.H.S. og H.H.).
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti með 7 atkvæðum en 2 sitja hjá (V.H.S. og H.H.).
- c) Samráðsnefnd um Holtamannaafrétt, 4. fundur 1/9´03, sem er í 2 liðum.
Samþykkt með 7 atkvæðum en 2 sitja hjá (V.H.S. og H.H.).
- d) Atvinnu- og ferðamálanefnd, 11. fundur 21/8´03, sem er í 1 lið.
Samþykkt samhljóða.
- e) Atvinnu- og ferðamálanefnd, 12. fundur 2/9´03, sem er í 4 liðum.
Guðfinna vék af fundi og tók ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar.
Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu fundargerðarinnar til næsta fundar. Jafnframt er óskað eftir rökstuðningi nefndarinnar með úthlutun úr Atvinnueflingarsjóði.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
- a) Sameiginleg barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 13. fundur 28/8´03.
- b) Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, 231. fundur 4/7´03.
Heimir kemur á framfæri óánægju sinni með að framkvæmdastjóri Atvinnuþrórunarsjóðs Suðurlands hefur ekki svarað bréfi minnihluta hreppsnefndar frá 23. júní 2003.
- c) Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 56. fundur 19/8´03.
- d) Launanefnd sveitarfélaga, 188. fundur 13/8´03.
- e) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 705. fundur 22/8´03.
- Hagvangur hf. vegna ráðningar skipulags- og byggingafulltrúa:
Lögð fram tillaga um að fela sveitarstjóra að leita til ráðningarþjónustu Hagvangs hf. um að auglýsa eftir einstaklingi í starf skipulags- og byggingafulltrúa f.h. sveitarfélagsins og aðstoði við úrvinnslu umsókna.
Samþykkt samhljóða.
- Björk Gísladóttir - félagslegar eignaíbúðir:
Lagt fram bréf frá Björk Gísladóttur, dagsett 12/8´03, þar sem hún óskar eftir því að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti og aflétti kaupskyldu af félagslegri eignaríbúð hennar, sbr. ákvæði 3. gr. laga nr. 86/2002.
Samþykkt samhljóða með fyrirvara um samþykki félagsmálaráðherra sbr. afgreiðslu liðar a) í 2. lið fundargerðarinnar.
- Félagsmálanefnd - tillaga að reglum um fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins:
Lagðar fram leiðbeiningar um reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga sbr. 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum, frá félagsmálaráðuneytinu.
Félagsmálanefnd Rangárþings ytra gerir tillögu um að í sveitarfélaginu verði farin leið "B" í leiðbeiningunum
Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu tillögunnar og halda sérstakan kynningarfund fyrir sveitarstjórnina.
- Fráveita og vatnsveita v/nýbygginga við Laufskála:
Lögð fram tillaga um að fela sveitarstjóra að láta leggja vatn og fráveitu að nýbyggingum við Laufskála skv. hönnun og tillögu Snertils ehf. Lagt er til að áætluðum kostnaði verði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.
Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að leita eftir tilboðum í og semja um verkefnið að leggja vatn og fráveitu að nýbyggingum við Laufskála 12 - 18 á Hellu og sem nýtast mun við væntanlega byggingu Laufskála 20 - 22. Fyrir liggur hönnun frá Snertli ehf. og frumkostnaðaráætlun sem gerir ráð fyrir að meginhluti verkefninins muni kosta kr. 5.028.676. Þessi frumkostnaðaráætlun er ekki tæmandi og eðli sínu samkvæmt eru viikmörk nokkur. Reikna þarf með því að kostnaður leiki á bilinu 6 - 7 milljónir króna.
Lagt er til að kostaði við verkið verði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætun og komi til lækkunar á veltufjárstöðu.
Brýn nauðsyn er á því að verkið framkvæmist án tafar og er þ.a.l. reiknað með lokuðu útboði meðal valinna verktaka innan sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
- ESK ehf. - umsóknir um lóðir við Bogatún og Laufskála og Eikarás ehf. - umsóknir um lóðir við Sigöldu og Hraunöldu:
Lagðar fram umsóknir um lóðirnar Bogatún 4, 6, 18, 20, 22 og 24 og Laufskála 20 og 22 frá ESK ehf., dagsett 2/9´03, til byggingar parhúsa. Einnig eru lagðar fram umsóknir um lóðirnar Sigöldu 1 og 5 og Hraunöldu 2 og 6 frá Eikarási ehf., dagsett 3/9´03, til byggingar einbýlishúsa.
ESK ehf. er úthlutað lóðunum Bogatúni 18, 20, 22 og 24.
Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sátu hjá (G.Þ. og H.H.).
ESK ehf. er úthlutað lóðunum Laufskálum 20 og 22.
Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (H.H.).
Eikarási ehf er úthlutað lóðinni Sigöldu 5.
Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (H.H.).
Hafnað samhljóða að úthluta lóðunum Sigöldu 1, Hraunöldu 2 og 6 og Bogatúni 4 og 6 þar sem þeim hefur þegar verið úthlutað til annarra
- Starfsfólk á skrifstofu Rangárþings ytra - samræmdur vinnufatnaður og fyrirhugaður fagnaður starfsmanna á Brúarlundi:
Lagt fram bréf frá starfsmönnum skrifstofu Rangárþings ytra, dagsett 2/9´03, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til hugmynda um samræmdan vinnufatnað og ósk um þáttöku í kostnaði.
Lagt er til að hreppsnefnd veiti kr. 70 þús. til þessa verkefnis.
Samþykkt með 5 atkvæðum, 3 á móti ( H.H., E.V.G. og V.H.S.) 1 sat hjá (G.Þ.).
Undirritaðir vilja láta bóka varðandi afgreiðslu á tillögu um einkennisfatnað starfsfólks á skrifstofu sveitarfélagsins að heppilegra væri að samið væri um slík atriði í starfskjörum starfsmanna.
Viðar Steinarsson, Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson.
Einnig er lagt fram bréf frá starfsmönnum skrifstofu, dagsett 4/9´03, varðandi áform um að halda fagnað starfsmanna sveitarfélagsins að Brúarlundi 3/10´03 og ósk um þátttöku í kostnaði við rútu, húsaleigu og Stefgjöld.
Samþykkt samhljóða,en þeim vinsamlegu tilmælum beint til starfsmanna að nota sem mest þjónustu í heimabyggð.
Gert matarhlé.
- Ragnar Finnsson og Jóhanna Ragnarsdóttir - stofnun nýbýlis í landi Heiðar:
Lagt fram bréf frá Ragnari Finnssyni og Jóhönnu Ragnarsdóttur, dagsett 21/8´03, þar sem óskað er eftir meðmælum sveitarstjórnar vegna stofnunar nýbýlis í landi Heiðar.
Samþykkt samhljóða að veita umbeðin meðmæli.
- Fannberg ehf. - skipting lóðar út úr landi Flagbjarnarholts:
Lagt fram bréf frá Fannberg ehf. vegna Valmundar Gíslasonar, dagsett 21/8´03, þar sem óskað er samþykki viðskiptingu lóðar út úr landi Flagbjarnarholts.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framangreinda skiptingu spildu úr landi Flagbjarnarholts.
- Og fjarskipti hf. - umsókn um staðsetningu fjarskiptamannvirkja í landi Varða:
Lagt fram bréf frá Og fjarskiptum hf, dagsett 7/8´03, þar sem óskað er samþykkis við staðsetningu loftnetsstaura og tækjaskýlis á landspildu í landi Varða.
Samþykkt samhljóða.
Leigusamningur milli Og fjarskipta hf. kt. 600898-2059 og Teits Kjartanssonar, kt. 100718-3169, lagður fram til afgreiðslu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leigusamninginn.
- Lögmenn Suðurlandi - skipting hluta af jörðinni Kvíarholt:
Lagt er fram bréf frá Lögmönnum Suðurlandi, fyrir hönd Karls og Ragnars Þórðarsona, dagsett 16/7´03, þar sem óskað er eftir samþykki við að Kvíarholti 1 og Kvíarholti 2 verði skipt út úr Kvíarholti.
Ekki gerðar athugasemdir við erindið.
- Magnús Baldursson hdl. - skipting lóða út úr landi Bjálmholts og nafngift:
Lagt fram bréf frá Magnúsi Baldurssyni hdl., vegna Sigurðar Karlssonar, Borghildar Sjafnar Karlsdóttur, Magnúsar Reynis Ástþórssonar og Magnúsar Sigurðssonar, dagsett 7/8´03, þar sem óskað er eftir samþykki við skiptingu lóða út úr landi Bjálmholts og samþykkis fyrir nafngiftinni Beindalsholt I og II á umræddar lóðir.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við skiptingu lóðanna út úr landi Bjálmholts og ekki heldur við nafngiftir þeirra.
- Landgræðsla ríkisins - leigusamningur um spildu úr landi Gunnarsholts:
Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins, dagsett 27/8´03, þar sem óskað er eftir samþykki við leigusamningi um spildu úr landi Gunnarsholts.
Leigusamningur milli Landgræðslu ríkisins, kt. 710169-3659, og Jakobs Jónatanssonar, kt. 190437-4939, lagður fram.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga hjá Landgræðslu ríkisins um framtíðaráform hennar varðandi leigu lóða og um hugsanlegt skipulag.
- Valtýr Valtýsson - skipting spildu úr landi Meiri-Tungu 1:
Lagt fram bréf frá Valtý Valtýssyni, dagsett 2/9´03, þar sem óskað er eftir samþykki við skiptingu spildu út úr landi Meiri-Tungu 1.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða skiptingu.
- Fjarskipta- og tæknideild Landmannaafréttar - fjarskiptatækjakaup:
Lagt fram bréf frá Stefáni Þór Sigurðssyni og Olgeiri Engilbertssyni, dagsett 25/8´03, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til kaupa á fjarskiptatækjum til nota í leitum á Landmannaafrétti.
Gert er ráð fyrir að kaupa 12 tæki fyrir kr. 72 þús. Kostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Tækin skulu vera eign fjallskiladeildar Landmannaafréttar.
Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (H.H.).
- Flutningaþjónustan ehf. - boð um leigu á húsnæði í Dynskálum 22:
Lagt fram bréf frá Flutningaþjónustunni ehf., dagsett 28/8´03, þar sem hluti húsnæðisins að Dynskálum 22, er boðið til leigu.
Lögð fram tillaga um að hafna tilboðinu.
Samþykkt að hafna tilboðinu með 2 atkvæðum en 7 sitja hjá ( G.I.G., E.O., Þ.J.S, I.P.G., G.Þ. H.H. og H.Ó.).
- Landgræðsla ríkisins - yfirlýsing Holta- og Landsveitar vegna Stóra-Klofa:
Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins dagsett 22/7´03, vegna yfirlýsingar sveitarstjórnar Holta- og Landsveitar, frá 23/4´01, varðandi kaup ábúenda á Stóra-Klofa.
Lagt fram minnisblað frá Valtý Valtýssyni, dagsett 3/9´03, þar sem sagt er frá afgreiðslu sveitarstjórnar Holta- og Landsveitar, 23/4´01, varðandi yfirlýsingu um kaup ábúenda á jörðinni Stóra-Klofa.
Samþykkt samhljóða að fela oddvita að svara erindinu og skýra afstöðu þáverandi sveitarstjórnar Holta- og Landsveitar. Jafnframt samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga um eignarhald jarðarinnar Stóra-Klofa.
- Hreppsnefnd Ásahrepps:
- a) Lagt fram bréf frá Ásahreppi, dagsett 21/7´03, þar sem lagðar eru fram breytingatillögur að stofnsamningi og samþykktum fyrir byggðasamlagið "Atvinnu- og ferðamálaverkefni Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs."
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til stofnfundar byggðasamlagsins.
- b) Lagt fram bréf frá Ásahreppi, dagsett 12/8´03, varðandi bifreiðakaup hjúkrunar- og dvalarheimilis Lundar.
Til kynningar.
- c) Lagt fram bréf frá Ásahreppi, dagsett 18/8´03, þar sem fram kemur ósk hreppsnefndar Ásahrepps um að fá aðal- og varamann í stjórn Hitaveitu Rangæinga.
Til kynningar.
- d) Lagt fram bréf frá Ásahreppi, dagsett 29/8´03, þar sem óskað er eftir samstarfi við gerð símenntunaráætlana.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.
- Samband íslenskra sveitarfélaga - útreikningar á daggjaldaþörf:
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28/8´03, varðandi skýrslu um útreikning á daggjaldaþörf 30 manna hjúkrunarheimilis sem unnin var fyrir stjórn sambandsins.
Meðfylgjandi er skýrslan.
Lögð fram tillaga að bréfi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra til félagsmálaráðherra varðandi málið.
Afrit send þingmönnum Suðurlands og stjórn Lundar.
Samþykkt samhljóða.
- Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur og umsóknir um styrki:
- Fræðslunet Suðurlands 19/8´03, vika símenntunar 7. - 13. september 2003.
Til kynningar
- b) Blindrafélagið vegna "Blindrasýnar" 26/8´03.
Hafnað.
- c) KOM - fjölskyldublað KFUM og KFUK 28/8´03.
Hafnað.
- Annað efni til kynningar:
a) Sveitarstjórn Mýrdalshrepps 25/7´03 - samþykkt við drögum að stofnsamningi og samþykktum fyrir atvinnu- og ferðamálaverkefni.
- b) Ómar Smári Kristinsson, ágúst 2003, tillaga að stofnun og rekstri "Suðurfjallaþjóðgarðs".
- c) Umhverfisstofnun 25/8´03, viðbrögð við tillögu um stofnun Suðurfjallaþjóðgarðs.
B og c liðum vísað til umhverfisnefndar, atvinnu- og ferðamálanefndar og hálendisnefndar til umfjöllunar.
- d) EBÍ 19/8´03, greiðsla ágóðahlutar 2003.
- e) Félagsmálaráðuneytið 19/8´03, umburðabréf um veitingu tækifærisvínveitingaleyfa og kynning á bréfi frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 7/8´03 um það málefni.
- f) Málefni Vistheimilisins að Gunnarsholti, bréf frá tryggingamálaráðherra 29/7´03 og svar ráðuneytisins 1/8´03.
Við undirritaðir fulltrúar í minnihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra afsegja sér með öllu að eiga nokkurn þátt í þróun málefna Vistheimilisins Gunnarsholti vegna þess að ekki þótti ástæða til að boða fulltrúa minnihluta hreppsnefndar á fund sem haldin var í Gunnarsholti um málefni vistheimilisins, eða á annan hátt verið hafðir með í ráðum um það málefni. Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Gumundsson og Viðar Steinarsson.
Vegna bókunar Heimis, Eggerts og Viðars setja fulltrúar D-lista fram eftirfarandi bókun:
Vilji framangreindir fulltrúar segja sig frá umfjöllun um brýn málefni innan sveitarfélagsins verður það að vera á þeirra ábyrgð en skorað er á þá að breyta þeirri afstöðu sinni.
Fundurinn í Gunnarsholti var haldinn að frumkvæði 1. þingmanns Suðurkjördæmis í samráði og samvinnu við aðra þingmenn kjördæmisins. Boðaðir voru m.a. talsmenn sveitarstjórnar; sveitarstjóri, oddviti og formaður hreppsráðs. Eðlilegt hefði verið að boða fulltrúa annarra lista en því miður yfirsást það. Málefni Vistheimilisins í Gunnarsholti eru mjög brýn og áríðandi er að sveitarstjórn komi samhent fram um þau.
Guðmundur I,. Gunnlaugsson, Heiðrún Ólafsdóttir, Engilbert Olgeirsson, Þórhallur Svavarsson og Ingvar P. Guðbjörnsson.
- g) Embætti yfirdýralæknis 26/8´03, tillaga um óbreytt fyrirkomulag við smölun afrétta Skaftárhrepps og Rangárvallaafréttar.
- h) Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði 25/8´03, um jarðskjálfta í Krísuvík 23/8´03.
- i) Félagsmálaráðuneytið 27/8´03, um ár fatlaðra.
- Skipulagsstofnun 20/8´03, úrskurðir Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum virkjunar í Þjórsá við Núp allt að 150 MW og breyting á Búrfellslínu 1 og Urriðafossvirkjunar allt að 150 MW og breytingar á Búrfellslínu 2.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.30.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.