32. fundur 27. apríl 2004

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 27. apríl 2004, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Þröstur Sigurðsson, varamaður Eggerts V. Guðmundssonar, Sigurbjartur Pálsson, Lúðvík Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Valtýr setti fund og stjórnaði honum.

 

Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; við bætast liðir 6.4 og 7.1 og færast aðrir liðir í 7. lið aftur sem því nemur og liðurinn 8.5 bætist við. Einnig að liður 2 verði liður 1, liður 3 verður liður 2 og liður 1 verði liður 3.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Kynning á félagsmálastjóra Rangárvallasýslu og Mýrdalshrepps:

Marta Bergmann, félagsmálastjóri Rangárvallasýslu og Mýrdalshrepps mætti á fundinn, kynnti sig og sagði frá starfsferli sínum og verkefnum sem unnið er að í Rangárvallsýslu og Mýrdalshreppi.

 

Fundarmenn þökkuðu Mörtu greinagóða kynningu á sér og stöfum sínum. Marta vék síðan af fundi.

 

  1. Kynning á atvinnu- og ferðamálafulltrúa Rangárvallasýslu og Mýrdalshrepps:

Eymundur Gunnarsson, ferðamálafulltrúi Rangárvallasýslu og Mýrdalshrepps mætir á fundinn, kynnti sig og sagði frá starfsferli sínum og verkefnum sem unnið er að í Rangárvallasýslu og Mýrdalshreppi.

 

Fundarmenn þökkuðu Eymundi greinagóða kynningu á sér og störfum sínum. Eymundur vék síðan af fundi.

 

  1. Vegagerðin - hringtorg á Hellu og lega Þjóðavegar nr. 1:

Fulltrúar Vegagerðainnar, þeir Erlingur Jensson, Baldur Grétarsson og Jón Helgason mættu á fundinn og kynntu athugun á mögulegu stæði fyrir hringtorg og legu Þjóðvegar nr. 1 um Hellu.

 

Fulltrúar Vegagerðarinnar viku síðan af fundi.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

Engar fundargerðir liggja fyrir.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

5.1 Fræðslunefnd - 29. fundur 26/4´04, sem er í 6 liðum.

 

5.2 Lögð fram niðurstaða og umsögn fræðslunefndar um tillögur um skipan skólamála í Rangárþingi ytra, sbr. tillögur í skýrslu Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri.

 

 

Að tilmælum Viðars H. Steinarssonar og Heimis Hafsteinssonar, með vísan í fundarsköp Rangárþings ytra, er lið 5 á dagskránni frestað til næsta fundar hreppsnefndar.

 

Lúðvík Bergmann vék af fundi kl. 19:15.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

6.1 Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 16. fundur 19/4´04, sem er í 4 liðum.

6.2 Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar - 2. fundur 19/4´04, sem er í 2 liðum.

6.3 Stjórn Strandarvallar ehf. - 8. fundur 5/4, sem er í 4 liðum.

6.4 Stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. - 87. fundur 36/4´04, sem er í 9 liðum.

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

7.1 Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf. - aðalfundur 29/4´04.

7.2 Rangárbakkar Hestamiðstöð Suðurlands ehf. 15/4´04 - aðalfundur 29/4´04.

7.3 Sorpstöð Suðurlands bs., aðalfundur 4/5´04.

7.4 RARIK 13/4´04 - ársfundur 14/5´04.

 

  1. Annað efni til kynningar:

8.1 Félagsmálaráðuneytið 15/4´04 - umburðarbréf um framlög Jöfnunarsjóðs sem tengjast sameiningu sveitarfélaga.

8.2 SASS 15/4´04 - greinagerð í tilefni af starfi nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins "Sameining Sveitarfélaga á Suðurlandi".

8.3 Landgræðsla ríkisins 7/4´04 - ástand lands á Holtamannaafrétti með tilliti til gæðastýringar í sauðfjárrækt.

8.4 Umhverfisstofnun 7/4´04 - "Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2004 - 2016" - fylgir með í sérhefti.

8.5 Þröstur Sigurðsson 21/4´04 - afrit af bréfi til stjórnar Hitaveitu Rangæinga vegna skoðunar á ársreikningi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:00.

 

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.