Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 7. júlí 2004, kl. 16:00.
Mætt: Sigurbjartur Pálsson, Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Fjóla Runólfsdóttir, varamaður Ingvars Péturs Guðbjörnssonar, Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Lúðvík Bergmann, Sigrún Ólafsdóttir situr fundinn eftir afgreiðslu 4. og 5. liðar sem varamaður Engilberts Olgeirssonar og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Sigurbjartur setti fund og stjórnaði honum.
Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá: Nýr 2.2 liður bætist við, nafn á lið 5 breytist í "Fræðslunefnd, 33. fundur" og liðir 5.1 og 5.2 bætist við. Einnig bætast við liðirnir 10.2, 10.3 og 14 og færast aðrir liðir aftur sem þessu nemur.
Samþykkt með 8 atkvæðum 1 situr hjá (E.V.G.).
Eggert V. Guðmundsson tekur fram að sér finnist of mikið bætast við dagskrá fundarins sem ekki var í fundarboði og því sitji hann hjá.
Samþykkt samhljóða að liðir nr. 4 og 5 verði ræddir á undan lið nr. 1 þar sem Engilbert víkur af fundi að afgreiðslu á þeim loknum.
- Fundargerðir hreppsráðs:
1.1 Lögð fram fundargerð 47. fundar hreppsráðs, 24/6´04, sem er í 15 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
2.1 Fræðslunefnd - fundargerð 32. fundar 24/6´04, flutt í 4. efnislið.
2.2 Fræðslunefnd - fundargerð 33. fundar 6/7´04, flutt í 5. efnislið.
2.3 Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 7. fundur 28/6´04, sem er í 4 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands - 241. fundur 25/6´04, sem er í 5 liðum.
- Fræðslunefnd - fundargerð 32. fundar:
Fræðslunefnd - fundargerð 32. fundar 24/6´04, sem er í 6 liðum, lögð fram.
4.1 Úrvinnsla úr viðhorfakönnun meðal foreldra í júní 2004.
Til kynningar.
4.2 Bréf frá Hafdísi Garðarsdóttur, dagsett 11/6´04.
Til kynningar.
- Ákvörðun um skipulag skólastarfs Grunnskólans á Hellu, skólaárið 2004 - 2005.
Í samræmi við bókun í 3. lið fundargerðar fræðslunefndar frá 24/6´04 er lagt til að öll kennsla í skólahverfi Grunnskólans á Hellu verði á Hellu skólaárið 2004 - 2005.
Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (H.H., E.V.G., V.H.S, L.B.)
Bókun vegna afgreiðslu fundargerðar 32. fundar fræðslunefndar Rangárþings ytra:
Undirritaðir hafa lagt áherslu á að byggður verði upp einn skóli í sveitarfélaginu á Hellu. Á tilteknu tímabili væri unnið að uppbyggingu eins grunnskóla í sveitarfélaginu og að Þykkvabæjarskóli og Laugalandsskóli væri nýttir á meðan gerðar væru ráðstafanir og framtíðarplön um skólahald á Hellu. Þessi ráðstöfun nú að ekki verði um frekara skólahald að ræða í Þykkvabæ samræmist ekki þeim hugmyndum sem lagðar hafa verið fram af hálfu undirritaðra og það að ekki skuli horft til skólahverfisins að Laugalandi í hagræðingarskyni vekur enn og aftur furðu.
Undirritaðir leggja áherslu á að allt skólahald sveitarfélagsins veri tekið til endurskoðunar og unnið verði að því á næstu árum að sameina allt skólahald sveitarfélagsins á Hellu og að þá verði farið í þá vinnu að finna Þykkvabæjarskóla og Laugalandsskóla hlutverk við hæfi.
Undirritaðir: Eggert V. Guðmundsson, Viðar H. Steinarsson, Heimir Hafsteinsson.
Engilbert Olgeirsson víkur af fundi kl. 17:00 og Sigrún Ólafsdóttir tekur sæti hans.
- Fræðslunefnd - fundargerð 33. fundar:
Fræðslunefnd - fundargerð 33. fundar, 6/7´04, sem er í 5 liðum, lögð fram.
5.1 Grunnskólinn Hellu 30/6´04 - umsókn um fjölgun sérkennslustunda, fjölgun stunda vegna nýbúafræðslu og um viðbótarstöðu stuðningsfulltrúa.
Samþykkt með 8 atkvæðum 1 situr hjá (E.V.G.) og kostnaðarauka vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2004.
5.2 Laugalandsskóli 7/7´04 - umsókn um vikulegan kennslustundafjölda skólaárið 2004 - 2005.
Samþykkt með 6 atkvæðum 3 sitja hjá (H.H., E.V.G., V.V.)
Fundargerðin samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (V.V., E.V.G.).
- Landbúnaðarráðuneytið - samþykki við byggingabréfi um Þjóðólfshaga 2:
Lagt fram bréf frá landbúnaðarráðuneytinu, dagsett 23/6´04, þar sem óskað er eftir samþykki við byggingabréfi um Þjóðólfshaga 2. Leigutaki er Stefán Þór Sigurðsson, kt. 010771-3909 og
leigusali er Landbúnaðarráðherra, f.h. jarðardeildar landbúnaðarráðuneytisins.
Samþykkt samhljóða.
- Fasteignamiðstöðin - afstaða til sölu á spildu úr Stóru-Völlum:
Lagt fram bréf frá Fasteignamiðstöðinni, dagsett 10/6´04, þar sem óskað er eftir samþykki við sölu á spildu úr jörðinni Stóru-Völlum.
Kaupendur eru Gunnar Bjarnason, kt. 150849-0049 og Vilmar Þór Kristinsson, kt. 050648-4439 og seljandi er Óðinn Pálsson, kt. 070227-4289.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við söluna og fallið er frá forkaupsrétti.
- Lax-á ehf. - afstaða til sölu á spildu úr landi Rangár:
Lagt fram bréf frá Lax-á ehf., móttekið 29/6´04, þar sem óskað er eftir samþykki við sölu á spildu úr jörðinni Rangá.
Seljandi er Þór Pálsson, kt. 070227-3989 og Kaupandi er Lax-á ehf., kt. 690589-1419.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við söluna og fallið er frá forkaupsrétti.
- Gunnar Örn Gunnarsson - afstaða til sölu á spildu úr Háfshjáleigu:
Lagt fram bréf frá Gunnari Erni Gunnarssyni, 200258-3209, dagsett 25/6´04, þar sem óskað er eftir samþykki við kaupum hans á spildu úr Háfshjáleigu. Seljandi er Vorland ehf., kt. 481096-2279.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við söluna og fallið er frá forkaupsrétti.
- Sýslumaður á Hvolsvelli:
10.1 Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Hvolsvelli, dagsett 29/6´04, þar sem óskað er eftir afstöðu til umsóknar um veitingaleyfi fyrir Árhús ehf.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna með fyrirvara um jákvæðar umsagnir annarra umsagnaaðila.
10.2 Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Hvolsvelli, dagsett 2/7´04, þar sem óskað er eftir afstöðu til umsóknar um gistileyfi fyrir Norðurver-Fet.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna með fyrirvara um jákvæðar umsagnir annarra umsagnaaðila.
10.3 Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Hvolsvelli, dagsett 5/7´04, þar sem óskað er eftir starfsleyfi vegna Bindindismótsins i Galtalækjarskógi 30/7-2/8´04.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna með fyrirvara um jákvæðar umsagnir annarra umsagnaaðila.
Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að afgreiða beiðnir um umsagnir um veitinga- og gistileyfi og aðrar sambærilegar umsagnir, milli funda sveitarstjórna og þær verði síðan lagðar fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
- Kvikmyndatökur í Þykkvabæ og á Hellu haustið 2004:
Lagt fram bréf frá Little trip ehf., dagsett 1/7´04, þar sem sagt er frá hugmynd að taka upp hluta af kvikmynd í Þykkvabæ og á Hellu haustið 2004 og óskað eftir stuðningi sveitarstjórnar við framkvæmdir og tökur kvikmyndarinnar.
Sveitarstjórn fagnar hugmyndum um verkefnið og gerir ekki athugasemd við framkvæmdina með fyrirvara um samþykki umráðaaðila lands og fasteigna.
- Umboð til hreppsráð til þess að ljúka afgreiðslu mála í sumarfríi hreppsnefndar:
Lagt er til að næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verði 1/9´04 og hreppsráð verði falið að ljúka afgreiðslu mála í sumarfríi hreppsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
- EBÍ hf. - um styrkveitingar og frest til að sækja um styrki 2004:
Lagt fram bréf frá Brunabótafélagi Íslands, dagsett 24/6´04, þar sem sagt er frá úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ.
Lagt er til að vísa erindinu til umhverfisnefndar, atvinnu- og ferðamálanefndar og menningarmálanefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Vegagerðin - úthlutun á styrkvegafé og heimild til útborgunar til RHS ehf.:
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dagsett 2/7´04, þar sem fram kemur að Rangárþingi ytra hafi verið úthlutað kr. 3.500.000.-, til endurbóta á styrkvegum í sveitarfélaginu árið 2004.
Lagt er til að sveitarstjóra verði heimilað að greiða kr. 1.900.000.- til Rangárbakka Hestamiðstöðvar Suðurlands ehf., sem er væntanlegur hlutur þess fyrirtækis af framangreindum styrk vegna styrkvega á Gaddstaðaflötum.
Að öðru leyti er ráðstöfun fjárins vísað til samgöngunefndar.
Samþykkt samhljóða
- Starfsmannamál.
Lagt fram erindi frá skipulags- og byggingafulltrúa, varðandi rekstur á bíl fyrir embætti skipulags- og byggingafulltrúa, sem vísað var til hreppsnefndar á síðasta fundi hreppsráðs.
Lagt er til að erindinu verði frestað og oddvita og sveitarstjóra verði falið að ræða við skipulags- og byggingafulltrúa um bifreiðamál embættisins.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
16.1 Klúbburinn Strókur 14/6´04 - umsókn um styrk.
Lagt er til að erindinu verði frestað og frekari upplýsinga aflað.
Samþykkt samhljóða.
16.2 Landsmót UMFÍ 25/6´04 - umsókn um styrk.
Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 25.000.-.
- Annað efni til kynningar:
17.1 Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga 23/6´04 - umburðabréf vegna fjárhagsáætlana fyrir árið 2004.
17.2 Orlof húsmæðra 20/6´04 - ársskýrsla og ársreikningur fyrir árið 2003.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:00.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.