40. fundur 03. nóvember 2004

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 3. nóvember 2004, kl. 16:00.

 

Mætt: Sigurbjartur Pálsson, Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Þröstur Sigurðsson, varamaður Heimis Hafsteinssonar, Eggert V. Guðmundsson, Lúðvík Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 Lögð fram fundargerð 53. fundar hreppsráðs, 14/10´04, sem er í 12 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

1.2 Lögð fram fundargerð 54. fundar hreppsráðs, 28/10´04, sem er í 13 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 Fræðslunefnd - 37. fundur 25/10´04, sem er í 5 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 Stjórn Húsakynna bs. - fundur 27/10´04, sem er í 5 liðum.

 

  1. Tillaga að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2005:

Tillaga að álagningarprósentum, afslætti og gjaldskrám fyrir árið 2005:

  1. Útsvar; 12,99%.
  2. Fasteignaskattur;

A - 0,36% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í

landbúnaði og sumarhús, allt með tilh. lóðum.

B - 1,32% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilh. lóðum, þó að undanskildum

fasteignum í 0 flokki.

  1. Lóðarleiga; 0,9% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Þó getur sveitarstjórn ákveðið

annað leiguhlutfall eða álagningu í krónutölu á hvern fermetra lóðar við sérstakar aðstæður.

  1. Vatnsgjald; 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins eða í

sameign þess og annarra sveitarfélaga sbr. ákv. 7. gr. laga nr. 81/1991 m. br. skv. ákv. 3. gr.

laga nr. 149/1995.

  1. Aukavatnsgjald hjá stórnotendum (s. s. sláturhúsum og kartöfluverksmiðjum) skal vera kr. 16,90 fyrir hvern notaðan rúmmetra af vatni sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 421/1992 m.v. byggingavísitölu í nóv. 2004; 303,9. Gjalddagi er útgáfudagur reiknings og eindagi 30 dögum síðar.

6a. Lágmarksheimæðargjald (jafnaðargjald) vatnsveitu á Hellu, í Þykkvabæ, Rauðalæk og að

Laugalandi sbr. reglugerð nr. 421/1992, 175/1994 og 614/1996 er kr. 173.357 m.v. 32mm

þvermál og allt að 25 metra lengd heimæðar. Heimæðargjaldið hækkar í samræmi við aukinn

sverleika og/eða lengd heimæðar. Gjaldið breytist um sama hlutfall og byggingarvísitala í

nóv. 2004; 303,9.

Heimilt er að dreifa greiðslum heimæðargjalda skv. þessari grein á allt að 2 ár.

6b. Lágmarksheimæðargjald fyrir býli þar sem aðeins íbúðarhúsnæði er tengt veitu með að

hámarki 32mm inntaki er kr. 260.036. Lágmarksheimæðargjald (jafnaðargjald) fyrir býli

og atvinnustarfsemi í dreifbýli er kr. 520.109 m.v. þvermál heimæðar allt að 63mm.

Heimæðargjald fyrir tvíbýli eða fleirbýli er kr. 693.426 m.v. að þvermál heimæðar

að hverju býli fari ekki yfir 63mm og skal skipta heimæðargjaldinu jafnt á milli viðkomandi

býla eða með öðrum hætti ef ábúendur eða eigendur óska eftir því. Heimæðargjald sumar-

bústaða á sama svæði skal vera kr. 260.036 og þvermál heimæða skal ekki vera meira en

32mm. Heimæðargjöldin hækka í samræmi við aukinn sverleika heimæðar. Gjaldið breytist um sama hlutfall og byggingarvísitala í nóv. 2004; 303,9.

Heimilt er að dreifa greiðslum heimæðargjalda býla með fullt gjald á allt að 5 ár og býla þar

sem íbúðarhús eitt er tengt og sumarbústaða á allt að 3 ár.

Gjalddagi liða nr. 6a og 6b er tengidagur og eindagi 30 dögum síðar.

6c. Tengigjöld í Holtaveitu eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

7a. Holræsagjald á Hellu; 0,25% af fasteignamati húss og tilh. lóðar.

7b. Gjöld fyrir tæmingu rotþróa eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

  1. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld skv. sérstakri gjaldskrá.

Gjalddagar liða nr. 2, 3, 4, 7 og 8 eru 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6 og 1/7 2005. Þar sem fasteignagjöld verða samtals kr. 6.999 eða lægri skal þó aðeins vera einn gjalddagi þ. 1. maí 2005. Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga.

Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum 75% og meira, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði, skal veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi af viðkomandi íbúðarhúsnæði skv. reglum samþ. af sveitarstjórn.

  1. Hundaleyfisgjald er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

Gjalddagi hundaleyfisgjalds er 1. mars og eindagi 31. mars fyrir hunda sem eru á skrá um áramót. Gjalddagi vegna hunda sem skráðir verða á árinu er skráningardagur og eindagi 30 dögum síðar.

  1. Byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-, úttekta og mælingagjöld skipulags- og bygginganefndar og skipulags- og byggingafulltrúa leggjast á skv. sérstakri gjaldskrá.

Gjalddagar eru dags. reikninga og eindagar 30 dögum síðar.

Að öðru leyti gilda lög um tekjustofna sveitarfélaga og gjaldskrár um viðkomandi tekjuliði.

Samþykkt þessi um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár skal birt á hefðbundnum auglýsingastað ákvarðana sveitarstjórnar, þ.e. á töflu í afgreiðslu Rangárþings ytra.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (V.H. S., E.V.G., Þ.S.).

 

  1. Atlantsolía hf. - umsókn um lóð fyrir sunnan þjóðveg 1:

Lagt fram bréf frá Atlantsolíu hf., dagsett 22/9´04, þar sem sótt er um lóð sunnan þjóðvegar 1 á Hellu, undir sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og olíur á Hellu.

Einnig er lögð fram fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 18/10´04, sjá lið 192-2004 til upplýsingar.

 

Lögð fram tillaga um að oddviti, sveitarstjóri og skipulags- og byggingafulltrúi ræði við fulltrúa Atlantsolíu hf. um möguleika varðandi lóð undir sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og olíur á Hellu.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Grétar H. Guðmundsson - vegna skólaakstur á Þykkvabæjarleið:

Lagt fram bréf frá Grétari H. Guðmunssyni, dagsett 21/9´04, varðandi ráðningu í starf skólabílstjóra á Þykkvabæjarleið.

Einnig er lagt fram bréf frá sveitarstjóra Rangárþings ytra, dagsett 27/10´04, til Grétars H. Guðmundssonar og bréf sveitarstjóra Rangárþings ytra, dagsett 28/9´04, til Málflutningsskrifstofunnar ehf. varðandi ráðningu verktaka í skólaakstri á Þykkvabæjarleið.

Lagt fram bréf frá Málflutningsskrifstofunni ehf., dagsett 4/10´04, varðandi val á verktaka við skólasktur frá Þykkvabæ.

 

Bókun vegna erindis Grétars H. Guðmundssonar, varðandi skólaakstur á Þykkvabæjarleið.

Undirritaðir fulltrúar K- og Ó-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra vísa til bókunar um sama mál á 37. fundi sveitarstjórnar þann 1. september sl. þar sem meðferð málsins var gagnrýnd harðlega. Undir þessa gagnrýni tekur Óskar Sigurðsson hdl. í áliti sínu. Að öllum líkindum verður sveitarfélagið fyrir fjárhagslegum skaða vegna þessara vinnubragða og ber að harma það.

Undirritaðir hvetja til þess að hlutaðeigandi aðilar fari vel yfir þetta mál og að þetta megi verða þeim víti til varnaðar. Viðar H. Steinarsson, Eggert V. Guðmundsson og Þröstur Sigurðsson.

 

Lögð fram tillaga í samræmi við álit Málflutningsstofunnar ehf., um að þeim sem sóttu um að annast verktöku í skólaakstri á Þykkvabæjarleið, verði gefinn kostur á að að fá sannanlegan kostnað við umsóknir sínar greiddan

 

Samþykkt með 8 atkvæðum 1 situr hjá (E.V.G.).

 

  1. Nefnd um sameiningu sveitarfélaga:

Lagt fram bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga, móttekið 6/10´04, um tillögur sameiningarnefndar um breytingar á sveitarfélagaskipan.

Einnig lagðar fram tillögur og greinagerð verkefnisstjórnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins varðandi breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

 

Til kynningar.

 

  1. Frá fulltrúum K og Ó lista:

8.1 Ýmsar fyrirspurnir og hugleiðingar; - störf nefnda - nýtt skipurit - húsnæði Þykkvabæjarskóla - tilfærsla gámavallar á Hellu.

 

8.2 Fyrirspurnir um afdrif mála; - útboð á snjómokstri og hálkuvörnum - kaup á léni - umsókn Eikaráss ehf. um 20 lóðir.

 

Sveitarstjóri svaraði fyrirspurnunum.

 

Eggert V. Guðmundsson áréttaði að æskilegra hefði verið að svör við fyrirspurnum hefðu verið skrifleg.

 

8.3 Tillögur K og Ó lista; um kaup á Dynskálum 8 - um að úttekt verði gerð á þeim kosti að sameina allt skólahald Rangárþings ytra á einn stað og undir eina stjórn á Hellu.

 

Lögð fram tillaga um að á næsta fundi hreppsnefndar verði skipaður vinnuhópur um hugsanlega notkun á húsnæði Þykkvabæjarskóla og sem hugi einnig að framtíðarlausnum á húsnæðismálum fyrir stjórnsýslu Rangárþings ytra.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Lögð fram tillaga um að fela fræðslunefnd og stjórn Eignaumsjónar að taka til umfjöllunar tillögu um framtíðarfyrirkomulag stjórnunar og húsnæðismála grunnskóla í Rangárþingi ytra.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

9.1 Samband íslenskra sveitarfélaga 27/10´04 - ráðstefna um aðgengi fatlaðra 18/11´04.

 

Til kynningar.

 

9.2 GHR 27/10´04 - umsókn um styrk.

Afgreiðslu frestað.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd falið að skoða málið með það að leiðarljósi að gera sambærilegan samning við GHR og gerðir hafa verið við önnur íþróttafélaög.

  1. Annað efni til kynningar:

10.1 Afrit af bréfi frá sveitarstjóra til þingmanna Suðurkjördæmis um brú yfir Eystri-Rangá 26/10´04.

10.2 Almannavarnarnefnd Rangárvallasýslu 26/10´04 - um hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá Eyjafjallajökli og vesturhluta Mýrdalsjökuls.

 

  1. Eggert V. Guðmundsson - breyting á búsetu.

Eggert skýrði frá því að á næstunni myndi hann og fjölskylda hans flytjast búferlum á Selfoss og lagði fram eftirfarandi bókun:

Vegna þess að ég og fjölskylda mín höfum ákveðið að flytjast búferlum í annað sveitarfélag á næstunni og eins með tilliti til þess að ég hef ekki tök á að mæta á næsta reglulega fund sveitarstjórnar langar mig að þakka sveitarstjórn og starfsfólki Rangárþings ytra samstarfið á undanförnum árum, einnig vil ég nota tækifærið og óska sveitarstjórn og öllu starfsfólki Rangárþings ytra alls hins besta og velfarnaðar í störfum sínum í framtíðinni.

Eggert V. Guðmundsson.

 

Oddviti þakkaði Eggert fyrir gott samstarf í hreppsnefndinni og óskaði honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni. Aðrir hreppsnefndamenn tóku undir þessar óskir.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.