31. fundur 07. apríl 2004

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 7. apríl 2004, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Sigurbjartur Pálsson, Lúðvík Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Valtýr setti fund og stjórnaði honum.

 

Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; nýr 7. liður og færast aðrir liðir aftur sem því nemur og við 19. lið bætist 19.2.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð hreppsnefndarfundar 30. mars 2004, til afgreiðslu:

Lögð fram fundargerð hreppsnefndar frá 30. mars 2004, til afgreiðslu.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Kynning á skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings ytra:

Ólafur Elvar Júlíusson, skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings mætir á fundinn, kynnti sig og sagði frá starfsferli sínum og framtíðarsýn sinni á verkefnum hjá Rangárþingi ytra.

 

Ólafur vék síðan af fundi.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

Engar fundargerðir liggja fyrir.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

4.1 Félagsmálanefnd - 27. fundur 31/3´04, sem er í 5 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

4.2 Búfjáreftirlitsnefnd Rangárvallasýslu - 9. fundur 15/3´04, sem er í 2 liðum.

Lagður fram til staðfestingar, nýr verksamningur við búfjáreftirlistmann, dagsettur 15/3´04.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

5.1 Þjónustuhópur aldraðra - fundargerðir frá 10/3´04 og 29/3´04.

5.2 Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, - 712. fundur 19/3´04.

5.3 Heilbrigðisnefnd Suðurlands - 63. fundur 24/3´04.

5.3 Stjórn Sorpstöðvar Suðurlands bs. - 112. fundur 31/3´04.

5.4 Stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands - 72. fundur 25/3´04.

  • Fræðslunefnd - 28. fundur 1/4´04, sem er í 5 liðum.

 

 

 

  1. Fundargerð samráðsnefndar Ásahrepps og Rangárþings ytra og ráðning skólastjóra Laugalandsskóla til eins árs :

Lögð fram fundargerð 4. fundar samráðsnefndar sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps 6/4´04. Meðfylgjandi er greinagerð nefndar sem skipuð var til að fara yfir umsóknir og ræða við umsækjendur um stöðu skólastjóra Laugalandsskóla til eins árs.

 

Valtýr Valtýsson víkur af fundi vegna vanhæfis og Fjóla Runólfsdóttir tekur sæti sem varamaður hans. Engilbert Olgeirsson, varaoddviti tekur við stjórn fundarins.

 

Fyrsti liður fundargerðarinnar borinn upp sérstaklega um ráðningu skólastjóra Laugalandsskóla til eins árs frá 1. ágúst 2004.

 

Samþykktur með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (H.H.).

 

Viðar H. Steinarsson og Eggert V. Guðmundsson gera grein fyrir atkvæði sínu með vísan til þess að Valtýr greindi frá því í viðtali við nefndina sem skipuð var til að fara yfir umsóknirnar, 6. apríl, að hann myndi ekki gegna starfi oddvita né sitja í hreppsráði yrði hann ráðinn skólastjóri skólaárið 2004-2005. Hann myndi einnig gæta þess að þau fjölmörgu trúnaðarstörf sem hann gegnir fyrir sveitarfélagið og héraðsnefndina rækjust ekki á við skólastjórastarfið.

 

Lagt til að erindi verði sent til atvinnu- og ferðamálaverkefnisins og farið fram á að atvinnu- og ferðamálafulltrúi taki að sér að annast um framkvæmd Töðugjalda 2004.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Eggert V. Guðmundsson óskar eftir að atvinnu- og ferðamálafulltrúa verði boðið á fund hreppsnefndar til að kynna sig og verkefni atvinnu- og ferðamálaverkefnis Rangárvallasýslu og Mýrdalshrepps.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (H.H.).

 

Valtýr mætir aftur á fundinn og tekur við stjórn hans.

 

  1. Kosning skoðunarmanna vegna ársreiknings Hitaveitu Rangæinga:

Lögð fram tillaga um að Þröstur Sigurðsson og Ingvar P. Guðbjörnsson verði skoðunarmenn Hitaveitu Rangæinga f.h. Rangárþings ytra á yfirstandandi kjörtímabili.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Umsókn um að Rangárþing ytra kaupi hluta af Tjörvastöðum:

Lagt fram álit lögmanna á Málflutningsskrifstofunni, dagsett 26/3´04, á umsókn Jóhönnu Hannesdóttur, Ernu Hannesdóttur, Árna Hannessonar og Sigríðar Hannesdóttur um að Rangárþing ytra kaupi hluta af jörðinni Tjörvastöðum af ríkinu og selji þeim síðan.

 

Umsókn þeirra er hafnað samhljóða á grundvelli álitsgerðar Málflutningsskrifstofunnar.

 

  1. Bjarni Jóhannsson og Guðný Rósa Tómasdóttir varðandi húsnæði fyrir félagsmiðstöð:

Lagt fram bréf frá Bjarna Jóhannssyni og Guðnýju Rósu Tómasdóttur, dagsett 29/3´04, varðandi húsnæði fyrir félagsmiðstöð á Hellu.

Lagt er til að framtíðarlausn á húsnæðismálum félagsmiðstöðvarinnar á Hellu, verði vísað til íþrótta- og æskulýðsnefndar til skoðunar og tillögugerðar.

 

Samþykkt samhljóða.

  1. Landgræðsla ríkisins - leigusamningur um spildu úr Gunnarsholti:

Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins, dagsett 31/3´04, þar sem óskað er eftir að Rangárþing ytra samþykki leigusamning milli Haraldar Einarssonar og Súsönnu Jónsdóttur annarsvegar og Landgræðslunnar hins vegar um spildu úr landi Gunnarsholts.

 

Lagt er til að afgreiðslu erindisins verði frestað og óskað verði eftir upplýsingum um forsendur fyrir ákvæðum leigusamningsins um leigufjárhæð og leigutíma.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Eignaval - sala á spildum úr Svínhaga og að fallið verði frá forkaupsrétti:

Lagt fram bréf frá Eignavali, dagsett 31/3´04, þar sem óskað er eftir samþykki fyrir sölu á spildu nr. 196044 í landi Svínhaga, að fallið verði frá forkaupsrétti. Seljandi er Heklubyggð ehf. kt. 640603-2750 og kaupandi er Kjartan Guðmundsson, kt. 060749-2219.

 

Ekki er gerð athugasemd við söluna og fallið er frá forkaupsrétti.

 

Í sama bréfi frá Eignavali, er einnig óskað eftir samþykki fyrir sölu á spildunum nr. 196025 og 196020 í landi Svínhaga, að fallið verði frá forkaupsrétti. Seljandi er Heklubyggð ehf, kt. 640603-2750 og kaupandi er Viðar H. Guðjohnsen, kt. 140158-4299.

 

Ekki er gerð athugasemd við söluna og fallið er frá forkaupsrétti.

 

  1. Margrét Björg Júlíusdóttir og Viðar H. Guðjohnsen - stofnun nýbýlis í Svínhaga:

Lagt fram bréf frá Margréti Björgu Júlíusdóttur og Viðari H. Guðjohnsen, dagsett 1/4´04, þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar um stofnun nýbýlis á landspildum nr. ÁS5, RS9 og RS8 í landi Svínhaga, til skógræktar.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við að stofnað verði nýbýli samkvæmt umsókninni.

  1. Elsa Þorbjörg Árnadóttir - umsókn um lóðina Borgarsand 9:

Lögð fram umsókn Elsu Þorbjargar Árnadóttur, dagsett 25/3´04, um lóðina nr. 9 við Borgarsand á Hellu.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Landbúnaðarnefnd Alþingis - frumvarp til ábúðarlaga og frumvarp til jarðalaga:

Lagt fram bréf frá landbúnaðarnefnd Alþingis, dagsett 1/4´04, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til jarðalaga, 783. mál og frumvarp til ábúðarlaga, 782. mál.

 

Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að skrifa landbúnaðarnefnd Alþingis bréf þar sem mótmælt er skömmum tíma til umsagna og benda á að sveitarstjórn áskilji sér rétt til þess að gera ítarlegar athugasemdir við frumvörpin.

Samrit bréfsins verði send til SASS og Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Frumvörpunum vísað til atvinnu- og ferðamálanefndar til umsagnar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Einar Sæmundsen og Kristín Þorleifsdóttir - frumkönnun rannsóknar um gæði leikskólalóða:

Lagt fram bréf frá Einari Sæmundsen og Kristínu Þorleifsdóttur, dagsett 26/3´04, þar sem óskað er leyfis til að gera frumkönnun rannsóknar um gæði leikskólalóða.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Umhverfisráðuneytið - "Dagur umhverfisins 25/4´04":

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 24/3´04, varðandi "Dag umhverfisins 25/4´04".

 

Fram kom að umhverfisnefnd hefur þegar hafið undirbúning að dagskrá dagsins.

 

  1. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands:

Lögð fram tvö bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, bæði dagsett 31/3´04, varðandi hvatningarverkefnið "Ísland á iði" og fyrirtækjakeppnina "Hjólað í vinnuna" 17.-28.maí.

Lagt er til að erindinu verði vísað til íþrótta- og æskulýðsnefndar.

 

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

18.1 Stofnráðstefna fyrir ný alþjóðasamtök sveitarfélaga og héraða 2.-5. maí 2004.

 

18.2 Veiðifélag Rangárvallaafréttar 23/3´04 - umsókn um styrk vegna seiðaeldis og grisjunar vatna.

 

Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 200.000.-. Greiðist af liðnum "Atvinnueflingarsjóður" í fjárhagsáætlun.

 

  1. Annað efni til kynningar:

19.1 Ársreikningur Sláturhúss Hellu hf. - lagður fram á aðalfundi 31/3´04.

19.2 Töflur frá RHA vegna mats á kostnaðarlækkun í rekstri grunnskóla.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:00.

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.