27. fundur 02. febrúar 2004

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 2. febrúar 2004, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Þröstur Sigurðsson, varamaður Heimis Hafsteinssonar, Eggert V. Guðmundsson, Sigurbjartur Pálsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, varamaður Lúðvíks Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Valtýr setti fund og stjórnaði honum.

 

Borin upp tillaga að breytingu á dagskrá; nýr 4 liður bætist við og færast aðrir liðir aftur sem því nemur. Einnig bætast m) og n) liðir við 13. lið.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

Lögð fram fundargerð 37. fundar hreppsráðs 22/1´04, sem er í 14 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
  2. a) Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, 1. fundur 26/1´04, sem er í 7 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. b) Bygginganefnd íþróttahúss FSu., 11. fundur 9/12´03, sem er í 3 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. c) Fjárhagsráð FSu., 18. fundur 29/1´04, sem er í 4 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
  2. a) Bygginganefnd íþróttahúss FSu., 12. fundur 20/1´04, sem er í 3 liðum.
  3. b) Sameiginleg barnaverndarnefnd, 17. fundur 22/1´04, sem er í 5 liðum.
  4. c) Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 61. fundur 21/1´04, sem er í 4 liðum.
  5. d) Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, 235. fundur 16/1´04, sem er í 8 liðum.

 

  1. Tillaga að lækkun á álagningarprósentum vegna óvæntrar hækkunar á fasteignamati:

Lagt er til að álagningarprósentur eftirtalinna fasteignagjalda árið 2004 lækki frá því sem samþykkt var 1. desember 2003 og verði eftirfarandi:

Fasteignaskattur á húsnæði í A flokki verði 0,36% (í stað 0,4%)

Lóðarleiga verði 0,9% (í stað 1%)

Holræsagjald, sérstakt framkvæmdagjald 0,08% (í stað 0,1%)

Greinargerð:

Samkvæmt ákvörðun Yfirfasteignamatsnefndar og fjármálaráðuneytisins hækkaði fasteignamat íbúðarhúsnæðis á Hellu um 15% þ. 31. desember 2003. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis annars staðar og útihúsa í landbúnaði hækkaði um 10%. Þessi hækkun á fasteignamatinu var meiri en gert hafði verið ráð fyrir og leiddi til hækkunar tekna af framangreindum gjöldum umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2004. Vegna þessa þykir rétt að aðlaga álagningarprósentur framangreindra fasteignagjalda að þessari óvæntu hækkun á fasteignamatinu og lækka þær frá því sem áður var samþykkt. Lækkun á ofangreindum álagningarprósentum kemur fasteignaeigendum til góða sem urðu fyrir mestri hækkun á fasteignamatinu og jafnar þeirra stöðu miðað við aðra. Lækkun á álagningarprósentu fasteignaskattsins kemur að auki öllum öðrum eigendum húsnæðis í A flokki fasteignaskatts innan sveitarfélagsins til góða.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri.

Samþykkt samhljóða.

 

Bókun vegna tillögu um lækkun á álagningarprósentum fasteignaskatts i A flokki, lóðarleigu og sérstöku framkvæmdagjaldi á holræsagjald. Undirritaðir fagna því að meirhluti hreppsnefndar skuli sjá að sér og létta af þessum hluta skattaálagna á íbúa og atvinnurekstur í sveitarfélaginu. Einnig viljum við hvetja meirihlutann til að fara að áður framkomnum tillögum okkar og endurskoða einnig aðrar skattprósentur til lækkunar til hagsbóta fyrir íbúa og atvinnurekstur.

Viðar Steinarsson, Eggert V. Guðmundsson og Þröstur Sigurðsson.

 

Bókun fulltrúa D-lista í hreppsnefnd Rangárþings ytra sem er svar við bókun fulltrúa K og Ó lista, lögð fram á fundi hreppsnefndarinnar þ. 2. febrúar 2004.

Vegna þess sem fram kemur í bókun K og Ó lista um að meirihluti hreppsnefndar hafi séð að sér vegna ákvörðunar um álagningaprósentur, skal áréttað að aðeins er um eðlilega breytingu á álagningarprósentum að ræða vegna hærra fasteignamats en gert hafði verið ráð fyrir. Meirihlutinn hefur að leiðarljósi nú, sem fyrr, að skattbyrði íbúa sveitarfélagsins sé ekki meiri en brýn þörf er fyrir. Minnt skal á að nánast allar álagningarprósentur í Rangárþingi ytra eru vel undir heimiluðu hámarki.

Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson

 

  1. SASS - drög að stefnumótun í menningarmálum á Suðurlandi og drög að samstarfssamningi - ósk um umsögn:

Lagt fram bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dagsett 14/1´04, þar sem óskað er umsagnar um drög að "Stefnumótun í menningarmálum á Suðurlandi" og "Samstarfssamningi sveitarfélaga á Suðurlandi um menningarmál".

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til menningarmálanefndar Rangárþings ytra til umsagnar.

 

  1. Fulltrúar K og Ó lista - ósk um breytingu á föstum fundartíma hreppsnefndar:

Lögð fram tillaga frá fulltrúum K og Ó lista, dagsett 16/1´04, um að fastur fundartími hreppsnefndar færist á fyrsta miðvikudag í mánuði.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Leggja þarf fram tillögu að breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra og auglýsa breyttan fundartíma.

 

  1. Fundir hreppsnefndar í febrúar:

Rætt um dagsetningu næsta aukafundar hreppsnefndar sem verður að öllum líkindum í febrúar vegna væntanlegrar afgreiðslu á 3ja ára áætlun.

 

  1. Árhús ehf. - umsókn um kaup á landi:

Lagt fram bréf frá Árhúsum ehf., dagsett 23/1´04, þar sem sótt er um kaup á leigulandi Árhúsa ehf. við Rangárbakka.

 

Þröstur Sigurðsson tekur ekki þátt í umræðu né atkvæðagreiðslu.

 

Samþykkt samhljóða að láta mæla landspilduna og fá verðhugmyndir hjá óvilhöllum aðilum.

 

  1. Ómar Smári Kristinsson og Nína Ivanova - um framkvæmdir og merkingar á göngusvæðum og tilboð um kaup á skoðanakönnun:

Lagt fram bréf frá Ómari Smára Kristinssyni og Nínu Ivanovu, dagsett 25/1´04, þar sem lagt er til að sótt verði um styrk til Ferðamálaráðs árið 2005 vegna lagfæringa og merkinga á göngusvæðum í nágrenni Landmannalauga og Landmannahellis.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til hálendisnefndar og atvinnu- og ferðamálanefndar til umfjöllunar.

 

Einnig er lagt fram bréf frá Ómari Smára og Nínu, dagsett 2/1´04, þar sem lagt er fram tilboð um kaup á skoðanakönnun um viðhorf til þróunar þjónustu á hálendinu.

 

Samþykkt samhljóða að ganga að tilboði um kaup á skoðanakönnun á kr. 7.000.-.

 

Hreppsnefnd fagnar áhuga Ómars Smára og Nínu á framfaramálum á Landmannaafrétti.

 

  1. Hálendismiðstöðin Hrauneyjum - um "jaðarmiðstöð á hálendinu":

Lagt fram bréf frá Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum, dagsett 27/1´04, þar óskað er eftir að Hrauneyjar verði skilgreindar sem jaðarmiðstöð á gildandi skipulagi um miðhálendi Íslands.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til hálendisnefndar til umfjöllunar.

 

  1. Leikskólastjóri Heklukots - um ráðningu aðstoðarskólastjóra:

Lagt fram bréf frá leikskólastjóra Heklukots, dagsett 26/1´04, varðandi ráðningu í stöðu aðstoðarskólastjóra Heklukots.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til umsagnar fræðslunefndar og síðan til afgreiðslu í hreppsráði.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
  2. a) Norræna sveitarstjórnarráðstefnan 13.-15/6´04 - upplýsingar og skráningarblöð vegna þátttöku.

 

Samþykkt samhljóða að greiða kostnað vegna hugsanlegrar þátttöku hreppsnefndarmanna í ráðstefnunni.

 

  1. b) Veraldarvinir 25/1´04 - boð um samvinnu um sjálboðaliðaverkefni sumarið 2004.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til umhverfisnefndar, menningarmálanefndar og atvinnu- og ferðamálanefndar til athugunar.

 

  1. Annað efni til kynningar:
  2. a) Vegagerðin 20/1´04 - um hálkueyðingu og snjómokstur í Rangárþingi ytra.
  3. b) Hreppsnefnd Ásahrepps 26/1´04 - um skiptingu kostnaðar vegna starfa starfsmanns Eignaumsjónar.
  4. c) Lögmenn Thorsplani 16/1´04 - upplýsingar vegna nauðasamninga Túnfótar hf.
  5. d) Heilbrigðiseftirlit Suðurlands 23/1´04 um setningu samþykkta og gjaldskráa á vegum sveitarfélaga.
  6. e) Félagsmálaráðuneytið 27/1´04 - um rafræn skil á fjárhagsáætlunum.
  7. f) Félagsmálaráðuneytið 20/1´04 - yfirlit um útreikning framlaga, þ.m.t. aukaframlag árið 2003.
  8. g) Nefnd um sameiningu sveitarfélaga 22/1´04 - ósk um tillögur frá landshlutasamtökum og sveitarfélögum.
  9. h) Samgönguráðuneytið 27/1´04 - um ályktun sveitarstjórnar Rangárþings ytra um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar.
  10. i) Menntamálaráðuneytið 22/1´04 - um "Evrópuár menntunar með iðkun íþrótta".
  11. j) Stjórn BSRB 16/1´04 - ályktun um mótframlag sveitarfélaga vegna séreignalífeyrissparnaðar.
  12. k) UMFÍ 12/1´04 - um aðstöðu aldraðra til iðkunar íþrótta og fegrun umhverfis íþróttamannvirkja.
  13. l) ÍSÍ Íþrótta og Ólympíusamband Íslands 23/1´04 - um íþróttaiðkun ungmenna án endurgjalds.

 

Samþykkt samhljóða að senda afrit af bréfinu til íþrótta- og æskulýðsnefndar til upplýsingar.

 

  1. m) Golfklúbbur Hellu 30/1´04 - kynning á unglingastarfi 2003.
  2. n) Samband íslenskra sveitarfélaga 30/1´04 - niðurstöður könnunar á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.