Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 5. janúar 2004, kl. 16:00.
Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Þröstur Sigurðsson, varamaður Heimis Hafsteinssonar, Eggert V. Guðmundsson, Sigurbjartur Pálsson og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Valtýr setti fund, stjórnaði honum og árnaði viðstöddum gleðilegs nýs árs.
- Fundargerðir hreppsráðs:
- Lögð fram fundargerð 35. fundar hreppsráðs 11/12´03, sem er í 16 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- b) Lögð fram fundargerð 36. fundar hreppsráðs 29/12´03, sem er í 17 liðum.
Fundargerðin samþykkt samhljóða að 13. lið fundargerðarinnar undanskildum.
- liður borin upp sérstaklega:
Samþykkt með 6 atkvæðum. 1 á móti (E.V.G.) og 1 situr hjá (Þ.S.).
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Undirritaður harmar afgreiðslu hreppsráðs á erindi Smíðanda ehf. þar sem þeir fara fram á leiðréttingu sinna mála vegna framkvæmda við nýbyggingu við Bogatún á Hellu. Að mínum dómi eru það léleg vinnubrögð að hafna slíku erindi án þess að fram komi fagleg og efnisleg rök fyrir afstöðu hreppsráðs.
Eggert V. Guðmundsson.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
- a) Atvinnu- og ferðamálanefnd - 14. fundur 13/11´03, sem er í 5 liðum.
Fundargerðin afgreidd með eftirfarandi athugasemdum:
- liður fundargerðarinnar: Samningaumleitunum við veiðimenn frestað þar til komnar eru niðurstöður frá vinnunefndum á vegum ríkisins um eyðingu minka og refa.
Samþykkt samhljóða.
- liður fundargerðarinnar: Samþykkt samhljóða að Ómari Smára Kristinssyni og Nínu Ívanovu verði kynnt niðurstaða nefndarinnar um tillögu þeirra um "Suðurfjallaþjóðgarð".
- liður fundargerðarinnar: Samþykktur samhljóða.
- liður fundargerðarinnar: Samþykkt að vísa tilmælum nefndarinnar til gerðar fjárhagsáætlunar 2004 og frekari umfjöllunar sveitarstjórnar og Eignaumsjónar.
- liður fundargerðarinnar: Til kynningar.
- b) Fræðslunefnd - 26. fundur 11/12´03, sem er í 8 liðum.
Einnig er lögð fram greinargerð um ástand húsnæðis leikskólans að Laugalandi 10/12´03.
Fundargerðin samþykkt samhljóða með eftirfarandi athugasemdum.
- liður fundargerðarinnar: Vísað til fræðslunefndar og Eignaumsjónar til áframhaldandi athugunar og tillögugerðar.
Samþykkt samhljóða.
- liður fundargerðarinnar: Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa stöðu aðstoðaleikskólastjóra við Heklukot í samráði við leikskólastjóra.
- c) Skipulags- og bygginganefnd - 18. fundur 22/12´03, sem er í 8 liðum.
Bréf frá Holtaveitunni, sem getið er um í 1. lið, verður lagt fram til kynningar á næsta fundi hreppsnefndar.
- lið fundargerðarinnar frestað þar til nauðsynleg gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
Engar fundargerðir liggja fyrir.
- Hrefna Óskarsdóttir - um staðaruppbót í Þykkvabæjarskóla:
Lagt fram bréf frá Hrefnu Óskarsdóttur, trúnaðarmanni kennara við Grunnskólann á Hellu, dagsett 5/12´03, um staðaruppbót kennara í Þykkvabæ, vísað til hreppsnefndar frá hreppsráði 11/12´03.
Lögð fram tillaga að svarbréfi til Hrefnu Óskarsdóttur.
Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum. 3 sitja hjá (V.H.S., E.V.G., Þ.S.).
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Bókun vegna bréfs frá trúnaðarmanni kennara við grunnskólann á Hellu til sveitarstjórnar Rangárþings ytra dagsett 5. desember 2003.
Undirritaðir taka undir þá afstöðu sem fram kemur í bréfinu um að sveitarfélagið skuli gæta jafnræðis í launakjörum starfsmanna sinna.
Misræmi í launakjörum fólks sem vinnur sambærileg störf fyrir sama vinnuveitanda veldur ólgu og togstreitu og spillir vinnufriði auk þess sem það kann að vera ólöglegt.
Sú staðreynd að starfskjör í nýju sveitarfélagi hafa enn ekki verið samræmd skrifast með fullri ábyrgð á sleifarlag meirihluta hreppsnefndar Rangárþings ytra.
Undirritaðir fulltrúar hafa ítrekað kallað eftir tillögum um þetta efni frá nefnd sem skipuð var til að vinna að samræmingu á starfskjörum og starfsmannastefnu. Einnig var starfslýsing oddvita í 60% starf sveitarstjóra meðal annars um vinnu við samræmingu starfskjara og mótun starfsmannastefnu. Þær tillögur hafa ekki borist sveitarstjórn enn.
Viðar Steinarsson, Eggert V. Guðmundsson, Þröstur Sigurðsson.
Bókun fulltrúa D-lista í hreppsnefnd Rangárþings ytra sem er svar við bókun fulltrúa K og Ó lista, lögð fram á fundi hreppsnefndarinnar þ. 5. janúar 2004.
Vegna hugleiðinga í bókun K og Ó lista um að mismunandi kjör kunni að vera ólögleg er bent á, að sveitarfélög um allt land og þar á meðal sveitarfélögin sem sameinuðust í Rangárþingi ytra hafa tíðkað það að veita ákveðnum hópi starfsmanna húsnæðisfríðindi og fleira m.a. til þess að laða að fagmenntað fólk. Með þessu hafa verið mismunandi kjör hjá starfshópum sveitarfélaga til langs tíma og enginn hefur gert athugasemd við það.
Ekkert sleifarlag hefur verið við undirbúning að vinnu nefndar um kjör og hlunnindi starfsmanna, en tillögugerð hefur tekið nokkurn tíma, m.a. vegna breytinga á uppsetningu starfsþátta svo sem félagsþjónustu og fleira.
Að lokum skal það enn og aftur tekið fram að oddviti er ekki í starfi sveitarstjóra.
Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson.
- Endurnýjun samnings við Vinnumálastofnun:
Lögð fram drög að samningi við Vinnumálastofnun um skráningu atvinnuleysis, dagsett 22/12´03.
Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Vinnumálastofnun að því tilskyldu að greiðsla fyrir skráningu verði uppreiknuð skv. launavísitölu.
Lúðvík Bergmann mætir á fundinn kl. 17:45.
- Örnefnanefnd - álit á örnefnum:
Lagt fram bréf frá Örnefnanefnd, dagsett 18/12´03, þar sem óskað er álits hreppsnefndar á örnefnunum Nýidalur eða Jökuldalur við Tungnafellsjökul, Locksfell eða Lokatindur, norðnorðvestur af Öskju og Wattsfell eða Vatnsfell, sunnan við Öskju.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra telur að nafnið "Nýidalur" skuli notað á landakort. Sveitarstjórn telur jafnframt rétt að nota örnefnin Lokatindur og Vatnsfell sem eru íslensk heiti.
- Tillaga að reglum um afslætti af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega:
Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um afslætti af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega, vísað til hreppsnefndar frá hreppsráði 11/12´03:
Elli- og örorkulífeyrisþegum (75% og meira) skal veittur afsláttur af álögðum fasteignaskatti af íbúðarhúsnæði sem þeir búa í sjálfir samkvæmt eftirfarandi reglu:
Lágmarksafsláttur af fasteignaskatti til lífeyrisþega er 25% þegar hlutfall tekjutryggingar er á bilinu 1% - 25%. Afslátturinn vex síðan hlutfallslega í samræmi við hlutfall tekjutryggingar og getur mestur orðið 100%.
Elli- og örorkulífeyrisþegum (75% og meira) skal veittur afsláttur af holræsagjaldi vegna íbúðarhúsnæðis sem þeir búa í sjálfir samkvæmt eftirfarandi reglu:
Lágmarksafsláttur af holræsagjaldinu er 12,5% þegar hlutfall tekjutryggingar er á bilinu 1% - 25%. Afslátturinn vex síðan hlutfallslega í samræmi við hlutfall tekjutryggingar og getur mestur orðið 50% þegar tekjutrygging er 100%.
Tillagan samþykkt samhljóða.
- Ósk um kaup á Tjörvastaðahólma:
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Hvolsvelli, dagsett 4/12´03, þar sem fram kemur að embættið gerir ekki athugasemd við að séreign verði stofnuð um Tjörvastaðahólma út úr landi Merkihvols með stofnskjali og að það hljóti venjubundna meðferð. Tjörvastaðahólmi er 3,4 ha. að stærð.
Samþykkt samhljóða að gengið verði til samninga við börn Hannesar Árnasonar um kaup á Tjörfastaðahólma og að söluverð verði kr. 510 þúsund.
- Uppboð á Þrúðvangi 33 - kaup á húsinu:
Þrúðvangur 33 - frystihús - var á nauðungaruppboði þ. 29/12´03, vegna skulda við Rangárþing ytra. Guðmundur I. Gunnlaugsson, sveitarstjóri kynnti málið.
Samþykkt samhljóða að kaupa húsið samkvæmt gerðu tilboði á nauðungaruppboðinu fyrir kr. 500 þúsund.
- Fjárhagsáætlun 2004 - fyrri umræða:
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2004.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri, las greinargerð með fjárhagsáætluninni og fór yfir áætlunina, samstæðureikninga og yfirlit. Um áætlunina sjálfa er vísað í fylgiskjöl.
Fjárhagsáætlun 2004 vísað til síðari umræðu sem áætluð er 12/1´04, kl. 18:00.
Hreppsráðsfundur, sem áætlaður var 8/1´04, fellur niður.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
- a) Sameiginlegur fundur 14/1´04 með hreppsnefndum og fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps um verkefnið "Bright start", sem til stendur að taka upp í Laugalandsskóla.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
- a) Landgræðsla ríkisins 10/12´03 - um þátttöku í landgræðslu á Landmannaafrétti.
- b) Vegagerðin 8/12´03 - um tengingar vega og gatna við vegakerfi í umsjón Vegagerðarinnar.
- c) Félagsmálaráðuneytið 29/12´03 - um rafræn skil á fjárhagsáætlunum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:00.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.