38. fundur 15. september 2004

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 15. september 2004, kl. 18:00.

 

Mætt: Sigurbjartur Pálsson, Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Heimir Hafsteinsson, Eggert V. Guðmundsson, Lúðvík Bergmann, Sigrún Ólafsdóttir, varamaður fyrir Ingvar P. Guðbjörnsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir, sem ritar fundargerð.

Þórhallur J. Svavarsson, kom inn sem varamaður fyrir Valtý Valtýsson kl. 19:15.

 

Sigurbjartur setti fund og stjórnaði honum.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 Lögð fram fundargerð 51. fundar hreppsráðs, 9/9´04, sem er í 12 liðum.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar, 3. fundur 6/9/2004 sem er í 8 liðum.

Samþykkt samhljóða.

 

2.2 Samráðsnefnd um Holtamannaafrétt, 8. fundur 1/9/2004 sem er í 6 liðum.

Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu á fundargerðinni og fara fram á viðræður við hreppsnefnd Ásahrepps um kostnað og álagningu fjallskilagjalda vegna fjallskila af Holtamannaafrétti.

 

Valtýr vék af fundi kl. 19:00.

 

2.3 Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 21. fundur 8/9/2004 sem er í 2 liðum.

Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu annars liðar fundargerðarinnar og fara fram á

umsögn skólastjórnenda um málið.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 Fræðslunefnd, 34. fundur 7/9/2004 sem er í 7 liðum.

3.2 Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 67. fundur 7/9/2004 sem er í 5 liðum.

 

  1. Tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun 2004.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri, lagði fram og kynnti tillögu að breytingu á

fjárhagsáætlun 2004. Meginefni breytingartillögunnar er vegna væntanlegrar sölu á leiguíbúðum við Giljatanga að Laugalandi (4 íbúðir) og Tjarnarbakka, Tjarnarflöt og Kirkjuhvol í Þykkvabæ til byggðasamlagsins Húsakynna og afskrifta af kostnaðarverði íbúðanna.

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum, þrír sitja hjá (VHS. EVG. HH).

 

  1. Tillaga að 3ja ára áætlun fyrir tímabilið 2005 - 2007 - fyrri umræða.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri, lagði fram tillögu að 3ja ára fjárhagsáætlun fyrir tímabilið 2005-2007 ásamt greinagerð til fyrri umræðu.

Tillögunni vísað til síðari umræðu.

 

  1. Atlantsolía hf. - umsókn um lóð fyrir bensínstöð.

Lagður fram tölvupóstur frá Stefáni Kjærnested, framkvæmdastjóra f.h. Atlantsolíu, dagsettur 2. september 2004 þar sem óskað er eftir lóð við gatnamót Suðurlandsvegar og Miðvangs undir sjálfsafgreiðslubensínstöð.

Samþykkt samhljóða að vísa umsókninni til umsagnar hjá skipulags- og bygginganefnd.

 

  1. Gyða Guðmundsdóttir og Jón Baldvinsson, umsókn um lóð fyrir einbýlishús.

Lagt fram bréf frá Gyðu Guðmundsdóttur og Jóni I. Baldvinssyni, dagsett 26. ágúst 2004

með umsókn um lóð undir einbýlishús.

Samþykkt samhljóða að vísa umsókninni til skipulags- og bygginganefnar til skoðunar

og tillögugerðar.

 

  1. Vígsla rétta í Áfangagili 23/9/2004.

Stefnt er að vígslu nýrrar réttar fyrir Landmannaafrétt í Áfangagili á réttadegi eftir fyrstu leit

2004 þ. 23. september n.k. Lagt er til að formaður hreppsráðs og fjallkóngur á Landmanna-afrétti sjái um formlega vígslu réttanna og að Rangárþing ytra bjóði upp á kaffi og safa við það tilefni. Lagt er til að kvenfélögin verði fengin til að sjá um veitingarnar.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

9.1 Drög að dagskrá fyrirhugaðrar kynnisferðar með Landgræðslu ríkisins til

Hekluskóga 1/10/2004.

Óskað er eftir að umhverfisnefnd Rangárþings ytra taki þátt í ferðinni og að hún hefjist

  1. 13:00.

 

9.2 Sunnlenska bókaútgáfan 27/8/2004 - umsókn um styrk vegna vinnslu á filmum Helga Hannessonar.

Samþykkt samhljóða að verða við umsókninni og veita styrk að upphæð kr. 300.000.- í verkefnið.

Vísað til fjárhagsáætlunar 2005 undir liðinn menningarmál.

  1. Annað efni til kynningar:

10.1 Samband íslenskra sveitarfélaga, 3/9/2004 - um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

  1. og 2/11 2004.

10.2 Samband íslenskra sveitarfélaga, 7/9/2004 - minnisblað varðandi framkvæmd

hugsanlegs verkfalls kennara.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:00.

 

Ingibjörg Gunnarsdóttir, ritari.