26. fundur 12. janúar 2004

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 12. janúar 2004, kl. 18:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Þröstur Sigurðsson, varamaður Heimis

Hafsteinssonar, Eggert V. Guðmundsson, Sigurbjartur Pálsson, Lúðvík Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Valtýr setti fund og stjórnaði honum.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

Engar fundargerðir liggja fyrir.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
  2. a) Félagsmálanefnd - 23. fundur 30/12´03, sem er í 17 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

Engar fundargerðir liggja fyrir.

 

  1. Sigurjón Bjarnason, skólastjóri Laugalandsskóla - umsókn um námsleyfi:

Lagt fram bréf frá Sigurjóni Bjarnasyni, skólastjóra Laugalandsskóla, dagsett 30/12´03, þar sem hann sækir um námsleyfi skólaárið 2004-2005.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Vetrarsamgöngur, snjóhreinsun og hálkueyðing :

Lögð fram tillaga að ályktun um snjóhreinsun og hálkueyðingu á vegum í umsjá Vegagerðarinnar í Rangárþingi ytra.

Ályktun verður send til Vegagerðarinnar og afrit til þingmanna Suðurkjördæmis og samgönguráðuneytis.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fulltrúar K og Ó lista - ósk um breytingu á föstum fundartíma hreppsnefndar:

Lögð fram tillaga frá fulltrúum K og Ó lista, dagsett 7/1´04, um breytingu á föstum fundartíma sveitarstjórnar Rangárþings ytra.

 

Afgreiðslu frestað.

 

  1. Túnfótur hf. - fundur um fyrirliggjandi nauðasamningsfrumvarp:

Lagt fram bréf frá Túnfæti hf., móttekið 8/1´04, þar sem sagt er frá fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um nauðasamningsfrumvarp á fundi 16/1´04, kl. 11:00 með lánadrottnum fyrirtækisins.

 

Samþykkt samhljóða að veita Kristni Hallgrímssyni, hrl. umboð til þess að greiða atkvæði og samþykkja nauðasamningsfrumvarpið f.h. Rangárþings ytra.

 

  1. Tillaga að fjárhagsáætlun 2004 - síðari umræða:

Lögð fram eftirfarandi tillaga að breytingum á fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2004:

 

Liðurinn sameiginlegir liðir - fræðslumál verði kr. 1.700.000,

listaverkakaup - menningarmál verði kr. 300.000.-,

jól og áramót - menningarmál hækki um kr. 150.000.-,

deiliskipulagsmál - skipulags- og byggingamál hækki um kr. 1.278.000.-,

útgáfustyrkir - sameiginlegur kostnaður verði kr. 260.000.-.

 

Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (V.H.S., E.V.G., Þ.S. og L.B.).

 

Helstu fjárhæðir í fjárhagsáætlun samstæðu Rangárþings ytra fyrir árið 2004 eru:

 

Rekstur:

Heildartekjur eru áætlaðar kr. 552.310 þús.

þ.a. skatttekjur kr. 464.110 þús.

Heildargjöld án fjármagnsliða eru áætluð kr. 537.556 þús.

Tekjuafgangur fyrir fjármagnsliði er áætlaður kr. 14.754 þús.

Fjármagnsliðir eru áætlaðir kr. 27.022 þús.

 

Efnahagur:

Eigið fé er áætlað kr. 501.566 þús.

Lífeyrisskuldbindingar eru áætlaðar kr. 12.292 þús.

Fastafjármunir eru áætlaðar kr. 924.710 þús.

Veltufjármunir eru áætlaðir kr. 91.574 þús.

Eignir eru samtals áætlaðar kr.1.016.283 þús.

Langtímaskuldir eru áætlaðar kr. 396.386 þús.

Skammtímaskuldir eru áætlaðar kr. 106.039 þús.

Skuldir og eigið fé samtals er áætlað kr. 1.016.283 kr.

 

Bókun vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar Rangárþings ytra fyrir árið 2004.

Lögð fram á fundi sveitarstjórnar mánudaginn 12. janúar 2004.

 

Undirritaðir fulltrúar í sveitarstjórn Rangárþings ytra harma þau lausatök sem verið hafa við stjórn sveitarfélagsins til þessa og telja að ekki verði breyting þar á miðað við þá fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir. Það er greinilegt að verið er að hagræða tölum í ýmsum málaflokkum í þeim tilgangi einum að búa til ásættanlega niðurstöðu. Niðurstöðu sem er óraunhæf miðað við þann árangur sem náðst hefur undanfarin ár.

Rekstur Rangárþings ytra er hvorki flóknari eða margþættari en annarra sveitarfélaga af sömu stærð eins og fram kemur í greinargerð sveitarstjóra með fjárhagsáætluninni. Sú skilgreining er ættuð úr hugarheimi meirihlutans og lýsir vanmætti hans gagnvart verkefnum sínum.

Fyrirliggjandi áætlun sýnir að:

  • Rekstrargjöld eru áætluð 96.66% af áætluðum heildartekjum sem sýnir skort á aðhaldi í rekstri.
  • Skuldir samstæðu hækka milli ára þrátt fyrir mjög litla nýfjárfestingu og viðhald eigna sé undir þörfum.
  • Hvergi örlar á hugmyndum um nýsköpun eða sókn til framfara.
  • Skattahækkanir eru úrræði meirihlutans, vasar skattgreiðenda virðast eina sóknarfærið gegn sjálfsköpuðum rekstrarvanda og miklum skuldum.

Við undirritaðir viljum benda á nokkur brýn atriði sem að okkar dómi vantar í fyrirliggjandi áætlun.

Almennt:

  • Einfalt en skilvirkt stjórnkerfi með virku kostnaðaraðhaldi í rekstri.
  • Heildstæða framkvæmdaáætlun rökstudda af þarfagreiningu.
  • Ná niður kostnaði í rekstri með skilvirkari vinnubrögðum við útboð verkefna.
  • Hugmyndir um markaðssetningu fjölmargra vannýttra eigna sveitarfélagsins.

Einstök verkefni sem að okkar mati vantar í áætlunina:

  • Áætlun um vatnsveituframkvæmdir. Afar mikilvægt.
  • Áætlun um vegtengingu frá Oddavegi að Bakkabæjarvegi. (Með samningi við vegagerðina.)
  • Hugmyndir um úrbætur á stjórnsýsluaðstöðu. Undirritaðir hafa bent á hagkvæmar lausnir sem vinna mætti eftir.

Þá vekur athygli að í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að fjárframlög til Þykkvabæjarskóla verði skorin niður um rúmar 3 milljónir króna eða um tæp 10% miðað við framlagða áætlun Þykkvabæjarskóla, án samráðs við stjórnendur skólans.

Í ljósi þeirra skattahækkana og lausungar í rekstri sem fyrirliggjandi áætlun innifelur, þá getum við undirritaðir ekki stutt hana, við höfnum hugmyndaleysi meirihlutans.

Viðar H. Steinarsson, Eggert V. Guðmundsson, Þröstur Sigurðsson.

 

Bókun fulltrúa D-lista í hreppsnefnd Rangárþings ytra í tilefni af bókun fulltrúa K og Ó lista vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004, lögð fram á fundi hreppsnefndarinnar þ. 12. janúar 2004:

 

Vísað er á bug fullyrðingum fulltrúa K og Ó lista um lausatök og hagræðingu talna í fjárhagsáætlun Rangárþings ytra, enda eru ekki sett fram rök þeim til stuðnings af þeirra hálfu.

Um fjölþættan rekstur er nægilegt að benda á fjölda skóla, íþróttahúsa og sundlauga í rekstri sveitarfélagsins.

Í greinargerð með tillögu að fjárhagsáætluninni er eðlilega getið um liði eins og hlutfall rekstrarkostnaðar af heildartekjum en vísað er á bug, að sú staðreynd beri vott um lausatök í rekstrinum.

Nýfjárfestingar eru eðlilegar hjá Rangárþingi ytra og að auki er veruleg greiðslubyrði ennþá vegna mikilla framkvæmda síðustu ára.

Vísað er á bug ósmekklegu orðalagi um “vasa skattgreiðenda”.

Úrræði eða hugmyndir fulltrúa K og Ó lista eru ekki margar en ýmislegt er sett fram með óljósu orðalagi sem auðvelt er að teygja út yfir móa og mela.

Vegna fullyrðingar um að ekki hafi verið haft samráð við skólastjóra Þykkvabæjarskóla um lækkun tillögu um fjárheimild skólans árið 2004, skal tekið fram að hann hefur fengið vitneskju um tillöguna í fjárhagsáætluninni og síðan verður haft eðlilegt samráð um úrvinnslu mála í ljósi samþykktrar fjárhagsáætlunar. Ekki hafa komið fram tillögur frá fulltrúum K og Ó lista um auknar fjárheimildir til skólans ásamt rökstuðningi.

Fulltrúar K og Ó lista óska eftir “virku kostnaðaraðhaldi í rekstri” á einum stað í bókun sinni en setja svo hornin í nákvæmlega þann þátt á öðrum stað í bókuninni. Ekki er auðvelt að skilja þessa hringavitleysu af þeirra hálfu.

Valtýr Valtýsson,Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson

 

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 samþykkt með áorðnum breytingum með 5 atkvæðum, 3 á móti (V.H.S., E.V.G. og Þ.S.), 1 situr hjá (L.B.).

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

Minnt er á fund um "Bright start" að Laugalandi þ.14/1 2004, kl. 16:00.

 

  1. Annað efni til kynningar:
  2. a) Félagsmálaráðuneytið 5/1 2004 - samþykkt frestun á skilum á fjárhagsáætlun fyrir 2004.
  3. b) Holtaveitan 19/11´03 - bréf til skipulags- og bygginganefndar um neysluvatn í frístundahús sbr. bókun í fundargerð hreppsnefndar frá 5/1´04 vegna 1. liðar í fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 22/12´03.
  4. c) Hreppsnefnd Ásahrepps 30/12´03 - skipan í samráðsnefnd Ásahrepps og Rangárþings ytra.

 

Samþykkt samhljóða að hreppsráð og sveitarstjóri Rangárþings ytra verði í samráðsnefnd með fulltrúum Ásahrepps um sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna önnur en afréttamál.

 

 

 

 

 

 

  1. d) Hreppsnefnd Ásahrepps 30/12´03 - samþykki við málaleitan um skil á lokaskýrslu um Ferðamálaverkefni í vesturhluta Rangárvallasýslu.
  2. e) Skógræktarfélag Rangæinga 29/12´03 - greinagerð um starf félagsins á árinu 2003.
  3. f) Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands 29/12´03 - upplýsingar um framlög sveitarfélaga á Suðurlandi til Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands 2004.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.00.

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.