35. fundur 16. júní 2004

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 16. júní 2004, kl. 18:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Eggert V. Guðmundsson, Sigurbjartur Pálsson, Lúðvík Bergmann, Heimir Hafsteinsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir, sem ritar fundargerð.

 

Valtýr setti fund og stjórnaði honum.

 

  1. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs:

1.1 Lögð fram tillaga um að Sigurbjartur Pálsson verði oddviti og Engilbert Olgeirsson varaoddviti til eins árs.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (HH, EVG, VHS, LB).

Nýr oddviti, Sigurbjartur Pálsson tekur við stjórn fundarins.

1.2. Lögð fram tillaga um að Sigurbjartur Pálsson og Ingvar Pétur Guðbjörnsson verði aðalmenn í hreppsráði af hálfu meirihluta hreppsnefndar og varamenn verði Engilbert Olgeirsson og Valtýr Valtýsson til eins árs.

Heimir Hafsteinsson leggur fram tillögu um að Viðar H. Steinarsson verði aðalmaður í hreppsráði af hálfu minnihluta hreppsnefndar og Heimir Hafsteinsson verði varamaður til eins árs.

Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (LB).

1.3 Tillaga lögð fram um að Ingvar Pétur Guðbjörnsson verði formaður hreppsráðs og Sigurbjartur Pálsson verði varaformaður.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá ( EVG, HH, VHS, LB).

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

2.1 Lögð fram fundargerð 45. fundar hreppsráðs, 27/5´04, sem er í 14 liðum.

Samþykkt samhljóða.

 

2.2. Lögð fram fundargerð 46. fundar hreppsráðs, 10/6´04, sem er í 10 liðum.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

3.1 Eignaumsjón - 14. fundur 21/5´04, sem er í 9 liðum.

 

  1. liður fundargerðarinnar:

Lagt er til að 7 leiguíbúðir verði seldar til Húsakynna bs.

Samþykkt fyrir hönd Rangárþings ytra með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (HH, VHS, EVG).

 

  1. liður fundargerðarinnar:

Tillaga frá Eignaumsjón um innréttingar í tengibyggingu íþróttamiðstöðvar. Áætlaður kostnaður 7-8 m.kr

Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (EVG. VHS. HH).

 

  1. liður fundargerðarinnar:

Tillaga frá Eignaumsjón um framkvæmdir að Laugalandi við götur, plön, opin svæði og sundlaug. Áætlaður kostnaður 4 m.kr.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (EVG, HH, VHS).

 

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt með 5 atkvæðum, 3 sitja hjá (EVG, HH, VHS),

1 fjarverandi (LB).

 

Lagt er til að kostnaði við framangreindar framkvæmdir verði mætt með lántöku.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 3 sitja hjá (EVG, HH, VHS), 1 fjarverandi (LB).

 

Bókun fulltrúa K- og Ó- lista.

Bókun vegna fjárútláta utan samþykktrar fjárhagsáætlunar að upphæð c.a. 12-14 milljóna króna. Undirritaðir undra sig á að meirhluti sveitarstjórnar ásamt fulltrúa Framsóknarflokksins skuli á miðju fjárhagsári samþykkja aukin útgjöld með tilheyrandi lántökum. Hluti áðurnefndra útgjalda er greinilega bráðabirgðalausn vegna aflagningar skólahalds í Þykkvabæ en að öðru leiti vegna skorts á fyrirhyggju. Með tilliti til fjárhagsstöðu sveitarsjóðs getum við undirritaðir fulltrúar minnihlutans ekki samþykkt þessi auknu útgjöld og skuldaaukningu.

Viðar H. Steinarsson, Heimir Hafsteinsson og Eggert V. Guðmundsson.

Bókun fulltrúa D- og B-lista vegna bókunar fulltrúa af K og Ó-listum um fjárútlát, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 16. júní 2004:

Aukin útgjöld eru eingöngu vegna óhjákvæmilegra aðgerða til að bæta aðstöðu Grunnskólans á Hellu og íþróttamiðstöðvarinnar. Einnig til þess að ljúka fyrsta verkáfanga við götur, plön og opin svæði á Laugalandi sem þegar var byrjað á. Tillögur um þessar framkvæmdir var ekki unnt að afgreiða með fjárhagsáætlun fyrir árið 2004, þar sem ekki var búið að móta tillögur um aðgerðir og svæðið á Laugalandi var í höndum verktaka sem átti eftir að semja við um verklok.

Engin tengsl eru á milli þessara framkvæmda og sameiningar skólahverfa eins og fullyrt er ranglega í bókun K og Ó-lista.

Framkvæmdir í tengibyggingu á milli sundlaugar og íþróttahúss eru hluti af frágangi tengibyggingarinnar sem hefur beðið frá því að íþróttahúsið var tekið í notkun. Þessar framkvæmdir nýtast mötuneyti skólans jafnframt því að vera nauðsynlegar vegna samkoma sem haldnar eru í íþróttahúsinu.

Full fyrirhyggja er varðandi þessar framkvæmdir og gát er höfð á fjárhagsstöðu sveitarsjóðs samhliða því að horfast verður í augu við óhjákvæmilegar framkvæmdir.

Sigurbjartur Pálsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Valtýr Valtýsson, Engilbert Olgeirsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Lúðvík Bergmann.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

Engin fundargerð liggur fyrir.

 

  1. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - húsnæði fyrir félagsmiðstöð:

Lagt fram bréf frá formanni íþrótta- og æskulýðsnefndar Rangárþings ytra, dagsett 7/6´04, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar varðandi hugsanlega leigu á húsnæði fyrir félagsmiðstöð.

 

Lagt er til að hafna fyrirliggjandi tilboði um hugsanlega leigu á húsnæði.

Samþykkt samhljóða.

 

Íþrótta- og æskulýðsnefnd falið að vinna áfram að könnun á möguleikum varðandi aðstöðu fyrir félagsmiðstöðina í samstarfi við starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar og skólayfirvöld.

Samþykkt samhljóða.

  1. Gjaldskrár, starfsreglur og samþykktir:

6.1 Drög að gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Rangárþingi ytra - síðari umræða.

Lögð fram umsögn skipulags- og bygginganefndar um drög að gjaldskrá um gatnagerðargjöld, 26/5´04.

Samþykkt með 7 atkvæðum, 1 á móti (HH), 1 situr hjá (VHS).

 

6.2 Tillaga að breytingum á starfsreglum Rangárþings ytra um veitingu viðbótarlána - síðari umræða.

Samþykkt samhljóða.

 

6.3 Tillaga að samþykkt um holræsi og holræsagjöld í Rangárþingi ytra - síðari umræða.

Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (HH).

 

6.4 Tillaga að samþykkt Rangárþings ytra um hreinsun fráveituvatns og reglubundna losun, vinnslu eða förgun seyru - síðari umræða.

Samþykkt samhljóða.

 

6.5 Tillaga að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra - síðari umræða.

Lögð fram tillaga að smávægilegri breytingu á 7. gr. tillögunnar.

Samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

 

6.6 Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um tillögur að samþykktum skv. liðnum 6.3, 6.4 og 6.5, 11/5´04. Til kynningar.

Haft verður samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna smávægilegra breytinga á tillögu 6.5.

 

6.7 Tillaga um samþykkt um hundahald í Rangárþingi ytra - síðari umræða.

Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um tillögu að samþykkt um hundahald, 11/5´04.

Lögð fram tillaga að smávægilegri breytingu á 1. og 2. mgr. 4. gr. tillögunnar.

Samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

 

Haft verður samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna smávægilegra breytinga á tillögu 6.7.

 

  1. Grunnskólinn Hellu - umhverfisverkefni nemenda:

Lagt fram bréf frá Grunnskólanum á Hellu, móttekið 9/6´04 þar sem vakin er athygli á umhverfisverkefni nemenda skólans. Einnig er óskað eftir að léttum sorpgámi verði komið fyrir við skólahúsið með það fyrir augum að taka megi upp sorpflokkun.

 

Erindi varðandi umhverfisverkefni nemenda er vísað til deiliskipulagsgerðar.

Erindi varðandi sorpgáma er vísað til Eignaumsjónar, skólastjórnenda og forstöðumanns íþróttamannvirkja til úrvinnslu.

 

Samþykkt samhljóða.

  1. Grunnskólinn Hellu - afmörkun skólalóðar:

Lagt fram bréf frá Grunnskólanum á Hellu, móttekið 9/6´04, þar sem farið er fram á afmörkun skólalóðarinnar.

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til starfsmanns eignaumsjónar, skólastjórnenda og forstöðumanns íþróttamannvirkja til úrvinnslu og tillögugerðar.

  1. Sigrún og Pálína - nafn á fjölnotahúsið í Þykkvabæ:

Lagt fram bréf frá Sigrúnu húsverði og Pálínu fóstru, dagsett 24/5´04, þar sem sagt er frá hugmynd um nafngift á fjölnotahúsi í Þykkvabæ.

Samþykkt samhljóða að vísa bréfinu til íþrótta- og æskulýðsnefndar til úrvinnslu.

  1. Skipulags- og byggingarfulltrúi - yfirbyggt tamningagerði:

Lagt fram bréf frá skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings ytra, dagsett 7/6´04, vegna umsóknar um að fá að reisa tamningagerði og um framtíð núverandi hesthúsahverfis á Hellu.

 

Lögð fram tillaga um að myndaður verði vinnuhópur sveitarstjórnar og félags hesthúsaeigenda um framtíðarstefnumörkun fyrir hesthúsahverfi á Hellu.

Lagt er til að sveitarstjórn skipi 3 menn í vinnuhópinn og að félag hesthúsaeigenda skipi 1-3.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt samhljóða að Sigurbjartur Pálsson, Ingvar P. Guðbjörnsson og Viðar H. Steinarsson verði í vinnuhópnum af hálfu sveitarstjórnar.

 

Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu umsóknar um byggingu tamningagerðis.

  1. Landsvirkjun - Norðlingaöldulón og aðalskipulag Rangárþings ytra 2002-2014:

Lagt fram bréf frá Landsvirkjun, dagsett 4/6´04, vegna aðalskipulags Rangárþings ytra 2002-2014 með tilliti til fyrirhugaðrar Norðlingaölduveitu.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til samráðsnefndar um Holtamannaafrétt.

  1. Lilja G. Gunnarsdóttir - stofnun nýbýlis "Grásteinn 2":

Lagt fram bréf frá Lilju G. Gunnarsdóttur, dagsett 8/6´04, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til stofnunar nýbýlis "Grásteinn 2" sem er spilda (100ha) úr landi Grásteins í Landsveit.

Ekki er gerð athugasemd við stofnun nýbýlisins "Grásteins 2".

 

  1. Kjörskrá fyrir forsetakosningar 2004:

Lögð fram kjörskrá Rangárþings ytra vegna forsetakosninga 2004.

 

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

Ekkert liggur fyrir undir þessum lið.

 

  1. Annað efni til kynningar:

15.1 Hekla handverkshópur 8/6´04 - umsókn um styrk úr Atvinnueflingarsjóði (áframsent til Atvinnueflingarsjóðs).

15.2 Dagskrá heimsóknar íþróttanefndar ríkisins á sambandssvæði HSK 22/6´04.

15.3 Félagsmálaráðuneytið 4/6´04 - staðfesting á breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra.

15.4 Samband íslenskra sveitarfélaga 8/6´04 - kynning á norrænu hugmyndahefti um Staðardagskrá 21.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 23:15

 

Ingibjörg Gunnarsdóttir, ritari.