37. fundur 01. september 2004

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 1. september 2004, kl. 16:00.

 

Mætt: Sigurbjartur Pálsson, Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Þröstur Sigurðsson, varamaður Heimis Hafsteinssonar, Eggert V. Guðmundsson, Lúðvík Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Sigurbjartur setti fund og stjórnaði honum.

 

Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; nýr 9. liður bætist við og færast aðrir liðir aftur sem því nemur.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 Lögð fram fundargerð 48. fundar hreppsráðs, 22/7´04, sem er í 13 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

1.2 Lögð fram fundargerð 49. fundar hreppsráðs, 4/8´04, sem er í 14 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

1.3 Lögð fram fundargerð 50. fundar hreppsráðs, 25/8´04, sem er í 16 liðum.

 

Bókun vegna 3. liðar í fundargerð hreppsráðs R.y. frá 25. ágúst 2004. Varðar mötuneyti Grunnskólans á Hellu.

Undirritaðir fulltrúar minnihlutans átelja harðlega þá tilhögun sem meirihluti sveitarstjórnar ætlar sér að hafa á rekstri mötuneytis Grunnskólans á Hellu skólaárið 2004-2005.

Þó liggi fyrir bókun sveitarstjóra um að allrar mögulegrar hagkvæmni hafi verið gætt til að halda kostnaði í lágmarki þykir ljóst að valin hafi verið sú leið sem við teljum óhagkvæmust af öllum þeim leiðum sem til greina komu.

Ekki voru kannaðir aðrir kostir s.s. að leita tilboða í verð á aðkeyptum mat eins og víða er að ryðja sér til rúms hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum. Ekki virðist heldur hafa verið skoðaður sá möguleiki að samnýta mötuneyti sem sveitarfélagið rekur nú þegar á Laugalandi.

Eftir 35. fund sveitarstjórnar Rangárþings ytra dags. 16. júní 2004 lá fyrir formleg ákvörðun um að koma mötuneyti Grunnskólans á Hellu fyrir í tengibyggingu Íþróttahússins á Hellu. Fjárveiting samkvæmt framlagðri kostnaðaráætlun uppá 7-8 millj. kr. var samþykkt á sama fundi sveitarstjórnar. Ákvörðun þessari fylgdi að framkvæmdir skyldu fara fram sumarið 2004 og vera lokið fyrir skólaárið 2004-2005. Undrun vekur að nú í upphafi umrædds skólaárs hefur ekkert af áætluðum framkvæmdum litið dagsins ljós.

Sú bráðabirgðalausn sem valin hefur verið nú til að geta tekið á móti mötuneyti Grunnskólans veldur verulegum aukakostnaði og sýnir enn og aftur metnaðarleysi og stjórnleysi meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra.

Undirritaðir : Viðar H. Steinarsson, Eggert V. Guðmundsson, Þröstur Sigurðsson.

 

Bókun fulltrúa D-lista í hreppsnefnd Rangárþings ytra í tilefni af bókun fulltrúa K og Ó lista um málefni mötuneytis Grunnskólans á Hellu á fundi hreppsnefndar 1. september 2004:

Fulltrúar D-lista harma að fulltrúar K og Ó lista skulu gagnrýna hvernig mötuneytið við Grunnskólann á Hellu fer af stað í nýjum húsakynnum, áður en nokkur reynsla er fengin af starfrækslu þess.

Vegna orða um að ekki hafi verið valin hagkvæmasta leiðin varðandi rekstur mötuneytisins er tekið fram, að engin reynsla er fengin af rekstrinum ennþá og langt í frá tímabært að fella dóma.

Varðandi kaup á búnaði og framkvæmdir í tengibyggingu íþróttahússins á Hellu er það áréttað, að vegna sumarleyfa sem brostin voru á þegar ákvörðun var tekin í sveitarstjórn, fást nauðsynleg tæki ekki afgreidd fyrr en á haustmánuðum.

Varðandi útboð á matargerðinni er það áréttað, að vel kemur til greina að sú leið verði farin í framtíðinni, en við þær aðstæður sem nú eru, þ.e. ekki ljóst hvenær allur skólinn verður kominn í mötuneytið, var talið farsælla að skólinn ræki sjálfur eldhús þennan vetur.

Varðandi það að kaupa mat frá eldhúsinu að Laugalandi gilda að mörgu leyti sömu rök og varðandi almennt útboð. Minnt er á, að Laugalandsskóli og tilheyrandi mötuneyti eru í sameign Rangárþings ytra og Ásahrepps og þ.a.l. hefði aðeins verið um kaup á vöru og þjónustu að ræða sem ber að skoða í ljósi almennra leikreglna á markaði, en ekki rekstur á vegum Grunnskólans á Hellu.

Vísað er á bug að orðum um metnaðarleysi og stjórnleysi meirihlutans. Umrædd framkvæmd er sýnir einmitt hið gagnstæða, enda flykkjast börnin í Grunnskólanum á Hellu í mötuneytið, jafnvel í meira mæli en gert var ráð fyrir í byrjun.

Undirritaðir: Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson.

 

Lúðvík situr hjá við afgreiðslu á 4. lið fundargerðarinnar.

 

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 Skipulags- og bygginganefnd - 26. fundur 23/8´04, sem er í liðunum nr. 164-2004 til 185-2004.

 

Samþykkt samhljóða.

 

2.2 Samgöngunefnd - 10. fundur 20/8´04, sem er í 6 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 Stjórn Sorpstöðvar Suðurlands bs. - 116. fundur 24/8´04, sem er í 2 liðum.

3.2 Stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands - 75. fundur 25/8´04, sem er í 5 liðum.

 

  1. Eignaumsjón - umsókn um auknar fjárheimildir vegna Þrúðvangs 31:

Lagt fram bréf frá Eignaumsjón Rangárþings ytra og Ásahrepps, dagsett 26/8´04, þar sem sótt er um auknar fjárheimildir á árinu 2004 vegna Þrúðvangs 31.

 

Lögð fram tillaga um aukafjárheimild kr. 1.600.000.- vegna viðhalds utanhúss og aðgengis fatlaðra í Þrúðvangi 31 á árinu 2004.

Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Eikarás ehf. - umsókn um lóðir:

Lagt fram bréf frá Eikarási ehf., móttekið 20/8´04, þar sem sótt er um allt að 20 lóðir undir einbýlishús á Hellu.

 

Lagt er til að afgreiðslu á umsókninni verði frestað og oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við umsækjanda.

Lagt er til að vinnuhópur geri tillögu að úthlutunarreglum fyrir íbúðahúsalóðir. Vinnuhópinn skipi: Sigurbjartur Pálsson, Heimir Hafsteinsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson og Ólafur Elvar Júlíusson.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Skólaakstur:

Lagt fram yfirlit frá Valgerði Guðjónsdóttur, aðstoðarskólastjóra, yfir aðdraganda þess að leitað var eftir viðbótarbíl á Þykkvabæjarleið og rök fyrir því hver var valinn sem annar skólabílstjóri á leiðina veturinn 2004-2005, dagsett 31/8´04.

 

Bókun vegna vinnubragða við auglýsingu og val á bílstjóra vegna viðbótarskólaaksturs frá Þykkvabæ til Grunnskólans á Hellu.

Undirritaðir fulltrúar minnihlutans gagnrýna harðlega gerð auglýsingar þar sem óskað var eftir aðila til að sinna skólaakstri úr Þykkvabæ og einnig gagnrýnum við harðlega hvernig staðið var að vali úr hópi umsækjenda.

Í 31. tbl. Búkollu frá 2004 birtist auglýsing frá Grunnskólanum á Hellu þar sem auglýst er eftir áhugasömum umsækjendum til að sinna skólaakstri úr Þykkvabæ. Ekkert var tiltekið um þær kröfur sem viðkomandi þarf að uppfylla, hvorki hvað varðar tilskilin réttindi né ökutæki.

Við val úr hópi umsækjenda virðist ekkert tillit hafa verið tekið til réttinda og reynslu umsækjenda því sá sem valinn var hafði ekki öðlast tilskilin réttindi til skólaaksturs þegar hann var ráðinn í starfið.

Almenna reglan hefur verið sú að skólabílstjórar hafa verið ráðnir beint af framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Vegna tengsla eins af umsækjendum við skólastjóra, en sá umsækjandi var síðan ráðinn, hefði sú vinnuregla betur verið viðhöfð í þetta skiptið.

Þau vinnubrögð sem hér hafa verið viðhöfð eiga, að okkar mati, ekki að þekkjast í opinberri stjórnsýslu.

Undirritaðir : Viðar Steinarsson, Eggert V. Guðmundsson, Þröstur Sigurðsson.

 

Fulltrúar D-lista árétta að samkvæmt ákvæðum grunnskólalaga, sjá skólastjórar grunnskóla að öllu leyti um rekstur þeirra og þar á meðal ráðningu verktaka til þess að annast skólaakstur.

 

  1. Yfirdýralæknir - tilmæli um óbreytta tilhögun á smölun:

Lagt fram bréf frá embætti yfirdýralæknis, dagsett 24/8´04, þar sem lagt er til að óbreytt tilhögun verði á smölun á Rangárvalla- og Skaftárafréttum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Aðalheiður Sigurðardóttir - umsókn um launað leyfi vegna náms:

Lagt fram bréf frá Aðalheiði Sigurðardóttur, dagsett 17/8´04, þar sem sótt um að fá greidd laun í leyfi vegna náms, veturinn 2004-2005, alls 10-12 daga.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Atvinnu- og ferðamálafulltrúi - dagskrá fyrir sænsku konungshjónin:

Lagt fram erindi frá atvinnu- og ferðamálafulltrúa Rangárþings og Mýrdals, dagsett 1/9´04, þar sem óskað er eftir kr. 200.000.- framlagi sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Mýrdalshreppi, fyrir móttöku til heiðurs sænsku konungshjónunum og fylgdarliði þeirra, föstudaginn 10. september, að Hótel Rangá.

 

Samþykkt samhljóða og kostnaði vegna hlutar Rangárþings ytra vísað til liðarins "kynning sveitarfélagins", í fjárhagsáætlun 2004.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

10.1 Landgræðsla ríkisins 17/8´04 - tilmæli um sameiginlega kynnisferð til Land- og Árskóga, föstudaginn 10/9´04.

 

Samþykkt samhljóða að fara í ferðina, en mælst til að ferðin verði farin 1/10´04.

 

10.2 Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri o.fl. - boð á málþing um "Skjól - skóg - skipulag" 3/9´04.

 

Til kynningar.

 

10.3 SASS 23/8´04 - tilkynning um aðalfund SASS þ. 13.-14/11´04 í Vestmannaeyjum.

 

Til kynningar.

 

10.4 Rauði kross Íslands 25/8´04 - umsókn um styrk.

 

Lögð fram tillaga um styrk kr. 15.000,-.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 

  1. Annað efni til kynningar:

11.1 Skýrsla nefndar um mat á framkvæmd viðbótarlána 23/8´04.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:00.

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.