Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, þriðjudaginn 8. febrúar 2005, kl. 16:00.
Mætt: Sigurbjartur Pálsson, Sigrún Ólafsdóttir, varamaður Valtýs Valtýssonar, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Lúðvík Bergmann, Heiðrún Ólafsdóttir síðari hluta fundarins sem varamaður fyrir Ingvar Pétur Guðbjörnsson sem vék af fundi og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.
Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá: nýr 13. liður nýr liður í 14. lið 14.1 og færast aðrir liðir aftur sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir hreppsráðs:
1.1 Lögð fram fundargerð 59. fundar hreppsráðs, 13/1´05, í 17 liðum.
Samþykkt samhljóða.
1.2 Lögð fram fundargerð 60. fundar hreppsráðs, 27/1´05, í 12 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
2.1 Fræðslunefnd - 38. fundur 15/12´05, 3. liður. Afgreiðslu frestað á fundi hreppsnefndar 5. janúar 2005.
Lagt fram svar fræðslunefndar, dagsett 28/12´04, við beiðni hreppsnefndar um umfjöllun og tillögugerð varðandi tillögu K- og Ó-lista um úttekt á þeim kosti að sameina allt skólahald á einn stað og undir eina stjórn á Hellu.
Afgreiðslu frestað.
2.2 Stjórn Eignaumsjónar - fundargerð 17. fundar 25/1´05, í 6 liðum.
Lagt fram bréf frá starfsmanni Eignaumsjónar, dagsett 27/1´05, ásamt minnisblaði vinnuhóps um uppbyggingu leikskóla á Hellu og Laugalandi. Mælt er með því að gengið verði til samninga um byggingu leikskóla í einkaframkvæmd.
Lögð fram tillaga frá fulltrúum D-lista um tilhögun vinnu við áframhaldandi skoðun á kostum varðandi uppbyggingu húsnæðis fyrir leikskóla. Lagt er til að Eignaumsjón Rangárþings ytra og Ásahrepps og skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að vinna málið áfram samkvæmt nánari útlistun í tillögunni.
Lögð fram tillaga vegna uppbyggingar leikskóla í Rangárþingi ytra:
Um er að ræða tillögu varðandi leikskóla á Laugalandi annars vegar og hins vegar á Hellu.
Laugaland.
Undirritaðir leggja til að samið verði við Húsakynni b/s um leigu á einu af Giljatanga húsunum fyrir leikskóla á Laugalandi.
Greinargerð fylgir.
Hella.
Undirritaðir leggja til að byggður verði 4 deilda leikskóli á Hellu, hugsanlega í áföngum ef henta þykir (3+1). Lagt er til að sveitarfélagið byggi leikskólann.
Greinargerð fylgir.
Undirritaðir: Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Viðar H. Steinarsson.
Lagt er til að báðum tillögunum verði vísað til Umhverfissviðs Rangárþing ytra og Eignaumsjónar Rangárþings ytra og Ásahrepps til umfjöllunar og tillögugerðar.
Samþykkt samhljóða.
Lagt fram bréf frá starfsmanni Eignaumsjónar, dagsett 27/1´05, þar sem mælt er með því að tilboði Björns Halldórssonar í 100 ha. úr landi Merkihvols verði tekið, en tilboði í lögbýlisrétt jarðarinnar Merkihvols er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Lagt er til að Birni Halldórssyni verði seldir 100 ha úr landi Merkihvols á kr. 76 þús. pr. ha. án lögbýlisréttar eða hlunninda.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
2.3 Samgöngunefnd - 12. fundur 28/1´05, í 7 liðum.
Lagður fram listi yfir leiðbeiningaskilti sem vantar í Rangárþingi ytra við stofnbrautir og tengivegi.
Lagt er til að samgöngunefnd ásamt sveitarstjóra verði falið að vinna að því að skiltin komist upp á þessu ári eins og fjárheimild er fyrir í fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að 1. lið fundargerðarinnar verði vísað til 10. liðar á dagskrá fundarins,
Samþykkt samhljóða.
- liður fundargerðarinnar samþykktur samhljóða en kostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
- lið fundargerðarinnar: Samþykkt samhljóða að vísa málinu til samgöngunefndar til nánari athugunar á kostnaði og tímasetningum varðandi framkvæmdir við Þykkvabæjarveg og Ásveg.
Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
3.1 Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 24. fundur 26/1´05, í 4 liðum.
3.2 Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands - 245. fundur 14/1´05, í 6 liðum.
- Álagning fasteignagjalda:
Lögð fram tillaga um breytingu á álagningarprósentum fasteignagjalda 2005:
Lagt er til að eftirfarandi álagningarprósentur, sem áður voru samþykktar fyrir árið 2005, breytist samkvæmt eftirfarandi yfirliti:
Var: Verður:
Fasteignaskattur „A flokkur” 0,36% 0,33%
Fasteignaskattur „B flokkur” 1,32% 1,25%
Undirritaðir: Sigurbjartur Pálsson, Ingvar P. Guðbjörnsson, Valtýr Valtýsson, Engilbert Olgeirsson og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson.
Greinargerð fylgir.
Samþykkt samhljóða.
- Endurskoðun á fjárhagsáætlun vegna sölu á Hitaveitu Rangæinga, greiðsla á skuld og sölutekjur:
Lögð fram tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun Rangárþings ytra árið 2005 vegna sölu á Hitaveitu Rangæinga:
Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2005 vegna sölu á Hitaveitu Rangæinga til Orkuveitu Reykjavíkur:
Tekjur vegna sölu eignarhlutar:
Sala á Hitaveitu Rangæinga kr. 63.888.000
Færist á flokk 27 „Óvenjulegir liðir”
Sérstakt framlag vegna jarðskjálfta:
Framlag til Hitaveitu Rangæinga kr. 23.760.000
Færist á liðinn 07 4 42 „Náttúruhamfarir”
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri.
Greinargerð fylgir.
Samþykkt samhljóða.
Ingvar Pétur víkur af fundi kl. 18:30 og við sæti hans tekur Heiðrún Ólafsdóttir.
- Samantekt um eignir, skráð verðmæti og mögulegt verðmæti í sölu:
Lagður fram listi yfir eignir Rangárþings ytra í árslok 2004 og skráð verðmæti þeirra.
Sigurbjartur tekur ekki þátt í umræðum né atkvæðagreiðslu um þennan lið.
Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að selja hlutabréf skv. framlögðum lista fáist ásættanlegt verð fyrir þau. Lagt er til að eignalistanum verði vísað til Eignaumsjónar til frekari skoðunar og nánari útfærslu og kannaðir verði sölumöguleikar fleiri eigna.
Samþykkt samhljóða.
- Tillaga að úthlutunarreglum lóða:
Lögð fram tillaga í 14 liðum um úthlutunarreglur lóða í Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða.
Undirritaður fagnar því að nú skuli vera til samþykktar reglur um úthlutun lóða í Rangárþingi ytra, en ítrekar óánægju sína með vinnubrögð oddvita sem formanns og fundarboðanda í vinnunefnd um þessi málefni.
Heimir Hafsteinsson.
- Vinnuhópur um húsnæði fyrir skrifstofu og ráðstöfun húsnæðis fyrrum Þykkvabæjarskóla:
Oddviti skýrði frá störfum nefndarinnar.
Til kynningar.
- Nefndakjör - breytingar vegna brottflutnings og fleiri aðstæðna:
Lögð fram tillaga um eftirfarandi breytingar á nefndaskipan Rangárþings ytra:
- a) Lagt er til að í atvinnu- og ferðamálanefnd komi Halldóra Hafsteinsdóttir, Hákoti, sem aðalmaður, í stað Fjólu Runólfsdóttur. Lagt er til að Sólrún Helga Guðmundsdóttir, Freyvangi 20, komi inn sem varamaður í stað Halldóru Hafsteinsdóttur.
- b) Lagt er til að í fræðslunefnd komi Hjalti Tómasson, Freyvangi 21, sem varamaður í stað Styrmis Grétarssonar. Lagt er til að Birkir Ármannsson, Brekku, komi sem varamaður í fræðslunefnd fyrir Sigrúnu Leifsdóttur.
Lagt er til að Birna Guðjónsdóttir, Suður-Nýjabæ, komi sem varamaður í stað Halldóru Gunnarsdóttur.
- c) Lagt er til að í félagsmálanefnd komi Helena Benónýsdóttir, Hábæ, sem aðalmaður í stað Fjólu Runólfsdóttur. Lagt er til að Víglundur Kristjánsson, Þrúðvangi 8, komi sem varamaður í stað Helenu Benónýsdóttur.
- d) Lagt er til að í umhverfisnefnd komi Valdimar Óskarsson, Bjóluhjáleigu, sem aðalmaður í stað Fjólu Runólfsdóttur. Lagt er til að Guðrún Dröfn Ragnarsdóttir, Heiðvangi 21, komi sem varamaður í stað Valdimars Óskarssonar. Lagt er til að Halldóra G. Helgadóttir, Freyvangi 10, komi sem aðalmaður í stað Eggerts V. Guðmundssonar. Lagt er til að Særún Sæmundsdóttir, Smáratúni, komi sem varamaður í stað Eyglóar Bergsdóttur.
- e) Lagt er til að í húsnefnd Brúarlundar komi Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir, Skarði, sem aðalmaður í stað Fjólu Runólfsdóttur. Lagt er til að Sigríður Theodóra Kristinsdóttir, Minni-Völlum, komi sem varamaður í stað Sigríðar Theodóru Sæmundsdóttur.
- f) Lagt er til að í Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu komi Ólafur Elvar Júlíusson, forstöðumaður umhverfissviðs Rangárþings ytra í stað Guðmundar Inga Gunnlaugssonar.
- g) Lagt er til að öldrunarnefnd Rangárþings ytra verði lögð niður.
- h) Lagt er til í sameiginlega barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu komi Sigríður Heiðmundsdóttir, Kaldbak, sem varamaður í stað Gústafs Stolzenwald.
Samþykkt samhljóða.
- Kynning á deiliskipulagstillögum fyrir miðbæ Hellu:
Lagt er til að Umhverfissviði og embætti skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að gangast fyrir opnum kynningarfundi um skipulagsmál laugardaginn 26. febrúar 2005 í íþróttahúsinu á Hellu. Einkum verði lögð áhersla á að kynna fyrirliggjandi tillögu um skipulag miðbæjar Hellu þar sem fram kemur tillaga um legu hringvegarins og staðsetning og fyrirkomulag hringtorga. Að auki gæfist tækifæri til að kynna ýmsar skipulagshugmyndir sem verið hafa í skoðun. Til fundarins verði boðið fulltrúum frá Vegagerðinni, hönnuði tillögu að skipulagi miðbæjar Hellu og þingmönnum.
Samþykkt samhljóða.
- Tillaga að úthlutunarreglum vegna útgáfu- og kynningarstyrkja framboðslista:
Lögð fram tillaga að úthlutunarreglum vegna útgáfu- og kynningarstyrkja fyrir framboðslista sem eiga fulltrúa í sveitarstjórn:
Gert er ráð fyrir að varið verði kr. 260.000 á yfirstandandi ári til útgáfustyrkja sem skiptist á listana samkvæmt framangreindri tillögu.
Samþykkt samhljóða.
- Fjallskil:
12.1 Álagning fjallskilagjalda í Rangárþingi ytra - hugsanlegt brot á jafnræðisreglu - erindi frá
Heimi Hafsteinssyni, dagsett 11/1´05. Til kynningar.
12.2 Álitsgerð Óskars Sigurðssonar, hdl. um hugsanlegt brot á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga,
dagsett 26/1´05. Til kynningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Hreppsnefnd skorar á Héraðsnefnd Rangæinga að flýta endurskoðun á fjallskilareglugerð Rangárvallasýslu svo sem kostur er og að tillaga að nýrri reglugerð verði tilbúin fyrir 15. maí 2005.
Samþykkt samhljóða.
- Tillaga um viðræður við Ásahrepp um samskipti sveitarfélaganna:
Lögð fram tillaga ásamt greinargerð frá K- og Ó lista um að farið verði í viðræður við sveitarstjórn Ásahrepps um samskipti sveitarfélaganna á víðum grunni.
Undirritaðir leggja til að Sveitarstjórn Rangárþings ytra óski eftir því við sveitarstjórn Ásahrepps að teknar verði upp viðræður um sameiginleg málefni sveitarfélaganna.
Það sem okkur finnst að sé mest aðkallandi að ræða í samskiptum sveitarfélaganna er eftirfarandi.
- Stjórnsýsla á Holtamanna afrétti.
- Fjallskilamál á Holtamanna afrétti.
- Skipting fasteignagjalda af mannvirkjum á Holtamanna afrétti.
- Skoðun á sameiginlegum rekstri sveitarfélaganna á Laugarlandi.
Við leggjum til að gengið verði hratt til verks og niðurstaða liggi fyrir haustið 2005.
Viðar Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson.
Greinargerð fylgir.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
14.1 Rótarýklúbbur Rangæinga 7/2 2005 - boð á málþing um ferðaþjónustu 17/2 2005.
Til kynningar.
14.2 Beluga 27/1´05 - kynning á umhverfisvottun fyrirtækisins og mögulegri þjónustu þess við
markmiðssetningu.
Lagt er til að erindinu verði vísað til umhverfisnefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Annað efni til kynningar:
1451 Heimir Hafsteinsson, Viðar H. Steinarsson og Þröstur Sigurðsson - beiðni um álitsgerð
KPMG Endurskoðunar hf. á ýmsum atriðum tengdum sölu á Fiskeldisstöðinni í Fellsmúla
ehf.
15.2 Samningur milli aðildarsveitarfélaga Hitaveitu Rangæinga og Orkuveitu Reykjavíkur um
sölu Hitaveitu Rangæinga, dagsettur 26/1´05.
15.3 Sorpstöð Suðurlands 12/1´05 - svar við fyrirspurn um ráðningu framkvæmdastjóra.
15.4 Menntamálaráðuneytið 24/1´05 - um skipulag skólahalds í Rangárþingi ytra skólaárið
2004-2005.
15.5 Alþingi - fjárlaganefnd 13/1´05 - um úthlutun framlags til viðgerða á manngerðum
hellum og umsóknir fyrir fjárlagaárið 2006.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.30.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.