30. fundur 30. mars 2004

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi, Holtum, þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Sigurbjartur Pálsson, Lúðvík Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Valtýr setti fund og stjórnaði honum.

 

Breyting á dagskrá; 6. liður fellur niður og færist efni hans undir 2. lið. Aðrir liðir færast sem því nemur.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 Lögð fram fundargerð 40. fundar hreppsráðs 11/3´04, sem er í 13 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

1.2 Lögð fram fundargerð 41. fundar hreppsráðs 25/3´04, sem er í 10 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, 3. fundur 29/3´04, sem er í 7 liðum.

 

Við afgreiðslu fundargerðarinnar voru lagðar fram lokatillögur samráðsnefndar um starfsmannastefnu og jafnréttisstefnu fyrir sameiginlegar stofnanir sveitarfélaganna á Lauglandi (2. og 3. liður fundargerðar). Einnig voru lagðar fram lokatillögur samráðsnefndar um samræmingu á kjörum og hlunnindum starfsmanna sveitarfélaganna og lokatillaga að samningi sveitarstjórna og skólastjóra grunnskóla sveitarfélaganna (4. og 5. liður fundargerðar).

 

  1. liður fundargerðarinnar „Reglur um samræmingu á kjörum og hlunnindum starfsmanna Rangárþings ytra og Ásahrepps” borinn upp sérstaklega. Þessi liður samþykktur með 6 atkvæðum, 2 sitja hjá (EO. og IPG.)

 

  1. liður fundargerðarinnar „Samningur sveitarstjórna og skólastjóra grunnskólanna” borinn upp sérstaklega og er hann samþykktur með 6 atkvæðum, 2 á móti (V.H.S. og E.V.G.).

Viðar H. Steinarsson og Eggert Valur Guðmundsson vísa til fyrri bókunar þeirra um sama mál, sbr. fundargerð 28. fundar hreppsnefndar. Heimir Hafsteinsson tekur ekki þátt í umræðum og afgreiðslu vegna vanhæfis.

 

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt með 8 atkvæðum.

 

2.2 Félagsmálanefnd, 26. fundur 15/3´04, sem er í 8 liðum.

 

  1. lið fundargerðarinnar er vísað til liðar 5.1 á dagskránni.

 

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

 

Héraðsnefnd Rangæinga, 9. fundur 4/3'04.

 

  1. Skýrsla RHA um úttekt á grunnskólum í Rangárþingi ytra:

Skýrsla RHA um úttekt á grunnskólum í Rangárþingi ytra tekin til umræðu.

 

Úttektaraðilar frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri kynntu skýrsluna á fundi að Laugalandi þ. 29. mars 2004 fyrir sveitarstjórnum Rangárþings ytra og Ásahrepps, fulltrúum í sameiginlegri fræðslunefnd, skólastjórnendum, fulltrúum kennara og foreldra.

 

Lagt er til að frekari umræðu um skýrsluna og tillögur skýrsluhöfunda verði frestað um sinn og að skýrslunni verði vísað til fræðslunefndar til umsagnar.

 

Einnig felur sveitarstjórn fræðslunefnd fyrir sitt leyti, að standa fyrir kynningarfundum í skólahverfum sveitarfélagsins um skýrsluna.

 

  1. Tillögur að breytingum á starfsreglum og samþykktum og nýjum samþykktum og gjaldskrá:

5.1 Tillaga lögð fram að breytingum á starfsreglum um veitingu viðbótarlána til íbúðarkaupa - fyrri umræða.

 

Vísað til síðari umræðu.

 

5.2 Tillaga lögð fram að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra - síðari umræða.

 

Samþykkt samhljóða.

 

5.3 Tillaga lögð fram að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra - fyrri umræða.

 

Vísað til umsagnar umhverfisnefndar fyrir síðari umræðu í sveitarstjórn.

 

5.4 Tillaga lögð fram að samþykkt um hundahald í Rangárþingi ytra - fyrri umræða.

 

Vísað til síðari umræðu.

 

Sigurbjartur vék af fundi kl. 18:00 og tók Þórhallur Svavarsson við fundarsetu sem varamaður hans.

 

5.5 Tillaga lögð fram að samþykkt um hreinsun fráveituvatns og reglubundna losun, vinnslu eða förgun seyru - fyrri umræða.

 

Vísað til umsagnar umhverfisnefndar fyrir síðari umræðu í sveitarstjórn.

 

5.6 Tillaga lögð fram um samþykkt um holræsi og holræsagjöld á Hellu í Rangárþingi ytra - fyrri umræða.

 

Vísað til umhverfisnefndar til umsagnar fyrir síðari umræðu í sveitarstjórn.

 

 

 

Engilbert vék af fundi kl. 18:05.

 

5.7 Tillaga lögð fram um gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Rangárþingi ytra - fyrri umræða.

 

Vísað til skipulags- og bygginganefndar til umsagnar fyrir síðari umræðu í sveitarstjórn.

 

Einnig var skipulags- og byggingafulltrúa falið að afla gagna um gjaldskrár sambærilegra sveitarfélaga til framlagningar við síðari umræðu í sveitarstjórn.

 

  1. Héraðsnefnd Rangæinga - um möguleg kaup Héraðsnefndarinnar á húseignum Héraðsskólans að Skógum:

Lagt fram bréf frá Héraðsnefnd Rangæinga, dagsett 12/3´04, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til hugsanlegra kaupa Héraðsnefndar Rangæinga á húseignum Héraðsskólans að Skógum.

 

Lagt er til að veita Héraðsnefnd Rangæinga heimild fyrir hönd Rangárþings ytra til viðræðna við menntamálaráðuneytið um hugsanleg kaup á húseignum Héraðsskólans að Skógum. Niðurstöður viðræðna verði lagðar fyrir sveitarstjórnir innan Héraðsnefndar Rangæinga ásamt tillögum um framtíðarnotkun húseigna Héraðsskólans verði af kaupum.

 

Samþykkt með 7 atkvæðum, 1 situr hjá (V.H.S.).

 

  1. Unnar Stefánsson - möguleg vinabæjartengsl:

Lagt fram bréf frá Unnari Stefánssyni, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 11/3´04, þar sem kynntar eru hugmyndir um möguleg vinabæjartengsl við sveitarfélög í Þrændalögum í Noregi.

 

Samþykkt samhljóða að kanna möguleg vinabæjartengsl.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

Engin erindi liggja fyrir.

 

  1. Annað efni til kynningar:

9.1 Ásahreppur 22/3´04, samþykki hreppsnefndar Ásahrepps við drögum að starfsreglum samráðsnefndar.

 

 

Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu fundargerðar til næsta fundar.

 

Fundi slitið kl. 19:15.

 

Fundarritari: Sigrún Sveinbjarnardóttir.