Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 25. maí 2005, kl. 16:00.
Mætt: Sigurbjartur Pálsson, Engilbert Olgeirsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Sigrún Ólafsdóttir, varamaður Valtýs Valtýssonar, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Lúðvík Bergmann, Þórhallur Svavarsson, varamaður Ingvars Péturs Guðbjörnssonar og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Einnig situr Heiðrún Ólafsdóttir hluta fundarins, sem varamaður Guðmundar Inga Gunnlaugssonar.
Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; við bætist nýir liðir nr. 12 og 13.3 og færast aðrir liðir aftur sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir hreppsráðs:
1.1 Lögð fram fundargerð 67. fundar hreppsráðs 12/5´05, í 12 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
2.1 Samráðshópur sveitarstjórna um Töðugjöld 2005 og reiðvegi - 11/5´05, í 1 lið.
Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (H.H., V.H.S., Þ.S.).
2.2 Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar - 4. fundur 17/5´05, í 3 liðum.
Samþykkt samhljóða.
2.3 Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 41. fundur 18/5´05, í 7 liðum.
Lögð fram tillaga um breytingu á gjaldskrá leikskóla frá og með haustönn 2005. Tillagan gerir ráð fyrir að 4 klst. vistun 5 ára barna verði gjaldfrí og að systkinaafsláttur verði aukinn. Útreikningur á kostnaðarauka fylgir.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
3.1 Sameiginleg barnaverndarnefnd - 36. fundur 4/5´05, í 9 liðum.
3.2 Félagsmálanefnd - 40. fundur 11/5´05, í 4 liðum.
3.3 Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. - 5. fundur 11/5´05, í 4 liðum.
3.4 Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands - 247. fundur 16/3´05 og 248. fundur 16/3´05.
3.5 Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands - aðalfundur 16/3´05.
3.6 Foreldraráð Laugalandsskóla - fundur 10/2´05.
- Tillaga um átak í umhverfismálum:
Lögð fram tillaga fulltrúa D-lista um að Umhverfissviði og umhverfisnefnd Rangárþings ytra verði falið að hefja sérstakt átak til hreinsunar úrgangs í sveitarfélaginu.
Átakið beinist einkum að eftirfarandi atriðum:
Farið verði skipulega um sveitarfélagið og skráðir þeir staðir sem mikil þörf er fyrir að hreinsaðir verði. Bent verði á þá staði þar sem umgengni sé ekki í lagi og skorað á eigendur og umráðamenn að fara í úrbætur og aðstoð boðin ef þörf þykir við þyngri og ómeðfærilega hluti. Ef ekki verði brugðist við verði hafin hreinsun á kostnað viðkomandi aðila. Leitast verði við að ljúka þessum verkefnum fyrir 30. júní 2005. Einnig verði almennt umhverfisátak í sveitarfélaginu og því verði lokið fyrir 17. júní.
Samþykkt samhljóða.
- Ráðning leikskólastjóra Heklukots:
Lögð fram umsögn fulltrúa fræðslunefndar um ráðningu leikskólastjóra Heklukots.
Lagt er til að Anna Rut Hilmarsdóttir verði ráðin leikskólastjóri Heklukots.
Samþykkt samhljóða.
- 17. júní hátíðahöld á Hellu:
Lögð fram tillaga um að fela Rangárvalladeild Geysis að annast hátíðahöldin 17. júní n.k. á Hellu.
Samþykkt samhljóða.
- Tilnefning eins fulltrúa í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s.:
Lögð fram tillaga um að sviðsstjóri umhverfissviðs, Ólafur Elvar Júlíusson, verði fulltrúi Rangárþings ytra í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. og fari með atkvæðisrétt á aðalfundi.
Samþykkt samhljóða.
- Þórir B. Kolbeinsson - umsókn um leigu á landi:
Lagt fram bréf frá Þóri B. Kolbeinssyni, dagsett 10/5´05, þar sem óskað er eftir afnotum af landi til notkunar sem beitarhólf fyrir hesta í sumar.
Lagt er til að vísa erindinu til Eignaumsjónar og Umhverfissviðs til tillögugerðar.
Samþykkt samhljóða.
- Greinargerð frá skólastjórnendum Grunnskólans á Hellu:
Lögð fram greinagerð frá skólastjórnendum Grunnskólans á Hellu, dagsett 18/5´05, varðandi bréf frá Guðnýju Sigurðardóttur og Þóri Jónssyni, dagsett 6/5´05.
Guðmundur Ingi víkur af fundi og tekur ekki þátt í umræðum né afgreiðslu.
Við sæti hans tekur Heiðrún Ólafsdóttir.
Lagt er til að afgreiðslu á erindinu verði frestað og oddviti og formaður fræðslunefndar boði málsaðila til fundar.
Samþykkt samhljóða.
Heiðrún víkur af fundi og Guðmundur Ingi tekur sæti á fundinum að nýju.
- Ferðafélag Íslands - áform um boranir við Álftavatn:
Lagt fram bréf frá Ferðafélagi Íslands, dagsett 20/4´05, þar sem rætt er um boranir eftir heitu vatni við Álftavatn á Rangárvallaafrétti og óskað eftir samþykki sveitarstjórnar. Einnig eru kynnt áform um endurbætur á skálum F.Í.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar boranir fyrir sitt leyti ef tilskylin leyfi iðnaðar- og viðskiftaráðuneytisins liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða að fela Viðari H. Steinarssyni að vera tengiliður milli Ferðafélagsins og sveitarstjórnar varðandi áðurgreindar boranir.
- Vaxtarsamningur fyrir Suðurland:
Guðmundur Ingi kynnti stöðu verkefnisins.
Til kynningar.
- Staðsetning sparkvallar á Hellu:
Lögð fram tillaga um að staðsetningu sparkvallar á Hellu verði breytt frá áður gerðri samþykkt og verði völlurinn samhliða suðurhlið íþróttahússins á Hellu.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
13.1 Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. 11/5´05 - aðalfundur 25/5´05.
Til kynningar.
13.2 Veiðifélag Ytri-Rangár - aðalfundur 28/5´05.
Lögð fram tillaga um að Steinþór Runólfsson fari með atkvæðisrétt Rangárþings ytra fyrir Gaddstaði og Viðar H. Steinarsson með atkvæðisrétt vegna annarra jarða í eigu sveitarfélagsins á aðalfundi Veiðifélags Ytri-Rangár.
Samþykkt samhljóða.
13.3 Fornleifavernd ríkisins 24/5´05 - fundir vegna stefnumótunar fyrir fornleifavörslu
31/5´05.
Lagt er til að formaður menningarmálanefndar sitji fundinn fyrir hönd Rangárþings ytra.
Samþykkt samhljóða.
13.4 Vinnueftirlit ríkisins 11/4´05 - kynning á frumnámskeiði fyrir sumarstarfsmenn
sveitarfélaga.
Til kynningar.
13.5 Verslunarskóli Íslands 6/5´05 - boð um kaup á bókinni "Vor unga stétt" og skráning í
"Tabula gratulatoria".
Hreppsnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.
- LAUF 11/5´05 - umsókn um styrk.
Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 5.000.-.
13.7 Hjartaheill 18/5´05- umsókn um styrk.
Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 5.000.-.
13.8 Garðyrkjufélag Íslands 11/5´05 - umsókn um styrk.
Hreppsnefnd sér sér ekki fært að verða við umsókninni.
- Annað efni til kynningar:
14.1 Gjafabréf vegna myndverka Elíasar Hjörleifssonar, listmálara.
Gefendum var afhent skjal með áritun með þakklæti fyrir höfðinglega gjöf.
Samþykkt samhljóða að fela menningarmálanefnd að koma á fót sýningu á verkunum.
14.2 Skipulags- og byggingafulltrúi 9/5´05 - byggingaskýrsla árið 2004.
14.3 Veiðifélag Landmannaafréttar 5/5´05 - umsókn um leyfi Umhverfisstofnunar fyrir
uppsetningu skilta.
14.4 Félagsmálaráðuneytið, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 11/4´05 - áætlun um úthlutun
framlaga árið 2005.
14.5 Félagsmálaráðuneytið, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 10/5´05 - tilkynning um framlag
vegna nýbúafræðslu.
14.6 Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps 3/5´05 - frestun á afgreiðslu aðalskipulags og
bókanir.
14.7 Ályktanir Landsfundar jafnréttisnefnda 6.-7/5´05.
14.8 Umhverfisstofnun 18/5´05 - viðmiðunartaxtar vegna refa- og minkaveiða fyrir
veiðitímabilið 31/8´05.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:30.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.