Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 8. júní 2005, kl. 16:00.
Mætt: Sigurbjartur Pálsson, Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Sigrún Ólafsdóttir, varamaður Engilberts Olgeirssonar, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Þröstur Sigurðsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, varamaður Lúðvíks Bergmann, Heimir Hafsteinsson og Sigrún Sveinbjardóttir, sem ritar fundargerð.
Að auki situr Auðunn Guðjónsson, frá KPMG hluta fundarinns.
Sigurbjartur setti fund og stjórnaði honum.
Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; liður 3.1 bætist við.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir hreppsráðs:
1.1 Lögð fram fundargerð 68. fundar hreppsráðs, 31/5´05 í 2 liðum.
Samþykkt samhljóða.
1.2 Lögð fram fundargerð 69. fundar hreppsráðs, 7/6´05 í 17 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs:
2.1 Lögð fram tillaga um að Sigurbjartur Pálsson verði oddviti og Engilbert Olgeirsson varaoddviti til eins árs.
Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (HH, ÞS, VHS).
2.2 Lögð fram tillaga um að Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Viðar H. Steinarsson verði aðalmenn í hreppsráði til eins árs. Varamenn verði Engilbert Olgeirsson, Valtýr Valtýsson og Heimir Hafsteinsson til eins árs.
Samþykkt samhljóða.
2.3 Tillaga lögð fram um að Ingvar Pétur Guðbjörnsson verði formaður hreppsráðs og Sigurbjartur Pálsson verði varaformaður til eins árs.
Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá ( ÞS, HH, VHS).
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
3.1 Samráðsnefnd um Holtamannaafrétt - 11. fundur 18/5´05 í 5 liðum.
Lögð fram landbóta- og landnýtingaráætlun 2005-2010 fyrir Holtamannaafrétt til staðfestingar.
Vísað til hreppsnefndar frá hreppsráði.
Lagt er til að afgreiðslu fundargerðarinnar verði frestað fram yfir næsta fund samráðsnefndar sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
Engar fundargerðir liggja fyrir.
- Ársreikningar - fyrri umræða:
Sveitarstjóri lagði fram ársreikning Rangárþings ytra árið 2004, ásamt sundurliðun. Einnig eru lagðir fram ársreiknigar fyrir Menningarmiðstöðina Laugalandi, Leiguíbúðir Laugalandi, Leikskólann Laugalandi og Eignasjóð Laugalandi fyrir árið 2004 og Holtaveituna fyrir árin 2003 og 2004.
Auðunn Guðjónsson, frá KPMG Endurskoðun hf. mætti á fundinn og skýrði ársreikningana.
Helstu niðurstöður úr rekstrar- og efnahagsreikningi samstæðu sveitarfélagsins:
Rekstrarreikningur:
Rekstrartekjur: kr. 560.673.840
Rekstrargjöld: kr. (611.434.751)
Fjármagnsgjöld: kr. (37.513.079)
Rekstrarniðurstaða: kr. (88.273.990)
Efnahagsreikningu:
Eignir:
Fastafjármunir: kr. 826.848.429
Áhættufjármunir og langtímakröfur: kr. 104.384.296
Veltufjármunir: kr. 119.374.264
Eignir samtals: kr. 1.050.606.989
Skuldir og eigið fé:
Eiginfjárreikningur: kr. 428.908.269
Lífeyrisskuldbindingar: kr. 14.060.640
Langtímaskuldir: kr. 500.484.661
Skammtímaskuldir: kr. 107.153.419
Eigið fé og skuldir samtals: kr. 1.050.606.989
Heimir víkur af fundi kl:17:45.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri, fór yfir greinagerð sem lögð er fram með ársreikningi.
Auðunn Guðjónsson vék síðan af fundi.
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningunum til síðari umræðu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.