49. fundur 04. maí 2005

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 4. maí 2005, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Engilbert Olgeirsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Sigurbjartur Pálsson, Viðar H. Steinarsson, Þórhallur Svavarsson, varamaður Ingvars P. Guðbjörnssonar, Þröstur Sigurðsson, Halldóra Gunnarsdóttir, varamaður Heimis Hafsteinssonar, Lúðvík Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð. Að auki mæta Heiðrún Ólafsdóttir, sem varamaður fyrir Valtý Valtýsson frá og með 7. lið og Anna B. Stefánsdóttir, fyrir Guðmund Inga Gunnlaugsson við umfjöllun 7. liðar.

 

Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; við bætist nýr 9. liður, a og b og færast aðrir liðir aftur sem því nemur.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð hreppsnefndar:

1.1 Lögð fram fundargerð 48. fundar hreppsnefndar 6/4´05, til staðfestingar og undirritunar.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða og undirrituð.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

2.1 Lögð fram fundargerð 65. fundar hreppsráðs 14/4´05, í 17 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

2.2 Lögð fram fundargerð 66. fundar hreppsráðs 28/4´05, í 11 liðum.

 

Villa varð við ritun 4. liðar fundargerðarinnar. Upphæð á tilboði B frá Verktækni ehf. er kr. 42.037.350 en ekki kr. 39.565.000 eins og misritaðist.

 

Fundargerðin samþykkt með áorðinni breytingu með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (G.I.G.).

 

Bókun vegna 4. liðar fundargerðar 66. fundar hreppsráðs varðandi val á verktaka vegna fyrirhugaðra gatnagerðarframkvæmda.

Undirritaður vill vekja athygli á því að gengið er fram hjá tveimur lægra bjóðandi verktökum við endanlegt val. Undirritaður kallar eftir gildum rökstuðningi hreppsráðs við val á tilboði frá Þjótanda ehf. og varar við hugsanlegri bótaskyldu vegna þessara vinnubragða.

Jafnframt hvetur undirritaður til þess að þegar ákveðið hefur verið að fara út í framkvæmdir hverskonar, miðað við ákveðna kostnaðaráætlun og efnt er til opins útboðs þá skuli viðeigandi forstöðumaður meta tilboðin með faglegum hætti og gera tillögu til sveitarstjórnar um endanlegan framgang málsins. Með það að leiðarljósi að hagstæðasti kosturinn sé valinn í hvert sinn ásamt því að almennum leikreglum sé framfylgt.

Þröstur Sigurðsson.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

Engar fundargerðir liggja fyrir.

 

 

 

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

4.1 Samráðshópur Rangárþings ytra og Ásahrepps um Töðugjöld og um reiðvegi, fundur

28/4´05, í 2 liðum.

4.2 Skólanefnd Tónlistarskóla Rangæinga - 102. fundur 26/4´05, í 9 liðum.

4.3 Sláturhúsið Hellu hf. - aðalfundur 19/4´05, í 6 liðum.

 

  1. Tillaga að 3ja ára áætlun fyrir 2006-2008:

Lögð fram tillaga að 3ja ára áætlun fyrir tímabilið 2006-2008 til síðari umræðu. Vísað er til fundargagna um efni áætlunarinnar.

 

Bókun vegna afgreiðslu á tillögu að þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir Rangárþing ytra tímabilið 2006-2008.

Meirihluti sveitarstjórnar Rangárþings ytra leggur nú fram þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir tímabilið 2006-2008. Áætlun sem byggir á ýmsum forsendum sem framtíðin ein leiðir í ljós hvort réttar eru. Það er ljóst að sveitarfélagið þarf að fara út í miklar og nauðsynlegar framkvæmdir á næstu misserum og auðvitað hafa þær mikil áhrif á framgang áætlanagerðar sem þessarar.

Helsta markmið meirihluta sveitarstjórnar við gerð þessarar áætlunar er að ná fram bata í peningalegri stöðu og veltufjárstöðu sveitarsjóðs. Gott og göfugt markmið, út af fyrir sig, en ekki er sama hvernig menn ná markmiði sem þessu, hingað til hefur það verið gert með aukinni skuldsetningu sveitarfélagsins. Það er auðvitað ekki hin ákjósanlega leið, ráðdeild og sparnaður í rekstri sveitarsjóðs er auðvitað hinn rétti vegur.

Leið sparnaðar og ráðdeildar í rekstri sveitarsjóðs hefur ekki verið farin hingað til og er rétt að nota tækifærið nú og hvetja til þess að helstu málaflokkar í rekstri sveitarfélagsins verði skoðaðir af alvöru ofan í kjölinn með það að markmiði að leita hagræðingar, tækifærin eru fyrir hendi samanber ýmsar tillögur fulltrúa Ó- og K-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra.

Með tilliti til þessa sitjum við undirrituð hjá við afgreiðslu þriggja ára fjáhagsáætlunar Rangárþings ytra.

Undirrituð : Þröstur Sigurðsson, Viðar Steinarsson, Halldóra Gunnarsdóttir.

 

Bókun fulltrúa D-lista um afgreiðslu á þriggja ára áætlun Rangárþings ytra fyrir tímabilið 2006 – 2008 og í tilefni af bókun fulltrúa K- og Ó-lista um sama efni, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 4. maí 2005:

Samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2006 – 2008 felur það markmið í sér, að í öllum rekstri sveitarfélagsins verði ráðdeild og sparnaður hafður að leiðarljósi hér eftir sem hingað til. Samhliða er gert ráð fyrir að allar stofnanir haldi uppi lögbundinni þjónustu auk þjónustu sem sveitarstjórnin hefur samþykkt að haldið skuli úti. Ekki er stefnt á skuldasöfnun eins og sést berlega þegar skuldir í þúsundum króna á hvern íbúa eru skoðaðar, heldur munu þær að mestu standa í stað.

Festa og fyrirhyggja í rekstri og fjárfestingu einkenna þessa áætlun.

Guðmundur I. Gunnlaugsson, Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson, Þórhallur Svavarsson, Heiðrún Ólafsdóttir.

 

Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (Þ.S., V.S., H.G., L.B.).

 

  1. Stefnumótun Rangárþings og Mýrdals í atvinnu- og ferðamálum:

Lögð fram drög að stefnumótun Rangárþings og Mýrdals í atvinnu- og ferðamálum, gerð 29/4´05.

 

Samþykkt samhljóða að vísa drögunum til atvinnu- og ferðamálanefndar til umsagnar og tillögugerðar.

 

Valtýr víkur af fundi og við sæti hans tekur Heiðrún Ólafsdóttir.

 

 

 

 

 

 

 

  1. Guðný Sigurðardóttir og Þórir Jónsson - um samskipti við skólastjórnendur Grunnskólans á Hellu:

Lagt fram bréf frá Guðnýju Sigurðardóttur og Þóri Jónssyni, dagsett 26/4´05, um samskipti við skólastjórnendur Grunnskólans á Hellu. Einnig er lagt fram bréf frá formanni fræðslunefndar, Engilbert Olgeirssyni, dagsett 27/4´04, til Guðnýjar og Þóris vegna afgreiðslu fræðslunefndar.

 

Guðmundur Ingi lýsir sig vanhæfan í málinu og víkur af fundi og við sæti hans tekur Anna B. Stefánsdóttir.

 

Samþykkt samhljóða að óska eftir skriflegri greinargerð skólastjórnenda varðandi málið.

 

Anna Björg víkur af fundi og tekur Guðmundur Ingi sæti á fundinum að nýju.

 

  1. Hekluskógar:

Lagt fram dreifibréf til eigenda og/eða umráðenda lögbýla og stærri landsvæða í nágrenni Heklu, dagsett 25/4´05, varðandi hugmynd að uppgræðsluverkefni er fengið hefur heitið "Hekluskógar".

 

Til kynningar.

 

  1. Sviðsstjóri umhverfissviðs:
  2. a) Lagðir fram minnispunktar frá fyrsta fundi vinnuhóps um uppbyggingu og endurbætur á húsnæði grunn- og leikskóla og skipulag skólareits á Hellu, dagsett 2/5´05.

 

Lögð fram tillaga um að sparkvöllur verði við íþróttahúsið á Hellu og hann verði sunnan við húsið, þvert á mænisstefnu þess. Austur-langhlið sparkvallar myndi beina línu við austurgafl íþróttahúss.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. b) Lögð fram tillaga, dagsett 2/5´05, um staðsetningu sparkvallar að Laugalandi frá Ólafi E. Júlíussyni, skipulags- og byggingafulltrúa.

 

Tillagan samþykkt samhljóða að hálfu Rangárþings ytra.

 

  1. Starfsmannamálefni.

Rætt um kjarasamning leikskólakennara og ósk leikskólastjóra um leiðréttingu.

 

Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að ræða við leikskólastjóra ásamt oddvita Ásahrepps.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

Ekkert liggur fyrir undir þessum lið.

 

  1. Annað efni til kynningar:

12.1 Óbyggðanefnd 25/4´05 - kort sem sýna úrskurðalínur Óbyggðanefndar í Rangárvalla- og

V-Skaftafellssýslu til upplýsingar.

12.2 Ásahreppur 25/4´05 - samþykkt um þátttöku í sameiginlegri athugun sveitarfélaga í

Rangárvallasýslu á þátttöku í Green Globe 21.

12.3 Ásahreppur 25/4´05 - samþykktar reglur um útleigu húsnæðis annars er íbúðahúsnæðis.

12.4 Ósk K- og Ó-lista um álit félagsmálaráðuneytisins á afstöðu meirihluta þess efnis að

hafna ósk þeirra um upplýsingar um launamál sbr. fyrirspurn á hreppsnefndarfundi 2/3´05.

12.5 Auglýsing í Lögbirtingarblaðinu 40. tbl. 98. árg. 27/4´05, um tillögu að breytingu á

aðalskipulagi í landi Stóru-Valla og um deiliskipulagstillögur vegna Stóru-Valla,

Ölversholts, Kvíarholts og miðbæjar Hellu.

12.6 Anna L. Torfadóttir og Herdís Styrkársdóttir 12/4´05 - ábendingar vegna tillögu á

hreppsnefndarfundi 8/2´05 um vinnutilhögun við undirbúning að ákvarðanatöku vegna

húsnæðis fyrir leikskóla sveitarfélagsins - útskrift úr "Íbúasýn" yfir fædd börn í

Rangárþingi ytra árin 2000-2005.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:00.

 

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.