Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 3. mars 2004, kl. 16:00.
Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Sigrún Ólafsdóttir, varamaður Ingvars Péturs Guðbjörnssonar, Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Sigurbjartur Pálsson, Lúðvík Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Valtýr setti fund og stjórnaði honum.
- Fundargerðir hreppsráðs:
- a) Lögð fram fundargerð 38. fundar hreppsráðs 12/2´04, sem er í 17 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- b) Lögð fram fundargerð 39. fundar hreppsráðs 26/2´04, sem er í 11 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
Lögð fram fundargerð samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, 2. fundur 23/2´04, sem er í 7 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
- a) Bygginganefnd íþróttahúss FSu., 13. fundur 24/2´04, sem er í 3 liðum.
- b) Sameiginleg barnaverndarnefnd, 18. fundur 19/2´04, sem er í 4 liðum.
- Vinnunefnd um starfsmannastefnu:
- a) Fundargerðir vinnunefndar um starfsmannastefnu, skipurit og kjör og hlunnindi starfsmanna frá 3/10´03, sem er í 1 lið, 20/1´04, sem er í 2 liðum, 4/2´04, sem er í 4 liðum og 13/2´04, sem er í 5 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- b) Drög að tillögu fyrir starfsmannastefnu Rangárþings ytra.
Samþykkt samhljóða.
- c) Drög að jafnréttisáætlun Rangárþings ytra.
Samþykkt samhljóða.
d) Drög að skipuriti og starfslýsingu á skrifstofu Rangárþings ytra.
Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (H.H., V.H.S., E.V.G., L.B.).
Lögð fram eftirfarandi bókun vegna tillögu að skipuriti fyrir skrifstofu Rangárþings ytra:
Undirritaðir fulltrúar minnihlutans geta ekki með nokkru móti fallist á þá gríðarlegu aukningu sem hér er verið að boða í skrifstofuhaldi. Hér er verið að bæta við stóru stöðugildi við þær 5 stöður sem nú þegar eru á skrifstofunni. Þetta er óásættanlegt miðað við það sem gengur og gerist í sambærilegum sveitarfélögum. Á skrifstofu sveitarfélagsins Öfluss eru t.d. 3 stöðugildi fyrir utan bæjarstjóra (1700 manns). Í ljósi þess skipulags sem virðist ganga hjá stærri eða sambærilegum sveitarfélögum þá liggur í augum uppi að menn þurfa nú strax að stokka upp spilin hvað varðar skrifstofuhald í okkar ágæta sveitarfélagi. Undirritaðir kalla því strax eftir nauðsynlegum skipulagsbreytingum og einnig því að farið verði yfir stjórnun og starfsemi skrifstofunnar og hún tekin út af fagaðilum. Væntanlega kemur þá í ljós hvað veldur gífurlegu vinnuálagi á einskaka aðila á skrifstofu Rangárþings ytra, álagi sem virðist vera langt umfram það sem gerist á skrifstofum annarra sveitarfélaga.
Heimir Hafsteinsson, Viðar Steinarsson, Eggert V. Guðmundsson.
Bókun fulltrúa D-lista á hreppsnefndarfundi þ. 3. mars 2004 vegna bókunar fulltrúa Ó og K-lista um tillögu að skipuriti fyrir skrifstofu sveitarfélagsins:
Ekki er um „gríðarlega aukningu” að ræða í starfsmannaskipan skrifstofunnar eins og fulltrúar Ó og K-lista fullyrða. Aðeins er um það að ræða, að bætt er við einu stöðugildi til þess að sinna nauðsynlegum verkefnum sem hefur verið sinnt fram að þessu með aðkeyptri vinnu þjónustuaðila og með því að aðrir starfsmenn hafa bætt á sig verkefnum, bæði í reglulegum vinnutíma og yfirvinnu. Auk þess er stefnt að aukinni vinnu við skjalasafn sveitarfélagsins sem nauðsynlegt er að koma í viðunandi horf. Geta má þess að hjá „gömlu” sveitarfélögunum voru 6,5 - 7 stöðugildi við skrifstofustörf og stjórnun, en á skrifstofu Rangárþings ytra hafa aðeins verði 5,5 stöðugildi fram að þessu við skrifstofustörf og stjórnun. Uppbygging á stjórnsýslu og skrifstofuhaldi sveitarfélaga er að einhverju leyti misjöfn og langt í frá að vera einsleit. Bæði er unnt að finna sveitarfélög með færri starfsmenn sem skilgreindir eru sem skrifstofustarfsmenn og einnig eru til sveitarfélög með fleiri starfsmenn á skrifstofu. Þetta fer eftir aðstæðum og verkefnum á hverjum stað auk þess að skipulag og skipurit eru eðlilega misjöfn. Rétt er að fram komi, að gert er ráð fyrir því, að á móti auknum launakostnaði er gert ráð fyrir að aðkeypt vinna minnki og að yfirvinna starfsmanna sem fyrir er minnki.
Mikið álag hefur verið á starfsmenn skrifstofunnar undanfarin tvö ár vegna breytinga á reikningsskilareglum sveitarfélaga, upptöku tilheyrandi nýs bókhaldsforrits og breyttra vinnuhátta með auknum verkefnum. Með nýju skipuriti er stefnt að því, að dreifa vinnuálagi og verkefnum þannig að skrifstofa sveitarfélagsins verði fjölskylduvænn vinnustaður, að starfsfólki líði vel í vinnunni og hafi ánægju af störfum sínum. Þessi markmið stuðla að góðum afköstum og skilvirkni í starfi. Samþykkt hefur verið starfsmannastefna fyrir sveitarfélagið og falla þessi markmið fullkomlega að henni. Mikið er að öllu jöfnu um að vera í sveitarfélaginu. Bæði fastir íbúar, frístundaíbúar, starfsmenn í öðrum stofnunum sveitarfélagsins og aðrir hafa að öllu jöfnu mörg erindi fram að færa við skrifstofuna og nauðsynlegt er, að unnt sé að mæta þeirri eftirspurn myndarlega og skipulega.
Valtýr Valtýsson, Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson.
- e) Drög að tillögu um samræmingu á kjörum og hlunnindum starfsmanna Rangárþings ytra.
Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps til umfjöllunar.
- f) Drög að tillögum að samkomulagi við skólastjóra grunnskólana um greiðslur fyrir aukastörf.
Heimir tekur ekki þátt í umræðum og afgreiðslu tillögunnar vegna vanhæfis.
Samþykkt með 6 atkvæðum, 2 á móti, (V.H.S., E.V.G.).
Lögð fram eftirfarandi bókun vegna tillögu um samkomulag við skólastjóra grunnskólanna um greiðslur fyrir aukastörf:
Við undirritaðir teljum engar forsendur fyrir þeirri tillögu að samkomulagi sem fyrir liggur við skólastjóra grunnskólanna. Samkvæmt áliti sem sveitarstjóri fékk frá launanefnd sambands Íslenskra sveitarfélaga falla öll þau störf sem upp eru talin í tillögunni undir gildandi kjarasmning skólastjóra, að undateknum lið nr.4 í 2.gr.
eða svo vitnað sé beint í álit frá Kristni Kristjánssyni hjá launanefnd um málið sem hljóðar þannig:
“Kjarasamningurinn gerir ráð fyrir því að greiðsla fyrir öll þau störf sem skólastjóri sinnir sem slíkur séu innifalin í föstum samningsbundnum launum skólastjóra nema kennsla með þeim takmörkunum sem um getur í kjarasamningi. Enga yfirvinnu aðra en heimilaða kennsluyfirvinnu má reikna frá mánaðarlaunum skólastjóra enda er vart grunnur til slíks þar sem búið er að færa yfirvinnugreiðslur inn í þau. Þótt skólastjóri taki að sér að sinna nemendum í ferðalögum eða við félagsstörf er yfirvinna ekki greidd sérstaklega fyrir það.” Tilvitnun líkur.
Hvað varðar lið nr.4 í 2.grein tillögunnar sem er um störf skólastjórnenda við almenningsbókasöfn þá teljum við að sveitarfélagið eigi að ráða ódýrari starfskraft en skólastjóra á eftirvinnulaunum til að sinna störfum við almenna vinnu og afgreiðslu í almenningsbókasöfnum sveitarfélagsins.
Tillagan felur í sér sérstakan kaupauka fyrir nokkra af hæst launuðustu starfsmönnum sveitarfélagsins. Gjörningur sem við undirritaðir getum ekki samþykkt, enda á svig við gildandi kjarasamning.
Undirritaðir: Viðar Steinarsson, Eggert Valur Guðmundsson
Bókun fulltrúa D-lista á hreppsnefndarfundi þ. 3. mars 2004 vegna bókunar tveggja fulltrúa Ó og K-lista um tillögu að samkomulagi um aukastörf skólastjóra grunnskólanna:
Það kemur á óvart, að fulltrúar Ó og K-lista skuli setja sig upp á móti eðlilegu samkomulagi við lykilstarfsmenn í fræðslumálum sveitarfélagsins um sannanlega unnin aukastörf sem ekki eru skilgreind í lögum um störf þeirra eða kjarasamningi. Heimild til samkomulags af þessu tagi er skýr í 34. gr. laga um réttindi kennara og skólastjóra. Skólastjórar hafa skilgreint þessi aukastörf sem skilja sig frá samningsbundnum og lögbundnum skylduverkum þeirra og hlýtur að teljast eðilegt að þeir fái umbun fyrir þessi störf sem önnur. Vakin er athygli á því, að ekki er gert ráð fyrir að greiða fyrir þessi störf samkvæmt launaflokkum skólastjóranna, heldur er gert ráð fyrir að notaður verði launaflokkur fyrir kennara. Ekki er gert ráð fyrir raunkostnaðaraukningu fyrir skólana vegna þessa, því ef skólastjórarnir ynnu ekki viðkomandi störf, myndu aðrir starfsmenn koma þar að og fá sömu greiðslur eða meiri. Settur er þröngur rammi um störfin sem þetta samkomulag tekur yfir eða 60 klst. á skólaári. Gert er ráð fyrir að samkomulagið falli sjálfkrafa úr gildi þegar tekið verður á þessum atriðum í kjarasamningi fyrir kennara og skólastjóra.
Valtýr Valtýsson, Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson.
- Tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra:
Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra, fyrri umræða:
- málsgrein 7. greinar samþykktarinnar breytist og verði svohljóðandi:
Sveitarstjórn heldur reglulega fundi einu sinni í hverjum mánuði, að jafnaði fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Sveitarstjórnarfundir skulu að jafnaði hefjast kl. 16.00. Heimilt er að fella niður fundi í sveitarstjórn í allt að tvo mánuði að sumarlagi.
- málsgrein 65. greinar samþykktarinnar breytist og verði svohljóðandi:
Fyrir lok desembermánaðar ár hvert skal sveitarstjórn afgreiða fjárhagsáætlun sveitarstjóðs, fyrirtækja og stofnana sveitarfélagsins fyrir næsta ár að undangengnum tveimur umræðum í sveitarstjórn. Ef ekki tekst að afgreiða fjárhagsáætlun fyrir lok frestsins skal sækja skriflega um frest til félagsmálaráðuneytisins og tilgreina ástæður fyrir umsókninni.
- grein samþykktarinnar breytist og verði svohljóðandi:
Til viðbótar árlegri fjárhagsáætlun skal sveitarstjórn semja og fjalla um þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins. Þessi þriggja ára áætlun skal vera rammi um árlegar fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins. Skal hún unnin og afgreidd af sveitarstjórn inn tveggja mánaða frá afgreiðslu árlegrar fjárhagsáætlunar.
Önnur ákvæði í samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra haldast óbreytt.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri.
Vísað til síðari umræðu.
- Karlakór Rangæinga - hugsanleg kaup á Hellubíói og tillaga að leigusamningi:
Lögð fram tillaga að samningi um leigu á Hellubíói, móttekin 2/2´04.
Lagt er til að viðræðum við Karlakór Rangæinga um hugsanleg kaup kórsins á Hellubíói verði hætt að sinni. Forsendur sem reiknað var með varðandi rekstur skólamötuneytis eru hugsanlega að breytast og því er líklegt að ekki verði grundvöllur fyrir gerð leigusamnings sem drög liggja fyrir um og var skilyrði af hálfu kórsins fyrir kaupunum.
Lagt er til jafnframt að farið verði fram á að menningarmálanefnd og stjórn Eignaumsjónar leggi fram tillögur um framtíðarhlutverk Hellubíós.
Samþykkt samhljóða.
- Gunnar Þorgilsson - um álagningu fjallskilagjalda vegna Holtamannaafréttar:
Lagt fram bréf frá Gunnari Þorgilssyni, dagsett 27/1´04, þar sem sótt er um breytingu á álögðum fjallskilum vegna Holtamannaafréttar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Undirritaðir fulltrúar Ó- og K lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að ekki verði innheimt fjallskil vegna Holtamannaafréttar, þ.e. þess hluta (50%) er áður tilheyrði Djúpárhreppi.
Skýringar:
Þegar tekjur fóru að berast af afréttinum fyrir ca. 25-30 árum síðan var hætt að innheimta fjallskilagjöld af jörðum í fyrrum Djúpárhreppi. Þ.e. gjöld voru greidd með tekjum sem af afréttinum komu. Það hlýtur eðli málsins samkvæmt að hafa verið skilningur hreppsnefndarmanna í fyrrum Djúpárhreppi að eðlilegt væri að greiða gjöld sem urðu til við smölun afréttarins með tekjum sem hann gaf af sér. Rétt er að benda á það að tekjum hefur alltaf verið skipt í sömu hlutföllum og gjöldum milli eigenda afréttarins þ.e. Ásahreppur 4/7 hlutar og fyrrum Djúpárhreppur 3/7 hluta. Það er því greinilegt að hreppsnefndarmenn beggja hreppanna hafa ekki skilgreint þessar tekjur sem hver önnur "fasteignagjöld". Ef það hefði verið skilningur beggja hreppsnefndanna hefði væntanlega verið skipt til helminga eins og afréttinum var reyndar skipt árið 1936.
Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Viðar H. Steinarsson.
Lagt er til að afgreiðslu erindisins og tillögu Ó- og K lista verði frestað og að leitað verði eftir umsögn atvinnu- og ferðamálanefndar um málið.
Samþykkt samhljóða.
- Reiðveganefnd Hestamannafélagsins Geysis - umsókn um framlag til reiðvega 2004:
Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Geysi, dagsett 23/2´04, þar sem sótt er um að Rangárþing ytra sendi L.H. loforð um mótframlag vegna úthlutunar á reiðvegafé fyrir 2004.
Afgreiðslu erindisins frestað og oddvita falið að taka málið upp við oddvita Ásahrepps og Rangárþings eystra.
- Landsmót hestamanna 2004 - um fyrirhugaða sýningu og starfrækslu upplýsingamiðstöðvar á mótinu:
Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Landsmóts hestamanna ehf., móttekið 2/3´04, um drög að fyrirhugaðri sýningu á myndverkum um íslenska hestinn og starfrækslu upplýsingarmiðstöðvar á mótinu.
Lagt er til að hreppsráði verði falið að afgreiða umsóknina.
Samþykkt samhljóða.
- Hringtorg og lega þjóðvegar 1 um Hellu - umræða um stöðu málsins.
Beiðni lögð fram um umræðu og upplýsingar um stöðu mála varðandi gerð hringtorga á þjóðveg nr. 1 og breytta legu vegarins um Hellu.
Sigurbjartur Pálsson fór yfir atburði undanfarinna vikna varðandi tillögugerð sveitarfélagsins að legu hringvegar um Hellu, fyrirkomulagi hringtorga og tengingu gatnakerfis Hellu við veginn. Tillaga sveitarfélagsins um þessa þætti er tengd tillögugerð um nýtt deiliskipulag um miðbæ Hellu.
Meðal annars hafa verið haldnir fundir með fulltrúum Vegagerðarinnar og sveitarstjórnar með aðkomu þingmanna Suðurkjördæmis í húsnæði Alþingis.
Fram kom að ekki hefur miðað nægilega í átt að samkomulagi við Vegagerðina og virðist bera nokkuð í milli aðila.
Fram kom að brýn nauðsyn er orðin á því að ljúka við tillögu um nýtt deiliskipulag sunnan hringvegarins meðfram bakka Ytri-Rangár og því nauðsynlegt að skipta upp tillögugerð um heildardeiliskipulag fyrir miðbæ Hellu vegna þeirrar seinkunar sem orðin er í tengslum við legu þjóðvegar 1 um Hellu. Skipulags- og byggingafulltrúa hefur þegar verið falið að undirbúa framlagningu á tillögu að deiliskipulagi svæðis sunnan hringvegarins meðfram bakka Ytri-Rangár.
Vinnunefnd á vegum Rangárþings ytra er með þessi mál í vinnslu og mun hún skila niðurstöðum sínum um leið og unnt verður.
- 8. deild Félags leikskólakennara - umsókn um að leikskólunum verði lokað vegna haustþings :
Lagt fram bréf frá 8. deild Félags leikskólakennara, dagsett 12/2´04, þar sem sótt er um að leikskólum Rangárþings ytra verði lokað 24/9´04, vegna haustþings félagsins.
Lagt er til að erindinu verði vísað til fræðslunefndar til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
- Jóhanna Hannesdóttir, Erna Hannesdóttir, Árni Hannesson og Sigríður Hannesdóttir - um kaup á spildu úr landi Tjörvastaða:
Lagt fram bréf frá Jóhönnu, Ernu, Árna og Sigríði Hannesbörnum, móttekið 25/2´04, þar sem þau óska eftir því að Rangárþing ytra hafi milligöngu um kaup á spildu úr Tjörvastaðalandi.
Lagt er til að leitað verði álits lögmanns um möguleika sveitarstjórna til þess að kaupa land og selja það tilteknum aðilum án opinberrar auglýsingar um sölu, ef málefnaleg rök liggja fyrir um slíka meðferð.
Samþykkt samhljóða.
13, Tillögur frá Heimi Hafsteinssyni, Eggert V. Guðmundssyni og Viðari H. Steinarssyni um snjómokstur, hálkuvarnir, viðhaldsverkefni og lén fyrir heimasíðu:
Eftirfarandi tillögur lagðar fram á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra 3/3´04:
Tillaga 1. Varðandi snjómokstur og hálkuvarnir:
Við undirritaðir leggjum til að sveitarfélagið leiti eftir tilboðum í snjómokstur og hálkuvarnir á gangstéttum á þéttbýlissvæðum innan sveitarfélagsins. Leitast verði við að fá fram einingaverð sem miðað skal við. Miðað verði við að verktakar með lögheimili í Rangárþingi ytra verði eingöngu heimilt að taka þátt í útboðinu. Á grundvelli útboðsins skal samið til tveggja ára í senn. Samningurinn taki gildi haustið 2004.
Greinargerð:
Tilgangurinn með útboði sem þessu er að leitast við að auka þjónustu við íbúa sveitarfélagsins með það að markmiði að snjóhreinsun verði að jafnaði lokið þegar venjulegur vinnudagur hefst. Nýta krafta þeirra aðila sem að jafnaði sinna verkum sem þessum, með hagkvæmni að leiðarljósi fyrir sveitarfélagið. Samhliða mætti huga að því hvort sveitarfélagið gæti selt hluta af tækjum sem notuð hafa verið við snjóhreinsun fram að þessu. Með tillögunni er ekki hugmyndin að fækka starfsmönnum sveitarfélagsins, sem hafa sinnt þessum störfum fram að þessu, heldur væri þeirra hlutverk að sinna öðrum aðkallandi verkefnum og hafa eftirlit með þvi að verkinu sé sinnt eins og samningur myndi kveða á um.
Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til sveitarstjóra til athugunar.
Tillaga 2. Varðandi viðhaldsverkefni á fasteignum sveitarfélagsins:
Við undirritaðir leggjum til að sveitarfélagið leiti eftir tilboðum í einingaverð/tímavinnu vegna smærri viðhaldsverkefna á fasteignum sveitarfélagisins. Önnur stærri verk skulu boðin út sérstaklega eins og verið hefur.
Greinargerð:
Teljum það ekki vera í verkahring sveitarfélagsins að ráða til sín smiði eða verkamenn í þeim tilgangi að sinna þessum verkum. Hlýtur að vera hagstæðara að semja við þá verktaka, sem eru starfandi í sveitarfélaginu, um tilfallandi viðhaldsverkefni.
Hlutverk starfsmanna sveitarfélagsins í þessum tilvikum er þá að hafa eftirlit með verkefnum og sjá til þess að þau séu unnin með réttum og hagkvæmum hætti.
Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til stjórnar Eignaumsjónar til athugunar.
Tillaga 3. Varðandi kaup á léni vegna heimasíðu sveitarfélagsins:
Við undirritaðir leggjum til að keypt verði sérstakt lén fyrir heimasíðu sveitarfélagsins.
Greinargerð:
Óeðlilegt og óaðgengilegt að hafa fyrirkomulagið eins og það er nú þ.e. að fara í gegnum heimasíðu Úrlausna ehf., rang.is, og síðan inn á heimasíðu Rangárþings ytra. Nauðsynlegt þegar til framtíðar er litið að aðgengið sé betra fyrir hinn almenna notanda þannig að leitast sé við að tryggja hagnýtt gildi heimasíðunnar.
Eggert V. Guðmundsson, Heimir Hafsteinsson, Viðar H. Steinarsson.
Samþykkt samhljóða.
- Magnús Klemensson - um kaup á hluta af landi jarðarinnar Foss á Rangárvöllum:
Lagt fram bréf frá Magnúsi Klemenssyni, dagsett 23/2´04, þar sem hann óskar eftir því að sveitarstjórn Rangárþings ytra afsali honum 1/5 hluta af landi jarðanna Árbæjar og Foss á Rangárvöllum sem tekin voru eignarnámi árið 1983 og staðfest var með dómi árið 1984. Meðfylgjandi eru gögn varðandi málið.
Lagt er til að afgreiðslu málsins verði frestað og að leitað verði eftir áliti lögmanns á möguleikum sveitarstjórnar Rangárþings ytra til þess að taka málið upp.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerð 13. fundar Eignaumsjónar og drög að uppgjöri við Styrkingu ehf.:
Lögð fram fundargerð 13. fundar stjórnar Eignaumsjónar, 18/2´04, til staðfestingar.
Með fylgja drög að uppgjöri við Styrkingu ehf., vegna verkefna að Laugalandi í tengslum við byggingaframkvæmdir, gatnagerð og endurnýjun lagna, til staðfestingar.
Einnig fylgir með framkvæmdaáætlun Eignaumsjónar fyrir árið 2004, til staðfestingar.
Vísað til hreppsnefndar frá 39. fundi hreppsráðs Rangárþings ytra, 26/2´04.
Fundargerðin og drög að samkomulagi um uppgjör við Styrkingu ehf. og aðra sem málinu tengjast, samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
Engin erindi liggja fyrir.
- Annað efni til kynningar:
- a) Afrit af bréfi, dagsett 12/2´04, frá oddvitunum í Rangárvallasýslu til bæjarstjórnar Árborgar vegna þátttöku þeirra í RHS.
- b) Félagsmálaráðuneytið 17/2´04 - um ranga úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda árið 2003.
- c) Félagsmálaráðuneytið 20/2´04 - um birtingu reglna um fjárhagsaðstoð í B-deild Stjórnartíðinda.
- d) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 23/2´04 - um málsmeðferð Vinnumálastofnunar við gerð samnings um skráningu atvinnuleysis.
- e) Ferðafélag Íslands 24/2´04 - áform um lagfæringar á skálum, öðrum búnaði og göngustígum árið 2004.
Fundi frestað kl. 20:45, til mánudags 8. mars 2004 kl. 8:00 árdegis.
Fundi fram haldið mánudaginn 8. mars 2004 kl. 08.00.
Mætt eru: Valtýr Valtýsson, Guðmundur I. Gunnlaugsson, Sigrún Ólafsdóttir, Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Engilbert Olgeirsson og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
- a) Farið yfir fyrirliggjandi drög að fundargerð þessa fundar og hún samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.00
Fundargerðin prentuð út og undirrituð.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.
Lögð fram eftirfarandi bókun vegna tillögu að skipuriti fyrir skrifstofu Rangárþings ytra:
Undirritaðir fulltrúar minnihlutans geta ekki með nokkru móti fallist á þá gríðarlegu aukningu sem hér er verið að boða í skrifstofuhaldi. Hér er verið að bæta við stóru stöðugildi við þær 5 stöður sem nú þegar eru á skrifstofunni. Þetta er óásættanlegt miðað við það sem gengur og gerist í sambærilegum sveitarfélögum. Á skrifstofu sveitarfélagsins Ölfuss eru t.d. 3 stöðugildi fyrir utan bæjarstjóra (1700 manns). Í ljósi þess skipulags sem virðist ganga hjá stærri eða sambærilegum sveitarfélögum þá liggur í augum uppi að menn þurfa nú strax að stokka upp spilin hvað varðar skrifstofuhald í okkar ágæta sveitarfélagi. Undirritaðir kalla því strax eftir nauðsynlegum skipulagsbreytingum og einnig því að farið verði yfir stjórnun og starfsemi skrifstofunnar og hún tekin út af fagaðilum. Væntanlega kemur þá í ljós hvað veldur gífurlegu vinnuálagi á einskaka aðila á skrifstofu Rangárþings ytra, álagi sem virðist vera langt umfram það sem gerist á skrifstofum annarra sveitarfélaga.
Heimir Hafsteinsson, Viðar Steinarsson, Eggert V. Guðmundsson.
Bókun fulltrúa D-lista á hreppsnefndarfundi þ. 3. mars 2004 vegna bókunar fulltrúa Ó og K-lista um tillögu að skipuriti fyrir skrifstofu sveitarfélagsins:
Ekki er um „gríðarlega aukningu” að ræða í starfsmannaskipan skrifstofunnar eins og fulltrúar Ó og K-lista fullyrða. Aðeins er um það að ræða, að bætt er við einu stöðugildi til þess að sinna nauðsynlegum verkefnum sem hefur verið sinnt fram að þessu með aðkeyptri vinnu þjónustuaðila og með því að aðrir starfsmenn hafa bætt á sig verkefnum, bæði í reglulegum vinnutíma og yfirvinnu. Auk þess er stefnt að aukinni vinnu við skjalasafn sveitarfélagsins sem nauðsynlegt er að koma í viðunandi horf. Geta má þess að hjá „gömlu” sveitarfélögunum voru 6,5 - 7 stöðugildi við skrifstofustörf og stjórnun, en á skrifstofu Rangárþings ytra hafa aðeins verði 5,5 stöðugildi fram að þessu við skrifstofustörf og stjórnun. Uppbygging á stjórnsýslu og skrifstofuhaldi sveitarfélaga er að einhverju leyti misjöfn og langt í frá að vera einsleit. Bæði er unnt að finna sveitarfélög með færri starfsmenn sem skilgreindir eru sem skrifstofustarfsmenn og einnig eru til sveitarfélög með fleiri starfsmenn á skrifstofu. Þetta fer eftir aðstæðum og verkefnum á hverjum stað auk þess að skipulag og skipurit eru eðlilega misjöfn. Rétt er að fram komi, að gert er ráð fyrir því, að á móti auknum launakostnaði er gert ráð fyrir að aðkeypt vinna minnki og að yfirvinna starfsmanna sem fyrir er minnki.
Mikið álag hefur verið á starfsmenn skrifstofunnar undanfarin tvö ár vegna breytinga á reikningsskilareglum sveitarfélaga, upptöku tilheyrandi nýs bókhaldsforrits og breyttra vinnuhátta með auknum verkefnum. Með nýju skipuriti er stefnt að því, að dreifa vinnuálagi og verkefnum þannig að skrifstofa sveitarfélagsins verði fjölskylduvænn vinnustaður, að starfsfólki líði vel í vinnunni og hafi ánægju af störfum sínum. Þessi markmið stuðla að góðum afköstum og skilvirkni í starfi. Samþykkt hefur verið starfsmannastefna fyrir sveitarfélagið og falla þessi markmið fullkomlega að henni. Mikið er að öllu jöfnu um að vera í sveitarfélaginu. Bæði fastir íbúar, frístundaíbúar, starfsmenn í öðrum stofnunum sveitarfélagsins og aðrir hafa að öllu jöfnu mörg erindi fram að færa við skrifstofuna og nauðsynlegt er, að unnt sé að mæta þeirri eftirspurn myndarlega og skipulega.
Valtýr Valtýsson, Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson.
- e) Drög að tillögu um samræmingu á kjörum og hlunnindum starfsmanna Rangárþings ytra.
Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps til umfjöllunar.
- f) Drög að tillögum að samkomulagi við skólastjóra grunnskólana um greiðslur fyrir aukastörf.
Heimir tekur ekki þátt í umræðum og afgreiðslu tillögunnar vegna vanhæfis.
Samþykkt með 6 atkvæðum, 2 á móti, (V.H.S., E.V.G.).
Lögð fram eftirfarandi bókun vegna tillögu um samkomulag við skólastjóra grunnskólanna um greiðslur fyrir aukastörf:
Við undirritaðir teljum engar forsendur fyrir þeirri tillögu að samkomulagi sem fyrir liggur við skólastjóra grunnskólanna. Samkvæmt áliti sem sveitarstjóri fékk frá launanefnd sambands Íslenskra sveitarfélaga falla öll þau störf sem upp eru talin í tillögunni undir gildandi kjarasamning skólastjóra, að undanteknum lið nr.4 í 2.gr.
eða svo vitnað sé beint í álit frá Kristni Kristjánssyni hjá launanefnd um málið sem hljóðar þannig:
“Kjarasamningurinn gerir ráð fyrir því að greiðsla fyrir öll þau störf sem skólastjóri sinnir sem slíkur séu innifalin í föstum samningsbundnum launum skólastjóra nema kennsla með þeim takmörkunum sem um getur í kjarasamningi. Enga yfirvinnu aðra en heimilaða kennsluyfirvinnu má reikna frá mánaðarlaunum skólastjóra enda er vart grunnur til slíks þar sem búið er að færa yfirvinnugreiðslur inn í þau. Þótt skólastjóri taki að sér að sinna nemendum í ferðalögum eða við félagsstörf er yfirvinna ekki greidd sérstaklega fyrir það.” Tilvitnun líkur.
Hvað varðar lið nr.4 í 2.grein tillögunnar sem er um störf skólastjórnenda við almenningsbókasöfn þá teljum við að sveitarfélagið eigi að ráða ódýrari starfskraft en skólastjóra á eftirvinnulaunum til að sinna störfum við almenna vinnu og afgreiðslu í almenningsbókasöfnum sveitarfélagsins.
Tillagan felur í sér sérstakan kaupauka fyrir nokkra af hæst launuðustu starfsmönnum sveitarfélagsins. Gjörningur sem við undirritaðir getum ekki samþykkt, enda á svig við gildandi kjarasamning.
Undirritaðir: Viðar Steinarsson, Eggert Valur Guðmundsson
Bókun fulltrúa D-lista á hreppsnefndarfundi þ. 3. mars 2004 vegna bókunar tveggja fulltrúa Ó og K-lista um tillögu að samkomulagi um aukastörf skólastjóra grunnskólanna:
Það kemur á óvart, að fulltrúar Ó og K-lista skuli setja sig upp á móti eðlilegu samkomulagi við lykilstarfsmenn í fræðslumálum sveitarfélagsins um sannanlega unnin aukastörf sem ekki eru skilgreind í lögum um störf þeirra eða kjarasamningi. Heimild til samkomulags af þessu tagi er skýr í 34. gr. laga um réttindi kennara og skólastjóra. Skólastjórar hafa skilgreint þessi aukastörf sem skilja sig frá samningsbundnum og lögbundnum skylduverkum þeirra og hlýtur að teljast eðilegt að þeir fái umbun fyrir þessi störf sem önnur. Vakin er athygli á því, að ekki er gert ráð fyrir að greiða fyrir þessi störf samkvæmt launaflokkum skólastjóranna, heldur er gert ráð fyrir að notaður verði launaflokkur fyrir kennara. Ekki er gert ráð fyrir raunkostnaðaraukningu fyrir skólana vegna þessa, því ef skólastjórarnir ynnu ekki viðkomandi störf, myndu aðrir starfsmenn koma þar að og fá sömu greiðslur eða meiri. Settur er þröngur rammi um störfin sem þetta samkomulag tekur yfir eða 60 klst. á skólaári. Gert er ráð fyrir að samkomulagið falli sjálfkrafa úr gildi þegar tekið verður á þessum atriðum í kjarasamningi fyrir kennara og skólastjóra.
Valtýr Valtýsson, Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson.
- Tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra:
Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra, fyrri umræða:
- málsgrein 7. greinar samþykktarinnar breytist og verði svohljóðandi:
Sveitarstjórn heldur reglulega fundi einu sinni í hverjum mánuði, að jafnaði fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Sveitarstjórnarfundir skulu að jafnaði hefjast kl. 16.00. Heimilt er að fella niður fundi í sveitarstjórn í allt að tvo mánuði að sumarlagi.
- málsgrein 65. greinar samþykktarinnar breytist og verði svohljóðandi:
Fyrir lok desembermánaðar ár hvert skal sveitarstjórn afgreiða fjárhagsáætlun sveitarstjóðs, fyrirtækja og stofnana sveitarfélagsins fyrir næsta ár að undangengnum tveimur umræðum í sveitarstjórn. Ef ekki tekst að afgreiða fjárhagsáætlun fyrir lok frestsins skal sækja skriflega um frest til félagsmálaráðuneytisins og tilgreina ástæður fyrir umsókninni.
- grein samþykktarinnar breytist og verði svohljóðandi:
Til viðbótar árlegri fjárhagsáætlun skal sveitarstjórn semja og fjalla um þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins. Þessi þriggja ára áætlun skal vera rammi um árlegar fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins. Skal hún unnin og afgreidd af sveitarstjórn inn tveggja mánaða frá afgreiðslu árlegrar fjárhagsáætlunar.
Önnur ákvæði í samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra haldast óbreytt.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri.
Vísað til síðari umræðu.
- Karlakór Rangæinga - hugsanleg kaup á Hellubíói og tillaga að leigusamningi:
Lögð fram tillaga að samningi um leigu á Hellubíói, móttekin 2/2´04.
Lagt er til að viðræðum við Karlakór Rangæinga um hugsanleg kaup kórsins á Hellubíói verði hætt að sinni. Forsendur sem reiknað var með varðandi rekstur skólamötuneytis eru hugsanlega að breytast og því er líklegt að ekki verði grundvöllur fyrir gerð leigusamnings sem drög liggja fyrir um og var skilyrði af hálfu kórsins fyrir kaupunum.
Lagt er til jafnframt að farið verði fram á að menningarmálanefnd og stjórn Eignaumsjónar leggi fram tillögur um framtíðarhlutverk Hellubíós.
Samþykkt samhljóða.