23. fundur 03. nóvember 2003

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 3. nóvember 2003, kl. 16:00.

 

Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir, varamaður Valtýs Valtýssonar, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Lúðvík Bergmann, Sigurbjartur Pálsson og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Engilbert Olgeirsson, varaoddviti, setti fund í fjarveru Valtýs Valtýssonar, oddvita. Kynnti tillögu að breytingu á dagskrá; viðbót við 3. lið.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

Lögð fram fundargerð 32. fundar hreppsráðs 23/10´03, sem er í 17 liðum.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
  2. a) Atvinnu- og ferðamálanefnd - 12. fundur 2/09´03, sem er í 4 liðum.

Einnig lagt fram minnisblað með rökstuðningi fyrir tillögum að úthlutun úr Atvinnueflingarsjóði Rangárþings ytra fyrir árið 2003.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. b) Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 12. fundur 21/10´03, sem er í 4 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. c) Umhverfisnefnd - 20. fundur 22/10´03, sem er í 6 liðum.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða og óskað eftir nánari útfærslu á 6 lið.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
  2. a) Fræðslunefnd - 22. fundur 22/10´03, sem er í 7 liðum.
  3. b) Félagsmálanefnd - 20. fundur 22/10´03, sem er í 3 liðum.
  4. c) Stjórn Atvinnu- og ferðamálaverkefnis - 1. fundur 14/10´03, sem er í 4 liðum.
  5. d) Stjórn Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu - 6. fundur 22/10´03 sem er í 2 liðum.
  6. e) Stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands - 67. fundur 22/10´03, sem er í 5 liðum og 68. fundur 27/10´03, sem er í 2 liðum.
  7. f) Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands - 223. fundur 17/10´03, sem er í 7 liðum.
  8. g) Stjórn Hitaveitu Rangæinga - 12. fundur 28/10´03, sem er í 4 liðum.
  9. h) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 707. fundur 17/10´03, sem er í 38 liðum.
  10. i) Stjórn SASS - 330. fundur 29/10´03 og dagskrá aðalfundar.

 

 

 

 

 

 

  1. Tillaga að reglum um fjárhagsaðstoð:

Lögð fram tillaga að reglum um félagslega fjárhagsaðstoð Rangárþings ytra sk. beið b í leiðbeiningum félagsráðuneytisins.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Tillaga um fjárhæðir í húsaleigubótum á árinu 2004:

Lögð fram tillaga um að húsaleigubætur árið 2004 verði skv. grunnfjárhæðum sem félagsmálaráðuneytið ákveður.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. - aukið landrými að Strönd:

Lagt fram bréf, dagsett 29/10´03, frá Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. þar sem óskað er eftir viðræðum við Rangárþing ytra um aukið landrými að Strönd.

 

Guðmundur I. Gunnlaugsson, tekur ekki þátt í afgreiðslu erindissins vegna vanhæfis (formaður stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.).

 

Samþykkt samhljóða að fela oddvita að ganga til viðræðna við fulltrúa Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

 

  1. Frá íbúum á Hellu 11/11´03 - umsókn um uppsetningu á biðskýli:

Lagt fram bréf frá reiðveganefnd, dagsett 24/10´03, þar sem óskað er eftir úthlutun á framlagi fyrir árið 2003.

 

Samþykkt samhljóða að fela samgöngunefnd að ræða við Reiðveganefndina um framkvæmdir ársins, kostnað við þær og þátttöku Rangárþings ytra.

 

  1. Landgræðsla ríkisins - umsókn um þátttöku í kostnaði við uppsetningu ljósastaura:

Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins, dagsett 27/10´03, þar sem áréttað er fyrra erindi um götulýsingu í Gunnarsholti. Sótt er um styrk vegna uppsetningar á 8 ljósastaurum.

 

Ekki er gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2003, auk þess sem þetta verkefni tilheyrir Vegagerðinni að mati sveitarstjórnar.

Erindinu vísað til samgöngunefndar og henni falið að þrýsta á Vegagerðina um meiri veglýsingu við umferðaþyngstu vegamót í sveitarfélaginu.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Oddaverjar- aðgangur að fréttabréfi:

Bréf, dagsett 2/10´03, frá Oddaverjum, áður Ó og K listum, með ósk um aðgang að fréttabréfi Rangárþings ytra til þess að fjalla um málefni sveitarstjórnar og starfsemi sveitarfélagsins auk þess að skýra frá starfi og helstu viðburðum hjá Oddaverjum.

 

Beiðninni er hafnað. 3 atkvæði með, 5 á móti, 1 situr hjá (L.B.).

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

 

Í ljósi þess að meirihluti sveitarstjórnar Rangárþings ytra hefur nú hafnað lýðræðislegri beiðni fulltrúa Ó og K lista um að koma að sínum sjónarmiðum um málefni sveitarfélagsins í fréttablaði hreppsins, leggja undirritaðir til að útgáfu þess verði hætt nú þegar og fjármunum sem þannig sparast verði varið í eitthvað þarfara.

Heimir Hafsteinsson, Viðar H. Steinarsson og Eggert V. Guðmundsson.

Tillagan er felld. 3 atkvæði með, 6 á móti.

 

Guðmundur I. Gunnlaugsson óskar eftir því að eftirfarandi verði bókað vegna afstöðu hans til beiðni Oddaverja um aðgang að fréttabréfinu:

 

Fréttabréfið er hlutlaus miðill, sem aðekki er hentugur vettvangur fyrir skoðanaskipti pólitískra afla. Ef um fréttir eða tilkynningar er að ræða um viðburði á vegum listanna sem eiga fulltrúa í sveitarstjórn er mögulegt að koma þeim að. Guðmundur I. Gunnlaugsson.

 

Eftirfarandi bókun lögð fram:

 

Fulltrúar Oddaverja árétta þá skoðun sína að einn fréttamiðill eigi að duga í sveitarfélaginu og vísum þá til þess að vinnu við að fullgera heimasíðu sveitarfélagsins verði hraðað.

Viðar Steinarsson,Eggert V. Guðmundsson og Heimir Hafsteinsson.

 

  1. Frá hreppsnefnd Ásahrepps:

Lagt fram bréf frá Ásahreppi, dagsett 21/10´03, um úttekt á rekstri grunnskóla í Rangárþingi ytra.

 

Eftirfarandi bókun lögð fram:

 

Sveitarstjórn Rangárþings ytra harmar óþarflega harkalegt orðalag bréfs Ásahrepps sem byggt er á misskilningi. Viðhöfð var eðlileg stjórnsýslaviðí ákvörðun um úttekt á rekstri grunnskóla Rangárþings ytra.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (H.H., V.H.S. og E.V.G.).

 

Bókun vegna bréfs Ásahrepps um væntanlega úittekt á rekstri grunnskóla.

 

Fulltrúar Ó og K lista vísa í bókun varðandi þetta málefni frá fundi hreppsnefndar 6. okt. 2003 þar sem málefnið var tekið fyrir. Þar kemur fram að eðlilegra hefði verið að vísa tillögu meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra um úttekt á rekstri grunnskóla til fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps.

Áréttað er að undirritaðir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Heimir Hafsteinsson, Viðar H. Steinarsson og Eggert V. Guðmundsson.

 

Lagt fram bréf frá Ásahreppi, dagsett 21/10´03, þar sem óskað er eftir viðræðum um málefni veitna.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við fulltrúa Ásahrepps.

 

  1. Unnar Stefánsson - möguleg vinabæjartengsl:

Lagt fram bréf frá Unnari Stefánssyni ritara vinabæjanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28/10´03, um vinabæjarkeðjur.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til menningarmálanefndar.

 

  1. Árni Jóhannsson f.h. Útivistar - fyrirspurn varðandi samning um lóð við Strút:

Lögð fram fyrirspurn frá Útivist, dagsett 29/10´03, varðandi lóðasamning við Strút.

 

Vegna meðferðar þjóðlendumála er ekki unnt að gera lóðarleigusamninga á þessu svæði að svo stöddu.

 

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
  2. a) Samband íslenskra sveitarfélaga 21/10´03 - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 5.-6/11´03.

 

Til kynningar.

 

  1. b) ITC deildin Stjarna 27/10´03 - umsókn um styrk vegna húsnæðiskostnaðar.

 

Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 35.000.-.

 

  1. c) Tákn með tali 13/10´03 - umsókn um styrk.

 

Samþykkt að veita styrk kr. 50.000,- með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (V.H.S.).

 

  1. Annað efni til kynningar:
  2. a) Haraldur B. Arngrímsson 16/10´03 - tilkynning um skógrækt í Þjóðólfshaga 3.
  3. b) Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 16/10´03 - tilkynning um sameiningu heilbrigðisstofnana á Suðurlandi.
  4. c) Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 17/10´03 - yfirlit yfir framlög vegna fasteignaskattsjöfnunar árið 2003.
  5. d) Bréf Rangárþings ytra til þingmanna Suðurkjördæmis 23/10 ´03.

Lagt fram þakkarbréf vegna fundar þingmanna og sveitarstjórnar 23/20´03 frá Margréti Frímannsdóttur.

  1. e) Héraðsbókasafn Rangæinga - ársreikningur 2002.
  2. f) Fornleifastofnun Íslands 24/10´03 - kynning á útgáfu ársskýrslu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:30.

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.