24. fundur 01. desember 2003

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 1. desember 2003, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Lúðvík Bergmann, Sigurbjartur Pálsson og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Valtýr setti fund og stjórnaði honum.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:
  2. a) Lögð fram fundargerð 33. fundar hreppsráðs 13/11´03, sem er í 13 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. b) Lögð fram fundargerð 34. fundar hreppsráðs 27/11´03, sem er í 16 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

Engar fundargerðir liggja fyrir.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
  2. a) Þjónustuhópur aldraðra - fundur 19/11´03, sem er í 3 liðum.

Meðfylgjandi er umsögn þjónustuhópsins um uppbyggingu hjúkrunarrýma við Dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli, dagsett 19/11´03.

 

Fram kemur að erindið verður tekið upp í stjórn Lundar á næsta fundi hennar.

 

  1. b) Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - 7. ársfundur 6/11´03 - 21. stjórnarfundur 25/9´03 - 22. stjórnarfundur 5/11´03 - 23. stjórnarfundur 19/11´03.

 

  1. Álagningarprósentur, afslættir og gjaldskrár fyrir árið 2004:

Tillaga um álagningarprósentur, aflsætti og gjaldskrár árið 2004:

  1. Útsvar; 12,99%.
  2. Fasteignaskattur;

A - 0,4% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, sumarhús, allt

með tilh. lóðum og lönd og útihús í landbúnaði,

B - 1,32% af fasteignamati á atvinnuhúsnæði, gistihús og gistiskála, hesthús á Hellu, allt með tilh. lóðum.

  1. Lóðarleiga; 1% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Þó getur sveitarstjórn ákveðið annað leiguhlutfall

eða álagningu í krónutölu á hvern fermetra lóðar við sérstakar aðstæður.

  1. Vatnsgjald; 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins eða í

sameign þess og annarra sveitarfélaga sbr. ákv. 7. gr. laga nr. 81/1991 m. br. skv. ákv. 3. gr.

laga nr. 149/1995.

  1. Aukavatnsgjald hjá stórnotendum (s. s. sláturhúsum og kartöfluverksmiðjum) skal vera kr. 16

fyrir hvern notaðan rúmmetra af vatni sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 421/1992 m.v. vísitölu

neysluverðs í nóv. 2003, 287,8. Gjalddagi er útgáfudagur reiknings og eindagi 30 dögum síðar.

6a. Lágmarksheimæðargjald (jafnaðargjald) vatnsveitu á Hellu, í Þykkvabæ, Rauðalæk og að

Laugalandi sbr. reglugerð nr. 421/1992, 175/1994 og 614/1996 er kr. 164.173 m.v. 32mm

þvermál og allt að 25 metra lengd heimæðar. Heimæðargjaldið hækkar í samræmi við aukinn

sverleika og/eða lengd heimæðar. Gjaldið breytist um sama hlutfall og byggingarvísitala í

nóv. 2003, 287,8.

Heimilt er að dreifa greiðslum heimæðargjalda skv. þessari grein á allt að 2 ár.

6b. Lágmarksheimæðargjald fyrir býli þar sem aðeins íbúðarhúsnæði er tengt veitu með að

hámarki 32mm inntaki er kr. 246.260. Lágmarksheimæðargjald (jafnaðargjald) fyrir býli

og atvinnustarfsemi í dreifbýli er kr. 492.555 m.v. þvermál heimæðar allt að 63mm.

Heimæðargjald fyrir tvíbýli eða fleirbýli er kr. 656.690 m.v. að þvermál heimæðar

að hverju býli fari ekki yfir 63mm og skal skipta heimæðargjaldinu jafnt á milli viðkomandi

býla eða með öðrum hætti ef ábúendur eða eigendur óska eftir því. Heimæðargjald sumar-

bústaða á sama svæði skal vera kr. 246.260 og þvermál heimæða skal ekki vera meira en

32mm. Heimæðargjöldin hækka í samræmi við aukinn sverleika heimæðar. Gjaldið breytist

með byggingarvísitölu í nóv. 2003, 287,8.

Heimilt er að dreifa greiðslum heimæðargjalda býla með fullt gjald á allt að 5 ár og býla þar sem íbúðarhús eitt er tengt og sumarbústaða á allt að 3 ár.

Gjalddagi liða nr. 6a og 6b er tengidagur og eindagi 30 dögum síðar.

6c. Tengigjöld í Holtaveitu eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

  1. Holræsagjald á Hellu; 0,15% af fasteignamati húss og tilh. lóðar og tímabundið

framkvæmdagjald; 0,10% af fasteignamati húss og tilh. lóðar.

  1. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld skv. sérstakri gjaldskrá.

Gjalddagar liða nr. 2, 3, 4 og 7 eru 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6 og 1/7 2004. Þar sem fasteignagjöld verða samtals kr. 6.999 eða lægri skal þó aðeins vera einn gjalddagi þ. 1. maí 2004.

Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga.

Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum 75% og meira, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði, skal veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi af viðkomandi íbúðarhúsnæði skv. reglum samþ. af sveitarstjórn. Gjaldendum sem ljúka greiðslu allra fasteignagjalda sinna í síðasta lagi 27. febrúar 2004 skal veittur 3% afsláttur af heildarupphæð gjaldanna (er aukinn afsláttur hjá öldruðum og öryrkjum).

  1. Hundaleyfisgjald skv. sérstakri gjaldskrá.

Gjalddagi hundaleyfisgjalds er 1. mars og eindagi 31. mars fyrir hunda sem eru á skrá um áramót. Gjalddagi vegna hunda sem skráðir verða á árinu er skráningardagur og eindagi 30 dögum síðar.

  1. Byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-, úttekta og mælingagjöld skipulags- og bygginganefndar og

skipulags- og byggingafulltrúa leggjast á skv. sérstakri gjaldskrá.

Gjalddagar eru dags. reikninga og eindagar 30 dögum síðar.

Að öðru leyti gilda lög um tekjustofna sveitarfélaga og gjaldskrár um viðkomandi tekjuliði.

Samþykkt þessi um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár skal birt á hefðbundnum auglýsingastað ákvarðana sveitarstjórnar, þ.e. á töflu í afgreiðslu Rangárþings ytra.

Tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra árið 2004:

  1. gr.

Gjald fyrir meðhöndlun úrgangs (sorphreinsun og sorpeyðingu) í Rangárþingi ytra, sbr. samþykkt nr. 44/2002 um sorphreinsun á Hellu, fyrir árið 2004, skal vera sem hér segir og innheimtast með fasteignagjöldum:

  1. a) Íbúðir í þéttbýli og dreifbýli m.v. 1 poka á viku 9.430
  2. b) Íbúðir í dreifbýli, þar sem pokahirða er ekki 4.715
  3. c) Sumarhús 3.143
  4. d) Fyrirtæki m.v. 1 pokagildi á viku (margf. í gámum) 9.430
  5. e) Fyrirtæki með gáma, eyðingargjald fyrir förgun sorps. 35.279

(annast sjálf leigu gáma og flutning á förgunarstað)

Gjalddagar eru sömu og fasteignagjalda.

  1. gr.

Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings ytra þ. 01.12. 2003 samkvæmt ákvæðum 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, gildir fyrir árið 2004 og tekur þegar gildi. Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkti gjaldskrána þ. XX. XXXXXXX 2003.

 

Tillaga að gjaldskrá fyrir hundahald á Hellu árið 2004:

  1. gr.

Gjald fyrir að halda hund sbr. 1. lið 2. gr. samþykktar um hundahald á Hellu nr. 45/2002, skal á árinu 2004 vera kr. 9.300.- Gjalddagi er 1. mars og eindagi 31. mars vegna hunda sem eru á skrá um áramót, annars er 30 daga gjaldfrestur.

Allur kostnaður vegna föngunar og vörslu hunda, sem teknir eru lausir, s.s. útkallskostnaður, bifreiðakostnaður, búrleiga og auglýsingar, skal greiddur af hlutaðeigandi leyfishafa eða umráðamanni hunds, sé um leyfislausan hund að ræða.

  1. gr.

Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings ytra þ. 01.12. 2003 samkvæmt ákvæðum 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, gildir fyrir árið 2004 og tekur þegar gildi. Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkti gjaldskrána þ. XX. XXXXXXXXX 2003.

 

Samþykkt að bera sérstaklega upp fyrsta lið, um álagningarprósentur og gjaldskrár og síðan í einu lagi liði 2 til 10 ásamt tillögunum um gjaldskrár vegna sorps og hundahalds.

 

Breytingartillaga vegna tillögu meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra um hækkun á útsvarsprósentu.

 

Meirihluti sveitarstjórnar Rangárþings ytra leggur til að útsvarsprósentan hækki úr 12,4% í 12,99% sem er hækkun um 4,7% milli ára. Undirritaðir fulltrúar minnihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra mótmæla þessari hækkun sem lögð er til vegna 2004.

Við undirritaðir förum fram á að staðið verði við þá útsvarsprósentu (12,4%) sem fram kom í sameiningarbæklingnum og var að okkar mati ein aðalforsenda fyrir því að sameining sveitarfélaganna þriggja varð að veruleika.

Eggert V. Guðmundsson, Heimir Hafsteinsson og Viðar H. Steinarsson.

 

Breytingatillagan er felld. 3 með, 5 á móti, 1 situr hjá (L.B.).

 

Tillaga um útsvarsprósentu skv. 1. lið borin upp: Samþykkt með 5 atkvæðum, 3 á móti og 1 sat hjá (LB).

 

Bókun vegna samþykktar meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra um hækkun á útsvarsprósentu.

 

Við undirritaðir mótmælum harðlega auknum skattaálögum á einstaklinga í sveitarfélaginu, sem meirihluti hreppsnefndar stendur fyrir með því að hækka útsvarsprósentu um 4,7% á milli ára. Með því er verið að svíkja gefin fyrirheit sem fram komu í sameiningartillögu sveitarfélaganna og var ein aðalástæða þess að sameiningin var samþykkt. Ef sveitarsjóð vantar fé þá höfum við margbent á möguleika með því að hagræða í rekstri og niðurskurð á yfirstjórn.

Eggert V. Guðmundsson, Heimir Hafsteinsson og Viðar H. Steinarsson.

 

Bókun meirihluta hreppsnefndar Rangárþings ytra á hreppsnefndarfundi 1. desember 2003 í tilefni af bókun fulltrúa K og Ó lista um auknar skattaálögur.

 

Við undirbúning að sameiningu sveitarfélaganna fjögurra Ásahrepps, Djúpárhrepps, Holta- og Landsveitar og Rangárvallahrepps var gefið fyrirheit um að útsvarsprósenta yrði 12,4%. Við það, að Ásahreppur varð ekki með í sameiningunni, breyttust fjárhagslegar forsendur sem gefnar höfðu verið.

Forsendur í rekstri sveitarfélaga hafa breyst frá því að þrjú sveitarfélög sameinuðust í Rangárþing ytra. Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafa verið skert. Auknar kröfur hafa komið fram um aðgerðir í umhverfismálum og kröfur um þjónustu grunn- og leikskóla aukast með hverju ári svo fátt eitt sé nefnt.

Nauðsynlegt er að rekstur sveitarfélagsins standi undir sér og sveitarstjórn ber ábyrgð á því að svo sé ef mögulegt er. Leitað er hagræðingar í rekstrinum á öllum sviðum.

Óhjákvæmilegt hefur reynst að hækka útsvar um 0,59 prósentustig á árinu 2004. Útsvarið verður þó ekki hærra en 12,99% sem er lægra en í meirihluta sambærilegra sveitarfélaga.

Valtýr Valtýsson, Engilbert Olgeirsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson og Guðmundur I. Gunnlaugsson

 

Tillögur skv. liðum nr. 2 - 10 og um gjaldskrár um sorp og hundahald samþykktar með 6 atkvæðum, 3. sitja hjá (VHS, EVG og HH).

 

  1. Frá vinnunefnd um val á umsækjanda um starf skipulags- og byggingafulltrúa:

Lögð fram fundargerð vinnunefndar, dagsett 17/11´03, um val á umsækjenda um starf skipulags- og byggingafulltrúa Rangárþings ytra.

Nefndin leggur til að fyrst verði gengið til viðræðna við Ólaf Elvar Júlíusson, kt. 141158-7599.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

 

  1. Deiliskipulag miðbæjar Hellu - hringtorg og tengingar við þjóðveg nr. 1 - tillögur frá Arkform ehf.:

Lagðar fram 11 tillögur frá Arkformi ehf., sem lagðar hafa verið fyrir Vegagerðina um deiliskipulag, hringtorg og tengingar við þjóðveg 1 á Hellu.

Einnig er lagt fram minnisblað frá fundi þingmanna Suðurkjördæmis og fulltrúa Vegagerðarinnar 28/10´03, um hringtorg við Hellu o.fl.

 

Samþykkt samhljóða að fela Sigurbjarti Pálssyni, Lúðvík Bergmann og Heimi Hafsteinssyni að vinna að tillögu.

 

  1. Frá íbúum á Hellu 11/11´03 - umsókn um uppsetningu á biðskýli:

Lagður fram undirskriftarlisti móttekinn 11/11´03, þar sem íbúar við Sanda og Öldur á Hellu óska eftir því að sett verði upp biðskýli fyrir framhaldsskólanema sem nota skólarútu.

 

Samþykkt samhljóða að fela eignaumsjón að vinna að lausn málsins.

 

  1. Mosfell ehf. - um álagningu fasteignaskatts:

Lagt fram bréf frá Mosfelli ehf, dagsett 6/11´03, varðandi álagningu fasteignaskatts.

 

Lögð fram tillaga að svari til Mosfells ehf.

 

Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum 3 sitja hjá (V.H.S., E.V.G. og H.H.).

 

  1. Börn Hannesar Árnasonar - ósk um kaup á Tjörvastaðahólma:

Fram er lagt bréf frá börnum Hannesar Árnasonar, dagsett 7/9´03, með ósk um kaup á Tjörvastaðahólma.

Lögð fram ýmis gögn er varða eignarhald á Tjörvastaðahólma, sbr. bókun hreppsráðs 24/9´03.

 

Samþykkt samhljóða að óska eftir frekari upplýsingum frá sýslumanni og afgreiðslu erindisins frestað á meðan.

 

  1. Eikarás ehf. - umsókn um lóð:

Lögð fram umsókn Eikaráss ehf., dagsett 25/11´03, um lóðina að Sigöldu 1, Hellu.

 

Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (L.B. og H.H.).

 

  1. Fundir hreppsnefndar í desember 2003:

 

Rætt um fundartíma hreppsnefndar í desember.

 

  1. Þröstur Sigurðsson, f.h. Heimis Hafsteinssonar - umræða um svar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands v/fyrirspurnar um FÍVR:

Lagt fram bréf frá Þresti Sigurðssyni, dagsett 26/11´03, vegna fyrirspurnar um ferðamálaverkefni 1998-2000, þar sem óskað er eftir því að svar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands verði tekið til umræðu.

 

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands, dagsett 22/10´03, þar sem svarað er fyrirspurn frá fulltrúum Ó og K lista, dagsett 23/6´03, ásamt fundargerðum verkefnisins og yfirlit um fjárhag þess.

 

 

 

 

 

 

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

 

Við undirritaðir leggjum til að sveitarfélögin, sem stóðu að verkefninu þ.e. Ásahreppur og Rangárþing ytra, beiti sér fyrir því að lokaskýrsla verkefnisins verði lögð fram og kynnt, þannig að hægt sé að loka verkefninu á formlegan hátt.

Eggert V. Guðmundsson, Heimir Hafsteinsson og Viðar H. Steinarsson.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (I.P.G., S.P. og E.O.).

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
  2. a) Samband íslenskra sveitarfélaga 24/11´03 - skiptinámsdvöl fyrir stjórnendur í norrænum sveitarfélögum.

 

Til kynningar.

 

  1. b) Stígamót 21/11´03 - umsókn um styrk.

 

Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 15.000.-.

 

  1. c) SÍBS 25/11´03 - umsókn um styrk.

 

Hafnað.

 

  1. d) K - Ó listar - Oddaverjar 26/11´03 umsókn um styrk vegna útgáfu- og kynningarmála.

 

Samþykkt samhljóða að verða við beiðninni og vísa henni til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004.

 

  1. Annað efni til kynningar:
  2. a) Hreppsnefnd Ásahrepps 24/11´03 - staðfesting á samþykktum og stofnsamningi atvinnu- og ferðamálaverkefnis.
  3. b) Hreppsnefnd Mýrdalshrepps 21/11´03 - staðfesting á samþykktum og stofnsamningi atvinnu- og ferðamálaverkefnis.
  4. c) Ægisdyr, áhugafélag um vegtengingu milli lands og eyja 24/11´03 - þakkir vegna styrks o.fl.
  5. d) Skipulagsstofnun 24/11´03 - leiðbeiningar um gerð aðalskipulags - ferli og aðferðir.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:00.

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.