Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 5. janúar 2005, kl. 20:30.
Mætt: Sigurbjartur Pálsson, Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Þröstur Sigurðsson, varamaður Eggerts V. Guðmundssonar, Halldóra Gunnarsdóttir, varamaður fyrir Heimi Hafsteinsson, Lúðvík Bergmann og Ingibjörg Gunnarsdóttir, sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.
Lögð fram breyting á dagskrá: Nýr 14. liður og færast aðrir liðir aftur sem því nemur. Einnig er nýr liður, 15.2.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir hreppsráðs:
1.1 Lögð fram fundargerð 58. fundar hreppsráðs, 23/12´04, sem er í 12 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
2.1 Fræðslunefnd - 38. fundur 15/12´04, sem er í 5 liðum.
Lagt fram svar fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, dagsett 28/12´04, við beiðni hreppsnefndar um umfjöllun og tillögugerð varðandi tillögu K og Ó lista um úttekt á þeim kosti að sameina allt skólahald á einn stað og undir eina stjórn á Hellu.
Afgreiðslu á 3ja lið fundargerðarinnar er frestað til næsta hreppsnefndarfundar.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt með 8 atk. 1 situr hjá (VV).
2.2 Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 23. fundur 28/12´04, sem er í 4 liðum.
Lögð fram tillaga íþrótta- og æskulýðsnefndar, dagsett 29/12´04, um styrkveitingu til GHR fyrir árið 2004.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
3.1 Hitaveita Rangæinga - aðalfundur 20/12´04, sem er í 6 liðum.
3.2 Sorpstöð Suðurlands - 121. fundur 20/12´04, sem er í 6 liðum.
Lögð fram til kynningar breytt gjaldskrá Sorpstöðvar Suðurlands bs., frá og með 1/1´05.
Viðar H. Steinarsson leggur fram svohljóðandi bókun og varðar það lið 3.1:
"Heimir Hafsteinsson og Viðar H. Steinarsson hafa sent bréf til stjórnarformanns Hitaveitu Rangæinga þar sem við óskum eftir að fundur verði haldinn í stjórn Hitaveitu Rangæinga (HR) innan hálfsmánaðar frá dagsetningu þessa bréfs sem dagsett er 3. janúar 2005.
Óskað er eftir að tillaga frá aðalfundi HR. dags. 20. des. sl. um sölu á HR. verði tekin upp og rædd, og teljum við að aðalfundur yftirtaki ekki völd stjórnar. Samkvæmt skilningi okkar á stofnsamningi HR. þá hefur aðalfundur ekki æðsta vald yfir HR., eins og haldið var fram á umræddum aðalfundi.
Óskað er jafnframt eftir því að úttektarskýrsla ParX ásamt athugasemdum og tillögum undirritaðra verði afgreidd.
Viðar H. Steinarsson."
Varðandi lið 3.2 óskar sveitarstjórn eftir upplýsingum frá stjórn Sorpstöðvar Suðurlands bs. um hvers vegna starf framkvæmdastjóra Sorpstöðvarinnar var ekki auglýst opinberlega.
- Eggert V. Guðmundsson :
Lagt fram bréf frá Eggert V. Guðmundssyni, dagsett 28/12´04, þar sem hann tilkynnir flutning úr sveitarfélaginu og úrsögn úr sveitarstjórn.
Sveitarstjóri las bréf frá Eggerti þar sem hann þakkar fyrir samstarfið í sveitarstjórninni.
Þröstur Sigurðsson boðinn velkomin til starfa sem aðalmaður í sveitarstjórn.
- Menntamálaráðuneytið - fyrirspurn um tilhögun kennslu að loknu verkfalli:
Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 22/12´04, þar sem fram kemur fyrirspurn um tilhögun kennslu í grunnskólum sveitarfélagsins að loknu verkfalli.
Bréfið var áður á dagskrá 41. fundar hreppsnefndar, 1/12´04.
Lagðar fram áætlanir skólastjóra Grunnskólans Hellu og skólastjóra Laugalandsskóla um fjölgun virkra kennsludaga á skólaárinu 2004 - 2005 til að bæta upp tapaða kennsludaga í verkfallinu að hluta.
Sveitarstjóri leggur til að svör skólastjóranna verði svar hreppsnefndar til menntamálaráðuneytisins.
Samþykkt með 8 atk. 1 situr hjá (V.V).
- Tillögur að gjaldskrám:
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hundahald í Rangárþingi ytra árið 2005:
"1. gr.
Gjald fyrir undanþágu til hundahalds sbr. 1. lið 2. gr. samþykktar um hundahald í Rangárþingi ytra nr. 617/2004, skal á árinu 2005 vera kr. 9.700. Gjalddagi er 1. mars og eindagi 31. mars vegna hunda sem eru á skrá um áramót, annars er 30 daga gjaldfrestur.
Kostnaður vegna föngunar og vörslu hunda, sem teknir eru lausir, s.s. útkallskostnaður, bifreiðakostnaður, búrleiga og auglýsingar, skal greiddur af hlutaðeigandi leyfishafa eða umráðamanni hunds, sé um leyfislausan hund að ræða. Gjald vegna föngunar og vörslu lausra hunda er kr. 5.000. Innifalin er vinna, akstur, umsjón og búrleiga. Að auki greiðist annar útlagður kostnaður.
- gr.
Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings ytra þ. 5. janúar 2005 samkvæmt ákvæðum
- gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, gildir fyrir árið 2005 og tekur þegar gildi. Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkti gjaldskrána þ. XX. XXXXXXX 2005."
Lögð fram greinargerð með tillögunni um áætlaðar tekjur og kostnað.
Tillagan samþykkt með 7 atk. 2 sitja hjá (V.H.S. og Þ.S.).
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra árið 2005:
"1. gr.
Gjald fyrir meðhöndlun úrgangs, sbr. samþykkt nr. 615/2004 um meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra fyrir árið 2005, skal vera sem hér segir og innheimtast með fasteignagjöldum:
- a) Hirðing frá íbúðum í þéttbýli og dreifbýli m.v. vikulega losun, 1 poki 9.810
- b) Hirðing frá íbúðum í dreifb. m.v. losun á 2ja vikna fresti, 1 poki á viku 8.100
- c) Íbúðir í dreifbýli þar sem pokahirða er ekki - aðgangur að gámum 4.905
- d) Eyðingargjald fyrir hverja íbúð 4.500
- e) Sumarhús - aðgangur að gámum 3.270
- f) Eyðingargjald fyrir sumarbústaði 1.500
- g) Smærri fyrirtæki og stofnanir m.v. 1 pokagildi á viku (margf.
í gámum skv. talningu) (fyrirtæki sjá um gáma þar sem þeir eru
notaðir en Rangárþing ytra sér um flutning á förgunarstað og greiðir
fyrir meðhöndlun úrgangsins þar) KR. 9.810
- h) Eyðingargjald fyrir smærri fyrirtæki og stofnanir (margf. m.v. pokafj.) 4.500
- i) Stærri fyrirtæki, stofnanir, sláturhús og fyrirtæki með iðnaðarframleiðslu sjá sjálf um
geymslu og flutning úrgangs til móttökustöðva og greiða fyrir meðhöndlun úrgangsins
þar samkvæmt gjaldskrám móttökustöðvanna (ef Rangárþing ytra sér um flutning úrgangs
frá þessum aðilum og/eða greiðir fyrir meðhöndlun úrgangsins til móttökustöðvanna, skal
gera reikning á viðkomandi í samræmi við reikninga frá flutnings- og móttökuaðilum).
Gjalddagar eru sömu og fasteignagjalda.
- gr.
Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings ytra þ. 5. janúar 2005 samkvæmt ákvæðum
- gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, gildir fyrir árið 2005 og tekur þegar gildi. Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkti gjaldskrána þ. XX. XXXXXXXX 2005."
Lögð fram greinagerð með tillögunni um áætlaðar tekjur og kostnað.
Samþykkt samhljóða að fela hreppsráði að taka tillöguna til umfjöllunar og endanlegrar afgreiðslu með hugsanlega breytingu á einstökum gjaldaliðum að markmiði.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa í Rangárþingi ytra:
"1. gr.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra er heimilt að innheimta árlega gjöld vegna hreinsunar rotþróa á vegum sveitarfélagsins samkvæmt gjaldskrá sem sett er samkvæmt 5. mgr. 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum, að fenginni samþykkt Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
- gr.
Árlegt gjald fer eftir stærð rotþróa:
0 - 2000 lítrar kr. 3.600
2001 - 4000 lítrar kr. 4.300
4001 - 6000 lítrar kr. 5.000
Losunargjald fyrir rotþrær sem eru yfir 6.000 lítrar að stærð innheimtist samkvæmt rúmmetrafjölda hverrar rotþróar, kr. 2.200 fyrir hvern rúmmetra.
Gjaldið innheimtist með fasteignagjöldum hvers árs og hefur sömu gjalddaga og fasteignagjöld.
- gr.
Gjaldskrá þessi er samin á grundvelli 4. og 5. gr. samþykktar nr. 618/2004 um hreinsun fráveituvatns og reglulega losun, vinnslu eða förgun seyru í Rangárþingi ytra og samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings ytra á fundi hennar þann 5. janúar 2005. Gjaldskráin var samþykkt af Heilbrigðisnefnd Suðurlands þ. X. XXXXXXXX 2005."
Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu tillögunnar um óákveðinn tíma eða þangað til áætlanir um fjölda rotþróa, losunartíðni og kostnað liggja fyrir.
- Tillaga að breyttu starfsheiti skipulags- og byggingafulltrúa og breyttu verkefnasviði:
Lögð fram tillaga að breyttu starfsheiti skipulags- og byggingarfulltrúa. Lagt er til að framvegis verði starfsheiti skipulags- og byggingafulltrúa "sviðsstjóri Umhverfissviðs og skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings ytra".
Tillagan að breyttu starfsheiti samþykkt samhljóða og ákveðið að unnið verði áfram að tillögu að lýsingu á verksviði og að hún verði lögð fyrir hreppsnefnd í febrúar.
- Breytingar á fulltrúum í nefndum og stjórnum vegna brottflutnings og annarra breytinga:
Lögð fram tillaga um að oddvitar lista fundi og fari yfir nefndalistana og leggi fram tillögur um nýtt fólk í nefndir í stað brottfluttra og nefndarmanna sem hafa hætt störfum.
- Heilbrigðiseftirlit Suðurlands - um leikvallatæki og leiksvæði:
Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dagsett 20/12´04, varðandi leikvallatæki og leiksvæði.
Sveitarstjóri skýrði frá því að sviðsstjóra Umhverfissviðs hafi verið falið að undirbúa tímasetta áætlun um endurbætur á leiksvæðum og leiktækjum sem verður send til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Til kynningar.
- Heilbrigðiseftirlit Suðurlands - beiðni um umsögn:
Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dagsett 28/12´04, þar sem fram kemur beiðni um umsögn um drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir endurvinnslu úrgangs í Þykkvabæ.
Samþykkt samhljóða að sveitarstjóri svari bréfinu, upplýsi að hreppsnefnd hafi samþykkt að vísa beiðninni til frumathugunar hjá Umhverfissviði Rangárþings ytra og jafnframt að ekki sé mögulegt vegna umfangs málsins að skila umsögn 10. janúar 2005.
- Sigurður Guðmundsson hdl. - umsögn um landskipti á jörðinni Læk:
Lagt fram bréf frá Sigurði Guðmundssyni hdl., dagsett 27/12´04, þar sem fram kemur beiðni um umsögn um landskipti á jörðinni Læk í Holtum.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin skv. framlögðum gögnum.
- Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands - spurningarkönnun í skólum:
Lagt fram bréf frá rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands, dagsett 20/12´04, þar sem fram kemur beiðni um heimild til spurningakönnunar í skólum vegna rannsóknar á menntun nemenda með þroskahömlun.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til skólastjóranna til ákvörðunar.
- Málflutningsskrifstofan ehf. - umsögn um úrskurði Óbyggðanefndar:
Lögð fram umsögn Málflutningsstofunnar ehf., dagsett 30/12´04, um úrskurði Óbyggðanefndar um þjóðlendur.
Samþykkt að fá nánari greiningu og mat á kostnaði.
- Fyrirspurn frá Viðari H. Steinarssyni vegna sölu á eignum Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla ehf. - Svör oddvita við fyrirspurn Viðara H. Steinarssonar:
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn til oddvita frá Viðari H. Steinarssyni, dagsett 3/1´05, varðandi sölur á eignum fiskeldisstöðvarinnar á Fellsmúla:
"Nú hafa eigendur stöðvarinnar að Fellsmúla þ.e.Rangárþing ytra og Ásahreppur frestað ákvörðun um staðfestingu á þeim sölusamningi sem fyrir liggur vegna mikilla athugasemda við hann sem komu fram í álitum sem sveitarstjórnirnar létu vinna.
Undirritaður er stjórnarmaður í Fiskeldisstöðinni að Fellsmúla skipaður af sveitarstjórn og taldi ég eðlilegt þegar sú staða kom upp sem að framan greinir þá myndi verða kallað til fundar í stjórn stöðvarinnar hið fyrsta og unnið að lausn málsins þar eðli málsins samkvæmt. Það var ekki gert og þrátt fyrir að ég hafi marg oft nefnt það við formann stjórnar, sem jafnframt er oddviti Rangárþings ytra, að haldinn yrði fundur um málið í stjórn þá hefur því ekki verið sinnt.
Spurningar mínar eru í þessu samhengi eftirfarandi:
- Í hvaða farvegi hefur málið verið frá því að ljóst var að sveitarstjórnirnar gætu ekki staðfest fyrirliggjandi sölusamning?
- Ef málið er í vinnslu: þá hvar, af hverjum, í umboði hvers og hvað er verið að gera ?
- Er eðlilegt að halda stjórn frá málinu með þeim hætti sem formaður gerir?
Síðan að lokum. Sú undarlega venja hafði skapast að aðalfundur FF var haldinn á einhverjum síðustu dögum hvers árs og þótti mönnum þetta ekki góður siður og vildu færa þetta framar á árið. Nú hins vegar bregður svo við að liðið er fram yfir áramót þannig að ekki var haldinn aðalfundur FF á árinu 2004 þannig að lengi getur vont versnað.
Og aukaspurningin er þessi:
- Hvenær verður aðalfundur FF fyrir 2003 haldinn að ég nefni nú ekki árið 2004.
Viðar Steinarsson stjórnarmaður í FF"
"Svör vegna fyrirspurna Viðars H. Steinarssonar til oddvita varðandi sölu á eignum Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla ehf. lögð fram á fundi hreppsnefndar miðvikudaginn 5. janúar 2005.
- Spurt er í hvaða farvegi málið sé frá því að ljóst hafi verið að sveitarstjórnir gætu ekki staðfest fyrirliggjandi sölusamning.
Á fundi samráðsnefndar Ásahrepps og Rangárþings ytra 29. nóvember er bókað undir dagskrárlið 2 „Fiskeldisstöðin Fellsmúla”:
"Gögn varðandi málið lögð fram og kynnt. Nokkrar umræður urðu um ýmis ákvæði samningsins, lögfræðiálit og minnisblað sem orðið hefur til síðan samningurinn var upphaflega kynntur sem hluti af samningnum. Málinu frestað til næsta fundar meðan frekari upplýsingaöflun fer fram."
Á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra 1. des er eftirfarandi bókað undir 6. lið dagskrár: „Fiskeldisstöðin í Fellsmúla ehf.”:
"Lögð fram fundargerð stjórnar Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla ehf. Dagsett 13/10 2004.
Lögð fram drög að kaupsamningi um rekstur og eignir Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla ehf.
Lögð fram umsögn Óskars Sigurðssonar hdl. Dagsett 27/10 2004 og umsögn Valgarðs Sigurðssonar hrl. Dagsett 11/11 2004, um ákvæði kaupsamningsins.
Lögð fram yfirlýsing kaupenda og seljanda vegna ýmissa ákvæða í kaupsamningnum.
Lúðvík víkur af fundi og tekur ekki þátt í umræðu um þennan lið.
Til kynningar."
Ekki er unnt að lesa úr þessum bókunum í fundargerðum samráðsnefndar og sveitarstjórnar Rangárþings ytra, að sveitarstjórnirnar hafi ekki á þeim tíma getað staðfest fyrirliggjandi sölusamning. Í umræðu á fundunum kom fram að ástæða væri til þess að bíða eftir nánari upplýsingum um mögulegt söluverð skuldabréfs eða athugun á þeim möguleika að kaupsamningur verði að einhverju leyti endursaminn vegna framkominna ábendinga.
- Spurt er hvort málið sé í vinnslu, hjá hverjum og í hvaða umboði og hvað sé verið að gera.
Á stjórnarfundi Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla ehf. 17/5 2004. er eftirfarandi bókað undir 2. lið dagskrár:
"2.Kauptilboð:
- a) Formaður kynnir að fimm aðilar hafi lýst áhuga á að fá og verið send tilboðsgögn. Aðeins barst eitt marktækt
tilboð í eignir stöðvarinnar sem var frá Lúðvík Bergman.
- b) Kauptilboð frá Lúðvík Bergman kynnt til umræðu. Tilboð LB hljóðar upp á krónur 21 milljón króna fyrir
fasteignir, leigusamninga, hitaveitu, vatnsveitu, fiskiker, og öll önnur tæki og tól sem tilheyra rekstrinum og er
tilbúinn að bæta við fjórum milljónum króna ef óseldur fiskur fylgir með í kaupum.
- c) Framkvæmdastjóri upplýsir að í dag séu til í stöðinni seiði að verðmæti 4-6 milljónir króna fyrir utan þau seiði
sem eru í eldi samkvæmt samningi. Einnig er í stöðinni klakfiskur að verðmæti um 1,5 milljónir króna.
- d) Tekjur af seiðasölu samkvæmt samningum nú í vor er á bilinu 10-12 milljónir króna.
- e) Óljóst er á þessari stundu með seiðasleppingar hjá veiðifélagi Þjórsár og þarf að fá það á hreint áður en hægt
er að ganga til samninga um sölu á stöðinni.
Stjórnin felur formanni og framkvæmdastjóra að ganga til viðræðna við Lúðvík Bergman um sölu á eignum Fifkeldisstöðvarinnar að Fellsmúla á þeim forsendum sem stjórn hefur markað þ.e. að heildarkaupverð fyrir eignir, seiði og klakfisk verði ekki undir 30 milljónum króna.
Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið.
Fundarritari Viðar Steinarsson."
Samkvæmt þessari bókun er það alveg ljóst að formaður stjórnar og framkvæmdastjóri hafa umboð til þess að annast samningagerð við LB á þeim forsendum sem stjórnin hefur markað. Það sem liggur fyrir á þessari stundu um verð fyrir umræddar eignir uppfyllir þá markmiðssetningu um söluverð sem stjórnin setti. Fundur var haldinn í stjórn FF þ. 13. október 2004 þar sem kaupsamningurinn var kynntur fyrir stjórninni auk samkomulags um sölu á fiski sem til var í stöðinni. Á þeim fundi voru ekki gerðar athugasemdir við það sem fyrir lá. Framkvæmdastjóri hefur undanfarið unnið að sölukönnun á skuldabréfi sem kaupendur gáfu út fyrir söluverði annarra eigna en seiða. Niðurstöðu er beðið og vonast til þess að hún liggi fyrir innan skamms.
- Spurt er um skerta aðkomu stjórnar að málinu.
Sjá svar við 2. lið. Stjórnin hefur haft fulla aðkomu að málinu eins og fyrrgreind bókun ber með sér.
- Að endingu er spurt um tímasetningu aðalfunda.
Þegar undirritaður var kaupsamningur um eignir Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla ehf. 21. sept. 2004, var það trú undirritaðs að takast mætti að ljúka sölunni fyrir áramót og ganga frá uppgjöri. Fram á síðasta dag var þessu trúað.
Þegar í ljós kom rétt undir jól að svo yrði ekki var ætlunin að halda fund milli hátíða svo sem venja hefur skapast um.
Persónuleg atvik, tengd formanni stjórnar, höguðu því svo til að hann þarf að takmarka fundahöld um skamma hríð og því var ekki boðað til fundar á hefðbundnum tíma.
Aðalfundur verður haldinn um leið og því verður við komið.
Sigurbjartur Pálsson"
"Viðar þakkar oddvita fyrir að svara fyrirspurnum en telur svörin vera útúrsnúning nema það sem varðar svar nr. 4 um frestun á aðalfundi"
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
15.1 Endurmenntun Háskóla Íslands 22/12´04 - námskeið um stjórnsýslureglur og meðferð
mála hjá sveitarfélaginu.
15.2 Brynja Rúnarsdóttir 4/1´05 - umsókn um styrk vegna tónleika í Þykkvabæ.
Afgreiðslu frestað og farið fram á nánari upplýsingar um áætlaðan kostnað og tekjur.
- Annað efni til kynningar:
16.1 Karl Björnsson, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga 23/12´04 - um
kjarasamninga við Félag leikskólakennara.
16.2 Skógræktarfélag Rangæinga 28/12´04 - um starfsemina árið 2004 og fyrirhugaða
starfsemi árið 2005.
16.3 Félagsmálaráðuneytið-Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 17/12´04 - um ýmis framlög
Jöfnunarsjóðs.
16.4 Ásahreppur 22/12´04 - bókun í hreppsnefnd um tillögur vinnuhóps um húsnæðismál
leikskóla.
Sveitarstjóra falið að gera athugasemd með bréfi til hreppsnefndar Ásahrepps við það að vinnuskjal frá vinnuhópi um húsnæðismál leikskóla hafi verið tekið til efnislegrar umfjöllunar í hreppsnefnd Ásahrepps, sbr. liður 16.4, áður en það hefur verið tekið fyrir í stjórn Eignaumsjónar og fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Samþykkt samhljóða.
16.5 Ásahreppur 22/12´04 - samþykkt um gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit.
16.6 Umhverfisráðuneytið 28/12´04 - um styrk til fráveituframkvæmda á árinu 2003.
16.7 Landsnet 28/12´04 - um viðtöku á rekstri flutningskerfis raforku frá Landsvirkjun.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 03.00
Ingibjörg Gunnarsdóttir, ritari.