Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 20. október 2003, kl. 16:00.
Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Þröstur Sigurðsson, varamaður Heimis Hafsteinssonar, Eggert V. Guðmundsson, Lúðvík Bergmann, Sigurbjartur Pálsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir, sem ritar fyrri hluta fundargerðar. Sigrún Sveinbjarnardóttir ritar seinni hluta fundargerðar.
- Fundargerðir hreppsráðs:
Engar fundargerðir lagðar fram.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
- a) Skipulags- og byggingarnefnd - 16. fundur 9/10´03, sem er í 17 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- b) Atvinnu- og ferðamálaverkefni Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu - stofnfundur 7/10´03.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
- a) Félagsmálanefnd - 19. fundur 6/10´03, sem er í 3 liðum.
- b) Fræðslunefnd - vinnufundur 13/1´03, sem er í 3 liðum.
- c) Lundur - stjórnarfundur 24/9´03.
- d) SASS - 369. stjórnarfundur 1/10´03.
- e) Samband íslenskra sveitarfélaga - 706. stjórnarfundur 19/10´03.
- Tillaga að 3ja ára áætlun fyrir tímabilið 2004-2006 - síðari umræða.
Tillaga að þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2004 - 2006 lögð fram til síðari umræðu. Tillagan er fylgiskjal í gögnum fundarins.
Samþykkt með 6 atkvæðum en 3 sitja hjá (V.H.S., E.V.G. og Þ.S.).
Bókun vegna afgreiðslu á tillögu að þriggja ára áætlun fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra tímabilið 2004-2006.
Við undirritaðir fulltrúar í sveitarstjórn Rangárþings ytra sitjum hjá við afgreiðslu á fyrrgreindri tillögu og teljum hana vera fram setta formsins vegna en ekki sem stefnumótun fyrir sveitarfélagið til næstu ára. Til að hægt sé að gera slíka áætlun á trúverðugan máta þarf að vinna undirbúning hennar á þann hátt að sem flestir geti komið að því borði í tíma og komið fram með sín sjónarmið og tillögur. Þetta hefur ekki verið gert hvað þessa framlögðu áætlun varðar, og það ber að harma.
Viðar H. Steinarsson, Eggert V. Guðmundsson og Þröstur Sigurðsson.
Bókun meirihluta hreppsnefndar vegna framangreindrar bókunar:
Stefnumörkun í tillögu að þriggja ára áætlun er einmitt fullkomlega skýr þvert á innihald framangreindrar bókunar og miðar að því að bæta rekstrarniðurstöðu og peningalega stöðu sveitarsjóðs.
Valtýr Valtýsson, Sigurbjartur Pálsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Engilbert Olgeirsson.
- SASS - fundur með þingmönnum Suðurkjördæmis:
Lögð fram dagskrá frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dagsett 15/10´03, um áætlaðan fundartíma þingmanna Suðurkjördæmis með fulltrúum sveitarstjórna í kjördæminu.
Samþykkt samhljóða að aðaláhersla í viðræðum við þingmenn verði lögð á samgöngumál, uppbyggingu Gaddstaðaflata, byggingu nýrrar álmu við Lund og málefni húsnæðis fyrrum vistheimilis í Gunnarsholti.
- Bílakaup Lundar:
Samþykkt samhljóða að veita styrk til Lundar vegna bílakaupa, að upphæð kr. 700.000.-.
- Breyting á skipan fulltrúa í umhverfisnefnd:
Tillaga lögð fram um að Heiðrún Ólafsdóttir verði aðalmaður í umhverfisnefnd í stað Bjarna Jóhannssonar, sem óskað hefur eftir því að verða varamaður í nefndinni.
Samþykkt með 8 atkvæðum en 1 situr hjá (E.V.G.).
- Mosfell ehf - ítrekun á umsókn um lækkun á álögðum fasteignaskatti:
Lagt fram bréf frá Mosfelli ehf., dagsett 13/10´03, varðar umsókn um lækkun á álögðum fasteignaskatti frá 12. mars 2003 og kvörtun yfir því að bréfinu hafi ekki verið svarað.
Bókun vegna erindis frá Mosfelli ehf dagsettu 13.10.2003.
Við undirritaðir áteljum harðlega og hörmum þá slæmu stjórnsýslu sem Mosfell ehf hefur orðið fyrir af hálfu Rangárþings ytra. Það á ekki að koma fyrir í stjórnsýslu að erindum sé ekki svarað og er slíkt reyndar brot á stjórnsýslulögum. Um leið og við hörmum þessa vítaverðu háttsemi þá um leið viljum við benda á að hún er alfarið á ábyrgð sveitarstjóra og meirihluta hreppsnefndar.
Viðar H. Steinarsson, Eggert V. Guðmundsson og Þröstur Sigurðsson.
Gert hlé á fundi.
Bókun meirihluta hreppsnefndar Rangárþings ytra í tilefni af bókun fulltrúa K og Ó lista um meinta vanrækslu á svari til Mosfells ehf. vegna umsóknar þess fyrirtækis um breytingu á álögðum fasteignaskatti:
Fulltrúar K og Ó lista nota stóryrði í bókun sinni og fullyrða að um vítaverða háttsemi sé að ræða af hálfu sveitarstjóra og meirihluta hreppsnefndar við afgreiðslu á umsókn Mosfells ehf.
Staðreyndin er s,ú að fyrirtækinu var svarað með bréfi dagsettu 31. mars 2003 í kjölfar fundar í hreppsráði þ. 27. mars 2003. Í svarinu kemur fram, að afgreiðslu umsóknarinnar er frestað, atvinnueflingarsjóði falið að gera tillögu um afgreiðslu málsins og að látið verði vita um niðurstöðu þegar hún liggur fyrir. Atvinnu- og ferðamálanefnd gerði tillögu að úthlutun styrkja á fundi sínum þ. 3. september 2003 og var sú tillaga tekin fyrir í hreppsnefnd 8. september. Afgreiðslu á umsóknum til Atvinnueflingarsjóðs var frestað á fundi hreppsnefndarinnar og samhljóða óskað eftir rökstuðningi frá atvinnu- og ferðamálanefnd, sem verður lagður fram á fundi hreppsnefndar þ. 3. nóvember 2003.
Vísað er á bug öllum stóryrðum í framangreindri bókun fulltrúa K og Ó lista og það harmað, að þeir hafi ekki kynnt sér stöðu málsins betur en bókunin vitnar um.
Valtýr Valtýsson, Sigurbjartur Pálsson, Guðmunundur Ingi Gunnlaugsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Engilbert Olgeirsson.
Lögð fram tillaga:
Við undirritaðir förum fram á að bréf Mosfells ehf., dagsett 13/10´03 verði fært til bókar í heild sinni vegna þess að bókun sú er við leggjum fram er vegna efni bréfsins.
Viðar Steinarsson, Eggert V. Guðmundsson og Þröstur Sigurðsson.
Tillagan felld. 3 atkvæði með og 5 á móti, einn situr hjá (LB).
Bókun:
Við undirritaðir vekjum athygli á að bókun sú er við lögðum fram er á grundvelli þess að fram kemur í bréfi Mosfells ehf. að ekki hefði verið svarað erindi frá þeim innan tímamarka sem boðleg eru í opinberri stjórnsýslu. Þess vegna er bagalegt að meirihluti hreppsnefndar skuli ekki samþykkja að færa bréf Mosfells ehf. til bókar.
Viðar Steinarsson, Eggert V. Guðmundsson og Þröstur Sigurðsson.
Mosfelli ehf. verður kynnt niðurstaða styrkveitinga samkvæmt tillögu atvinnu- og ferðamálanefndar eftir fund hreppsnefndar þ. 3. nóvember n.k.
- Eyjólfur Guðmundsson - um manngerða hella og fleira:
Lagt fram bréf frá Eyjólfi Guðmundssyni, móttekið 7/10´03, um manngerða hella og fleira.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til menningarmálanefndar Rangárþings ytra og kynna það fyrir þingmönnum Suðurkjördæmis.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
- a) SASS 3/10 - boðun aðalfundar 14. og 15. nóvember 2003.
Til kynningar.
- b) Samband íslenskra sveitarfélaga 1/10´03 - Norræn skólaráðstefna 22.-24. apríl 2004.
Til kynningar.
- c) Menntamálaráðuneytið og Íslensk málstöð 3/10´03 - "dagur íslenskrar tungu" 16/11´03.
Til kynningar.
- d) SASS 15/10´03 - fundur um undirbúning að samningi sunnlenskra sveitarfélaga og ríkisins um framlög til menningarmála og samstarfssamningi sveitarfélaga um menningarmál.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
- a) Slysavarnarfélagið Landsbjörg 8/10´03 - um skýrslu slysavarnarfulltrúa og öryggi á leiksvæðum barna.
- b) Fræðslumiðstöð Reykjavíkur 10/10´03 - leiðrétt beiðni um námsvist í Grunnskólanum á Hellu.
- c) Umhverfisráðuneytið 6/10´03 - almennar upplýsingar um gerð náttúruverndaráætlana.
- d) Félagsmálaráðuneytið 15/10´03 - lækkun á framlagi sveitarfélaga til tryggingar á viðbótarlánum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:30.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.