33. fundur 05. maí 2004

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 5. maí 2004, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Sigurbjartur Pálsson, Lúðvík Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Valtýr setti fund og stjórnaði honum.

 

  1. Ársreikningar Rangárþings ytra og tengdra stofnana fyrir árið 2003 - lagðir fram til fyrri umræðu:

Sveitarstjóri lagði fram ársreikninga fyrir Rangárþing ytra ásamt sundurliðun. Einnig eru lagðir fram ársreikningar fyrir Menningarmiðstöðina að Laugalandi, Leikskólann Laugalandi, leiguíbúðir að Laugalandi og eignarsjóð Laugalandsskóla.

 

Einar Sveinbjörnsson, frá KPMG Endurskoðun hf. mætti á fundinn og skýrði ársreikningana.

 

Helstu niðurstöður úr rekstrar- og efnahagsreikningi samstæðu sveitarfélagsins:

 

Rekstrarreikningur:

Rekstrartekjur kr. 539.075.445

Rekstrargjöld kr. (565.105.238)

Fjármagnsgjöld kr. (31.585.238)

Rekstrarniðurstaða: kr. (57.614.923)

 

Efnahagsreikningur:

Eignir:

Fastafjármunir kr. 823.138.796

Áhættufjármunir og langtímakröfur kr. 104.325.164

Veltufjármunir kr. 105.463.573

Eignir samtals: kr. 1.032.927.533

 

Skuldir og eigið fé:

Eiginfjárreikningur kr. 497.651.025

Lífeyrisskuldbindingar kr. 12.254.723

Langtímaskuldir kr. 390.717.862

Skammtímaskuldir kr. 132.303.923

Eigið fé og skuldir samtals: kr. 1.032.927.533

 

Einar Sveinbjörnsson vék síðan af fundi.

 

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningunum til síðari umræðu.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

2.1 Lögð fram fundargerð 42. fundar hreppsráðs, 15/4´04, sem er í 9 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

2.2 Lögð fram fundargerð 43. fundar hreppsráðs, 28/4´04, sem er í 11 liðum.

 

Viðar vakti athygli á lið nr. 3 í fundargerðinni varðandi erindi frá KSÍ um sparkvelli og að umsóknarfrestur til að taka þátt í verkefni KSÍ um gerð sparkvalla renni út 10. maí n.k.

 

Lagt er til að sótt verði um samning við KSÍ um uppbyggingu þriggja sparkvalla, skv. drögum sem kynnt hafa verið þar um.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

Fyrirliggjandi fundargerðir eru settar í sérliði á dagskránni.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

4.1 Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 64. fundur 21/4´04, sem er í 8 liðum.

4.2 Stjórn Sorpstöðvar Suðurlands bs. 113. fundur 20/4´04, sem er í 4 liðum.

  1. Fræðslunefnd, fundargerð 29. fundar - frestað á 32. fundi hreppsnefndar:

Lögð fram fundargerð 29. fundar fræðslunefndar, dagsett 26/4´04, sem er í 6 liðum.

 

5.1 Lögð fram umsögn fræðslunefndar um tillögur í skýrslu RHA um skólarekstur í Rangárþingi ytra:

Fræðslunefnd leggur til að skólahverfi Grunnskólans á Hellu og Þykkvabæjarskóla verði sameinuð frá og með næsta hausti, þ.e. farin verði leið 2 í skýrslu RHA. Eftirleiðis verði rekinn einn skóli, "Helluskóli" með starfsstöðvar á Hellu og e.t.v. í Þykkvabæ að hluta. Lagt er til að kennslu í Þykkvabæjarskóla verði hætt í núverandi mynd, en forráðamönnum Helluskóla og fræðslunefnd verði falið að móta tillögur um hugsanlega nýtingu húsnæðisins í Þykkvabæ fyrir skólahald Helluskóla ef möguleiki er fyrir því.

 

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

 

Tillaga v. fundargerðar 29. fundar Fræðslunefndar Rangárþings ytra.

Undirritaðir fulltrúar í minnihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra taka undir hugmyndir Þrastar Sigurðssonar í fundargerð Fræðslunefndar Rangárþings ytra frá 26. apríl sl. Það er í okkar huga algjört grundvallaratriði þegar verið er að fjalla um jafn viðkvæman og viðamikinn málaflokk eins og fræðslumálin að stigið sé varlega til jarðar og málin séu greind með tilliti til heildarhagsmuna þ.e. út frá samfélagslegum, atvinnulegum og ekki síst búsetulegum skilyrðum. Það er að okkar mati grundvallaratriði að byrja á leið 1. (RHA mars 2004) þ.e. að sameina yfirstjórn fræðslumála í Rangárþingi ytra. Síðan er eðlilegt að sveitarstjórn Rangárþings ytra móti sér framtíðarstefnu í fræðslumálum, án afskipta sveitarstjórna nágranna sveitarfélaga, með það að markmiði að allt skólahald í sveitarfélaginu verði undir sama þaki og undir einni stjórn.

Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Viðar H. Steinarsson.

 

Lagt er til að vísa tillögunni til fræðslunefndar til umfjöllunar.

 

Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (V.H.S.).

 

Tillaga að afgreiðslu á umsögn og tillögu fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps um sameiningu skólahverfa Grunnskólans á Hellu og Þykkvabæjarskóla, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 5. maí 2004.

Undirritaðir fulltrúar D-lista í hreppsnefnd Rangárþings ytra leggja til, að tillaga fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps í 3. tölulið fundargerðar 29. fundar þ. 26/4’04, verði samþykkt. Lagt er til, að skólahverfi Grunnskólans á Hellu og Þykkvabæjarskóla verði sameinuð í eitt frá og með skólaárinu 2004 - 2005 og að kennsla verði á vegum Grunnskólans á Hellu eftirleiðis. Lagt er til að fræðslunefnd verði falið að móta tillögu til sveitarstjórnar í samráði við stjórnendur Grunnskólans á Hellu um að hluti af kennslu þess skóla verði í núverandi húsnæði Þykkvabæjarskóla. Með þessu verði stefnt að nýtingu húsnæðis Þykkvabæjarskóla áfram sem skólahúsnæðis.

Undirritaðir fulltrúar D-lista leggja áherslu á, að fræðslunefnd skoði frekari þróun í skólastarfi í samræmi við tillögur sem fram hafa komið.

Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson og Ingvar Pétur Guðbjörnsson.

 

Samþykkt með 5 atkvæðum, 3 á móti (H.H., V.H.S., E.V.G.), 1 situr hjá (L.B.).

 

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (H.H., E.V.G., V.H.S.).

 

Lögð fram eftirfarandi bókun:

Vegna tillögu D-lista um að fella Þykkvabæjarskóla undir grunnskólann á Hellu, vill fulltrúi B-lista koma því á framfæri aðer um margt sammála þeim tillögum sem fram hafa komið og stuðla að hagræðingu í skólakerfinu en telur full geyst farið í þeim málum. Leggja hefði þurft meiri vinnu í hugmyndirnar í samvinnu við starfsfólk skólanna, foreldra og íbúa áður en ákvörðun var tekin. Lúðvík Bergmann.

 

Lögð fram eftirfarandi bókun:

Vegna afgreiðslu á tillögu meirihluta sveitarstjónar um að leggja af Þykkvabæjarskóla frá og með skólaárinu 2004-2005. Við undirritaðir fulltrúar í sveitarstjórn Rangárþings ytra mótmælum harðlega þeirri ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra að leggja niður Þykkvabæjarskóla næsta haust. Við teljum að ekki hafi farið fram nægjanleg umræða í sveitarstjórn, hjá starfsfólki skólanna og foreldrum barna sem og hjá almenningi í sveitarfélaginu um málið. Þetta mun að okkar áliti verða til þess að ekki muni nást fram sú sátt um málið sem nauðsynleg er til að markmið um fjárhagslegan, faglegan og félagslega ávinning náist. Að öðru leyti vísum við í tillögu þá sem við lögðum fram um málið og vísað var til umsagnar hjá fræðslunefnd. Þar kom fram að við teljum að ekki skuli gera breytingu á skólahaldi næsta skólaár en nota tímann til að móta heildstæða tillögu um framtíðarfyrirkomulag skólamála í Rangárþingi ytra og nái um það almennri sátt.

Viðar H. Steinarsson, Eggert, V. Guðmundsson, Heimir Hafsteinsson.

 

Lögð fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar D-lista benda á, vegna ummæla um að ekki hafi gefist nægur tími til umfjöllunar um málið, að haldnir voru kynningarfundir með foreldrum og starfsmönnum skólanna þar sem skýrsla og tillögur RHA voru rækilega kynntar. Skýrslan var sérstaklega kynnt fyrir sveitarstjórn Rangárþings ytra, fræðslunefnd, skólastjórnendum og fulltrúum kennara og foreldra. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá fræðslunefnd sem skilað hefur tillögu sinni um afgreiðslu málsins. Vegna hagsmuna allra sem að málinu standa, er nauðsynlegt að taka ákvörðun um framtíð skólahalds í Þykkvabæ og draga það ekki á langinn.

Með þessari ákvörðun er framvinda málsins til úrvinnslu hjá skólastjórnendum og fræðslunefnd sem hafa munu samráð við alla hagsmunaaðila.

Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson og Ingvar Pétur Guðbjörnsson.

 

  1. Samráðsnefnd sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps - fundargerð 5. fundar :

Lögð fram fundargerð 5. fundar samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, dagsett 19/4´04, sem er í 4 liðum.

 

Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu á 6. lið til næsta fundar hreppsnefndar.

 

  1. Atvinnu- og ferðamálanefnd - fundargerð 17. fundar:

Lögð fram fundargerð 17. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar, dagsett 19/4´04, sem er í 10 liðum.

 

7.1 Lögð fram tillaga atvinnu- og ferðamálanefndar að framkvæmd úthlutunar úr Atvinnueflingarsjóði Rangárþings ytra árið 2004.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (H.H., E.V.G., V.H.S.).

 

7.2 Lögð fram umsögn atvinnu- og ferðamálanefndar um erindi Gunnars Þorgilssonar og tillögu Heimis Hafsteinssonar, Eggerts Guðmundssonar, og Viðars H. Steinarssonar, varðandi álagningu fjallskilagjalda vegna Holtamannaafréttar.

 

7.3 Tekið fyrir erindi Gunnars Þorgilssonar og tillaga Heimis Hafsteinssonar, Viðars H. Steinarssonar og Eggert V. Guðmundssonar um fjallskil vegna Holtamannaafréttar.

 

Samþykkt samhljóða að fresta liðunum 7.2 og 7.3 til næsta fundar hreppsnefndar.

 

Fundargerðin samþykkt utan 1. töluliðar sem borinn var upp sérstaklega og 2. töluliðar (frestað sbr. 7.2 og 7.3) með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (H.H.).

 

  1. Málflutningsskrifstofan 2/4´04 - umsögn um erindi Magnúsar Klemenssonar:

Lagt fram bréf frá Málflutningsskrifstofunni, dagsett 2/4´04, þar sem fram kemur álit Málflutningsskrifstofunnar varðandi kaup á jörðunum, Fossi og Árbæ á Rangárvöllum á 9. áratug síðustu aldar.

Lögð fram tillaga um að kynna Magnúsi Klemenssyni álit Málflutningsskrifstofunnar og gefa honum tækifæri til að gera athugasemdir.

  1. Nefndarkjör:

9.1 Lögð fram tillaga um að Fjóla Runólfsdóttir komi inn sem aðalmaður í umhverfisnefnd Rangárþings ytra í stað Hafdísar Sigurðardóttur, sem flyst búferlum úr sveitarfélaginu og að Páll Viðarsson, verði varamaður í nefndinni.

 

Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (H.H., E.V.G.).

 

9.2 Lögð fram tillaga um Sigrúnu Leifsdóttur og Halldóru Gunnarsdóttur sem varamenn í fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps í stað Jóhönnu Lilju Þrúðmarsdóttur og Regulu V. Rudin, sem eru starfsmenn skóla og því vanhæfir vegna þeirra starfa.

Samþykkt samhljóða.

  1. Landgræðsla ríkisins - upplýsingar varðandi leigukjör og leigutíma landsspildna:

Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins, dagsett 23/4´04, þar sem fram koma upplýsingar varðandi leigukjör og leigutíma landspildna sbr. ósk hreppsnefndar á 31. fundi hreppsnefndar 7/4´04.

 

10.1 Lagt er til að hreppsnefnd samþykki fyrir sitt leyti leigusamning milli Haraldar Einarssonar og Súsönnu Jónsdóttur annarsvegar og Landgræðslunnar hinsvegar um spildu úr landi Gunnarsholts. Frestað á 31. fundi hreppsnefndar 7/4´04.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. SASS - tillaga um stofnkostnaðarþátttöku í Íþróttamiðstöð Íslands, Laugarvatni:

Lagt fram bréf frá SASS, dagsett 6/4´04, með tilmælum um þátttöku í stofnkostnaði sveitarfélaga á Suðurlandi í Íþróttamiðstöð Íslands á Laugarvatni.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Sveitarstjórn Rangárþings ytra fagnar fram kominni tillögu um uppbyggingu Íþrótta- og Ólympíumiðstöðvar Íslands að Laugarvatni og samþykkir það framlag sem farið er fram á. Sveitarstjórn Rangárþings ytra bendir á nauðsyn þess að sveitarfélög á Suðurlandi standi einhuga að öllum þeim málum sem stuðlað geta að markvissri uppbyggingu, hvort sem er í atvinnu- eða afþreyingarmálum, sem varða sameiginlega hagsmuni sveitarfélaga á Suðurlandi.

 

 

  1. Þórhallur Ægir Þorgilsson - fjallskilagjöld vegna Holtamannaafréttar:

Lagt fram bréf frá Þórhalli Ægi Þorgilssyni, dagsett 12/4´04, þar sem fram koma fyrirspurnir um álagningu fjallskilagjalda vegna Holtamannaafréttar.

Lagt er til að afgreiðslu erindisins verði frestað og það sent til samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps til umsagnar.

 

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

13.1 Oddastefna, árleg ráðstefna Oddafélagsins 22/5´04, í Odda á Rangárvöllum.

 

  1. Annað efni til kynningar:

14.1 Bæjarráð Árborgar 1/4´04 - um málefni hestamiðstöðvar á Rangárbökkum.

14.2 Félagsheimilið Brúarlundur - ársuppgjör fyrir árið 2003.

14.3 Ályktun fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga 23/4´04, um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

14.4 Tillögur að breytingu á lögum Sambands íslenskra sveitarfélaga - kynnt á fundi fulltrúaráðs 23/4´04.

14.5 Töflur um skipan fulltrúaráðs og skiptingu landsþingsfulltrúa eftir núgildandi lögum og einnig samkvæmt tillögum að breytingum á lögum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

14.6 Tillögur og greinagerð verkefnisstjórnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins 15/4´04 - flutningur verkefna á milli ríkis og sveitarfélaga og tímaáætlun - lagt fram á fundi fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga 23/4´04.

14.7 Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998, m.s.br. - kynnt á fundi fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga 23/4´04.

14.8 Félagsmálastjóri Rangárvallasýslu og Mýrdalshrepps; tillögur um uppbyggingu félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 1. hluti félagslegrar heimaþjónustu.

14.9 Umhverfisráðuneytið 27/4´04 - úrskurður um mat á umhverfisáhrifum vegna virkjunar Þjórsár við Núp.

 

Vísað til umhverfisnefndar Rangárþings ytra til kynningar.

 

14.10 Umhverfisráðuneytið 27/4´04 - úrskurður um mat á umhverfisáhrifum vegna Urriðafossvirkjunar í Þjórsá.

 

Vísað til umhverfisnefndar Rangárþings ytra til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:30.

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.