41. fundur 01. janúar 2004

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 1. desember 2004, kl. 16:00.

 

Mætt: Sigurbjartur Pálsson, Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Halldóra Guðlaug Helgadóttir, varamaður Viðars H. Steinarssonar, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Þröstur Sigurðsson, varamaður Eggerts V. Guðmundssonar, Heimir Hafsteinsson, Lúðvík Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

Lögð fram breyting á dagskrá: nýr 12. liður bætist við og færast aðrir liðir aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 Lögð fram fundargerð 55. fundar hreppsráðs, 11/11´04, sem er í 13 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

1.2 Lögð fram fundargerð 56. fundar hreppsráðs, 25/11´04, sem er í 11 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 Félagsmálanefnd - 34 fundur 24/11´04, sem er í 4 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

2.2 Samráðsnefnd sveitarstjórnar Rangárþings ytra og Ásahrepps - 8. fundur 29/11 2004, sem er í 7 liðum.

 

  1. liður fundargerðarinnar tekinn fyrir sérstaklega: Ákvæði um álagningarreglur fjallskila vegna Holtamannaafréttar verða þannig: 1% af jarðarþúsundi og kr. 125 fyrir hverja fullorðna kind sem rekin er á afrétt.

 

Það er sérstaklega áréttað að reglum um álagningu fjallskilagjalda verði breytt fyrir upprekstur árið 2005 að kröfu sveitarstjórnar Rangárþings ytra.

 

Samhliða eru teknir fyrir 3. og 4. liðir í fundargerð 8. fundar samráðsnefndar Holtamannaafréttar sem frestað var á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 15. september 2004. 3. liðurinn verður óbreyttur en ákvæðum 4. liðar um álagningarreglur er breytt samkvæmt framansögðu.

 

Þessir þættir samþykktir með 8 atkvæðum, einn situr hjá (IPG).

 

Vegna 6. liðar er áréttað að ekki hefur verið lögð fram tillaga í sveitarstjórn Rangárþings ytra um gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.

 

2.3 Bókasafnsnefnd bókasafnsins á Laugalandi - 24/11 2004, sem er í 4 liðum.

 

  1. og 4. lið fundargerðarinnar er vísað til fjárhagsáætlunar 2005 en fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.

 

2.4 Stjórn Eignaumsjónar - 16. fundur 24/11 2004, sem er í 8 liðum.

 

  1. lið fundargerðarinnar er vísað til fjárhagsáætlunar 2005. Samþykkt samhljóða.
  2. liður borinn upp sérstaklega og samþykktur samhljóða.
  3. liður a. samþykktur með 7 atkvæðum, 1 situr hjá (H.H.).

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson tekur ekki þátt í umræðu eða afgreiðslu á þessum lið.

  1. liður b. borinn upp sérstaklega og samþykktur samhljóða.
  2. liður borinn upp sérstaklega samþykktur með 7 atkvæðum, 2 á móti (H.H. og H.G.H.)

 

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (H.H.).

 

Bókun vegna 7. liðar í fundargerð stjórnar Eignaumsjónar frá 24. nóvember 2004.

Undirritaðir harma að framkvæmdir við heimilisfræðistofu og mötuneyti grunnskólans á Hellu voru ekki boðnar út. Gera má ráð fyrir því að veruleg kostnaðarlækkun hefði náðst fram með útboði, ásamt því að verulegur dráttur varð á því að framkvæmdir hæfust, sem væntanlega jók kostnað framkvæmdanna verulega.

Undirritaðir: Heimir Hafsteinsson, Þröstur Sigurðsson og Halldóra G. Helgadóttir.

 

Bókun vegna 8. liðar í fundargerðar stjórnar Eignaumsjónar frá 24. nóvember 2004:

Undirritaðir mótmæla harðlega 18 - 19% launahækkun starfsmanns eignaumsjónar Rangárþings ytra og Ásahrepps. Með tilliti til þess að starfsmat vegna starfsmanna sveitarfélagsins liggur nú fyrir og einnig vegna viðkvæmrar stöðu launamála annarra lykilstarfsmanna sveitarfélagsins lýsum við því yfir að einhliða og óútskýrð hækkun launa þessa eina starfsmanns sveitarfélagsins er á allan hátt til þess fallin að skapa óánægju meðal annarra starfsmanna Rangárþings ytra.

Undirrituð: Halldóra G. Helgadóttir og Heimir Hafsteinsson.

 

Bókun fulltrúa D og B lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra vegna bókunar fulltrúa K og Ó lista um 7. lið 16. fundargerðar stjórnar Eignaumsjónar dagsett 24/11 ’04, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 1. desember 2004.

Það er beinlínis rangt sem haldið er fram í bókun K og Ó lista að framkvæmdir hafi ekki að öllu leyti verið boðnar út. Leitað var tilboða í smíði og frágang innréttinga hjá nokkrum aðilum við framkvæmdir í heimilisfræðastofu.

Við ákvörðun um framkvæmdir við mötuneyti Grunnskólans á Hellu var ákveðið að semja við einstaka verktaka um framkvæmd verksins í samvinnu við Eignaumsjón frekar en að fara með það í útboð sem hefði tafið verkefnið enn frekar. Undirbúningsvinnu við hönnun og fleira var ekki lokið fyrr en í lok september s.l. og hófust framkvæmdir þegar að henni lokinni. Ekki var raunhæft að byrja fyrr en t.d. hönnun burðarþols byggingarinnar eftir áformaðar breytingar var að fullu lokið.

Engin fyrirliggjandi gögn eru til um það að kostnaður hafi orðið meiri en við útboð framkvæmdanna. Ályktanir í þá veru eru ótímabærar og ályktun um að útboð hefði flýtt fyrir framkvæmdum með tilheyrandi sparnaði er óraunhæf.

Undirritaðir: Sigurbjartur Pálsson, Valtýr Valtýsson, Guðmundur I. Gunnlaugsson, Ingvar P. Guðbjörnsson, Engilbert Olgeirsson og Lúðvík Bergmann.

 

Bókun fulltrúa D og B lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra vegna bókunar fulltrúa K og Ó lista um 8. lið 16. fundargerðar stjórnar Eignaumsjónar dagsett 24/11 ’04, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 1. desember 2004.

Lýst er yfir undrun á skilningi fulltrúa K og Ó lista varðandi launahækkun starfsmanns Eignaumsjónar. Hið rétta er að samþykkt var hækkun launa um einn launaflokk skv. kjarasamningi FOSS sem er langt frá því að gefa starfsmanni 18 – 19% launahækkun. Starfsmat skv. kjarasamningi FOSS lá ekki fyrir á þeim tíma sem stjórn Eignaumsjónar tók þessa ákvörðun. Starfsmat mun leiða í ljós réttmæti launaflokkaröðunar sem ákvörðuð var á sínum tíma við ráðningu starfsmannsins.

Undirritaðir: Valtýr Valtýsson, Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson, Ingvar P. Guðbjörnsson, Lúðvík Bergmann og Guðmundur I. Gunnlaugsson.

 

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 Samband íslenskra sveitarfélaga - 719. fundur 19/11´04.

 

  1. Tillaga að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2004:

Lögð fram tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2004:

Eftirfarandi eru helstu breytingar sem verða á áætluninni:

 

Fjármagnsliðir og afskriftir breytast vegna aukinnar verðbólgu frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2004. Gert er ráð fyrir 3% verðbólgu í stað 2% í upphaflegri áætlun.

 

Fjárfestingar hjá Eignasjóði hækka um kr. 10.700 þús., félagslegar íbúðir bæta við kr. 1.600 þús. en fyrirhuguð fjárfesting í fráveitu er lækkuð um kr. 9.000 þús., aðrir liðir eru óbreyttir. Heildarhækkun fjárfestinga er kr. 3.300 þús.

 

Húsakynni bs. koma inn í samtæðureikning og breyta eignastöðu og langtímalánum.

Rekstrarkostnaður aðalsjóðs hækkar um kr. 17.968 þús., þar af eru kr. 15.348 þús. vegna aukins framlags til leiguíbúða.

 

Gert er ráð fyrir aukinni lántöku um kr. 62.000 þús. frá upphaflegri áætlun, að mestu vegna skuldbreytingar.

 

Bókun vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2004.

Það vekur athygli nú í breyttri fjárhagsáætlun að gert er ráð fyrir auknum halla á A og B hluta sveitarsjóðs samantekið, miðað við niðurstöðu ársins 2003 og fyrri áætlun. Hallinn eykst sem nemur u.þ.b. 14% miðað við raunniðurstöðu ársins 2003. Svipaða sögu má segja um skuldir sveitarfélagsins. Ný fjárhagsáætlun ársins 2004 gerir ráð fyrir að skuldir sveitarfélagsins pr. íbúa sé kr. 392.000,- og hækki um 7,5% miðað við raunverulega niðurstöðu ársins 2003.

Þetta er raunveruleikinn þrátt fyrir fögur fyrirheit og fallegar bókanir fulltrúa meirihlutans um ábyrgar aðgerir. Við auglýsum hér og nú eftir hinum ábyrgu aðgerðum því ekki virðast þær vera komnar til framkvæmda enn þrátt fyrir að langt sé liðið á kjörtímabilið og valdatíð meirihluta D- og B- lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra.

Undirritaðir fulltrúar Ó– og K- lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra vísa að öðru leyti í fyrri bókanir um framgang fjármálastjórnunar meirihlutans.

Undirrituð: Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson og Halldóra Guðlaug Helgadóttir.

 

Bókun frá fulltrúum D og B lista í hreppsnefnd Rangárþings ytra sem svar við bókun fulltrúa K og Ó lista um endurskoðun á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 1. desember 2004:

Þó að fulltrúar K og Ó lista láti sem þeir viti ekki um ástæður þess að lagt er til að halli verði meiri en upphaflega var gert ráð fyrir, er þeim fullkomlega ljóst að meginorsök þessa er sölutap af leiguíbúðum sem áður hefur verið samþykkt í hreppsnefndinni auk annarra þátta sem flest var samþykkt áður í sveitarstjórninni. Niðurstaða rekstrarreiknings aðalsjóðs breytist mjög óverulega fyrir utan það að gert er ráð fyrir framlagi til leiguíbúða vegna framangreinds sölutaps. Breytingin fyrir utan framlag til leiguíbúða er aðeins innan við ½ prósent af áætluðum heildartekjum.

Aukin lántaka er að mestu vegna þess að byggðasamlagið Húsakynni bs. er fært inn í samstæðureikning sveitarfélagsins en hefur ekki verið þar fyrr. Inn í stöðu langtímalána kemur skuldastaða Húsakynna bs. sem er að langmestu leyti við Íbúðalánasjóð vegna leiguíbúða og hefur áhrif til hækkunar á þessari stöðu í efnahagsreikningi samstæðu.

Undirritaðir: Sigurbjartur Pálsson, Valtýr Valtýsson, Guðmundur I. Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Ingvar P. Guðbjörnsson og Lúðvík Bergmann.

 

Tillagan er samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (H.H., Þ.S. og H.G.H.).

 

  1. Atvinnu- og ferðamálanefnd:

Lögð fram fundargerð 19. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar 9/9 2004, sem er í 1 lið. Einnig er lagt fram minnisblað nefndarinnar vegna afgreiðslu á umsóknum úr Atvinnueflingarsjóði sveitarfélagsins.

 

 

 

 

Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu á f) lið fundargerðarinnar og formanni atvinnu- og ferðamálanefndar er falið að kanna stöðu þess umsækjanda nánar.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.

 

Lögð fram umsókn um styrk frá Oddhóli ferðaþjónustu ehf., dagsett 8/11 2004, sem frestað var á 55. fundi hreppsráðs.

 

Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu á umsókninni.

 

  1. Fiskeldisstöðin í Fellsmúla ehf.:

Lögð fram fundargerð stjórnar Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla ehf., dagsett 13/10 2004.

Lögð fram drög að kaupsamningi um rekstur og eignir Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla ehf.

Lögð fram umsögn Óskars Sigurðssonar hdl., dagsett 27/10 2004 og umsögn Valgarðs Sigurðssonar, hrl., dagsett 11/11 2004, um ákvæði kaupsamningsins.

Lögð fram yfirlýsing kaupenda og seljanda vegna ýmissa ákvæða í kaupsamningum.

 

Lúðvík víkur af fundi og tekur ekki þátt í umræðu um þennan lið.

 

Til kynningar.

 

Lúðvík tekur aftur sæti á fundinum.

 

  1. Skipan starfshóps um hugsanlega notkun húsnæðis fyrrum Þykkvabæjarskóla og framtíðarlausn á húsnæðismálum fyrir stjórnsýslu sveitarfélagsins:

Lögð fram tillaga um að Sigurbjartur Pálsson, Valtýr Valtýsson og Þröstur Sigurðsson verði aðalmenn í starfshópnum og varamenn verði Engilbert Olgeirsson, Lúðvík Bergmann og Viðar H. Steinarsson.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Kjarasamningur Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga:

8.1 Meginefni nýs kjarasamnings LN og KÍ og bráðabirgðamat á kostnaðaráhrifum hans.

8.2 LN 19/11´04 - Um afgreiðslu LN á nýjum kjarasamningi og framkvæmd hans.

 

Til kynningar.

 

  1. Landnot ehf.:

Lagt fram tilboð frá Landnotum ehf., dagsett 23/11´04, um gerð uppdrátta með jarðamörkum innan sveitarfélagsins og uppdrátta sem sýna stærð jarða.

 

Lagt er til að afgreiðslu erindisins verði frestað þar til ný lög um landsskrá fasteigna liggja fyrir og skipulags- og bygginganefnd hefur fjallað um málið og gert tillögu um afgreiðslu tilboðsins.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Menntamálaráðuneytið - beiðni um upplýsingar um skipulag skólahalds:

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 22/11 2004, þar sem óskað er eftir upplýsingum um með hvaða hætti skólahald verði skipulagt út skólaárið í kjölfar verkfalls grunnskólakennara.

 

Lögð fram tillaga um að afgreiðslu á erindinu verði frestað þar til skólastjórar grunnskólanna hafa haft samráð um málið og lagt fram tillögu um fjölda kennsludaga á skólaárinu 2004-2005.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Grétar H. Guðmundsson - reikningur vegna kostnaðar við umsókn:

Lagður fram reikningur frá Grétari H. Guðmundssyni, móttekinn 24/11 2004, vegna kostnaðar við umsókn um verktöku við akstur skólabíls á Þykkvabæjarleið. Meðfylgjandi er sundurliðun kostnaðar.

 

Lögð fram tillaga um að boðin verði greiðsla fyrir vinnu við umsóknina samanber samþykkt hreppsnefndar frá 3. nóvember s.l. og að greitt verði tímakaup skv. taxta hópferðabílstjóra auk launatengdra gjalda.

 

Oddvita og sveitarstjóra falið að eiga viðræður við Grétar og koma þessari samþykkt á framfæri við hann skriflega.

 

Samþykkt með 4 atkvæðum, 5 sitja hjá (L.B., Þ.S., H.G.H., H.H. og G.I.G.)

 

  1. Kosning varamanns í atvinnu- og ferðamálanefnd:

Lögð fram tillaga um að Gísli Stefánsson verði kjörinn varamaður í atvinnu- og ferðamálanefnd í stað Gústavs Stolzenwald sem fluttur er úr sveitarfélaginu.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundir hreppsnefndar í desember.

Lögð fram áætlun um að fundir verði í hreppsnefndinni 15. desember og á milli jóla og nýárs. Fyrirvari er um að tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 verði tilbúin í tæka tíð.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

14.1 Fræðslunet Suðurlands, boð á hátíðarfund 10/12´04, kl. 17:00.

Til kynningar.

  1. Annað efni til kynningar:

Ekkert efni hefur borist.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.30.

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.