Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 16:00.
Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Þröstur Sigurðsson, varamaður Eggerts V. Guðmundssonar, Sigurbjartur Pálsson, Lúðvík Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Valtýr setti fund og stjórnaði honum.
Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá: Nýr 12. liður bætist við og færast aðrir liðir aftur sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
- Ársreikningar Rangárþings ytra og tengdra stofnana fyrir árið 2003 - síðari umræða:
Ársreikningur Rangárþings ytra, menningarmiðstöðvarinnar að Laugalandi, leikskólans Lauglandi, leiguíbúða að Laugalandi og eignasjóðs Laugalandsskóla fyrir árið 2003 - lagðir fram til síðari umræðu.
Ársreikningarnir samþykktir með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (H.H., V.H.S., Þ.S.).
Bókun vegna Ársreikninga 2003 fyrir Rangárþing ytra og stofnanir í sameiginlegri eigu Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Nú liggur fyrir fyrsta samanburðarhæfa uppgjörið í hinu sameinaða sveitarfélagi Rangárþingi ytra. Við samanburð á afkomu og rekstri samantekins A og B hluta sveitarsjóðs kemur eftirfarandi í ljós :
|
2002 |
2003 |
Mism. kr. |
Hlutf.br. % |
Heildartekjur A og B hluta |
495,1 |
539,1 |
44,0 |
8,89% |
Rekstrargjöld m. fjárm.liðum |
533,0 |
596,7 |
63,7 |
11,95% |
Rekstrarniðurstaða (neikvæð) |
(37,9) |
(57,6) |
-19,7 |
51,98% |
Rekstrargj. í hlutf. af rekstrartekj. |
107,7% |
110,7% |
|
|
|
|
|
|
|
Heildareignir A og B hluta |
1.109,4 |
1.033,9 |
-75,5 |
-6,81% |
Skuldir og skuldbind. A og B hluta |
554,1 |
535,3 |
-18,8 |
-3,39% |
Samant. eigið fé A og B hluta |
555,3 |
497,6 |
-57,7 |
-10,39% |
|
|
|
|
|
Veltufé frá/(til) rekstri/ar A og B hl. |
2,9 |
(8,0) |
(10,9) |
|
Fjárfestingar A og B hluta |
174,7 |
17,4 |
-157,3 |
|
Eins og að ofan greinir þá hækka tekjur um 44 millj. kr. á meðan gjöld hækka um tæplega 64 millj. kr. milli ára. Veltufé frá rekstri sveiflast niður um tæplega 11 milljónir kr. Fjárhæð sem rekja má til ýmissa gæluverkefna meirihluta sveitarstjórnar á árinu 2003 samanber ákvörðun meirihlutans um að ráða oddvita sveitarfélagsins til lítt skilgreindra verkefna.
Endurskoðendur sveitarfélagsins hafa sett fram alvarlegar ábendingar og athugasemdir við gerð ársreikninga 2002 og 2003. Í endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings 2002 kemur fram að það vanti árlega 20,8 milljónir kr. til að standa við afborganir langtímalána sveitarfélagsins að óbreyttum forsendum um tekjur og rekstrargjöld. Bent er á nauðsyn þess að yfirfara tekjur og gjöld allra stofnana og gæta hagkvæmni svo snúa megi af þessari braut. Í endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings 2003 er enn fastara kveðið að orði, þar sem ýtrekuð eru tilmæli vegna ársins 2002 og jafnframt “að rekstrartekjur, ársins 2003, duga ekki til greiðslu rekstrargjalda og því ekki svigrúm til afborgana lána né fjárfestinga nema tilkomi frekari lántökur. Ljóst er að náist ekki árangur á því sviði, þ.e. yfirfara rekstrartekjur og -gjöld, mun sveitarfélagið lenda í verulegum rekstrar- og greiðsluerfiðleikum”.
Eins og áður hefur komið fram þá er hér fast að orði kveðið og augljóst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er alvarleg og versnar á milli ára, þrátt fyrir hækkaðar álögur á íbúa. Rekstrargjöldin halda áfram að hækka og miðað við framgöngu meirihluta sveitarstjórnar það sem af er yfirstandandi rekstrarári þá eru horfurnar ekki góðar. Rekstur sveitarfélagsins er kominn í ákveðinn vítahring sem þarf að rjúfa.
Í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna þriggja sem mynda nú Rangárþing ytra var oft og einatt talað um hagkvæmni við að sameina þessi sveitarfélög, hið ofnotaða orðskrípi samlegðaráhrif kemur upp í hugann. Niðurstöður ársreikningsins segja okkur að samlegðaráhrifin koma ekki af sjálfu sér og þá kemur annað orð upp í hugann en það er þyrnirósarsvefn, því það er augljóst að það fyrirbæri hrjáir meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra. Það er orðið tímabært að fara að horfa á rekstur þessa sveitarfélags sem eina heild og marka stefnu til framtíðar. Hvar á að halda úti þjónustu og þá hvaða þjónustu? Á að byggja upp marga kjarna í sveitarfélaginu? Það eru fjöldamörg grundvallaratriði sem verður að fara að taka á. Kallað er eftir stefnu meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra.
Undirritaðir fulltrúar minnihluta sveitarstjórnar Rangáþings ytra hafa lagt fram hugmyndir er lúta að fræðslumálum, málefnum grunnskólanna og leikskólanna. Lagðar hafa verið fram tillögur varðandi fyrirkomulag viðhalds fasteigna og verkefna á vegum sveitarfélagsins. Tillögur sem lúta að aukinni hagkvæmni í rekstri og eru stefnumarkandi að mörgu leyti.
Sú stund er upp runnin að taka verður á rekstri þessa sveitarfélags, álögur hafa verið auknar en ekkert hefur verið aðhafst hvað varðar hagkvæmni í rekstrargjöldum. Staðreyndirnar blasa við, að öllu óbreyttu stefnir þetta nýja sveitarfélag á fornar slóðir eins forvera síns, á Válista Félagsmálaráðuneytisins.
Undirritaðir : Heimir Hafsteinson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson.
Bókun fulltrúa D-lista í hreppsnefnd Rangárþings ytra vegna bókunar fulltrúa K og Ó lista um ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2003, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 19. maí 2004.
Undirritaðir fulltrúar D-lista í hreppsnefnd Rangárþings ytra árétta eftirfarandi atriði vegna ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2003:
Fram kemur í bókun K og Ó lista að veltufé frá rekstri hafi lækkað um kr. 10,9 mkr. Ástæða er til þess að benda á, að handbært fé frá rekstri sýnir bata um 33 mkr.
Fulltrúar K og Ó lista benda á lækkun í fjárfestingu milli áranna 2002 og 2003. Fyrri sveitarfélög, Djúpárhreppur og Holta- og Landsveit, voru í mjög stórum fjárfestingum á síðustu árum sínum í rekstri. Eðlilegt er að fjárfestingar minnki nokkuð í kjölfar slíkra átaka sem reyna mjög á fjárhagslega getu sveitarfélagsins, annað væri ábyrgðarleysi.
Fulltrúar K og Ó lista ræða um “auknar álögur á íbúa”. Á árinu 2003 voru álögur á íbúa þvert á móti lækkaðar frá því sem gilti að meðaltali í fyrrverandi sveitarfélögum sem sameinuðust í Rangárþingi ytra.
Tekið er undir það, að ástæða er til þess að fara í saumana á rekstri sveitarfélagsins og skoða alla möguleika til hagræðingar og bata í rekstrarafkomu. Fulltrúar D-lista hafa með tillöguflutningi í sveitarstjórninni einmitt hafið markvissa vinnu á því sviði og má t.d. nefna eftirfarandi þætti; álagningarprósentum hefur verið breytt fyrir yfirstandandi ár, verið er að taka skref í rekstri grunnskóla sveitarfélagsins til hagræðingar og tekið verður upp aukið aðhald gagnvart rekstri stofnana sveitarfélagsins, þannig að hann verði innan samþykktra rammaáætlana.
Fulltrúar K og Ó lista ræða um Þyrnirósarsvefn og kalla eftir stefnumörkun D-lista. Vísað er til stefnumörkunar með fjárhagsáætlun fyrir árið 2004, þar sem fram kemur að unnið er markvisst að bættri afkomu sveitarsjóðs.
Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson og Ingvar Pétur Guðbjörnsson.
- Fundargerðir hreppsráðs:
2.1 Lögð fram fundargerð 44. fundar hreppsráðs, 13/5´04, sem er í 14 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
3.1 Umhverfisnefnd - 24. fundur 13/5´04, sem er í 9 liðum.
Hreppsnefnd tekur undir þau sjónarmið er fram koma í 8. lið fundargerðarinnar og vísar þeim til fræðslunefndar og stjórnenda grunnskólanna til skoðunar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Aðrar fundargerðir eru settar í sérliði á dagskránni.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
4.1 Stjórn Hitaveitu Rangæinga - 15. fundur 11/5´04, sem er í 9 liðum.
- Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps og samþykktir um rekstur og eignir á Lauglandi - frestað á 33. fundi hreppsnefndar:
5.1 Fundargerð 5. fundar samráðsnefndar sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps, 26/4´04, sem er í 4 liðum.
5.2 Lögð fram tillaga að "Samþykkt um rekstur sameiginlegra eigna og stofnana Rangárþings ytra og Ásahrepps á Laugalandi".
Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (G.I.G., H.H., V.H.S., Þ.S).
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (H.H., V.H.S., Þ.S.).
Lögð fram eftirfarandi bókun:
Bókun 19. maí 2004 vegna fundargerðar 5. fundar samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps og tillögu að samþykkt um rekstur sameiginlegra eigna og stofnana Rangárþings ytra og Ásahrepps á Laugalandi.
Undirritaðir fulltrúar minnihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra mótmæla því stjórnunarlega framsali sem hér virðist eiga að fara fram. Veltum upp þeirri spurningu hvort gjörningur sem þessi fær staðist lög og teljum rétt að það verði kannað áður en lengra er haldið.
Undirritaðir telja það algjörlega óviðunandi að rekstur stofnana á Laugalandi skuli vera með þeim hætti sem nú er og leggjum það til að núverandi rekstrarfyrirkomulagi verði breytt og að samið verði við Ásahrepp um að rekstur þessara stofnana verði alfarið í höndum Rangárþings ytra.
Viðar Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson.
- Atvinnu- og ferðamálanefnd - umsögn um erindi Gunnars Þorgilssonar frá 2/2´04, frestuð mál frá 28. og 33. fundum hreppsnefndar:
6.1 2. töluliður fundargerðar 17. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar 19/4´04 um fjallskilagjöld á Holtamannaafrétti.
6.2 Lögð fram umsögn atvinnu- og ferðamálanefndar, dagsett 20/4´04, um erindi Gunnars Þorgilssonar, frá 2/2´04, um álagninu fjallskilagjalda vegna Holtamannaafréttar og um tillögu fulltrúa K og Ó lista um að ekki skuli lögð fjallskilagjöld vegna Holtamannaafréttar.
6.3 Lögð fram bókun fulltrúa í minnihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra vegna fundargerðar 17. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar.
6.4 Lagt fram erindi Gunnars Þorgilssonar frá 2/2'04, um álagningu fjallskilagjalda vegna Holtamannaafréttar.
6.5 Lögð fram tillaga frá fulltrúum K og Ó lista um að ekki verði innheimt fjallskilagjöld vegna Holtamannaafréttar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga um afgreiðslu 6. liðar á dagskrá fundar sveitarstjórnar Rangárþings ytra haldinn á Laugalandi 19. maí 2004.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir að vísa öllum efnisliðum 6. liðar á dagskrá fundarins til samráðsnefndar um Holtamannaafrétt til umfjöllunar. Jafnframt er óskað eftir rökstuddri greinargerð um fyrirkomulag álagningar fjallskila fyrir Holtamannaafrétt með tilliti til fjallskilareglugerðar Rangárvallasýslu. Sveitarstjórn fer fram á það við samráðsnefnd Holtamannaafréttar að hún standi fyrir almennum fundi í fjallskiladeild Holtamannaafréttar, þar sem allir nytjarétthafar hafa tækifæri til að koma og ræða málefni Holtamannaafréttar og fyrirkomulag fjallskila. Að lokum hvetur sveitarstjórn Rangárþings ytra til þess að endurskoðunarnefnd fjallskilareglugerðar, sem starfar á vegum Héraðsnefndar Rangæinga, skili inn tillögum sínum um endurskoðaða fjallskilareglugerð sem allra fyrst svo hægt verði að birta nýja og samþykkta fjallskilareglugerð í markaskrá sem fyrirhugað er að gefa út seinni hluta sumars í ár.
Valtýr Valtýsson
Tillagan samþykkt samhljóða.
- Frá íþrótta- og æskulýðsnefnd:
Lagt fram bréf frá formanni íþrótta- og æskulýðsnefndar, dagsett 11/5´05,
7.1 Drög að samstarfssamningi við Ungmannafélagið Heklu.
7.2 Drög að samstarfssamningi við Ungmennafélagið Framtíðina.
7.3 Drög að samstarfssamningi við Íþróttafélagið Garp.
Framangreind drög samþykkt samhljóða með lítils háttar breytingum á 3. og 4. lið sem íþrótta- og æskulýðsnefnd er falið að útfæra.
- Ferðamálaverkefni í vesturhluta Rangárvallasýslu - lokaskýrsla:
Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands, dagsett 28/4´04, um lokaskýrslu vegna ferðamálaverkefnis í vesturhluta Rangárvallasýslu. Meðfylgjandi er lokaskýrslan.
Bókun vegna framlagningar lokaskýrslu ferðamálaverkefnis vesturhluta Rangárvallasýslu.
Undirritaðir fulltrúar minnihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra fagna að loks skuli vera komin fram lokaskýrsla umrædds verkefnis eftir 4 ára bið. Um efni þessarar skýrslu er ekki mikið að segja, ekkert nýtt kemur fram og ljóst að skýrslan er eingöngu samansafn tölulegra staðreynda sem hægt var að nálgast annarsstaðar.
Í ljósi þess að til þessa verkefnis var varið u.þ.b. 6,4 milljónum kr. af opinberu fé hlýtur afrakstur verkefnisins að valda vonbrigðum.
Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Undirritaðir leggja til að þessari skýrslu verði vísað til Atvinnu- og ferðmálanefndar og stjórnar ferðamálaverkefnis Rangárþings ytra, Ásahrepps og Mýrdalshrepps til umfjöllunar.
Heimir Hafsteinsson, Þröstur Sigurðsson og Viðar H. Steinarsson.
Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (L.B., I.P.G.).
- Götusmiðjan - umsókn um aðgengi að íþróttamannvirkjum fyrir nemendur Götusmiðjunnar:
Lagt fram bréf frá Götusmiðjunni, dagsett 2/5´04, þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttahúsi og sundlaug fyrir nemendur Götusmiðjunnar á Akurhóli.
Tekið er jákvætt í erindið og samþykkt samhljóða að vísa því til umsjónarmanns íþróttamannvirkja til útfærslu og tillögugerðar til sveitarstjórnar.
- Fannar Ólafsson, f.h. Vorlands ehf. - skipting úr jörðinni Háfshjáleigu:
Lagt fram bréf frá Fannari Ólafssyni, 310853-5189 dagsett 12/5´04, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til skiptingar á spildu út úr jörðinni Háfshjáleigu.
Sigurbjartur og Heimir tóku ekki þátt í umræðu og véku af fundi.
Lagt er til að afgreiðslu erindisins verði frestað og byggingafulltrúa falið að kanna hvort tilgreind landamerki Háfshjáleigu á meðfylgjandi teikningu að aðliggjandi jörðum séu rétt og ágreiningslaus.
Samþykkt samhljóða.
- Ferðaþjónusta Rangárþings - sala á lóðum úr jörðinni Leirubakka:
Lagt fram bréf, dagsett 8/5´04, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til sölu á 3 lóðum úr landi Leirubakka. Seljandi er Ferðaþjónusta Rangárþings, kt. 681002-3750 og kaupendur Jón Steinar Gunnlaugsson, kt. 270947-4179 og Karl Axelsson, kt. 100562-4219.
Samþykkt samhljóða og fallið er frá forkaupsrétti.
- Ágústa K. Hjaltadóttir - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar:
Lagt fram bréf frá Ágústu K. Hjaltadóttur, dagsett 17/5´04, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar að íbúðarhúsalóð í landi Haga, "Hnakkholti".
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
13.1 Veiðifélag Ytri-Rangár 13/5´04 - aðalfundur 22/5´04, kl. 13:30 í Árhúsum ehf.
Lögð fram tillaga um að fela Steinþóri Runólfssyni að fara með atkvæði Rangárþings ytra vegna Gaddstaða og Engilbert Olgeirssyni vegna Réttarness og Merkihvols.
Samþykkt samhljóða.
13.2 Umhverfisstofnun 7/5´04 - kynning á skýrslu um viðbúnað og viðbrögð vegna Vikartinds.
- Annað efni til kynningar:
14.1 Félagsmálaráðuneytið 11/5´04 - umburðabréf um skil á ársreikningum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga.
Heimir vék af fundi kl. 19:00.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:30.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.